Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki Ögmundur Jónasson skrifar 20. nóvember 2024 13:17 Foreldra- og foravarnarsamtök gegn áfengisneyslu sem varað hafa við því að leggja niður ÁTVR og færa söluna á áfengi inn í almennar matvöruverslanir hafa sent frá sér athyglisverða fréttatilkynningu. Tilefnið er könnun sem þessi samtök gerðu um afstöðu stjórnmálaflokkanna til tveggja spurninga, hvort rétt væri að stemma stigu við aukinni notkun nikótínpúða meðal barna og ungmenna og síðan hvort flokkarnir vilji að ÁTVR verði lagt niður og áfengið selt í almennum verslunum. Samkvæmt upplýsingum frá Fræðslu og forvörnum svöruðu allir flokkar sem bjóða fram á landsvísu nema Píratar og Lýðræðisflokkurinn. Flokkar sem fylkja sér um lýðheilsu Þeir flokkar sem svöruðu vilja allir grípa til aðgerða til að stemma stigu við nikótínpúðunum. En þegar kemur að áfenginu skilja leiðir með flokkunum. Framsókn vill halda í ÁTVR og er andvíg sölu á áfengi í almennum verslunum, sama á við um Flokk fólksins, Samfylkingu, Sósíalistaflokkinn og VG. Allir þessir flokkar eru afdráttarlausir og vísa til lýðheilsusjónarmiða. Miðflokkurinn er ekki afdráttarlaus í tilsvörum en vísar til þess að einstakir frambjóðendur flokksins séu eindregnir lýðheilsumenn. Sama er að heyra á talsmönnum Lýðræðisflokksins sem þó svaraði ekki könnuninni formlega. Sjálfstæðisflokkur segist vilja að reglum sé fylgt! Sjálfstæðisflokkurinn segir í sínu svari m. a. það ekki „skipta máli hver fer með sölu áfengis enda hefur aðgengi að áfengi aukist til muna á síðustu árum þrátt fyrir einokunarverslun ríkisins á áfengi með fleiri útibúum ÁTVR og stórauknu vöruúrvali. Þó leggur flokkurinn áherslu á að sala áfengis fari fram með ábyrgum hætti og reglum sé fylgt til að vernda lýðheilsu og koma í veg fyrir misnotkun, sérstaklega meðal ungs fólks.“ Þetta er sérstakt svar fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi leyfi ég mér að fullyrða að þetta gangi þvert á vilja stórs hóps sem fylgt hefur Sjálfstæðisflokknum að málum. Ég minnist þess að vera boðið að tala á málfundi i Valhöll fyrir nokkrum árum þar sem umræðuefnið var nákvæmlega þetta, hvort leggja beri ÁTVR niður og færa söluna inn í verslanir. Engin atkvæðagreiðsla fór fram í fundarlok en ég tel mig engu að síður hafa fundið á stemningunni að sá málstaður sem ég talaði fyrir hafi alls ekki verið í minnihluta á þessum fundi sem var mjög fjölmennur. Þetta var vissulega fyrir nokkrum árum sem áður segir og Sjálfstæðisflokkurinn þá mun breiðari en hann er nú. Vel kann að vera að eitthvert samhengi sé þarna á milli. Í öðru lagi er svar Sjálfstæðisflokksins sérkennilegt fyrir þá sök að flokkurinn vísar í mikilvægi þess að verja beri lýðheilsu en gengur engu að síður þvert á stefnu og gegn ráðleggingum allra lýðheilsu- og forvarnarsamtaka landsins svo og alþjóðastofnana. Í þriðja lagi hlýtur það að flokkast undir bíræfni og jafnframt fífldirfsku að taka það sérstaklega fram að mikilvægt sé að fylgja settum reglum þegar vitað er að stórfyrirtæki sem vísvitandi hunsa lög og reglur komast upp með lögbrotin beinlínis vegna þess að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins halda yfir þeim verndarhendi! Viðreisn segist treysta fólki – en hvaða fólki? Viðreisn segir: „Við treystum fólki og viljum aukið frelsi í verslun með áfengi. Viðreisn telur að afnema eigi einkaleyfi ÁTVR til þess að selja áfengi í smásölu. Viðreisn telur að einkaaðilum sé mjög vel treystandi til þess að annast sölu áfengis og að fara að lögum og reglum sem um slíka sölu gilda, s.s. um lágmarksaldur þeirra sem mega kaupa áfengi.“ Það er eitt að Viðreisn vilji vera trú sjálfri sér sem varðstöðuflokkur peningfrjálshyggjunnar. Ekkert er við því að segja annað en að andmæla slíkri stefnu og færa fram rök fyrir andmælum sínum. Þá er einnig rétt að vara við felulitunum sem Viðreisn sveipar sig. Svar flokksins er einmitt ágætt dæmi um slíka feluliti. Að þykjast bera hag almennings fyrir brjósti þegar í reynd er verið að ganga erinda þröngra verslunarhagsmuna. Í þessu samhengi þarf einmitt að spyrja hvert sé það fólk sem Viðreisn treystir? Fyrir nokkrum vikum sagði forstjóri Haugkaups á þá leið að hann nennti ekki að bíða eftir nýjum lögum um netverslun með áfengi sem gerði smásöluverslun gerlega. Hann ætlaði því bara að byrja. Og það gerði hann þvert á lög. Eigendum Hagkaups, Högum og eigendum Haga, sem eru lífeyrisjóðir landsins, finnst mörgum hverjum lögleysan óþægileg en hafa ekki haft uppburð í sér til þess að taka fram fyrir hendur á lögbrjótum í eigin fyrirtæki. Þetta er tegundin sem Viðreisn þykir traustsins verð. Þessum er hins vegar ekki treyst En hverjir skyldu ekki vera traustsins verðir? Því er auðsvarað því sá hópur hefur talað skýrt og greinilega og gert grein fyrir afstöðu sinni á málefnalegan og sannfærandi hátt. Ekki svo að skilja að hópurinn - sem samanstendur af forvarnar-, foreldra- og lýðheilsusamtökum - hafi verið að andæfa Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn beint, enda eflaust margt stuðningsfólk þessara flokka innan þessara samtaka, heldur hefur hann haldið fram sjónarmiðum algerlega gagnstæðum þeim sem þessir flokkar hamra á. Ég gerði grein fyrir þessu fyrr í haust í skrifum sem birtust á vísi.is 27. ágúst síðastliðinn og byggðust þau á fréttatilkynningu frá þessum lýðheilsu- og forvarnarsamtökum: Þarna kom fram að samtökin væru þessi og vitna ég í fyrrnefnda grein: „Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag lýðheilsufræðinga, Félag sjúkraþjálfara, Ljósmæðrafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Sjúkraliðafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands,Lyfjafræðingafélag Íslands, Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa, SÁÁ, Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum.“ Og þessar er áherslurnar: Taka undir orð heilbrigðisráðherra um þá yfirstandandi ógn sem nú steðjar að grundvallarmarkmiðum lýðheilsu vegna meintrar ólöglegrar netsölu áfengis, sem fram komu í opinberu bréfi ráðherra þann 5. júní sl. Í tilefni þess að rótgróin íslensk verslanakeðja, Hagkaup, áætlar að hefja áfengissölu til neytenda á næstu dögum skora félögin á yfirvöld að kveða strax upp úr um hvort slík sala sé lögleg. Yfirvöld geta ekki horft aðgerðarlaus á þá lýðheilsuógn sem nú steðjar að vegna stóraukinnar netsölu áfengis á Íslandi. Í samþykktri stefnu Alþingis um lýðheilsustefnu til ársins 2030 segir að Íslendingar verði meðal fremstu þjóða í lýðheilsustarfi sem byggist á bestu vísindaþekkingu og reynslu og að stjórnvöld skuli hafa lýðheilsu að leiðarljósi við alla áætlanagerð og stefnumótun. Í lögum um verslun með áfengi og tóbak segir að starfrækja skuli ÁTVR og að markmið laganna sé að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis og heildsölu tóbaks sem byggist á bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð, að takmarka og stýra aðgengi að áfengi og tóbaki og draga þannig úr skaðlegum áhrifum áfengis- og tóbaksneyslu, og að vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis og tóbaks og takmarka framboð á óæskilegum vörum. Félögin skora á yfirvöld að hvika í engu frá samþykktri lýðheilsustefnu til ársins 2030 og markmiðum gildandi laga um um einkasölu ÁTVR á áfengi.” Talað í múrinn Stjórnmálaflokkar eiga að koma hreint til dyranna og forðast skrúðmælgi og feluliti. Segist stjórnmálalfokkar treysta fólki þurfa þeir að orða hugsun sína skýrar. Hvaða fólki treysta þeir og til hvaða verka? Staðreyndin er sú að Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn - sem klifa á því að þeir treysti fólki - vilja í reynd hlusta á þá eina sem ætla sér að hagnast á áfengissölu með því að örva söluna með markaðssetningu í eign þágu. Að sama skapi liggur fyrir að þessir flokkar gefa ekkert fyrir varnaðarorð þeirra stétta sem sérhæfa sig í sjúkdómum sem rekja má til aukinnar áfengisneyslu eða varnaðarorð þeirra starfshópa sem sinna því fólki sem glímir við félagslega fylgifiska hennar. Að ekki sé minnst forvarnar- og foreldrasamtök. Þau gætu verið að tala inn í múrvegg þegar þessir pólitísku flokkar eru annars vegar. Þá vitum við það líka. Höfundur er fyrrverandi ráðherra og þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Áfengi og tóbak Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Foreldra- og foravarnarsamtök gegn áfengisneyslu sem varað hafa við því að leggja niður ÁTVR og færa söluna á áfengi inn í almennar matvöruverslanir hafa sent frá sér athyglisverða fréttatilkynningu. Tilefnið er könnun sem þessi samtök gerðu um afstöðu stjórnmálaflokkanna til tveggja spurninga, hvort rétt væri að stemma stigu við aukinni notkun nikótínpúða meðal barna og ungmenna og síðan hvort flokkarnir vilji að ÁTVR verði lagt niður og áfengið selt í almennum verslunum. Samkvæmt upplýsingum frá Fræðslu og forvörnum svöruðu allir flokkar sem bjóða fram á landsvísu nema Píratar og Lýðræðisflokkurinn. Flokkar sem fylkja sér um lýðheilsu Þeir flokkar sem svöruðu vilja allir grípa til aðgerða til að stemma stigu við nikótínpúðunum. En þegar kemur að áfenginu skilja leiðir með flokkunum. Framsókn vill halda í ÁTVR og er andvíg sölu á áfengi í almennum verslunum, sama á við um Flokk fólksins, Samfylkingu, Sósíalistaflokkinn og VG. Allir þessir flokkar eru afdráttarlausir og vísa til lýðheilsusjónarmiða. Miðflokkurinn er ekki afdráttarlaus í tilsvörum en vísar til þess að einstakir frambjóðendur flokksins séu eindregnir lýðheilsumenn. Sama er að heyra á talsmönnum Lýðræðisflokksins sem þó svaraði ekki könnuninni formlega. Sjálfstæðisflokkur segist vilja að reglum sé fylgt! Sjálfstæðisflokkurinn segir í sínu svari m. a. það ekki „skipta máli hver fer með sölu áfengis enda hefur aðgengi að áfengi aukist til muna á síðustu árum þrátt fyrir einokunarverslun ríkisins á áfengi með fleiri útibúum ÁTVR og stórauknu vöruúrvali. Þó leggur flokkurinn áherslu á að sala áfengis fari fram með ábyrgum hætti og reglum sé fylgt til að vernda lýðheilsu og koma í veg fyrir misnotkun, sérstaklega meðal ungs fólks.“ Þetta er sérstakt svar fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi leyfi ég mér að fullyrða að þetta gangi þvert á vilja stórs hóps sem fylgt hefur Sjálfstæðisflokknum að málum. Ég minnist þess að vera boðið að tala á málfundi i Valhöll fyrir nokkrum árum þar sem umræðuefnið var nákvæmlega þetta, hvort leggja beri ÁTVR niður og færa söluna inn í verslanir. Engin atkvæðagreiðsla fór fram í fundarlok en ég tel mig engu að síður hafa fundið á stemningunni að sá málstaður sem ég talaði fyrir hafi alls ekki verið í minnihluta á þessum fundi sem var mjög fjölmennur. Þetta var vissulega fyrir nokkrum árum sem áður segir og Sjálfstæðisflokkurinn þá mun breiðari en hann er nú. Vel kann að vera að eitthvert samhengi sé þarna á milli. Í öðru lagi er svar Sjálfstæðisflokksins sérkennilegt fyrir þá sök að flokkurinn vísar í mikilvægi þess að verja beri lýðheilsu en gengur engu að síður þvert á stefnu og gegn ráðleggingum allra lýðheilsu- og forvarnarsamtaka landsins svo og alþjóðastofnana. Í þriðja lagi hlýtur það að flokkast undir bíræfni og jafnframt fífldirfsku að taka það sérstaklega fram að mikilvægt sé að fylgja settum reglum þegar vitað er að stórfyrirtæki sem vísvitandi hunsa lög og reglur komast upp með lögbrotin beinlínis vegna þess að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins halda yfir þeim verndarhendi! Viðreisn segist treysta fólki – en hvaða fólki? Viðreisn segir: „Við treystum fólki og viljum aukið frelsi í verslun með áfengi. Viðreisn telur að afnema eigi einkaleyfi ÁTVR til þess að selja áfengi í smásölu. Viðreisn telur að einkaaðilum sé mjög vel treystandi til þess að annast sölu áfengis og að fara að lögum og reglum sem um slíka sölu gilda, s.s. um lágmarksaldur þeirra sem mega kaupa áfengi.“ Það er eitt að Viðreisn vilji vera trú sjálfri sér sem varðstöðuflokkur peningfrjálshyggjunnar. Ekkert er við því að segja annað en að andmæla slíkri stefnu og færa fram rök fyrir andmælum sínum. Þá er einnig rétt að vara við felulitunum sem Viðreisn sveipar sig. Svar flokksins er einmitt ágætt dæmi um slíka feluliti. Að þykjast bera hag almennings fyrir brjósti þegar í reynd er verið að ganga erinda þröngra verslunarhagsmuna. Í þessu samhengi þarf einmitt að spyrja hvert sé það fólk sem Viðreisn treystir? Fyrir nokkrum vikum sagði forstjóri Haugkaups á þá leið að hann nennti ekki að bíða eftir nýjum lögum um netverslun með áfengi sem gerði smásöluverslun gerlega. Hann ætlaði því bara að byrja. Og það gerði hann þvert á lög. Eigendum Hagkaups, Högum og eigendum Haga, sem eru lífeyrisjóðir landsins, finnst mörgum hverjum lögleysan óþægileg en hafa ekki haft uppburð í sér til þess að taka fram fyrir hendur á lögbrjótum í eigin fyrirtæki. Þetta er tegundin sem Viðreisn þykir traustsins verð. Þessum er hins vegar ekki treyst En hverjir skyldu ekki vera traustsins verðir? Því er auðsvarað því sá hópur hefur talað skýrt og greinilega og gert grein fyrir afstöðu sinni á málefnalegan og sannfærandi hátt. Ekki svo að skilja að hópurinn - sem samanstendur af forvarnar-, foreldra- og lýðheilsusamtökum - hafi verið að andæfa Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn beint, enda eflaust margt stuðningsfólk þessara flokka innan þessara samtaka, heldur hefur hann haldið fram sjónarmiðum algerlega gagnstæðum þeim sem þessir flokkar hamra á. Ég gerði grein fyrir þessu fyrr í haust í skrifum sem birtust á vísi.is 27. ágúst síðastliðinn og byggðust þau á fréttatilkynningu frá þessum lýðheilsu- og forvarnarsamtökum: Þarna kom fram að samtökin væru þessi og vitna ég í fyrrnefnda grein: „Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag lýðheilsufræðinga, Félag sjúkraþjálfara, Ljósmæðrafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Sjúkraliðafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands,Lyfjafræðingafélag Íslands, Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa, SÁÁ, Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum.“ Og þessar er áherslurnar: Taka undir orð heilbrigðisráðherra um þá yfirstandandi ógn sem nú steðjar að grundvallarmarkmiðum lýðheilsu vegna meintrar ólöglegrar netsölu áfengis, sem fram komu í opinberu bréfi ráðherra þann 5. júní sl. Í tilefni þess að rótgróin íslensk verslanakeðja, Hagkaup, áætlar að hefja áfengissölu til neytenda á næstu dögum skora félögin á yfirvöld að kveða strax upp úr um hvort slík sala sé lögleg. Yfirvöld geta ekki horft aðgerðarlaus á þá lýðheilsuógn sem nú steðjar að vegna stóraukinnar netsölu áfengis á Íslandi. Í samþykktri stefnu Alþingis um lýðheilsustefnu til ársins 2030 segir að Íslendingar verði meðal fremstu þjóða í lýðheilsustarfi sem byggist á bestu vísindaþekkingu og reynslu og að stjórnvöld skuli hafa lýðheilsu að leiðarljósi við alla áætlanagerð og stefnumótun. Í lögum um verslun með áfengi og tóbak segir að starfrækja skuli ÁTVR og að markmið laganna sé að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis og heildsölu tóbaks sem byggist á bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð, að takmarka og stýra aðgengi að áfengi og tóbaki og draga þannig úr skaðlegum áhrifum áfengis- og tóbaksneyslu, og að vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis og tóbaks og takmarka framboð á óæskilegum vörum. Félögin skora á yfirvöld að hvika í engu frá samþykktri lýðheilsustefnu til ársins 2030 og markmiðum gildandi laga um um einkasölu ÁTVR á áfengi.” Talað í múrinn Stjórnmálaflokkar eiga að koma hreint til dyranna og forðast skrúðmælgi og feluliti. Segist stjórnmálalfokkar treysta fólki þurfa þeir að orða hugsun sína skýrar. Hvaða fólki treysta þeir og til hvaða verka? Staðreyndin er sú að Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn - sem klifa á því að þeir treysti fólki - vilja í reynd hlusta á þá eina sem ætla sér að hagnast á áfengissölu með því að örva söluna með markaðssetningu í eign þágu. Að sama skapi liggur fyrir að þessir flokkar gefa ekkert fyrir varnaðarorð þeirra stétta sem sérhæfa sig í sjúkdómum sem rekja má til aukinnar áfengisneyslu eða varnaðarorð þeirra starfshópa sem sinna því fólki sem glímir við félagslega fylgifiska hennar. Að ekki sé minnst forvarnar- og foreldrasamtök. Þau gætu verið að tala inn í múrvegg þegar þessir pólitísku flokkar eru annars vegar. Þá vitum við það líka. Höfundur er fyrrverandi ráðherra og þingmaður.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun