Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 20:02 Í heimi heilbrigðisvísindanna eru karlar og karl-líkaminn oftar notaður í rannsóknum en konur og þar af leiðandi er minna vitað um einkenni og áhrif sjúkdóma á konur og um kvensjúkdóma. Þetta er staðreynd sem hefur haft gífurleg áhrif á líf kvenna, ekki bara upplifun þeirra á þjónustu heldur einnig heilsu þeirra. Margar konur hafa upplifað að einkenni þeirra séu ekki tekin jafn alvarlega og einkenni karla, sérstaklega í tilfellum langvinnra sjúkdóma eins og endómetríósu, fjölblöðruheilkennis á eggjastokkum (PCOS), vefjagigtar og jafnvel ADHD. Þessi sjúkdómar eru oft vangreindir eða fá litla viðurkenningu, sem leiðir til þess að konur að glíma við langvarandi heilsufarsvandamál sem í mörgum tilvikum mætti bregðast við fyrr og með betri úrræðum. Einnig er sláandi að lyf sem eru ómissandi fyrir konur með þessa sjúkdóma eru oft ekki niðurgreidd af sjúkratryggingum. PCOS: Vangreindur og kostnaðarsamur sjúkdómur PCOS (fjölblöðruheilkenni), er dæmi um sjúkdóm sem hefur mikil áhrif á líf fjölda kvenna, þar sem heilbrigðiskerfið mætti bregðast mun betur við þörfum kvenna. Konur með sjúkdóminn þjást oft m.a. af ójafnvægi á insúlíni, hormónaójafnvægi, ófrjósemi og óreglulegum/miklum blæðingum sem oft krefjast lyfjameðferðar. Dæmi um þessar lyfjameðferðir eru hormónapillan, sem er ekki niðurgreidd, til að halda jafnvægi á blæðingum og Wegovy (ekki niðurgreitt nema einstaklingur sé með hærra en 45 í BMI) til að koma jafnvægi á insúlínbúskapinn. Þess má geta að tveggja mánaða skammtur af Microgyn pillunni kostar rétt um 2900 kr. og mánaðarskammtur af 1 mg. af Wegovy kostar rúmlega 28.000 kr. Þessar lyfjameðferðir eru því oft þungur fjárhagslegur baggi, þrátt fyrir að þessi lyf séu nauðsynleg heilsu kvenna. Ekki má gleyma því að öllum hormónameðferðum geta fylgt ýmis konar slæmir fylgikvillar.Svo sem hár blóðþrýstingur, þunglyndi, þyngdaraukning, blóðtappar og krabbamein - sem allt getur haft gífurleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu kvenna. Móðursýki: Rangar greiningar og vantraust Önnur áþreifanleg birtingarmynd þessarar kynbundnu skekkju í heilbrigðiskerfinu er hugtakið „móðursýki“, sem hefur stundum verið notað sem skýring á heilsukvillum kvenna. Þegar konur leita á sjúkrahús eða heilsugæslu með alvarleg einkenni, eins og mæði eða brjóstverki, er þeim stundum sagt að kvillar þeirra séu tengdir tilfinningalegu ástandi, frekar en að leitað sé eftir líkamlegum skýringum. Þetta hefur valdið mörgum konum töfum á greiningum, sem jafnvel hafa reynst lífshættulegar. Legnám: skiptir skoðun maka meira máli en heilsa kvenna? Konur með endómetríósu, PCOS eða aðra kvensjúkdóma þurfa jafnvel að grípa til þess örþrifaráðs að fara í legnám til að bæta heilsu sína. Oft er legnám það eina í stöðunni til að lækna króníska verki og önnur vandamál. Það eru hins vegar ótal mörg dæmi um að læknar spyrji konur að því hvort maki þeirra sé samþykkur aðgerðinni og hvort þær hafi rætt ætlun sína við hann áður en haldið er áfram með samtalið. Einnig eru dæmi um að konum á barneignaraldri sé hreinlega neitað um þessa aðgerð vegna þess að þær gætu ennþá nýtt legið til að eignast börn. Þetta er skýrt dæmi um að konum er ekki treyst til að taka ákvarðanir um eigin líkama og heilsu. Ákall um breytingar í heilbrigðiskerfinu Jafnrétti í heilbrigðismálum er ekki einkamál kvenna – það er mál sem samfélagið allt ætti að láta sig varða. Við þurfum að tryggja að öll, óháð kyni, fái þá heilbrigðisþjónustu sem þau þurfa. Okkur Pírötum þykir brýnt að bregðast við þessum kerfisbundna vanda. Við viljum betra heilbrigðiskerfi fyrir konur, þar sem heilsan er í forgrunni, ekki úreltar staðalímyndir og kynjaviðhorf. Konur eiga rétt á því að ráða yfir eigin líkama og eiga að geta treyst því að heilbrigðisstarfsfólk taki heilsu þeirra alvarlega. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Jafnréttismál Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í heimi heilbrigðisvísindanna eru karlar og karl-líkaminn oftar notaður í rannsóknum en konur og þar af leiðandi er minna vitað um einkenni og áhrif sjúkdóma á konur og um kvensjúkdóma. Þetta er staðreynd sem hefur haft gífurleg áhrif á líf kvenna, ekki bara upplifun þeirra á þjónustu heldur einnig heilsu þeirra. Margar konur hafa upplifað að einkenni þeirra séu ekki tekin jafn alvarlega og einkenni karla, sérstaklega í tilfellum langvinnra sjúkdóma eins og endómetríósu, fjölblöðruheilkennis á eggjastokkum (PCOS), vefjagigtar og jafnvel ADHD. Þessi sjúkdómar eru oft vangreindir eða fá litla viðurkenningu, sem leiðir til þess að konur að glíma við langvarandi heilsufarsvandamál sem í mörgum tilvikum mætti bregðast við fyrr og með betri úrræðum. Einnig er sláandi að lyf sem eru ómissandi fyrir konur með þessa sjúkdóma eru oft ekki niðurgreidd af sjúkratryggingum. PCOS: Vangreindur og kostnaðarsamur sjúkdómur PCOS (fjölblöðruheilkenni), er dæmi um sjúkdóm sem hefur mikil áhrif á líf fjölda kvenna, þar sem heilbrigðiskerfið mætti bregðast mun betur við þörfum kvenna. Konur með sjúkdóminn þjást oft m.a. af ójafnvægi á insúlíni, hormónaójafnvægi, ófrjósemi og óreglulegum/miklum blæðingum sem oft krefjast lyfjameðferðar. Dæmi um þessar lyfjameðferðir eru hormónapillan, sem er ekki niðurgreidd, til að halda jafnvægi á blæðingum og Wegovy (ekki niðurgreitt nema einstaklingur sé með hærra en 45 í BMI) til að koma jafnvægi á insúlínbúskapinn. Þess má geta að tveggja mánaða skammtur af Microgyn pillunni kostar rétt um 2900 kr. og mánaðarskammtur af 1 mg. af Wegovy kostar rúmlega 28.000 kr. Þessar lyfjameðferðir eru því oft þungur fjárhagslegur baggi, þrátt fyrir að þessi lyf séu nauðsynleg heilsu kvenna. Ekki má gleyma því að öllum hormónameðferðum geta fylgt ýmis konar slæmir fylgikvillar.Svo sem hár blóðþrýstingur, þunglyndi, þyngdaraukning, blóðtappar og krabbamein - sem allt getur haft gífurleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu kvenna. Móðursýki: Rangar greiningar og vantraust Önnur áþreifanleg birtingarmynd þessarar kynbundnu skekkju í heilbrigðiskerfinu er hugtakið „móðursýki“, sem hefur stundum verið notað sem skýring á heilsukvillum kvenna. Þegar konur leita á sjúkrahús eða heilsugæslu með alvarleg einkenni, eins og mæði eða brjóstverki, er þeim stundum sagt að kvillar þeirra séu tengdir tilfinningalegu ástandi, frekar en að leitað sé eftir líkamlegum skýringum. Þetta hefur valdið mörgum konum töfum á greiningum, sem jafnvel hafa reynst lífshættulegar. Legnám: skiptir skoðun maka meira máli en heilsa kvenna? Konur með endómetríósu, PCOS eða aðra kvensjúkdóma þurfa jafnvel að grípa til þess örþrifaráðs að fara í legnám til að bæta heilsu sína. Oft er legnám það eina í stöðunni til að lækna króníska verki og önnur vandamál. Það eru hins vegar ótal mörg dæmi um að læknar spyrji konur að því hvort maki þeirra sé samþykkur aðgerðinni og hvort þær hafi rætt ætlun sína við hann áður en haldið er áfram með samtalið. Einnig eru dæmi um að konum á barneignaraldri sé hreinlega neitað um þessa aðgerð vegna þess að þær gætu ennþá nýtt legið til að eignast börn. Þetta er skýrt dæmi um að konum er ekki treyst til að taka ákvarðanir um eigin líkama og heilsu. Ákall um breytingar í heilbrigðiskerfinu Jafnrétti í heilbrigðismálum er ekki einkamál kvenna – það er mál sem samfélagið allt ætti að láta sig varða. Við þurfum að tryggja að öll, óháð kyni, fái þá heilbrigðisþjónustu sem þau þurfa. Okkur Pírötum þykir brýnt að bregðast við þessum kerfisbundna vanda. Við viljum betra heilbrigðiskerfi fyrir konur, þar sem heilsan er í forgrunni, ekki úreltar staðalímyndir og kynjaviðhorf. Konur eiga rétt á því að ráða yfir eigin líkama og eiga að geta treyst því að heilbrigðisstarfsfólk taki heilsu þeirra alvarlega. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun