Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 16:17 Núna þegar veturinn er genginn í garð, sumar og haustannir að baki, kosningar og aðventa framundan, leitar margt á hugann. Í orðræðu daganna hafa meðal annars komið fram hugmyndir um að þeir sem starfa sjálfstætt, sjá sér og sínum farborða og vinna samfélagi sínu, landi og þjóð gagn án þess að vera launþegar, ættu að greiða meiri gjöld, meiri skatt en nú er. Svo er þessum pælingum velt fram og aftur, menn leitast við að útskýra sig frá eða að hugmyndinni en korninu hefur verið sáð. Því fræi að rétt sé að hafa horn í síðu þeirra sem ekki fá greitt fyrir vinnu sínu frá ríki, bæ, fyrirtæki eða stofnun sem launþegar samkvæmt samningi heldur starfa sjálfstætt. Það heggur í líðan fólks að kasta því í það, jafnvel af þeim sem bjóða sig fram til trúnaðarstarfa, að þú sért ekki að skila þínu. Að þín staða sé á einhvern hátt sviksöm og nú skuli ganga að þér, þú skulir gjalda meira, já meira. Í sveitum landsins og byggðakjörnum smærri og stærri er verulegu hluti fólks sjálfsætt starfandi. Sjálfstætt fólk sem viðheldur byggð um landið, sinnir því og skapar verðmæti á margvíslegan hátt. Í raun má segja að allir íslenskir bændur séu sjálfsætt starfandi, ýmist á eigin kennitölu eða með eigin rekstrarfélög. Þannig er það líka á landsbyggðinni með alla þá fjölmörgu verktaka og þjónustuaðila sem vinna verkin í sveitum landsins og þorpum. Sigga verktaka sem kemur og keyrir skít, dreifir þar með lífrænum áburði á íslenska jörð öllum til hagsbóta, Möggu bókhaldara, Grím snjómokstursmann, Bjössa á dekkjaverkstæðinu í næsta þorpi, Gvend sauðfjárbónda og Svönu kúabónda, bara svona til dæmis. Hvar værum við íslensk þjóð ef kraftur, framtak og frelsi einstaklingsins væri heft til verka, framtaks og verðmætasköpunar? Það sést glöggt í sveitum landsins og á landsbyggðinni allri að, frelsi sjálfstæðra einstaklinga og fjölskyldna er það sem skilar bestu lífsgæðunum, framförum og farsæld. Höfnum þeim sem hafa horn í síðu sjálfstæðs fólks, veljum þá sem vilja virða sjálfsákvörðunarrétt okkar, vinna gegn hamlandi regluverki, eins hóflega skatta og mögulegt er og vilja byggja velferð, framfarir og lífsgæði okkar á blómstrandi og fjölbreyttu atvinnulífi. Þá sem vilja skapa heilbrigt og hvetjandi umhverfi svo kraftar, hugvit og vilji sjálfstæðra einstaklinga um land allt fái notið sín og nýtist samfélaginu okkar til góðs. Hvert atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum nýtist þér og mér. Höfundur er sálfræðingur og skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Skattar og tollar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Núna þegar veturinn er genginn í garð, sumar og haustannir að baki, kosningar og aðventa framundan, leitar margt á hugann. Í orðræðu daganna hafa meðal annars komið fram hugmyndir um að þeir sem starfa sjálfstætt, sjá sér og sínum farborða og vinna samfélagi sínu, landi og þjóð gagn án þess að vera launþegar, ættu að greiða meiri gjöld, meiri skatt en nú er. Svo er þessum pælingum velt fram og aftur, menn leitast við að útskýra sig frá eða að hugmyndinni en korninu hefur verið sáð. Því fræi að rétt sé að hafa horn í síðu þeirra sem ekki fá greitt fyrir vinnu sínu frá ríki, bæ, fyrirtæki eða stofnun sem launþegar samkvæmt samningi heldur starfa sjálfstætt. Það heggur í líðan fólks að kasta því í það, jafnvel af þeim sem bjóða sig fram til trúnaðarstarfa, að þú sért ekki að skila þínu. Að þín staða sé á einhvern hátt sviksöm og nú skuli ganga að þér, þú skulir gjalda meira, já meira. Í sveitum landsins og byggðakjörnum smærri og stærri er verulegu hluti fólks sjálfsætt starfandi. Sjálfstætt fólk sem viðheldur byggð um landið, sinnir því og skapar verðmæti á margvíslegan hátt. Í raun má segja að allir íslenskir bændur séu sjálfsætt starfandi, ýmist á eigin kennitölu eða með eigin rekstrarfélög. Þannig er það líka á landsbyggðinni með alla þá fjölmörgu verktaka og þjónustuaðila sem vinna verkin í sveitum landsins og þorpum. Sigga verktaka sem kemur og keyrir skít, dreifir þar með lífrænum áburði á íslenska jörð öllum til hagsbóta, Möggu bókhaldara, Grím snjómokstursmann, Bjössa á dekkjaverkstæðinu í næsta þorpi, Gvend sauðfjárbónda og Svönu kúabónda, bara svona til dæmis. Hvar værum við íslensk þjóð ef kraftur, framtak og frelsi einstaklingsins væri heft til verka, framtaks og verðmætasköpunar? Það sést glöggt í sveitum landsins og á landsbyggðinni allri að, frelsi sjálfstæðra einstaklinga og fjölskyldna er það sem skilar bestu lífsgæðunum, framförum og farsæld. Höfnum þeim sem hafa horn í síðu sjálfstæðs fólks, veljum þá sem vilja virða sjálfsákvörðunarrétt okkar, vinna gegn hamlandi regluverki, eins hóflega skatta og mögulegt er og vilja byggja velferð, framfarir og lífsgæði okkar á blómstrandi og fjölbreyttu atvinnulífi. Þá sem vilja skapa heilbrigt og hvetjandi umhverfi svo kraftar, hugvit og vilji sjálfstæðra einstaklinga um land allt fái notið sín og nýtist samfélaginu okkar til góðs. Hvert atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum nýtist þér og mér. Höfundur er sálfræðingur og skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun