Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson og Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifa 27. nóvember 2024 08:01 Það er óhætt að segja að það ríki neyðarástand á húsnæðismarkaði. Vaxandi fjöldi heimila er að sligast undan vaxtakostnaði og þúsundir leigjenda eru á biðlistum eftir íbúð hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum til að flýja íþyngjandi leiguverð. Nær ómögulegt er fyrir ungt fólk að kaupa fyrstu íbúð nema með miklum stuðningi foreldra. Fullorðið fólk kemst því ekki að heiman og sum flytja erlendis vegna þessa. Á síðastliðnum 10 árum hefur okkur á Íslandi líka fjölgað um 45.000 vegna aðflutnings fólks af erlendum uppruna. Þau hafa flutt hingað vegna þess að sárlega hefur vantað fólk í fjölbreytt störf og stærstur hluti þeirra starfar í ferðamannaþjónustu. Þetta jafngildir heilum viðbótarárgangi árlega inn á húsnæðismarkaðinn. Mörg í þessum hópi búa við óviðunandi aðstæður. Markaðurinn leysir ekki allan vanda ASÍ og BSRB hafa frá upphafi beitt sér fyrir húsnæðisöryggi launafólks, gert kröfur á stjórnvöld um að öll geti skapað sér gott heimili og við höfum sjálf byggt íbúðir að því markmiði. Til alltof margra ára var lítið vitað um hversu mikið væri verið að byggja eða hvort það húsnæði sem var í byggingu væri í samræmi við þörf – t.d. hvað varðar stærð íbúða og fjölda herbergja. Þegar umfang og gæði upplýsinga um húsnæðismarkað jukust fór mikill tími í að fá stjórnvöld til að átta sig á því að markaðurinn myndi ekki leysa öll mál. Við bentum á að það séu bara ríki og sveitarfélög sem geti tryggt að byggt sé nægilega mikið og í samræmi við þörf. Öll þessi umræða fór fram í mjög mörgum nefndum og starfshópum með stjórnvöldum og samtökum atvinnurekenda á undanförnum árum. Og oft hefur staðan verið þannig að við höfum dæst yfir því að það eigi að stofna enn eina nefndina í stað þess að bretta upp ermar og byggja bara, þörfin liggur jú fyrir í húsnæðisáætlunum sveitarfélaganna. En allt þetta samtal hefur skilað því að við náðum að tala okkur niður á sameiginlega sýn sem er í samræmi við áherslur okkar í verkalýðshreyfingunni. Það gefur von um breytingar. Kemst samþykkt húsnæðisstefna í framkvæmd? Á þessum grunni samþykkti Alþingi í sumar húsnæðisstefnu fyrir árin 2024-2038 og fimm ára aðgerðaáætlun til þess að tryggja uppbyggingu á húsnæði fyrir öll. Áður hafði verið undirritað samkomulag innviðaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til 10 ára um uppbyggingu 35.000 íbúða á næstu 10 árum. Af þeim á þriðjungur íbúða að vera með stuðningi frá hinu opinbera í almenna íbúðakerfið, sem samanstendur af óhagnaðardrifnum leigufélögum, og hlutdeildarlán til fyrstu kaupenda. Bjarg, sem er í eigu ASÍ og BSRB, er stærsta félagið í almenna íbúðakerfinu með leiguíbúðir á hagstæðu verði fyrir tekjulágt launafólk í stéttarfélögum heildarsamtakanna. Stefnan er því komin – en þá vaknar spurningin hvort standa eigi við stefnuna? Staðan í dag er sú að það er aðeins verið að byggja um helming af því sem til stóð hér á höfuðborgarsvæðinu og það er ekki verið að byggja nóg í meirihluta sveitarfélaga á landinu. Bjarg, íbúðafélag ASÍ og BSRB, nær ekki að byggja þær íbúðir sem við erum með á áætlun þar sem ekki fást lóðir og skortur er á innviðum hjá sveitarfélögunum. Í kjölfar Alþingiskosninganna í lok mánaðarins mun taka við ný ríkisstjórn og við óttumst að framundan séu mörg ár af meiri umræðu þegar áherslan verður að vera á að byggja fleiri heimili hratt og vel. Svör stjórnmálaflokkanna við því hvað þurfi að gera betur í húsnæðismálum eru mjög fjölbreytt og ansi ólík með hliðsjón af allri þeirri vinnu sem hefur farið fram við að tala sig niður á sameiginlega niðurstöðu undanfarin ár. Á kosningafundi ASÍ og BSRB með fulltrúum flokkanna mánudaginn 18. nóvembersvöruðu þó allir flokkar því játandi að þeir ætli sér að vinna í samræmi við samþykkta húsnæðisstefnu og beita sér fyrir stóraukinni íbúðabyggingu. Hreinar línur, skýr svör Það þarf ekki meiri umræðu um vandann en það þarf skýrar línur um hvernig eigi að leysa hann. Kjósendur eiga rétt á að fá skýr svör frá frambjóðendum um hvernig framtíðarsamfélag þeir vilji byggja upp, hvernig þeir ætli að gera það og hvort áætlanir þeirra byggi í grunninn á einstaklingshyggju eða samstöðu. Ef ríkið heldur áfram að benda á að vandinn liggi hjá sveitarfélögum og sveitarfélögin á móti á ríkið þá er ljós að neyðarástand mun áfram ríkja á húsnæðismarkaði. Jafnframt er ljóst að hverfa verður frá þeirri hugmyndafræði að líta beri á íbúðakaup almennings fyrst og fremst sem fjárfestingu. Við höfnum þeirri sýn peningamanna til fólksins í landinu að það sé fyrst og fremst fjárfestar á markaði. Heimili er ekki fjárfesting. Heimili er þak yfir höfuðið; grunnþörf fólks og réttur. Það er samfélagslegt verkefni að standa vörð um þann rétt og uppfylla þá þörf. Til þess að það megi takast verða stjórnmálamenn að axla þá ábyrgð sem fylgir því þjónustustarfi sem þeir sækjast eftir. Sonja Ýr er formaður BSRB.Finnbjörn er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Sonja Ýr Þorbergsdóttir ASÍ Stéttarfélög Húsnæðismál Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að það ríki neyðarástand á húsnæðismarkaði. Vaxandi fjöldi heimila er að sligast undan vaxtakostnaði og þúsundir leigjenda eru á biðlistum eftir íbúð hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum til að flýja íþyngjandi leiguverð. Nær ómögulegt er fyrir ungt fólk að kaupa fyrstu íbúð nema með miklum stuðningi foreldra. Fullorðið fólk kemst því ekki að heiman og sum flytja erlendis vegna þessa. Á síðastliðnum 10 árum hefur okkur á Íslandi líka fjölgað um 45.000 vegna aðflutnings fólks af erlendum uppruna. Þau hafa flutt hingað vegna þess að sárlega hefur vantað fólk í fjölbreytt störf og stærstur hluti þeirra starfar í ferðamannaþjónustu. Þetta jafngildir heilum viðbótarárgangi árlega inn á húsnæðismarkaðinn. Mörg í þessum hópi búa við óviðunandi aðstæður. Markaðurinn leysir ekki allan vanda ASÍ og BSRB hafa frá upphafi beitt sér fyrir húsnæðisöryggi launafólks, gert kröfur á stjórnvöld um að öll geti skapað sér gott heimili og við höfum sjálf byggt íbúðir að því markmiði. Til alltof margra ára var lítið vitað um hversu mikið væri verið að byggja eða hvort það húsnæði sem var í byggingu væri í samræmi við þörf – t.d. hvað varðar stærð íbúða og fjölda herbergja. Þegar umfang og gæði upplýsinga um húsnæðismarkað jukust fór mikill tími í að fá stjórnvöld til að átta sig á því að markaðurinn myndi ekki leysa öll mál. Við bentum á að það séu bara ríki og sveitarfélög sem geti tryggt að byggt sé nægilega mikið og í samræmi við þörf. Öll þessi umræða fór fram í mjög mörgum nefndum og starfshópum með stjórnvöldum og samtökum atvinnurekenda á undanförnum árum. Og oft hefur staðan verið þannig að við höfum dæst yfir því að það eigi að stofna enn eina nefndina í stað þess að bretta upp ermar og byggja bara, þörfin liggur jú fyrir í húsnæðisáætlunum sveitarfélaganna. En allt þetta samtal hefur skilað því að við náðum að tala okkur niður á sameiginlega sýn sem er í samræmi við áherslur okkar í verkalýðshreyfingunni. Það gefur von um breytingar. Kemst samþykkt húsnæðisstefna í framkvæmd? Á þessum grunni samþykkti Alþingi í sumar húsnæðisstefnu fyrir árin 2024-2038 og fimm ára aðgerðaáætlun til þess að tryggja uppbyggingu á húsnæði fyrir öll. Áður hafði verið undirritað samkomulag innviðaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til 10 ára um uppbyggingu 35.000 íbúða á næstu 10 árum. Af þeim á þriðjungur íbúða að vera með stuðningi frá hinu opinbera í almenna íbúðakerfið, sem samanstendur af óhagnaðardrifnum leigufélögum, og hlutdeildarlán til fyrstu kaupenda. Bjarg, sem er í eigu ASÍ og BSRB, er stærsta félagið í almenna íbúðakerfinu með leiguíbúðir á hagstæðu verði fyrir tekjulágt launafólk í stéttarfélögum heildarsamtakanna. Stefnan er því komin – en þá vaknar spurningin hvort standa eigi við stefnuna? Staðan í dag er sú að það er aðeins verið að byggja um helming af því sem til stóð hér á höfuðborgarsvæðinu og það er ekki verið að byggja nóg í meirihluta sveitarfélaga á landinu. Bjarg, íbúðafélag ASÍ og BSRB, nær ekki að byggja þær íbúðir sem við erum með á áætlun þar sem ekki fást lóðir og skortur er á innviðum hjá sveitarfélögunum. Í kjölfar Alþingiskosninganna í lok mánaðarins mun taka við ný ríkisstjórn og við óttumst að framundan séu mörg ár af meiri umræðu þegar áherslan verður að vera á að byggja fleiri heimili hratt og vel. Svör stjórnmálaflokkanna við því hvað þurfi að gera betur í húsnæðismálum eru mjög fjölbreytt og ansi ólík með hliðsjón af allri þeirri vinnu sem hefur farið fram við að tala sig niður á sameiginlega niðurstöðu undanfarin ár. Á kosningafundi ASÍ og BSRB með fulltrúum flokkanna mánudaginn 18. nóvembersvöruðu þó allir flokkar því játandi að þeir ætli sér að vinna í samræmi við samþykkta húsnæðisstefnu og beita sér fyrir stóraukinni íbúðabyggingu. Hreinar línur, skýr svör Það þarf ekki meiri umræðu um vandann en það þarf skýrar línur um hvernig eigi að leysa hann. Kjósendur eiga rétt á að fá skýr svör frá frambjóðendum um hvernig framtíðarsamfélag þeir vilji byggja upp, hvernig þeir ætli að gera það og hvort áætlanir þeirra byggi í grunninn á einstaklingshyggju eða samstöðu. Ef ríkið heldur áfram að benda á að vandinn liggi hjá sveitarfélögum og sveitarfélögin á móti á ríkið þá er ljós að neyðarástand mun áfram ríkja á húsnæðismarkaði. Jafnframt er ljóst að hverfa verður frá þeirri hugmyndafræði að líta beri á íbúðakaup almennings fyrst og fremst sem fjárfestingu. Við höfnum þeirri sýn peningamanna til fólksins í landinu að það sé fyrst og fremst fjárfestar á markaði. Heimili er ekki fjárfesting. Heimili er þak yfir höfuðið; grunnþörf fólks og réttur. Það er samfélagslegt verkefni að standa vörð um þann rétt og uppfylla þá þörf. Til þess að það megi takast verða stjórnmálamenn að axla þá ábyrgð sem fylgir því þjónustustarfi sem þeir sækjast eftir. Sonja Ýr er formaður BSRB.Finnbjörn er forseti ASÍ.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun