Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar 27. nóvember 2024 23:17 Frá árinu 2022 og til 2023 fjölgaði valkvæðum liðskiptaaðgerðum á Íslandi um rúmlega átta hundruð aðgerðir. Meðal tíminn sem að hver sjúklingur þurfti að eyða á biðlista var yfir níu mánuðir. Það er því í raun vel skiljanlegt að þessir biðlistar hafi lengst til mikilla muna vegna einfaldlega hinnar gríðarlegu fjölgunar á liðskiptaaðgerðum. En, það var ekki það sem gerðist, þvert á móti styttust biðlistarnir. Þeir styttust um helming. Fleiri aðgerðir en styttri bið. Og útgjöld ríkisins við rekstur heilbrigðisþjónustu hefur haldist nokkuð svipaður undanfarin ár (séu aukaútgjöld vegna Covid-faraldursins ekki talin með).Á sama tíma styttist meðalbiðtími eftir greiningu á Minnisdeild Landsspítalans tvo þriðju. Lesandinn hefur eflaust tekið eftir því hversu lítið hefur verið rætt um heilbrigðismál í þessari kosningabaráttu til þessa, a.m.k. miðað við allar aðrar kosningar sem höfundur man eftir, sem er undarlegt í ljósi þess að kannanir benda til að heilbrigðismál séu efst á baugi hjá fleiri kjósendum en aðrir málaflokkar. Ástæðan fyrir því að svo lítið er talað um heilbrigðismál í þessari kosningabaráttu er augljóslega sú að forystufólk flokkanna sem ekki ræður yfir heilbrigðisráðuneytinu hefur um tvennt að velja; Að annarsvegar viðurkenna að stefna Framsóknarflokksins sé að virka og að þeirra flokkur vilji gera annaðhvort nákvæmlega það sama eða það sama með auka skrefum. Hinn kosturinn væri að viðurkenna að stefnan sé að virka, en sé samt röng útaf einhverjum heimspekilegum vangaveltum sem skeggjaður þýskur róttæklingur skrifaði niður fyrir 150 árum og að þess vegna þurfi að gera hlutina öðruvísi. Eini flokkurinn sem að hefur eitthvað þorað að tjá sig um heilbrigðismál er Flokkur Fólksins og þeirra stefna felst einfaldlega í því að gera það sama, bara enn meira af því. Soldið eins og hvernig Lýðræðisflokkurinn ætlar líka að lækka skatta, bara enn meira en hinir flokkarnir! En stefna Framsóknarflokksins í heilbrigðismálum snýst um meira en bara styttingu á biðlistum. Það sem einnig verður að horfa til er hagur starfsfólksins í heilbrigðisgeiranum. Sérfræðilæknar voru búnir að vera samningslausir í fimm ár, m.a. nærri því öll árin sem Svandís Svavarsdóttir, núverandi formaður Vinstri Græn, var yfir heilbrigðisráðuneytinu. Eftirmanni hennar Willum Þór tókst að semja við þá. Einnig voru samþykktir nýjir kjarasamningar fyrir hjúkrunarfræðinga í þessum mánuði. Takist einnig að semja við lækna áður en kosningar fara fram mætti segja að Willum Þór hafi tekist að framkvæma einskonar heilbrigðis-kjarasamninga-hat trick á ráðherra tíð sinni. Því er ekki að undra að fólkið sem að er almennt séð ánægðast með störf Willums er yfirleitt fólk sem starfar innan heilbrigðisgeirans. Höfundur er rithöfundur og Framsóknarmaður til sex ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Jóhann Frímann Arinbjarnarson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Frá árinu 2022 og til 2023 fjölgaði valkvæðum liðskiptaaðgerðum á Íslandi um rúmlega átta hundruð aðgerðir. Meðal tíminn sem að hver sjúklingur þurfti að eyða á biðlista var yfir níu mánuðir. Það er því í raun vel skiljanlegt að þessir biðlistar hafi lengst til mikilla muna vegna einfaldlega hinnar gríðarlegu fjölgunar á liðskiptaaðgerðum. En, það var ekki það sem gerðist, þvert á móti styttust biðlistarnir. Þeir styttust um helming. Fleiri aðgerðir en styttri bið. Og útgjöld ríkisins við rekstur heilbrigðisþjónustu hefur haldist nokkuð svipaður undanfarin ár (séu aukaútgjöld vegna Covid-faraldursins ekki talin með).Á sama tíma styttist meðalbiðtími eftir greiningu á Minnisdeild Landsspítalans tvo þriðju. Lesandinn hefur eflaust tekið eftir því hversu lítið hefur verið rætt um heilbrigðismál í þessari kosningabaráttu til þessa, a.m.k. miðað við allar aðrar kosningar sem höfundur man eftir, sem er undarlegt í ljósi þess að kannanir benda til að heilbrigðismál séu efst á baugi hjá fleiri kjósendum en aðrir málaflokkar. Ástæðan fyrir því að svo lítið er talað um heilbrigðismál í þessari kosningabaráttu er augljóslega sú að forystufólk flokkanna sem ekki ræður yfir heilbrigðisráðuneytinu hefur um tvennt að velja; Að annarsvegar viðurkenna að stefna Framsóknarflokksins sé að virka og að þeirra flokkur vilji gera annaðhvort nákvæmlega það sama eða það sama með auka skrefum. Hinn kosturinn væri að viðurkenna að stefnan sé að virka, en sé samt röng útaf einhverjum heimspekilegum vangaveltum sem skeggjaður þýskur róttæklingur skrifaði niður fyrir 150 árum og að þess vegna þurfi að gera hlutina öðruvísi. Eini flokkurinn sem að hefur eitthvað þorað að tjá sig um heilbrigðismál er Flokkur Fólksins og þeirra stefna felst einfaldlega í því að gera það sama, bara enn meira af því. Soldið eins og hvernig Lýðræðisflokkurinn ætlar líka að lækka skatta, bara enn meira en hinir flokkarnir! En stefna Framsóknarflokksins í heilbrigðismálum snýst um meira en bara styttingu á biðlistum. Það sem einnig verður að horfa til er hagur starfsfólksins í heilbrigðisgeiranum. Sérfræðilæknar voru búnir að vera samningslausir í fimm ár, m.a. nærri því öll árin sem Svandís Svavarsdóttir, núverandi formaður Vinstri Græn, var yfir heilbrigðisráðuneytinu. Eftirmanni hennar Willum Þór tókst að semja við þá. Einnig voru samþykktir nýjir kjarasamningar fyrir hjúkrunarfræðinga í þessum mánuði. Takist einnig að semja við lækna áður en kosningar fara fram mætti segja að Willum Þór hafi tekist að framkvæma einskonar heilbrigðis-kjarasamninga-hat trick á ráðherra tíð sinni. Því er ekki að undra að fólkið sem að er almennt séð ánægðast með störf Willums er yfirleitt fólk sem starfar innan heilbrigðisgeirans. Höfundur er rithöfundur og Framsóknarmaður til sex ára.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar