Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 26. nóvember 2024 10:00 Tugþúsundir eldri borgara hafa fengið bakreikning frá Tryggingastofnun á undanförnum árum vegna vanáætlaðra fjármagnstekna. Oftast eru þetta í raun neikvæðir vextir af sparireikningunum. Þótt þeir skili ávöxtun í krónum talið, þá heldur sú ávöxtun ekki í við verðbólguna sem hefur í raun rýrt sparifé fólksins – eldri borgara sem hafa verið að nurla saman á sparifjárreikninga til að eiga borð fyrir báru ef þeir þurfa að mæta óvæntum útgjöldum. Almennt launafólk þarf ekki að greiða fjármagnstekjuskatt af fyrstu 300 þúsund krónunum sem það fær í vexti af sparnaði í banka. Með sérstöku frítekjumarki vaxtatekna er almennum sparifjáreigendum þannig hlíft við skattlagningu lágra og neikvæðra vaxta. Öðru máli gegnir um eldri borgara. Þar koma vaxtatekjur strax frá fyrstu krónu til skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar, jafnvel þegar bankareikningur ber enga raunvexti heldur aðeins verðbætur. Slíkar skerðingar vegna sparnaðar á lágum eða neikvæðum raunvöxtum voru meginorsök þess að 36 þúsund eldri borgarar fengu bakreikning frá TR síðasta sumar og voru krafðir um að meðaltali 271 þúsund krónur. Í komandi alþingiskosningum óskum við í Samfylkingunni eftir umboði þjóðarinnar til að leiðrétta þessa mismunun gagnvart eldra fólki. Það er óhæfa að ellilífeyrir sé stórskertur vegna sparnaðar jafnvel þegar ekki er um að ræða neina raunverulega eignaaukningu eða rauntekjur af inneign fólks. Samfylkingin mun koma á sérstöku frítekjumarki vaxtatekna til jafns við frítekjumarkið í skattkerfinu. Þannig tryggjum við að tugþúsundum færri eldri borgarar fái bakreikning frá TR. Þetta er réttlætismál. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Tugþúsundir eldri borgara hafa fengið bakreikning frá Tryggingastofnun á undanförnum árum vegna vanáætlaðra fjármagnstekna. Oftast eru þetta í raun neikvæðir vextir af sparireikningunum. Þótt þeir skili ávöxtun í krónum talið, þá heldur sú ávöxtun ekki í við verðbólguna sem hefur í raun rýrt sparifé fólksins – eldri borgara sem hafa verið að nurla saman á sparifjárreikninga til að eiga borð fyrir báru ef þeir þurfa að mæta óvæntum útgjöldum. Almennt launafólk þarf ekki að greiða fjármagnstekjuskatt af fyrstu 300 þúsund krónunum sem það fær í vexti af sparnaði í banka. Með sérstöku frítekjumarki vaxtatekna er almennum sparifjáreigendum þannig hlíft við skattlagningu lágra og neikvæðra vaxta. Öðru máli gegnir um eldri borgara. Þar koma vaxtatekjur strax frá fyrstu krónu til skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar, jafnvel þegar bankareikningur ber enga raunvexti heldur aðeins verðbætur. Slíkar skerðingar vegna sparnaðar á lágum eða neikvæðum raunvöxtum voru meginorsök þess að 36 þúsund eldri borgarar fengu bakreikning frá TR síðasta sumar og voru krafðir um að meðaltali 271 þúsund krónur. Í komandi alþingiskosningum óskum við í Samfylkingunni eftir umboði þjóðarinnar til að leiðrétta þessa mismunun gagnvart eldra fólki. Það er óhæfa að ellilífeyrir sé stórskertur vegna sparnaðar jafnvel þegar ekki er um að ræða neina raunverulega eignaaukningu eða rauntekjur af inneign fólks. Samfylkingin mun koma á sérstöku frítekjumarki vaxtatekna til jafns við frítekjumarkið í skattkerfinu. Þannig tryggjum við að tugþúsundum færri eldri borgarar fái bakreikning frá TR. Þetta er réttlætismál. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar