Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar 28. nóvember 2024 07:50 Mjög hefur tíðkast á tyllidögum að hampa íslenskri tungu, þetta gera ráðherrar gjarnan þegar þeir vilja líta vel út í augum kjósenda. Á tímabili starfaði meira að segja nefnd fimm ráðherra til halda utan um fjöreggið okkar dýra og skilaði hún 19 tillögum sem samþykktar voru sem þingsályktun Alþingis 8. maí sl. Þar var meðal annars talað um að þróa nýja námsleið í íslensku sem öðru máli til þess að „auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélagslegri og akademískri menningu, auka aðgengi að háskólamenntun og fjölga atvinnutækifærum að námi loknu.“ Ráðherranefndinni virðist ekki hafa verið ljóst að þessi námsleið er fyrir hendi í Háskóla Íslands og hefur verið lengi, annars vegar í formi BA náms í íslensku sem annað mál og diplómunáms í íslensku sem annað mál. BA námið er venjubundið háskólanám í öðru máli, en diplómanámið er til að undirbúa nemendur fyrir atvinnulífið eða frekara háskólanám. Taka skal fram að Háskóli Íslands er eina háskólastofnun í heimi sem kennir íslensku sem annað mál til brautskráningar og þar er fyrir hendir gífurleg þekking á kennslu og rannsóknum í því tilliti. BA námið hefur brautskráð fjölda nemenda undanfarna hálfa öld eða svo og diplómanámið, sem er nýlegra, hefur skilað hundruðum út á vinnumarkað og í frekara háskólanám. Sem dæmi má taka að mörg þeirra sem ætla að vinna í heilbrigðiskerfinu hafa lært íslensku í HÍ til að geta starfað þar. Ætla mætti að slíkur árangur sem ótvírætt hefur náðst hlyti viðurkenningu í ráðuneyti háskólamála, ekki síst í ljósi þeirrar áherslu sem lögð er á íslenskukennslu innflytjenda. En það er öðru nær, nýlega lagði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fram frumvarp til laga um að setja á skólagjöld á háskólanema sem eiga uppruna utan EES og hyggjast hefja hér nám. Þetta eru t.d. frændur vorir Vestur-Íslendingar, en sá sem þetta ritar hefur haft nokkra nemendur sem til þeirra teljast og þeir eru víðar. Skólagjöldin eiga að standa undir öllum kostnaði við menntun þessara nemenda og yrðu því mjög há, raunar svo há að erfitt er að ímynda sér að nokkur sækti um það. Þessi löggjöf hefði afdrifaríkar afleiðingar fyrir Háskóla Íslands, bæði sem heildar og einnig í kennslu íslensku og íslenskra fræða. Stór hluti doktorsnema á Íslandi er í þessum hópi og vitað er hve erfitt er að fá styrki í það nám hér á landi, rétt um einn af fimm fær styrk. Doktorsnám er hins vegar mjög mikilvægt fyrir Háskóla Íslands og ef hann missti fjölda slíkra nema kæmi það niður á samanburði skólans við þá erlendu skóla sem hann keppir við. Innan íslensku- og menningardeildar er einnig boðið upp á mjög vel þekkt alþjóðanám í miðaldafræðum þar sem erlendir nemendur leggja stund á íslenska menningu miðalda og ljúka því með meistaraprófi. Sum halda áfram í doktorsnám, önnur fara til síns heima og breiða út þekkingu á Íslandi og íslenskri menningu. Sama má segja um nemendur sem stunda nám í þýðingafræði á meistarastigi; fjölmörg þeirra eru orðin þýðendur íslenskra bókmennta. Stóri pósturinn er hins vegar íslenska sem annað mál, námsgrein sem styður við íslenskukunnáttu og inngildingu svo um munar, það sést af aðsóknartölum og brautskráningum. Það er óhætt að fullyrða að og íslenska sem annað mál sé flaggskip íslenskukennslu fyrir útlendinga í öllum heiminum og hvergi er til eins víðtæk þekking á þessu sviði. Þessi grein yrði fyrir miklu höggi ef áform háskólaráðherra næðu fram að ganga og virðist það algjörlega andstætt þeim markmiðum að bæta íslenskukennslu fyrir innflytjendur, raunar vinnur það mjög gegn þeim. Furðu sætir líka að frumvarpið er sett í samráðsgátt eftir að ríkisstjórnin er fallin og er einungis starfsstjórn sem hefur ekkert umboð til að leggja fram frumvörp sem hafa jafn afdrifaríkar afleiðingar. Er þetta kannski einungis köld kveðja frá fráfarandi háskólaráðherra eða hefur ráðuneytið ekki frétt af stjórnarslitunum? Hver sem skýringin er verður að vonast til þess að þetta frumvarp fari í ruslakörfuna sem fyrst. Höfundur er deildarforseti Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslensk tunga Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Sjá meira
Mjög hefur tíðkast á tyllidögum að hampa íslenskri tungu, þetta gera ráðherrar gjarnan þegar þeir vilja líta vel út í augum kjósenda. Á tímabili starfaði meira að segja nefnd fimm ráðherra til halda utan um fjöreggið okkar dýra og skilaði hún 19 tillögum sem samþykktar voru sem þingsályktun Alþingis 8. maí sl. Þar var meðal annars talað um að þróa nýja námsleið í íslensku sem öðru máli til þess að „auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélagslegri og akademískri menningu, auka aðgengi að háskólamenntun og fjölga atvinnutækifærum að námi loknu.“ Ráðherranefndinni virðist ekki hafa verið ljóst að þessi námsleið er fyrir hendi í Háskóla Íslands og hefur verið lengi, annars vegar í formi BA náms í íslensku sem annað mál og diplómunáms í íslensku sem annað mál. BA námið er venjubundið háskólanám í öðru máli, en diplómanámið er til að undirbúa nemendur fyrir atvinnulífið eða frekara háskólanám. Taka skal fram að Háskóli Íslands er eina háskólastofnun í heimi sem kennir íslensku sem annað mál til brautskráningar og þar er fyrir hendir gífurleg þekking á kennslu og rannsóknum í því tilliti. BA námið hefur brautskráð fjölda nemenda undanfarna hálfa öld eða svo og diplómanámið, sem er nýlegra, hefur skilað hundruðum út á vinnumarkað og í frekara háskólanám. Sem dæmi má taka að mörg þeirra sem ætla að vinna í heilbrigðiskerfinu hafa lært íslensku í HÍ til að geta starfað þar. Ætla mætti að slíkur árangur sem ótvírætt hefur náðst hlyti viðurkenningu í ráðuneyti háskólamála, ekki síst í ljósi þeirrar áherslu sem lögð er á íslenskukennslu innflytjenda. En það er öðru nær, nýlega lagði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fram frumvarp til laga um að setja á skólagjöld á háskólanema sem eiga uppruna utan EES og hyggjast hefja hér nám. Þetta eru t.d. frændur vorir Vestur-Íslendingar, en sá sem þetta ritar hefur haft nokkra nemendur sem til þeirra teljast og þeir eru víðar. Skólagjöldin eiga að standa undir öllum kostnaði við menntun þessara nemenda og yrðu því mjög há, raunar svo há að erfitt er að ímynda sér að nokkur sækti um það. Þessi löggjöf hefði afdrifaríkar afleiðingar fyrir Háskóla Íslands, bæði sem heildar og einnig í kennslu íslensku og íslenskra fræða. Stór hluti doktorsnema á Íslandi er í þessum hópi og vitað er hve erfitt er að fá styrki í það nám hér á landi, rétt um einn af fimm fær styrk. Doktorsnám er hins vegar mjög mikilvægt fyrir Háskóla Íslands og ef hann missti fjölda slíkra nema kæmi það niður á samanburði skólans við þá erlendu skóla sem hann keppir við. Innan íslensku- og menningardeildar er einnig boðið upp á mjög vel þekkt alþjóðanám í miðaldafræðum þar sem erlendir nemendur leggja stund á íslenska menningu miðalda og ljúka því með meistaraprófi. Sum halda áfram í doktorsnám, önnur fara til síns heima og breiða út þekkingu á Íslandi og íslenskri menningu. Sama má segja um nemendur sem stunda nám í þýðingafræði á meistarastigi; fjölmörg þeirra eru orðin þýðendur íslenskra bókmennta. Stóri pósturinn er hins vegar íslenska sem annað mál, námsgrein sem styður við íslenskukunnáttu og inngildingu svo um munar, það sést af aðsóknartölum og brautskráningum. Það er óhætt að fullyrða að og íslenska sem annað mál sé flaggskip íslenskukennslu fyrir útlendinga í öllum heiminum og hvergi er til eins víðtæk þekking á þessu sviði. Þessi grein yrði fyrir miklu höggi ef áform háskólaráðherra næðu fram að ganga og virðist það algjörlega andstætt þeim markmiðum að bæta íslenskukennslu fyrir innflytjendur, raunar vinnur það mjög gegn þeim. Furðu sætir líka að frumvarpið er sett í samráðsgátt eftir að ríkisstjórnin er fallin og er einungis starfsstjórn sem hefur ekkert umboð til að leggja fram frumvörp sem hafa jafn afdrifaríkar afleiðingar. Er þetta kannski einungis köld kveðja frá fráfarandi háskólaráðherra eða hefur ráðuneytið ekki frétt af stjórnarslitunum? Hver sem skýringin er verður að vonast til þess að þetta frumvarp fari í ruslakörfuna sem fyrst. Höfundur er deildarforseti Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar