Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 26. nóvember 2024 16:30 Íbúar í Reykjavík sitja alltof margir fastir í umferðaröngþveiti á leið til og frá vinnu og skóla. Jafnframt er íbúða- og lóðaskortur áberandi sem og ásælni borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknar, í að fórna grænum svæðum í borginni fyrir skammvinnan gróða. Þessi staða skýrist alfarið af stefnu borgaryfirvalda í skipulags- og samgöngumálum. Ef ekki verður breytt um stefnu er morgunljóst að staðan mun versna stöðugt næstu árin með enn þyngri umferðarhnútum og íbúðaskorti. Við svo verður ekki búið. Uppfærsla á Samgöngusáttmála milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá því í ágúst sl. leysir engan veginn bráðavanda í skipulags- og samgöngumálum í Reykjavík. Forsendur sáttmálans eru reistar á væntingum um óraunhæfa fjölgun farþega með almenningssamgöngum og áfram er haldið á þeirri lánlausu vegferð að þrengja að almennri bílaumferð. Er slíkt gert þrátt fyrir fögur loforð um annað. Ekkert í Samgöngusáttmálanum vekur vonir um að hann sé til þess gerður að greiða úr vandanum og hann mun sannarlega ekki skila íbúunum bættum almenningssamgöngum, svo mikið er víst. „Planið“ er að þrengja að bílaumferð með fækkun akreina, m.a. á Suðurlandsbraut og lokun ýmissa akreina í miðborginni. Skothúsvegi yfir Tjarnarbrú og Fríkirkjuvegi verður lokað fyrir almennri bílaumferð. Miklar breytingar verða við Hverfisgötu, Hlemm og víðar. Auk þess sem til stendur að koma á veggjöldum. Er þetta það sem kjósendur í Reykjavík vilja? Nágrannasveitarfélög Reykjavíkur, að undanskildu Seltjarnarnesi, eru tiltölulega ánægð með uppfærslu sáttmálans. Þau bera öll eitthvað úr bítum, svo sem betri tengingu við borgina með brú frá Kársnesi yfir á Vatnsmýrarsvæðið fyrir hjólandi, gangandi og Strætó. Þá verða bætur af framkvæmdum við Arnarnesveg og Reykjanesbraut. Þeir sem búa í Mosfellsbæ og á Kjalarnesi verða hins vegar áfram fastir í sama umferðarvanda næstu árin og áratugi ef fram heldur sem horfir. Reykvíkingar sitja líka uppi með óleystan samgönguvanda í ófyrirsjáanlegri framtíð. Slíkt mun auðvitað einnig bitna á nágrannasveitarfélögunum. Það er ekki nóg að komast til Reykjavíkur með greiðum hætti, það þarf líka að komast um í borginni. Vandamál Reykvíkinga má rekja alveg til ársins 2010 þegar nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík til ársins 2030 var í undirbúningi en gengið var frá því formlega í nóvember 2013. Skipulagið felur í sér áherslu á ofurþéttingu byggðar. Í grundvallaratriðum ganga þessi ósköp út á að grænum svæðum er fórnað, lóðaverð og byggingakostnaður hækkar stöðugt og fólk og fyrirtæki hefja í framhaldinu að flýja höfuðborgina, rétt eins og gerst hefur í æ ríkari mæli að undanförnu. Naumur vinstri meirihlutinn í borginni er í andstöðu við heimilisbílinn. Það sést best á því að nýjar íbúðir seljast ekki þar sem með þeim fylgja engin bílastæði og ofurhækkanir á bílastæðagjöldum fæla fólk frá verslun og þjónustu í miðborginni. Arkítektar þessarar þéttingarstefnu, Dagur B. Eggertsson og Pawel Bartoszek, eru nú í framboði til Alþingis hér í kjördæminu. Dagur fyrir Samfylkinguna og Pawel fyrir Viðreisn. Ég hef notið þess trausts að sitja á Alþingi sem kjörinn fulltrúi Reykvíkinga. Ég mun, nú sem endranær, beita mér í hagsmunabaráttu fyrir íbúa kjördæmis míns líkt og þingmenn annara kjördæma gera. Það hefur komið mér á óvart í kosningabaráttunni nú hvað fulltrúar annarra flokka eru hissa á því að ég skuli beita mér í kjördæmamálum. Það er til umhugsunar fyrir kjósendur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Höfundur er ráðherra og oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Borgarstjórn Umferð Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Íbúar í Reykjavík sitja alltof margir fastir í umferðaröngþveiti á leið til og frá vinnu og skóla. Jafnframt er íbúða- og lóðaskortur áberandi sem og ásælni borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknar, í að fórna grænum svæðum í borginni fyrir skammvinnan gróða. Þessi staða skýrist alfarið af stefnu borgaryfirvalda í skipulags- og samgöngumálum. Ef ekki verður breytt um stefnu er morgunljóst að staðan mun versna stöðugt næstu árin með enn þyngri umferðarhnútum og íbúðaskorti. Við svo verður ekki búið. Uppfærsla á Samgöngusáttmála milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá því í ágúst sl. leysir engan veginn bráðavanda í skipulags- og samgöngumálum í Reykjavík. Forsendur sáttmálans eru reistar á væntingum um óraunhæfa fjölgun farþega með almenningssamgöngum og áfram er haldið á þeirri lánlausu vegferð að þrengja að almennri bílaumferð. Er slíkt gert þrátt fyrir fögur loforð um annað. Ekkert í Samgöngusáttmálanum vekur vonir um að hann sé til þess gerður að greiða úr vandanum og hann mun sannarlega ekki skila íbúunum bættum almenningssamgöngum, svo mikið er víst. „Planið“ er að þrengja að bílaumferð með fækkun akreina, m.a. á Suðurlandsbraut og lokun ýmissa akreina í miðborginni. Skothúsvegi yfir Tjarnarbrú og Fríkirkjuvegi verður lokað fyrir almennri bílaumferð. Miklar breytingar verða við Hverfisgötu, Hlemm og víðar. Auk þess sem til stendur að koma á veggjöldum. Er þetta það sem kjósendur í Reykjavík vilja? Nágrannasveitarfélög Reykjavíkur, að undanskildu Seltjarnarnesi, eru tiltölulega ánægð með uppfærslu sáttmálans. Þau bera öll eitthvað úr bítum, svo sem betri tengingu við borgina með brú frá Kársnesi yfir á Vatnsmýrarsvæðið fyrir hjólandi, gangandi og Strætó. Þá verða bætur af framkvæmdum við Arnarnesveg og Reykjanesbraut. Þeir sem búa í Mosfellsbæ og á Kjalarnesi verða hins vegar áfram fastir í sama umferðarvanda næstu árin og áratugi ef fram heldur sem horfir. Reykvíkingar sitja líka uppi með óleystan samgönguvanda í ófyrirsjáanlegri framtíð. Slíkt mun auðvitað einnig bitna á nágrannasveitarfélögunum. Það er ekki nóg að komast til Reykjavíkur með greiðum hætti, það þarf líka að komast um í borginni. Vandamál Reykvíkinga má rekja alveg til ársins 2010 þegar nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík til ársins 2030 var í undirbúningi en gengið var frá því formlega í nóvember 2013. Skipulagið felur í sér áherslu á ofurþéttingu byggðar. Í grundvallaratriðum ganga þessi ósköp út á að grænum svæðum er fórnað, lóðaverð og byggingakostnaður hækkar stöðugt og fólk og fyrirtæki hefja í framhaldinu að flýja höfuðborgina, rétt eins og gerst hefur í æ ríkari mæli að undanförnu. Naumur vinstri meirihlutinn í borginni er í andstöðu við heimilisbílinn. Það sést best á því að nýjar íbúðir seljast ekki þar sem með þeim fylgja engin bílastæði og ofurhækkanir á bílastæðagjöldum fæla fólk frá verslun og þjónustu í miðborginni. Arkítektar þessarar þéttingarstefnu, Dagur B. Eggertsson og Pawel Bartoszek, eru nú í framboði til Alþingis hér í kjördæminu. Dagur fyrir Samfylkinguna og Pawel fyrir Viðreisn. Ég hef notið þess trausts að sitja á Alþingi sem kjörinn fulltrúi Reykvíkinga. Ég mun, nú sem endranær, beita mér í hagsmunabaráttu fyrir íbúa kjördæmis míns líkt og þingmenn annara kjördæma gera. Það hefur komið mér á óvart í kosningabaráttunni nú hvað fulltrúar annarra flokka eru hissa á því að ég skuli beita mér í kjördæmamálum. Það er til umhugsunar fyrir kjósendur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Höfundur er ráðherra og oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar