Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar 18. nóvember 2024 16:31 Ekki er liðin vika frá því að ég skoraði á stjórnmálaflokkana, í skoðanagrein hér, að setja velferð dýra á meðal oddamála fyrir komandi kosningar. Þeir hafa ekki þorað því utan eins núna. Ég átti ekki nokkra von á viðbrögðum þó ég hafi rökstutt það með því að vísan í elju Tryggva Gunnarssonar þingmanns um þar síðustu aldamót. Tryggvi kom dýravernd bókstaflega í gang á Íslandi á opinberum vettvangi. Fyrstu íslensku dýraverndarlögin má heita að séu verk hans og hann kallaði einmitt konur til verka, þær hefðu sanna tilfinningu fyrir dýravernd. Ég nærri hopaði hæð mína í lofti þegar ég opna netið eftir hádegi í dag og sé að eðalkratinn Þórunn Sveinbjarnardóttir frambjóðandi hefur skrifað skoðanagrein á visir.is um mikilvægi velferðar dýra. Í greininni drepur hún á nokkrum mikilvægum atriðum sem komandi þing má til með að taka á því dýravernd á Íslandi er á brauðfótum. Áhugaleysi síðustu ríkisstjórnar algert og eftirlit með eftirlitsaðilanum Matvælastofnun ekkert. Ég leyfi mér að segja að VG séu nú að verða fyrir barðinu á því og ekki er ris íhaldsins og framsóknar hátt, sem betur fer. Svo langt gekk sú slaka stjórn, óvinveitt dýravernd, að hún var samþykk því að það væri í lagi að murka líf úr hvölum byggt á lögum sem ættu með réttu heima á Grund. Einkum hefur þó einn íhaldsframbjóðandi hamrað á þeirri rökleysu og ekki er aðstoðarmaður forsætisráðherra í Matvælaráðuneytinu skárri. Að sama skapi setti hún engar hindranir á þjáningar blóðmera svo fátt eitt sé nefnt. - Ekki nokkur samúð með dýrum. Ég hef skrifað það áður að mér dytti ekki í hug að fara á kjörstað ef engin stjórnmálaflokkur nennir að ræða velferð dýra fyrir komandi kosningar. Það hefur einfaldlega verið prinsipp mál hjá mér. - Á því verður breyting nú. Ég mun berjast fyrir því að Þórunn nái þingsæti í mínu kjördæmi, með því að fara á kjörstað. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Dýraheilbrigði Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki er liðin vika frá því að ég skoraði á stjórnmálaflokkana, í skoðanagrein hér, að setja velferð dýra á meðal oddamála fyrir komandi kosningar. Þeir hafa ekki þorað því utan eins núna. Ég átti ekki nokkra von á viðbrögðum þó ég hafi rökstutt það með því að vísan í elju Tryggva Gunnarssonar þingmanns um þar síðustu aldamót. Tryggvi kom dýravernd bókstaflega í gang á Íslandi á opinberum vettvangi. Fyrstu íslensku dýraverndarlögin má heita að séu verk hans og hann kallaði einmitt konur til verka, þær hefðu sanna tilfinningu fyrir dýravernd. Ég nærri hopaði hæð mína í lofti þegar ég opna netið eftir hádegi í dag og sé að eðalkratinn Þórunn Sveinbjarnardóttir frambjóðandi hefur skrifað skoðanagrein á visir.is um mikilvægi velferðar dýra. Í greininni drepur hún á nokkrum mikilvægum atriðum sem komandi þing má til með að taka á því dýravernd á Íslandi er á brauðfótum. Áhugaleysi síðustu ríkisstjórnar algert og eftirlit með eftirlitsaðilanum Matvælastofnun ekkert. Ég leyfi mér að segja að VG séu nú að verða fyrir barðinu á því og ekki er ris íhaldsins og framsóknar hátt, sem betur fer. Svo langt gekk sú slaka stjórn, óvinveitt dýravernd, að hún var samþykk því að það væri í lagi að murka líf úr hvölum byggt á lögum sem ættu með réttu heima á Grund. Einkum hefur þó einn íhaldsframbjóðandi hamrað á þeirri rökleysu og ekki er aðstoðarmaður forsætisráðherra í Matvælaráðuneytinu skárri. Að sama skapi setti hún engar hindranir á þjáningar blóðmera svo fátt eitt sé nefnt. - Ekki nokkur samúð með dýrum. Ég hef skrifað það áður að mér dytti ekki í hug að fara á kjörstað ef engin stjórnmálaflokkur nennir að ræða velferð dýra fyrir komandi kosningar. Það hefur einfaldlega verið prinsipp mál hjá mér. - Á því verður breyting nú. Ég mun berjast fyrir því að Þórunn nái þingsæti í mínu kjördæmi, með því að fara á kjörstað. Höfundur er lögfræðingur.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun