Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar 21. nóvember 2024 15:15 Í bernsku minni malaði útvarpið stöðugt. Ég man eftir þægilegum röddum á rás tvö. Útvarpsleikfimin skýrmælt. Og svo var stundum stinningskaldi og súld á stöku stað svo sem á Fonti og Dalatanga. Um seinni partinn tók Sigurður G. Tómasson og hans fólk öll völd með Þjóðarsálinni sálugu sem verður að teljast einn albesti útvarpsþáttur sögunnar. Kvöldmaturinn var snæddur klukkan sjö og enn malaði útvarpið. Kjarnyrt íslenskan dundi á mér klukkutímunum saman dag hvern án þess að ég gæfi því einhvern sérstakakan gaum. Fyrir keppnisferðir þurfti maður að safna. Ganga í hús, selja penna og betla dósir. Við strákarnir notuðumst við kort af hverfinu. Göturnar voru flestar kenndar við ýmis trjáheiti, sumar við áttir og aðrar við fólk. Sumar hétu skrýtnum nöfnum sem maður reyndi að fá útskýringu á. Þegar ég var tíu ára fékk ég tólf bækur í jólagjöf. Lalli Ljósastaur stóð upp úr. Góður! Framboð af nammi var allt annað. Til að verða sér úti um nokkurra vikna nammilager þurfti að leggja á sig. Vikum saman hittumst við og æfðum fyrir Öskudaginn. Vopnaðir mörgum vel æfðum lögum örkuðum við tímunum saman um bæinn og sungum m.a. um mann sem stýrði dýrum knerri. Á ferðum fjölskyldunnar suður og austur var lítið annað að gera en að stara út um gluggann. Stundum var mér sagt frá hinum og þessum örnefnum, jafnvel smá sögumoli með. Best fannst mér sagan af sláturkeppinum í Borgarvirki. --- Þessi melankólísku skrif mín að ofan eru ekki eitthvert raus um að allt hafi verið betra í gamla daga. Síður en svo! – æska landsins hefur að mörgu leyti aldrei verið jafn vel heppnuð að mínu mati. Þessi skrif mín eru tilraun til að varpa ljósi á það hvernig íslenskan átti greiða leið að eyrum mínum og margra jafnaldra minna á hverjum degi – og að ég hafi numið hana að miklu leyti utan skólans. Ég lærði ekki orðið táberg í skóla. Ég lærði ekki orðið knörr í skóla. Ég lærði ekki nafnorðið brá í skóla. Ég lærði ekki orðið sláturkeppur í skóla. Ég lærði ekki orðið tangi í skóla. Orðin urðu á vegi mínum við aðstæður sem eru meir og minna hættar að myndast í umhverfi barna og unglinga dagsins í dag. Á þessum grunni gat ég svo fengist við hin og þessi verkefni í skólanum og unnið dýpra með tungumálið. Kann að vera að hinar ýmsu breytingar sem hafa orðið á lifnaðarháttum okkar, hvernig hlutirnir eru gerðir, hvernig tæknin gerir suma hluti auðveldari, sé áhrifabreyta þegar kemur að lesskilningi barna? Ég hef trú á því að svo sé, en hversu mikil áhrifin eru gæti verið ansi krefjandi að rannsaka, en með vísindalegum aðferðum sérfræðinga væri það hugsanlega hægt. Og læt ég því hér staðar numið. Höfundur er tækniheftur grunnskólakennari sem ólst upp á tíunda áratugnum og var í hægferð í ensku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Skóla- og menntamál Mest lesið RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kórtónleikar í desember Ásdís Björg Gestsdóttir skrifar Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar Skoðun Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson skrifar Skoðun RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors skrifar Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Í bernsku minni malaði útvarpið stöðugt. Ég man eftir þægilegum röddum á rás tvö. Útvarpsleikfimin skýrmælt. Og svo var stundum stinningskaldi og súld á stöku stað svo sem á Fonti og Dalatanga. Um seinni partinn tók Sigurður G. Tómasson og hans fólk öll völd með Þjóðarsálinni sálugu sem verður að teljast einn albesti útvarpsþáttur sögunnar. Kvöldmaturinn var snæddur klukkan sjö og enn malaði útvarpið. Kjarnyrt íslenskan dundi á mér klukkutímunum saman dag hvern án þess að ég gæfi því einhvern sérstakakan gaum. Fyrir keppnisferðir þurfti maður að safna. Ganga í hús, selja penna og betla dósir. Við strákarnir notuðumst við kort af hverfinu. Göturnar voru flestar kenndar við ýmis trjáheiti, sumar við áttir og aðrar við fólk. Sumar hétu skrýtnum nöfnum sem maður reyndi að fá útskýringu á. Þegar ég var tíu ára fékk ég tólf bækur í jólagjöf. Lalli Ljósastaur stóð upp úr. Góður! Framboð af nammi var allt annað. Til að verða sér úti um nokkurra vikna nammilager þurfti að leggja á sig. Vikum saman hittumst við og æfðum fyrir Öskudaginn. Vopnaðir mörgum vel æfðum lögum örkuðum við tímunum saman um bæinn og sungum m.a. um mann sem stýrði dýrum knerri. Á ferðum fjölskyldunnar suður og austur var lítið annað að gera en að stara út um gluggann. Stundum var mér sagt frá hinum og þessum örnefnum, jafnvel smá sögumoli með. Best fannst mér sagan af sláturkeppinum í Borgarvirki. --- Þessi melankólísku skrif mín að ofan eru ekki eitthvert raus um að allt hafi verið betra í gamla daga. Síður en svo! – æska landsins hefur að mörgu leyti aldrei verið jafn vel heppnuð að mínu mati. Þessi skrif mín eru tilraun til að varpa ljósi á það hvernig íslenskan átti greiða leið að eyrum mínum og margra jafnaldra minna á hverjum degi – og að ég hafi numið hana að miklu leyti utan skólans. Ég lærði ekki orðið táberg í skóla. Ég lærði ekki orðið knörr í skóla. Ég lærði ekki nafnorðið brá í skóla. Ég lærði ekki orðið sláturkeppur í skóla. Ég lærði ekki orðið tangi í skóla. Orðin urðu á vegi mínum við aðstæður sem eru meir og minna hættar að myndast í umhverfi barna og unglinga dagsins í dag. Á þessum grunni gat ég svo fengist við hin og þessi verkefni í skólanum og unnið dýpra með tungumálið. Kann að vera að hinar ýmsu breytingar sem hafa orðið á lifnaðarháttum okkar, hvernig hlutirnir eru gerðir, hvernig tæknin gerir suma hluti auðveldari, sé áhrifabreyta þegar kemur að lesskilningi barna? Ég hef trú á því að svo sé, en hversu mikil áhrifin eru gæti verið ansi krefjandi að rannsaka, en með vísindalegum aðferðum sérfræðinga væri það hugsanlega hægt. Og læt ég því hér staðar numið. Höfundur er tækniheftur grunnskólakennari sem ólst upp á tíunda áratugnum og var í hægferð í ensku.
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun
Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar
Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar
Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun