Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar 22. nóvember 2024 08:01 Há vaxtaprósenta gerir ekkert nema flytja peninga úr vösum tekjulágra í vasa þeirra tekjuháu. Hún lækkar hvorki verðbólgu né skapar stöðugleika. Í raun kynda háir stýrivexti frekar undir verðbólgu, eins og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stieglitz hefur bent á, sérstaklega þar sem húsnæðisverð er inni í vísitölu neysluverðs. Ráðamenn og Seðlabankastjóri eru hér að níðast á almenningi og fóðra eigin vasa og annarra fjármagnseigenda. Hvernig stendur á því að fólk á hinum Norðurlöndunum getur keypt sér íbúð og borgað af henni án þess að þurfa lepja dauðann úr skel, ólíkt okkur hér á Íslandi? Í Svíþjóð og Danmörku er afborgun af meðalstórri 3. herbergja íbúð, miðað við 20% útborgun og rest á láni til 40 ára, aðeins um 200.000 íslenskar krónur á mánuði. Hér er afborgun af sambærilegu reikningsdæmi um 600.000 krónur á mánuði. Á Norðurlöndunum sér fólk hvernig höfuðstóllinn lækkar. Hér hreyfist höfuðstóllinn varla fyrr en eftir 20 ár og við borgum íbúðina tífallt. Málið er einfalt. Hvort viltu borga 600 þúsund eða 200 þúsund á mánuði? Ef þú vilt bara borga 200 þúsund þá þarftu að kjósa Lýðræðisflokkinn. Lýðræðisflokkurinn mun breyta þessu. Baldur Borgþórsson er 1. maður á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Hann talar fyrir því að setja í lög á Seðlabankann sem banna hærri stýrivexti en 4%. Þetta myndi sjálfkrafa gera lánakjör hérlendis sambærileg þeim á hinum Norðurlöndunum. Auk þess er það stefnumál Lýðræðisflokksins að taka húsnæðisverð út úr vísitölu neysluverðs, enda hvergi í siðmenntuðum löndum sem það er gert. Auk þess má taka áfengi og tóbak úr sömu vísitölu, þar sem allar aðgerðir stjórnvalda til að stemma stigu við neyslu þess, leiða beint til aukinnar verðbólgu. Það er löngu búið að lækka vexti í öðrum Vesturlöndum en af því hér þurfa fjármagnseigendur aðeins að bæta í yfirfulla sjóðina hefur það ekki verið gert hér á landi. Há vaxtakjör og ófyrirsjáanleiki við íbúðakaup gera það vonlaust fyrir venjulegt fólk að kaupa sér íbúð eða halda í við afborganir. Þetta er einungis til að breikka enn frekar bilið milli ríkra og fátækra. Þeir sem vilja sjá breytingar verða að kjósa eitthvað annað en þeir hafa alltaf gert. Ef þú býrð í Reykjavík norður hvet ég þig eindregið til að nýta atkvæðisrétt þinn og kjósa Baldur á þing. Höfundur er rithöfundur og skipar 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Sjá meira
Há vaxtaprósenta gerir ekkert nema flytja peninga úr vösum tekjulágra í vasa þeirra tekjuháu. Hún lækkar hvorki verðbólgu né skapar stöðugleika. Í raun kynda háir stýrivexti frekar undir verðbólgu, eins og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stieglitz hefur bent á, sérstaklega þar sem húsnæðisverð er inni í vísitölu neysluverðs. Ráðamenn og Seðlabankastjóri eru hér að níðast á almenningi og fóðra eigin vasa og annarra fjármagnseigenda. Hvernig stendur á því að fólk á hinum Norðurlöndunum getur keypt sér íbúð og borgað af henni án þess að þurfa lepja dauðann úr skel, ólíkt okkur hér á Íslandi? Í Svíþjóð og Danmörku er afborgun af meðalstórri 3. herbergja íbúð, miðað við 20% útborgun og rest á láni til 40 ára, aðeins um 200.000 íslenskar krónur á mánuði. Hér er afborgun af sambærilegu reikningsdæmi um 600.000 krónur á mánuði. Á Norðurlöndunum sér fólk hvernig höfuðstóllinn lækkar. Hér hreyfist höfuðstóllinn varla fyrr en eftir 20 ár og við borgum íbúðina tífallt. Málið er einfalt. Hvort viltu borga 600 þúsund eða 200 þúsund á mánuði? Ef þú vilt bara borga 200 þúsund þá þarftu að kjósa Lýðræðisflokkinn. Lýðræðisflokkurinn mun breyta þessu. Baldur Borgþórsson er 1. maður á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Hann talar fyrir því að setja í lög á Seðlabankann sem banna hærri stýrivexti en 4%. Þetta myndi sjálfkrafa gera lánakjör hérlendis sambærileg þeim á hinum Norðurlöndunum. Auk þess er það stefnumál Lýðræðisflokksins að taka húsnæðisverð út úr vísitölu neysluverðs, enda hvergi í siðmenntuðum löndum sem það er gert. Auk þess má taka áfengi og tóbak úr sömu vísitölu, þar sem allar aðgerðir stjórnvalda til að stemma stigu við neyslu þess, leiða beint til aukinnar verðbólgu. Það er löngu búið að lækka vexti í öðrum Vesturlöndum en af því hér þurfa fjármagnseigendur aðeins að bæta í yfirfulla sjóðina hefur það ekki verið gert hér á landi. Há vaxtakjör og ófyrirsjáanleiki við íbúðakaup gera það vonlaust fyrir venjulegt fólk að kaupa sér íbúð eða halda í við afborganir. Þetta er einungis til að breikka enn frekar bilið milli ríkra og fátækra. Þeir sem vilja sjá breytingar verða að kjósa eitthvað annað en þeir hafa alltaf gert. Ef þú býrð í Reykjavík norður hvet ég þig eindregið til að nýta atkvæðisrétt þinn og kjósa Baldur á þing. Höfundur er rithöfundur og skipar 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík Norður.
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar