Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar 27. nóvember 2024 14:22 Í rúma fjóra áratugi hefur íþróttafólk úr röðum fatlaðra borið hróður Íslands víða. Afrekin eru mörg hver glæsileg og 98 verðlaun sem okkar fremsta fólk hefur unnið til á Ólympíumótum fatlaðra (Paralympics). Einstaklega glæsilegur árangur og hefur Ísland átt magnaða einstaklinga í fremstu röð á borð við Kristínu Rós Hákonardóttur, Hauk Gunnarsson, Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur, Geir Sverrisson, Ólaf Eiríksson, Jón Margeir Sverrisson og Helga Sveinsson svo fáeinir séu nefndir. Okkar fremsta fólk hefur ekki aðeins fyllt þjóðina stolti heldur einnig þjónað sem fyrirmyndir og kyndilberar vonar fyrir fyrir allt fólk í landinu, fatlað jafnt sem ófatlað. Þrátt fyrir góðan árangur á alþjóðasviðinu er almenn íþrótta- og lýðheilsuiðkun fatlaðra afar takmörkuð á Íslandi. Í dag eru um það bil 4% fatlaðra einstaklinga sem stunda íþróttir með skipulögðum hætti! Hérlendis er áætlað að við séum með hátt í 3000 börn með fatlanir sem ekki eru hluti af íþróttahreyfingunni og æfa ekki reglulega samanborið við 70-80% þátttöku ófatlaðra barna að jafnaði. Hættan hér er sú að án íþrótta- og eða lýðheilsuúrræða sé kostnaður við daglega lyfjanotkun, sérfræðiþjónustu og innlagnir að fara ört vaxandi. Hjá því má komast með t.d. íþróttaiðkun en rannsóknir annarra íþróttasamband fatlaðra á Norðurlöndum hafa sýnt að íþróttaiðkun fólks með fatlanir dregur úr daglegri lyfjanotkun, fækkar innlögnum og eykur atvinnuþátttöku fatlaðra. Stöðuna bárum við fyrst upp við Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og óhætt er að segja að erindi Íþróttasambands fatlaðra hafi verið vel tekið. Í samstarfi okkar með Ásmundi hefur margt áunnist og þá einna helst hans forysta við að efla og tryggja réttindi fatlaðs fólks í íþróttum á eigin forsendum. Í kjölfarið hófst samstarf sem ber nafnið „Farsælt samfélag fyrir öll – brúum bilið“ sem miðar að því að efla íþróttaþátttöku fatlaðs fólks. Einn þekktasti hluti þessa verkefnis er „Allir með“- verkefnið sem ÍF stýrir í dag. Ásmundur hafði þá með sér tvo aðra ráðherra sem eru Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra sem allir lögðu hönd á plóg við að gera „Allir með“ að veruleika. Verkefnið hefur einnig notið stuðnings frá ÍSÍ og UMFÍ. Sérstök íþróttafélög fyrir fólk með fatlanir eru víða til og hafa mörg hver starfað vel og lengi og tvö þeirra, ÍFR og Akur, fagna í ár 50 ára afmæli. Staðreyndin er sú að félög fatlaðra er ekki að finna í hverju einasta sveitarfélagi á Íslandi og því er mikilvægt að sveitarfélög, skólar og íþróttafélög komi með Íþróttasambandi fatlaðra að „Allir með“ verkefninu og tryggi fjölbreytt úrræði í sinni sveit. Þar hefur stofnun starfsstöðva til stuðnings íþróttahéruðunum gegnt lykilhlutverki og vottur um enn eitt verkefnið þar sem Ásmundur Einar er í forsvari fyrir. Starfsstöðvarnar þjóna sem miðstöðvar fyrir þróun íþróttastarfs með jöfnum tækifærum fyrir alla óháð búsetu eða aðstæðum. Íþróttasamband fatlaðra leggur nú allt í sölurnar við að efla grasrótina og fjölga tækifærum fyrir fötluð börn og ungmenni til íþrótta- og lýðheilsuiðkunar. Afreksíþróttir jafnt sem almenningsíþróttir eru þar að leiðarljósi en jafn viðamikið verkefni mun taka tíma en ábatinn af því tengist þjóðarheill, heilbrigð sál í hraustum líkama. Við vonum að viðlíka framktakssemi á borð við þá sem ráðherra hefur sýnt af sér verið haldið áfram en að þessu sögðu viljum við hjá Íþróttasambandi fatlaðra jafnframt þakka fyrir þau mikilvægu skref sem þegar hafa verið tekin undir forystu Ásmundar Einars og hans ráðuneytis. Í lokin er vert að nefna að nýverið var ritað undir tímamótasamning um aukin fjárframlög til íþróttahreyfingarinnar þar sem áralangri baráttu ÍSÍ og sérsambandanna um aukið fjármagn til starfseminnar var svarað. Þar á nýjan leik sýndi Ásmundur Einar viljann í verki og viðurkenningu á mikilvægi íþrótta í okkar samfélagi. Með íþróttakveðju,Ólafur Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs Íþróttasambands fatlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Sjá meira
Í rúma fjóra áratugi hefur íþróttafólk úr röðum fatlaðra borið hróður Íslands víða. Afrekin eru mörg hver glæsileg og 98 verðlaun sem okkar fremsta fólk hefur unnið til á Ólympíumótum fatlaðra (Paralympics). Einstaklega glæsilegur árangur og hefur Ísland átt magnaða einstaklinga í fremstu röð á borð við Kristínu Rós Hákonardóttur, Hauk Gunnarsson, Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur, Geir Sverrisson, Ólaf Eiríksson, Jón Margeir Sverrisson og Helga Sveinsson svo fáeinir séu nefndir. Okkar fremsta fólk hefur ekki aðeins fyllt þjóðina stolti heldur einnig þjónað sem fyrirmyndir og kyndilberar vonar fyrir fyrir allt fólk í landinu, fatlað jafnt sem ófatlað. Þrátt fyrir góðan árangur á alþjóðasviðinu er almenn íþrótta- og lýðheilsuiðkun fatlaðra afar takmörkuð á Íslandi. Í dag eru um það bil 4% fatlaðra einstaklinga sem stunda íþróttir með skipulögðum hætti! Hérlendis er áætlað að við séum með hátt í 3000 börn með fatlanir sem ekki eru hluti af íþróttahreyfingunni og æfa ekki reglulega samanborið við 70-80% þátttöku ófatlaðra barna að jafnaði. Hættan hér er sú að án íþrótta- og eða lýðheilsuúrræða sé kostnaður við daglega lyfjanotkun, sérfræðiþjónustu og innlagnir að fara ört vaxandi. Hjá því má komast með t.d. íþróttaiðkun en rannsóknir annarra íþróttasamband fatlaðra á Norðurlöndum hafa sýnt að íþróttaiðkun fólks með fatlanir dregur úr daglegri lyfjanotkun, fækkar innlögnum og eykur atvinnuþátttöku fatlaðra. Stöðuna bárum við fyrst upp við Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og óhætt er að segja að erindi Íþróttasambands fatlaðra hafi verið vel tekið. Í samstarfi okkar með Ásmundi hefur margt áunnist og þá einna helst hans forysta við að efla og tryggja réttindi fatlaðs fólks í íþróttum á eigin forsendum. Í kjölfarið hófst samstarf sem ber nafnið „Farsælt samfélag fyrir öll – brúum bilið“ sem miðar að því að efla íþróttaþátttöku fatlaðs fólks. Einn þekktasti hluti þessa verkefnis er „Allir með“- verkefnið sem ÍF stýrir í dag. Ásmundur hafði þá með sér tvo aðra ráðherra sem eru Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra sem allir lögðu hönd á plóg við að gera „Allir með“ að veruleika. Verkefnið hefur einnig notið stuðnings frá ÍSÍ og UMFÍ. Sérstök íþróttafélög fyrir fólk með fatlanir eru víða til og hafa mörg hver starfað vel og lengi og tvö þeirra, ÍFR og Akur, fagna í ár 50 ára afmæli. Staðreyndin er sú að félög fatlaðra er ekki að finna í hverju einasta sveitarfélagi á Íslandi og því er mikilvægt að sveitarfélög, skólar og íþróttafélög komi með Íþróttasambandi fatlaðra að „Allir með“ verkefninu og tryggi fjölbreytt úrræði í sinni sveit. Þar hefur stofnun starfsstöðva til stuðnings íþróttahéruðunum gegnt lykilhlutverki og vottur um enn eitt verkefnið þar sem Ásmundur Einar er í forsvari fyrir. Starfsstöðvarnar þjóna sem miðstöðvar fyrir þróun íþróttastarfs með jöfnum tækifærum fyrir alla óháð búsetu eða aðstæðum. Íþróttasamband fatlaðra leggur nú allt í sölurnar við að efla grasrótina og fjölga tækifærum fyrir fötluð börn og ungmenni til íþrótta- og lýðheilsuiðkunar. Afreksíþróttir jafnt sem almenningsíþróttir eru þar að leiðarljósi en jafn viðamikið verkefni mun taka tíma en ábatinn af því tengist þjóðarheill, heilbrigð sál í hraustum líkama. Við vonum að viðlíka framktakssemi á borð við þá sem ráðherra hefur sýnt af sér verið haldið áfram en að þessu sögðu viljum við hjá Íþróttasambandi fatlaðra jafnframt þakka fyrir þau mikilvægu skref sem þegar hafa verið tekin undir forystu Ásmundar Einars og hans ráðuneytis. Í lokin er vert að nefna að nýverið var ritað undir tímamótasamning um aukin fjárframlög til íþróttahreyfingarinnar þar sem áralangri baráttu ÍSÍ og sérsambandanna um aukið fjármagn til starfseminnar var svarað. Þar á nýjan leik sýndi Ásmundur Einar viljann í verki og viðurkenningu á mikilvægi íþrótta í okkar samfélagi. Með íþróttakveðju,Ólafur Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs Íþróttasambands fatlaðra.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun