Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 25. nóvember 2024 14:50 Ég þekki það af eigin raun að vera hommi í samfélagi þar sem hinsegin fyrirmyndir voru fáar og réttarstaða okkar bág. Sem betur fer hefur margt breyst til hins betra frá því ég var ungur maður. En baráttan er ekki unnin. Í mannréttindabaráttu er mikilvægt fyrir stjórnmálamenn að eiga gott samstarf við mannréttindasamtök og vinna með þeim að úrbótum í löggjöf og framkvæmd hennar. Það höfum við í VG einmitt gert á undanförnum árum og í krafti ráðherrasetu okkar unnið að stefnumótun í málefnum hinsegin fólks í góðu samstarfi við Samtökin '78 og fleiri samtök. Það samstarf hefur fært okkur úr 18. sæti upp í 2. sæti á Regnbogakorti ILGA á aðeins sex árum, en kortið er mælikvarði á stöðu hinsegin fólks í mismunandi löndum Evrópu. Lög um kynrænt sjálfræði eru eitt stærsta skrefið sem tekið hefur verið í þessu sambandi. Einnig hefur skipt máli að við höfum treyst Samtökunum '78 til margvíslegra verkefna með þjónustusamningum sem ætlað er að tryggja fræðslu og ráðgjöf í skólum, á vinnustöðum og til hinsegin einstaklinga, aðstandenda og fagaðila, til dæmis í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Síðustu ár höfum við Vinstri græn verið leiðandi í því að laga réttarstöðu hinsegin fólks hér á landi en málaflokkurinn hefur heyrt undir ráðuneyti undir okkar stjórn. Við höfum þannig haft forgöngu um að tryggja réttindi og atvinnuöryggi fyrir hóp fólks sem hefur átt undir högg að sækja. Það er árangur sem næst ekki af sjálfu sér. En við megum ekki stoppa þar. Enn eru mikilvæg verkefni fyrir höndum og á stefnuskrá Vinstri grænna er meðal annars að auka vernd intersex fólks, bæta þjónustu við trans börn, setja skýran lagaramma um hatursorðræðu og hatursglæpi gegn hinsegin fólki og vinna að mótun stefnu um móttöku hinsegin fólks sem leitar hér að alþjóðlegri vernd. Bakslag í hinsegin baráttunni er því miður staðreynd. Ég vil vinna áfram að því að tryggja að hinsegin fólk, bæði ungt og eldra, geti lifað öruggu lífi í opnu samfélagi þar sem við öll njótum okkar sjálfsögðu mannréttinda. Það er margt enn óunnið og mikilvægt að halda áfram vinnu við að uppræta fordóma, útskúfun og ofbeldi í garð hinsegin fólks. Í því samhengi er mikilvægt að viðbragðsaðilar geti spornað gegn hatursorðræðu og hatursglæpum í garð hinsegin fólks á grundvelli skýrra laga og viðbragðsáætlana. Saman þurfum við að vinna áfram að jöfnum réttindum hinsegin fólks á við önnur í samfélaginu samhliða því að efla fræðslu og samkennd í samfélaginu. Munum að aukin réttindi eins hóps til jafns við aðra minnkar ekki réttindi hinna síðarnefndu. Ég mun ekki láta mitt eftir liggja og óska eftir stuðningi ykkar til að halda áfram að berjast fyrir mannréttindum hinsegin fólks á Alþingi Íslendinga. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Hinsegin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mannréttindi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég þekki það af eigin raun að vera hommi í samfélagi þar sem hinsegin fyrirmyndir voru fáar og réttarstaða okkar bág. Sem betur fer hefur margt breyst til hins betra frá því ég var ungur maður. En baráttan er ekki unnin. Í mannréttindabaráttu er mikilvægt fyrir stjórnmálamenn að eiga gott samstarf við mannréttindasamtök og vinna með þeim að úrbótum í löggjöf og framkvæmd hennar. Það höfum við í VG einmitt gert á undanförnum árum og í krafti ráðherrasetu okkar unnið að stefnumótun í málefnum hinsegin fólks í góðu samstarfi við Samtökin '78 og fleiri samtök. Það samstarf hefur fært okkur úr 18. sæti upp í 2. sæti á Regnbogakorti ILGA á aðeins sex árum, en kortið er mælikvarði á stöðu hinsegin fólks í mismunandi löndum Evrópu. Lög um kynrænt sjálfræði eru eitt stærsta skrefið sem tekið hefur verið í þessu sambandi. Einnig hefur skipt máli að við höfum treyst Samtökunum '78 til margvíslegra verkefna með þjónustusamningum sem ætlað er að tryggja fræðslu og ráðgjöf í skólum, á vinnustöðum og til hinsegin einstaklinga, aðstandenda og fagaðila, til dæmis í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Síðustu ár höfum við Vinstri græn verið leiðandi í því að laga réttarstöðu hinsegin fólks hér á landi en málaflokkurinn hefur heyrt undir ráðuneyti undir okkar stjórn. Við höfum þannig haft forgöngu um að tryggja réttindi og atvinnuöryggi fyrir hóp fólks sem hefur átt undir högg að sækja. Það er árangur sem næst ekki af sjálfu sér. En við megum ekki stoppa þar. Enn eru mikilvæg verkefni fyrir höndum og á stefnuskrá Vinstri grænna er meðal annars að auka vernd intersex fólks, bæta þjónustu við trans börn, setja skýran lagaramma um hatursorðræðu og hatursglæpi gegn hinsegin fólki og vinna að mótun stefnu um móttöku hinsegin fólks sem leitar hér að alþjóðlegri vernd. Bakslag í hinsegin baráttunni er því miður staðreynd. Ég vil vinna áfram að því að tryggja að hinsegin fólk, bæði ungt og eldra, geti lifað öruggu lífi í opnu samfélagi þar sem við öll njótum okkar sjálfsögðu mannréttinda. Það er margt enn óunnið og mikilvægt að halda áfram vinnu við að uppræta fordóma, útskúfun og ofbeldi í garð hinsegin fólks. Í því samhengi er mikilvægt að viðbragðsaðilar geti spornað gegn hatursorðræðu og hatursglæpum í garð hinsegin fólks á grundvelli skýrra laga og viðbragðsáætlana. Saman þurfum við að vinna áfram að jöfnum réttindum hinsegin fólks á við önnur í samfélaginu samhliða því að efla fræðslu og samkennd í samfélaginu. Munum að aukin réttindi eins hóps til jafns við aðra minnkar ekki réttindi hinna síðarnefndu. Ég mun ekki láta mitt eftir liggja og óska eftir stuðningi ykkar til að halda áfram að berjast fyrir mannréttindum hinsegin fólks á Alþingi Íslendinga. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun