Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar 20. nóvember 2024 13:47 Veiðileyfagjald er gjald sem útgerðir greiða fyrir að fá leyfi til að veiða á miðunum við Ísland. Útgerðinni er mikið í mun að tala um veiðileyfagjald sem „skatt“ þó það sé ekki skattur heldur aðeins eitt af því sem þarf að vera til staðar áður en haldið er til veiða, sambærilegt við veiðarfæri, olíu á skipið, kost fyrir áhöfnina o.sv.frv. Undanfarin ár hefur gjaldið verið reiknað eins og skattur og numið að jafnaði um 10 milljörðum á ári. Gjaldið hefur runnið í ríkissjóð sem afnotagjald útgerðarinnar af fiskimiðum í eigu þjóðarinnar. Sjávarútvegsfyrirtækin selja mörg hver dótturfyrirtækjum sínum eigin afurðir á verði sem þau ákveða sjálf. Því hafa kunnáttumenn á sviði bókhalds talið að með réttri verðlagningu sé veiðileyfagjaldið sem sjávarútvegsfyrirtækin greiða í ríkissjóð allt of lágt, fjárhæðin ætti að vera fjórfalt hærri eða a.m.k. 40 milljarðar. Enda hefur sýnt sig að þeir fjármunir sem eftir verða hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum eru svo miklir að eigendur þeirra hafa átt í erfiðleikum með að koma þeim fyrir og því hafa þau keypt fjölda íbúða í Reykjavík, Eimskip og blaðaútgáfu svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Við skoðun á stefnumiðum stjórnmálaflokkanna í þessum efnum og reynslunni af veru flokkanna í ríkisstjórn þá varð eftirfarandi samantekt til: Framsóknarflokkur Óbreytt ástand, sjávarútvegsfyrirtæki greiði óbreytt gjald Viðreisn Fullt gjald og nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma. Gjaldið taki mið af því verði sem útgerðir leigja veiðileyfi sín á milli Sjálfstæðisflokkur Óbreytt ástand, sjávarútvegsfyrirtæki greiði óbreytt gjald Flokkur fólksins Sjávarútvegsfyrirtæki greiði fullt verð fyrir aðgang að auðlindunum með hærra gjaldi Sósíalistaflokkur Eðlilegt veiðileyfagjald sem verði hærra en nú er Lýðræðisflokkur Allur afli seldur á fiskmarkaði; segir ekkert um veiðileyfagjald. Miðflokkur Gegnsæ og einföld veiðileyfagjöld. Píratar Sanngjarnt veiðileyfagjald sem verði hærra en nú er Samfylking Sjávarútvegsfyrirtækin greiði fullt og sanngjarnt gjald sem verði hærra en nú er Vinstri græn Nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma gegn eðlilegu gjaldi Þessi samantekt sýnir að fráfarandi stjórnarflokkar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur auk Miðflokks eru afar ólíklegir til að sjá til þess að þjóðin fái sinn réttláta skerf af umframarðinum sem sjávarútvegsfyrirtækin hafa nú af sjávarútvegsauðlindinni. Þar nægir einnig að minna á að ofarlega á framboðslistum þessara flokka eru einstaklingar sem beinlínis mætti kalla fulltrúa útgerðanna sem hafa aldrei sýnt mikinn vilja til að greiða meira til þjóðarinnar fyrir afnotarétt af þessari auðlind sem þó er í eigu hennar. Vinstri græn verða einnig að teljast ólíkleg í ljósi nýlokinni sjö ára veru þeirra í ríkisstjórn. Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins gera ráð fyrir að greitt sé „fullt gjald“ sem er sama orðalag og notað er þegar greiddar eru eignarnámsbætur, orðalag sem á að tryggja að gjaldið ákvarðist með hlutlausum og sanngjörnum hætti. Segja má að sama gildi um Pírata og Sósíalista sem vilja að greitt sé „sanngjarnt“ og „eðlilegt“ gjald sem gera má ráð fyrir að þeir túlki sem „fullt gjald“ m.v. annað sem fram kemur í stefnuskrám þeirra. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjávarútvegur Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Veiðileyfagjald er gjald sem útgerðir greiða fyrir að fá leyfi til að veiða á miðunum við Ísland. Útgerðinni er mikið í mun að tala um veiðileyfagjald sem „skatt“ þó það sé ekki skattur heldur aðeins eitt af því sem þarf að vera til staðar áður en haldið er til veiða, sambærilegt við veiðarfæri, olíu á skipið, kost fyrir áhöfnina o.sv.frv. Undanfarin ár hefur gjaldið verið reiknað eins og skattur og numið að jafnaði um 10 milljörðum á ári. Gjaldið hefur runnið í ríkissjóð sem afnotagjald útgerðarinnar af fiskimiðum í eigu þjóðarinnar. Sjávarútvegsfyrirtækin selja mörg hver dótturfyrirtækjum sínum eigin afurðir á verði sem þau ákveða sjálf. Því hafa kunnáttumenn á sviði bókhalds talið að með réttri verðlagningu sé veiðileyfagjaldið sem sjávarútvegsfyrirtækin greiða í ríkissjóð allt of lágt, fjárhæðin ætti að vera fjórfalt hærri eða a.m.k. 40 milljarðar. Enda hefur sýnt sig að þeir fjármunir sem eftir verða hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum eru svo miklir að eigendur þeirra hafa átt í erfiðleikum með að koma þeim fyrir og því hafa þau keypt fjölda íbúða í Reykjavík, Eimskip og blaðaútgáfu svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Við skoðun á stefnumiðum stjórnmálaflokkanna í þessum efnum og reynslunni af veru flokkanna í ríkisstjórn þá varð eftirfarandi samantekt til: Framsóknarflokkur Óbreytt ástand, sjávarútvegsfyrirtæki greiði óbreytt gjald Viðreisn Fullt gjald og nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma. Gjaldið taki mið af því verði sem útgerðir leigja veiðileyfi sín á milli Sjálfstæðisflokkur Óbreytt ástand, sjávarútvegsfyrirtæki greiði óbreytt gjald Flokkur fólksins Sjávarútvegsfyrirtæki greiði fullt verð fyrir aðgang að auðlindunum með hærra gjaldi Sósíalistaflokkur Eðlilegt veiðileyfagjald sem verði hærra en nú er Lýðræðisflokkur Allur afli seldur á fiskmarkaði; segir ekkert um veiðileyfagjald. Miðflokkur Gegnsæ og einföld veiðileyfagjöld. Píratar Sanngjarnt veiðileyfagjald sem verði hærra en nú er Samfylking Sjávarútvegsfyrirtækin greiði fullt og sanngjarnt gjald sem verði hærra en nú er Vinstri græn Nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma gegn eðlilegu gjaldi Þessi samantekt sýnir að fráfarandi stjórnarflokkar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur auk Miðflokks eru afar ólíklegir til að sjá til þess að þjóðin fái sinn réttláta skerf af umframarðinum sem sjávarútvegsfyrirtækin hafa nú af sjávarútvegsauðlindinni. Þar nægir einnig að minna á að ofarlega á framboðslistum þessara flokka eru einstaklingar sem beinlínis mætti kalla fulltrúa útgerðanna sem hafa aldrei sýnt mikinn vilja til að greiða meira til þjóðarinnar fyrir afnotarétt af þessari auðlind sem þó er í eigu hennar. Vinstri græn verða einnig að teljast ólíkleg í ljósi nýlokinni sjö ára veru þeirra í ríkisstjórn. Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins gera ráð fyrir að greitt sé „fullt gjald“ sem er sama orðalag og notað er þegar greiddar eru eignarnámsbætur, orðalag sem á að tryggja að gjaldið ákvarðist með hlutlausum og sanngjörnum hætti. Segja má að sama gildi um Pírata og Sósíalista sem vilja að greitt sé „sanngjarnt“ og „eðlilegt“ gjald sem gera má ráð fyrir að þeir túlki sem „fullt gjald“ m.v. annað sem fram kemur í stefnuskrám þeirra. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar