Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar 20. nóvember 2024 16:31 Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag var rætt við Trausta Hjálmarsson, formann Bændasamtaka Íslands, um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum brjóti gegn stjórnarskránni og hafi ekki lagagildi. Í lok viðtalsins, sem birtist í lengri útgáfu á Vísi, var rætt um umsvif afurðastöðvanna í innflutningi á kjötvörum. Fréttamaður benti á að eftir kaup á Kjarnafæði-Norðlenska sér Kaupfélag Skagfirðinga, sem er jafnframt stór innflytjandi á kjötvöru, um slátrun á 60 prósent sauðfjár og nautgripa og er langstærsti heildsöluaðilinn á kjötvöru á landinu. Spurt var hvort þetta væri ekki bara einokun. „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá,“ svaraði formaður Bændasamtakanna og bætti við að að innflutningur væri sú samkeppni sem landbúnaðurinn byggi við. „Þá geri ég fastlega ráð fyrir og hef ekki væntingar og trú um neitt annað en það að þessi fyrirtæki, sem eru saman sett af íslenskum bændum, séu að reyna að skapa sér stöðu til þess að ná vopnum sínum í framleiðslu á innlendum afurðum og þar með draga sjálfir úr innflutningi.“ Afurðastöðvarnar hindra samkeppni við sjálfar sig Það er afar sérkennilegur málflutningur að stilla málinu þannig upp að afurðastöðvarnar eigi í vök að verjast gagnvart innflutningi á kjötvörum. Staðreyndin er sú að þær hafa sjálfar árum saman verið einna stærstu innflytjendurnir á kjöti. Í töflunni hér að neðan má sjá það hlutfall sem innlendar afurðastöðvar og bændur hafa fengið úthlutað af tollkvóta fyrir helztu flokka innfluttra kjötvara frá aðildarríkjum Evrópusambandsins, undanfarin þrjú ár. Í kílóum talið fluttu innlendar afurðastöðvar eða fyrirtæki þeim tengd inn 52% tollkvótans í þessum kjöttegundum á þessu tímabili. Sem kunnugt er, er tollkvótum úthlutað með útboði. Innflutningsfyrirtækin bjóða í kvótann og greiða fyrir svokallað útboðsgjald. Félag atvinnurekenda hefur bent bæði matvælaráðuneytinu og Samkeppniseftirlitinu á að það sé í hæsta máta óeðlilegt að innlendar afurðastöðvar taki þátt í tollkvótaútboðum. Það er þeirra hagur að bjóða sem hæst í kvótann, sem hækkar útboðsgjaldið sem öll innflutningsfyrirtæki verða að greiða og þar með verðið á innflutningnum, en þannig takmarka þær samkeppni frá innflutningi við eigin framleiðslu. Að láta í veðri vaka að innflutningur sé stórfelld ógn við innlenda kjötframleiðslu er í hæsta máta villandi. Hafa afurðastöðvarnar haft samráð um tilboðin? Eftir að Alþingi gaf afurðastöðvunum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum, hefur ekkert staðið í vegi fyrir því að þær hafi með sér samráð um tilboð í tollkvótana – allt þar til dómur Héraðsdóms féll í fyrradag. Slíkt samráð brýtur að sjálfsögðu gegn samkeppnislögum. Matvælaráðuneytið, sem sér um útboð tollkvótanna, hlýtur nú að kanna rækilega hvort afurðastöðvarnar og fyrirtæki þeim tengd hafi haft með sér slíkt samráð um tilboð, í skjóli hinnar ógildu samkeppnisundanþágu. Sé minnsti grunur um slíkt, ætti að útiloka viðkomandi fyrirtæki frá þátttöku í því tollkvótaútboði, sem nú stendur yfir vegna innflutnings á fyrri helmingi næsta árs. Háihólmi og trú bænda á afurðastöðvunum Mörgum bændum hefur, með réttu eða röngu, mislíkað að afurðastöðvarnar, sem sumar hverjar eru a.m.k. að nafninu til í þeirra eigu, standi í innflutningi á kjöti. Þegar formaður Bændasamtakanna segist „ekki [hafa] væntingar og trú um neitt annað“ en að afurðastöðvarnar dragi úr innflutningi, er hann líklega búinn að gleyma því sem gerðist í kjölfar aðalfundar Kaupfélags Skagfirðinga í fyrra. Samkvæmt frásögn Bændablaðsins beindi aðalfundurinn því til stjórnar KS að félagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum. Í frétt blaðsins var haft eftir Sigurjóni Rafnssyni aðstoðarkaupfélagsstjóra að ályktunin væri „skýr skilaboð um hvað Kaupfélagið eigi að standa fyrir og það sama eigi að gilda um dótturfélögin.“ Í framhaldi af aðalfundinum hætti Esja Gæðafæði, dótturfélag KS, að bjóða í tollkvóta. Hins vegar skaut upp kollinum nýr bjóðandi, sem tryggt hefur sér ágætan skerf af tollfrjálsum heimildum til innflutnings á kjöti. Það er fyrirtækið Háihólmi, sem við stofnun var skráð á viðskiptafélaga KS í veitingarekstri. Heimildin hefur upplýst að innflutningur fyrirtækisins fari að stærstum hluta til vinnslu hjá Esju. Skráður eigandi Háahólma er með aðstöðu á skrifstofum Esju, með netfang sem endar á esja.is og sendir út tölvupósta með undirskriftinni „innkaupastjóri – Esja Gæðafæði“. Kaupfélag Skagfirðinga bregzt með öðrum orðum við áskorunum félagsmanna sinna, bænda, með leynimakki og leppum til að geta haldið áfram að flytja inn kjöt. Hafa bændur örugglega trú á slíkum fyrirtækjum? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Búvörusamningar Landbúnaður Samkeppnismál Alþingi Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag var rætt við Trausta Hjálmarsson, formann Bændasamtaka Íslands, um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum brjóti gegn stjórnarskránni og hafi ekki lagagildi. Í lok viðtalsins, sem birtist í lengri útgáfu á Vísi, var rætt um umsvif afurðastöðvanna í innflutningi á kjötvörum. Fréttamaður benti á að eftir kaup á Kjarnafæði-Norðlenska sér Kaupfélag Skagfirðinga, sem er jafnframt stór innflytjandi á kjötvöru, um slátrun á 60 prósent sauðfjár og nautgripa og er langstærsti heildsöluaðilinn á kjötvöru á landinu. Spurt var hvort þetta væri ekki bara einokun. „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá,“ svaraði formaður Bændasamtakanna og bætti við að að innflutningur væri sú samkeppni sem landbúnaðurinn byggi við. „Þá geri ég fastlega ráð fyrir og hef ekki væntingar og trú um neitt annað en það að þessi fyrirtæki, sem eru saman sett af íslenskum bændum, séu að reyna að skapa sér stöðu til þess að ná vopnum sínum í framleiðslu á innlendum afurðum og þar með draga sjálfir úr innflutningi.“ Afurðastöðvarnar hindra samkeppni við sjálfar sig Það er afar sérkennilegur málflutningur að stilla málinu þannig upp að afurðastöðvarnar eigi í vök að verjast gagnvart innflutningi á kjötvörum. Staðreyndin er sú að þær hafa sjálfar árum saman verið einna stærstu innflytjendurnir á kjöti. Í töflunni hér að neðan má sjá það hlutfall sem innlendar afurðastöðvar og bændur hafa fengið úthlutað af tollkvóta fyrir helztu flokka innfluttra kjötvara frá aðildarríkjum Evrópusambandsins, undanfarin þrjú ár. Í kílóum talið fluttu innlendar afurðastöðvar eða fyrirtæki þeim tengd inn 52% tollkvótans í þessum kjöttegundum á þessu tímabili. Sem kunnugt er, er tollkvótum úthlutað með útboði. Innflutningsfyrirtækin bjóða í kvótann og greiða fyrir svokallað útboðsgjald. Félag atvinnurekenda hefur bent bæði matvælaráðuneytinu og Samkeppniseftirlitinu á að það sé í hæsta máta óeðlilegt að innlendar afurðastöðvar taki þátt í tollkvótaútboðum. Það er þeirra hagur að bjóða sem hæst í kvótann, sem hækkar útboðsgjaldið sem öll innflutningsfyrirtæki verða að greiða og þar með verðið á innflutningnum, en þannig takmarka þær samkeppni frá innflutningi við eigin framleiðslu. Að láta í veðri vaka að innflutningur sé stórfelld ógn við innlenda kjötframleiðslu er í hæsta máta villandi. Hafa afurðastöðvarnar haft samráð um tilboðin? Eftir að Alþingi gaf afurðastöðvunum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum, hefur ekkert staðið í vegi fyrir því að þær hafi með sér samráð um tilboð í tollkvótana – allt þar til dómur Héraðsdóms féll í fyrradag. Slíkt samráð brýtur að sjálfsögðu gegn samkeppnislögum. Matvælaráðuneytið, sem sér um útboð tollkvótanna, hlýtur nú að kanna rækilega hvort afurðastöðvarnar og fyrirtæki þeim tengd hafi haft með sér slíkt samráð um tilboð, í skjóli hinnar ógildu samkeppnisundanþágu. Sé minnsti grunur um slíkt, ætti að útiloka viðkomandi fyrirtæki frá þátttöku í því tollkvótaútboði, sem nú stendur yfir vegna innflutnings á fyrri helmingi næsta árs. Háihólmi og trú bænda á afurðastöðvunum Mörgum bændum hefur, með réttu eða röngu, mislíkað að afurðastöðvarnar, sem sumar hverjar eru a.m.k. að nafninu til í þeirra eigu, standi í innflutningi á kjöti. Þegar formaður Bændasamtakanna segist „ekki [hafa] væntingar og trú um neitt annað“ en að afurðastöðvarnar dragi úr innflutningi, er hann líklega búinn að gleyma því sem gerðist í kjölfar aðalfundar Kaupfélags Skagfirðinga í fyrra. Samkvæmt frásögn Bændablaðsins beindi aðalfundurinn því til stjórnar KS að félagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum. Í frétt blaðsins var haft eftir Sigurjóni Rafnssyni aðstoðarkaupfélagsstjóra að ályktunin væri „skýr skilaboð um hvað Kaupfélagið eigi að standa fyrir og það sama eigi að gilda um dótturfélögin.“ Í framhaldi af aðalfundinum hætti Esja Gæðafæði, dótturfélag KS, að bjóða í tollkvóta. Hins vegar skaut upp kollinum nýr bjóðandi, sem tryggt hefur sér ágætan skerf af tollfrjálsum heimildum til innflutnings á kjöti. Það er fyrirtækið Háihólmi, sem við stofnun var skráð á viðskiptafélaga KS í veitingarekstri. Heimildin hefur upplýst að innflutningur fyrirtækisins fari að stærstum hluta til vinnslu hjá Esju. Skráður eigandi Háahólma er með aðstöðu á skrifstofum Esju, með netfang sem endar á esja.is og sendir út tölvupósta með undirskriftinni „innkaupastjóri – Esja Gæðafæði“. Kaupfélag Skagfirðinga bregzt með öðrum orðum við áskorunum félagsmanna sinna, bænda, með leynimakki og leppum til að geta haldið áfram að flytja inn kjöt. Hafa bændur örugglega trú á slíkum fyrirtækjum? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun