Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar 27. nóvember 2024 15:42 Í viðtali í Reykjavík síðdegis 26.11. s.l. lýsti Alma Möller landlæknir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, forsendum meðferðar opinbers fjármagns á vegum embættisins. Þar ríktu alræðistilburðir opinberrar forsjárhyggju eins og glögglega kom fram í framsetningu hennar. Þegar meðferð embættisins á skattpeningum undangenginna ára er skoðuð er ljóst að tilgangurinn helgar meðalið. Hér afhjúpast hið sanna andlit Ölmu og Samfylkingarinnar. Algjört skilningsleysi á forsendum nýsköpunar Grundvallarforsenda nýsköpunar er tilvist frjálsra markaða þar sem unnt er að bjóða fram vörur og þjónustu í samkeppni við aðra með sem fæstum aðgangshindrunum. Á þessum forsendum hafa vestræn hagkerfi byggt í 200 ár sem og velferð einstaklinganna sem í þeim búa. Það er ekki tilviljun að engin okkar eru með farsíma, tölvur, eða nýtum vefmiðla eða streymisþjónustur frá Norður Kóreu, Venesúela eða Kúbu. Þess í stað hefur nýsköpun þrifist í löndum á borð við Bandaríkin, Finnlandi og Suður-Kóreu. Þannig stefnir meira að segja í það að bandarísk fyrirtæki nái yfirráðum á evrópskum markaði fyrir sjúkraskrárkerfi. Forsendur nýsköpunar er að réttur jarðvegur séu til staðar. Bestu lausnir sem finnast í dag hafa orðið til í opnum hagkerfum frjálsra markaða þar sem samkeppni þrífst og aðilar fá að spreyta sig á því að koma nýjum hugmundum á framfæri og láta reyna á ágæti þeirra. Það sem Alma kallar „að hafa gert það besta úr hlutunum“ snýr ekki bara að fjármununum, heldur hefur teymi landlæknis stundað ríkisrekna hugbúnaðarþróun og miðstýringu á innleiðingum lausna fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi árum saman, ekki bara hið opinbera, heldur einnig á einkamarkaði. Þannig er Ölmu fyrirmunað að skilja að aðilar sem ekki hafa tekið þátt í nýtilkomnum útboðum embættisins kunni að starfa og hafa hagsmuni á öðrum mörkuðum en hinum opinbera. Enda telur hún ekkert óeðlilegt við það að hið fjármagnaða sjúkraskrárkerfi hins opinbera sé boðið til sölu á einkamarkaði í samkeppni við lausnir nýsköpunar. Það er því ekki að undra að það veki óhug undirritaðs ef Alma taki við heilbrigðisráðuneytinu þar sem miðstýringarstefnan og alræðishyggja í heilbrigðismálum á uppruna sinn hjá sjálfréttlættum embættismönnum og afvegaleiddum ráðherrum. Stráin við bragga Ölmu Líkt og flokksfélagi Ölmu þá hefur hún staðið fyrir kaupum á hugbúnaðarlausnum í ígildi stafrænna stráa. Í viðtalinu nefndi Alma ekki einu orði vildarvin sinn Origo/Helix sem hún heldur áfram að greiða hundruð milljóna án fyrirliggjandi samninga. Þær greiðslur eru á hennar ábyrgð, hvað sem líður gömlum samningum. Þá þakkar Alma sér að útboð séu hafin á vegum embættisins, þegar hið rétta er að það var fyrir kærur hagsmunaaðila, þ.m.t. til ESA og fyrir úrskurði Kærunefndar útboðsmála að embættið var neytt til að endurskoða afstöðu sína. Þannig eru það blóðugur, margra ára slagur og málaferli hagsmunaaðila sem hafa leitt til ákveðinna breytinga í stjórnsýslunni þó svo að ekki sé hægt að merkja raunverulegar hugafarsbreytingar skv. orðræðu Ölmu. Þannig gleymdi Alma alveg að geta þess að útboð fjarfundalausnar var kærð til Kærunefndar útboðsmála þar sem útboðið var sniðið að lausn sem embættið var búið að greiða fyrir og taka í notkun nokkrum árum áður í íslensku heilbrigðiskerfi. Að lokum, hvað sem Alma segir, þá segja gildlandi samningar að Heklu kerfið sé í eigu Origo/Helix. Samfylkingin stefnir á ball í bragganum. Ljóst er að Degi og Þórði Snæ er ekki boðið og í huga undirritaðs er boðskort Ölmu þegar útrunnið. Höfundur er forstjóri Skræðu ehf heilbrigðislausna, hugbúnaðarfyrirtækis á sviði heilbrigðistækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Í viðtali í Reykjavík síðdegis 26.11. s.l. lýsti Alma Möller landlæknir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, forsendum meðferðar opinbers fjármagns á vegum embættisins. Þar ríktu alræðistilburðir opinberrar forsjárhyggju eins og glögglega kom fram í framsetningu hennar. Þegar meðferð embættisins á skattpeningum undangenginna ára er skoðuð er ljóst að tilgangurinn helgar meðalið. Hér afhjúpast hið sanna andlit Ölmu og Samfylkingarinnar. Algjört skilningsleysi á forsendum nýsköpunar Grundvallarforsenda nýsköpunar er tilvist frjálsra markaða þar sem unnt er að bjóða fram vörur og þjónustu í samkeppni við aðra með sem fæstum aðgangshindrunum. Á þessum forsendum hafa vestræn hagkerfi byggt í 200 ár sem og velferð einstaklinganna sem í þeim búa. Það er ekki tilviljun að engin okkar eru með farsíma, tölvur, eða nýtum vefmiðla eða streymisþjónustur frá Norður Kóreu, Venesúela eða Kúbu. Þess í stað hefur nýsköpun þrifist í löndum á borð við Bandaríkin, Finnlandi og Suður-Kóreu. Þannig stefnir meira að segja í það að bandarísk fyrirtæki nái yfirráðum á evrópskum markaði fyrir sjúkraskrárkerfi. Forsendur nýsköpunar er að réttur jarðvegur séu til staðar. Bestu lausnir sem finnast í dag hafa orðið til í opnum hagkerfum frjálsra markaða þar sem samkeppni þrífst og aðilar fá að spreyta sig á því að koma nýjum hugmundum á framfæri og láta reyna á ágæti þeirra. Það sem Alma kallar „að hafa gert það besta úr hlutunum“ snýr ekki bara að fjármununum, heldur hefur teymi landlæknis stundað ríkisrekna hugbúnaðarþróun og miðstýringu á innleiðingum lausna fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi árum saman, ekki bara hið opinbera, heldur einnig á einkamarkaði. Þannig er Ölmu fyrirmunað að skilja að aðilar sem ekki hafa tekið þátt í nýtilkomnum útboðum embættisins kunni að starfa og hafa hagsmuni á öðrum mörkuðum en hinum opinbera. Enda telur hún ekkert óeðlilegt við það að hið fjármagnaða sjúkraskrárkerfi hins opinbera sé boðið til sölu á einkamarkaði í samkeppni við lausnir nýsköpunar. Það er því ekki að undra að það veki óhug undirritaðs ef Alma taki við heilbrigðisráðuneytinu þar sem miðstýringarstefnan og alræðishyggja í heilbrigðismálum á uppruna sinn hjá sjálfréttlættum embættismönnum og afvegaleiddum ráðherrum. Stráin við bragga Ölmu Líkt og flokksfélagi Ölmu þá hefur hún staðið fyrir kaupum á hugbúnaðarlausnum í ígildi stafrænna stráa. Í viðtalinu nefndi Alma ekki einu orði vildarvin sinn Origo/Helix sem hún heldur áfram að greiða hundruð milljóna án fyrirliggjandi samninga. Þær greiðslur eru á hennar ábyrgð, hvað sem líður gömlum samningum. Þá þakkar Alma sér að útboð séu hafin á vegum embættisins, þegar hið rétta er að það var fyrir kærur hagsmunaaðila, þ.m.t. til ESA og fyrir úrskurði Kærunefndar útboðsmála að embættið var neytt til að endurskoða afstöðu sína. Þannig eru það blóðugur, margra ára slagur og málaferli hagsmunaaðila sem hafa leitt til ákveðinna breytinga í stjórnsýslunni þó svo að ekki sé hægt að merkja raunverulegar hugafarsbreytingar skv. orðræðu Ölmu. Þannig gleymdi Alma alveg að geta þess að útboð fjarfundalausnar var kærð til Kærunefndar útboðsmála þar sem útboðið var sniðið að lausn sem embættið var búið að greiða fyrir og taka í notkun nokkrum árum áður í íslensku heilbrigðiskerfi. Að lokum, hvað sem Alma segir, þá segja gildlandi samningar að Heklu kerfið sé í eigu Origo/Helix. Samfylkingin stefnir á ball í bragganum. Ljóst er að Degi og Þórði Snæ er ekki boðið og í huga undirritaðs er boðskort Ölmu þegar útrunnið. Höfundur er forstjóri Skræðu ehf heilbrigðislausna, hugbúnaðarfyrirtækis á sviði heilbrigðistækni.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun