Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 20:11 Síðastlíðinn föstudag gerði Willum Þór Þórsson samning við Hugarafl um endurhæfingu einstaklinga sem ganga í gegnum geðrænar áskoranir á lífsleiðinni. Hér er í raun tekin tímamótaákvörðun að svo mörgu leiti og því ber að fagna. Í þessari ákvörðun felst víðrýni og á sama tíma kjarkur ráðherra til að efla nýjar leiðir og fjölbreytni utan hefðbundins stofnanakerfis. Það er í raun ýtt undir forsendur einstaklingsins til að velja sér leið og viðurkennt að fjölbreyttar leiðir í endurhæfingu eru nauðsynlegar. Í fréttatilkynningu ráðuneytisins kemur fram að samningurinn byggir á auknum stuðningi við endurhæfingu notenda sem ganga í gegnum geðrænar áskoranir í samstarfi við Hugarafl. “Lögð verður áhersla á þrjá hópa, þ.e. notendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í endurhæfingu, notendur sem eru lengra komin í endurhæfingu og notendur sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði eða í námi.” „Hugmyndafræði Hugarafls byggir á valdeflingu, að uppræta fordóma og efla hlutverk og þátttöku notenda í eigin bataferli og í samfélaginu. Þessi nálgun hefur reynst vel, hjálpað mörgum og haft mikilvæg og jákvæð áhrif út í samfélagið. Ég fagna því þessum samningi sem gerir Hugarafli kleift að fjölga starfsfólki til að efla endurhæfingarstarfsemina og hjálpa fleirum til bata“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Í fréttatilkynningu er einnig tekið fram að ein af aðgerðum aðgerðaáætlunar geðheilbrigðismála til ársins 2027 feli í sér áherslu á að fólk með notendareynslu starfi sem víðast í geðheilbrigðisþjónustu og fellur samningurinn við Hugarafl vel að þeirri áherslu. Willum Þór heilbrigðisráðherra hefur undanfarin ár fylgst vel með Hugarafli og þeim verkefnum sem samtökin hafa sinnt í íslensku samfélagi frá stofnun samstakanna síðast liðin 22 ár. Sem heilbrigðisráðherra hefur hann sýnt því skilning að þegar leitað er endurhæfingar er mikilvægt að valmöguleikar séu opnir og fjölbreyttir. Það er mikilvægt að hafa opinn valmöguleika sem ýtir undir bata en leggur ekki áherslu á veikleika. Að hafa nægan tíma í endurhæfingu er lykilatriði, að geta gengið í gegnum bakslög og náð svo áttum á ný án þess að missa plássið í endurhæfingunni skiptir sköpum og eflir seiglu. Að halda áfram þó móti blási verður mögulegt auðveldara með tímanum og gerir í raun það að verkum að uppgjöf er ekki lengur valmöguleiki. Valdeflandi umhverfi sem byggir á jákvæðri batanálgun getur verið lífsspursmál og heldur í raun voninni gangandi. Að tilheyra samfélagi sem byggir á jafningjagrunni getur stuðlað að því að einstaklingurinn fari smám saman að finna leiðir sem áður reyndust ekki mögulegar og að tilheyra er lykilatriði. Alþjóða heibrigðismálastofnunin og Sameinuðu þjóðirnar hafa á undanförnum árum kallað eftir því að það sé auðveldara að leita sér þjónustu þegar um geðrænar áskoranir er að ræða, að aðgengi sé opið og að einingar séu ekki stofnanalegar. Það er ákall um minni einingar sem eru hlýlegar og byggi á virðingu fyrir notandanum sem leitar sér hjálpar. Þetta vill því miður oft gleymast í stofnanaumhverfi sem á erfitt með að aðlaga sig og opna faðminn. Í grasrótinni hjá Hugarfli er opið aðgengi fyrir alla landsbyggðina og engir biðlistar. Hugarafl hefur á undanförnum árum þróað sitt endurhæfingarúrræði og eftirspurnin er mjög vaxandi. Nokkur sveitarfélög hafa gert einnig samninga við Hugarafl og fjöldi einstaklinga sér fram á aukna valmöguleika til að komast til virkrar samfélagsþáttöku á ný. Höfundur er framkvæmdastjóri Hugarafls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastlíðinn föstudag gerði Willum Þór Þórsson samning við Hugarafl um endurhæfingu einstaklinga sem ganga í gegnum geðrænar áskoranir á lífsleiðinni. Hér er í raun tekin tímamótaákvörðun að svo mörgu leiti og því ber að fagna. Í þessari ákvörðun felst víðrýni og á sama tíma kjarkur ráðherra til að efla nýjar leiðir og fjölbreytni utan hefðbundins stofnanakerfis. Það er í raun ýtt undir forsendur einstaklingsins til að velja sér leið og viðurkennt að fjölbreyttar leiðir í endurhæfingu eru nauðsynlegar. Í fréttatilkynningu ráðuneytisins kemur fram að samningurinn byggir á auknum stuðningi við endurhæfingu notenda sem ganga í gegnum geðrænar áskoranir í samstarfi við Hugarafl. “Lögð verður áhersla á þrjá hópa, þ.e. notendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í endurhæfingu, notendur sem eru lengra komin í endurhæfingu og notendur sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði eða í námi.” „Hugmyndafræði Hugarafls byggir á valdeflingu, að uppræta fordóma og efla hlutverk og þátttöku notenda í eigin bataferli og í samfélaginu. Þessi nálgun hefur reynst vel, hjálpað mörgum og haft mikilvæg og jákvæð áhrif út í samfélagið. Ég fagna því þessum samningi sem gerir Hugarafli kleift að fjölga starfsfólki til að efla endurhæfingarstarfsemina og hjálpa fleirum til bata“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Í fréttatilkynningu er einnig tekið fram að ein af aðgerðum aðgerðaáætlunar geðheilbrigðismála til ársins 2027 feli í sér áherslu á að fólk með notendareynslu starfi sem víðast í geðheilbrigðisþjónustu og fellur samningurinn við Hugarafl vel að þeirri áherslu. Willum Þór heilbrigðisráðherra hefur undanfarin ár fylgst vel með Hugarafli og þeim verkefnum sem samtökin hafa sinnt í íslensku samfélagi frá stofnun samstakanna síðast liðin 22 ár. Sem heilbrigðisráðherra hefur hann sýnt því skilning að þegar leitað er endurhæfingar er mikilvægt að valmöguleikar séu opnir og fjölbreyttir. Það er mikilvægt að hafa opinn valmöguleika sem ýtir undir bata en leggur ekki áherslu á veikleika. Að hafa nægan tíma í endurhæfingu er lykilatriði, að geta gengið í gegnum bakslög og náð svo áttum á ný án þess að missa plássið í endurhæfingunni skiptir sköpum og eflir seiglu. Að halda áfram þó móti blási verður mögulegt auðveldara með tímanum og gerir í raun það að verkum að uppgjöf er ekki lengur valmöguleiki. Valdeflandi umhverfi sem byggir á jákvæðri batanálgun getur verið lífsspursmál og heldur í raun voninni gangandi. Að tilheyra samfélagi sem byggir á jafningjagrunni getur stuðlað að því að einstaklingurinn fari smám saman að finna leiðir sem áður reyndust ekki mögulegar og að tilheyra er lykilatriði. Alþjóða heibrigðismálastofnunin og Sameinuðu þjóðirnar hafa á undanförnum árum kallað eftir því að það sé auðveldara að leita sér þjónustu þegar um geðrænar áskoranir er að ræða, að aðgengi sé opið og að einingar séu ekki stofnanalegar. Það er ákall um minni einingar sem eru hlýlegar og byggi á virðingu fyrir notandanum sem leitar sér hjálpar. Þetta vill því miður oft gleymast í stofnanaumhverfi sem á erfitt með að aðlaga sig og opna faðminn. Í grasrótinni hjá Hugarfli er opið aðgengi fyrir alla landsbyggðina og engir biðlistar. Hugarafl hefur á undanförnum árum þróað sitt endurhæfingarúrræði og eftirspurnin er mjög vaxandi. Nokkur sveitarfélög hafa gert einnig samninga við Hugarafl og fjöldi einstaklinga sér fram á aukna valmöguleika til að komast til virkrar samfélagsþáttöku á ný. Höfundur er framkvæmdastjóri Hugarafls.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun