Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 12:45 Næring er manneskjunni lífsnauðsynleg en næringarþarfir eru breytilegar eftir æviskeiðum auk þess að vera einstaklingsbundnar eftir aðstæðum og vegna sjúkdóma. Næring getur haft áhrif á heilsu og líf til skemmri og lengri tíma. Það getur verið vandasamt að tala um mat og næringu við fólk á öllum aldri en þó einkum börn og ungmenni. Mikilvægt er að stuðla að heilsusamlegusambandi við mat og meðvitund um líkamlega og andlega líðan, þekkja boð um svengd og seddu séu þau til staðar. Matur er í sjálfu sér flókið fyrirbæri svo ekki sé talað um manneskjuna sjálfa og áhrif hinna ýmsu umhverfis- og félagsþátta. Það er vissulega upplýsingaóreiða á sviði næringar eins og á fleiri sviðum, misvísandi og á stundum ruglingslegar leiðbeiningar sem byggja ekki á gagnreyndri þekkingu og geta jafnvel valdið skaða. Bein og óbein skilaboð um staðalímyndir með neikvæðum áhrifum á sjálfsmynd sem jafnvel ala á fordómum af ýmsum toga eru einnig umhugsunarefni fyrir okkur sem samfélag. Næringarfræði er fræðigrein innan heilbrigðisvísindasviðs. Næringarfræðingar hafa lokið að minnsta kosti 5 ára háskólanámi og eru með starfsleyfi frá embætti landlæknis og starfsvettvangurinn er fjölbreyttur. Þeir sinna rannsóknum, kennslu, fræðslu og hafa þekkingu og reynslu sem er mikilvæg á ýmsum sviðum til heilsueflingar, forvarna og í meðferð sjúkdóma í klíník. Þeir hafa færni í að tala um mat og vinna með einstaklingum sem hafa næringarvanda af hvaða tagi sem er og eiga erindi í þverfaglegri samvinnu þegar það á við á öllum stigum heilbrigðisþjónustu og í samfélagi okkar almennt. Samanburður á fjölda stöðugilda næringarfræðinga innan íslenska heilbriðgiskerfisins stenst ekki samanburð við flestar þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Það eru eflaust margir þættir sem valda því. Eitt er fjárveitingavaldið og sýn stjórnenda á hlutverk næringarfræðinga, en um er að ræða unga grein hér á landi. Annað er þörfin á fjölgun í stéttinni en starfsmöguleikar og -umhverfi eru takmarkandi þættir. Einnig mætti nefna að enn er engin næringarmeðferð niðurgreidd af Sjúkratyggingum Íslands hjá sjálfstætt starfandi næringarfræðingum. Samt eru næringartengdir þættir í alþjóðlegum rannsóknum taldir þeir sem helst geta dregið úr glötuðum góðum æviárum og snemmbærum dauða, bæði á Íslandi, og almennt í heiminum. Við þurfum virkilega að bæta aðgengi að næringarfræðingum. Okkur fjöldar hratt í hópi aldraðra og tíðni ýmissa langvinnra sjúkdóma sem oft eru samfélagstengdir er að aukast. Samvinna á milli stofnana, sviða og fagstétta er áskorun en þar eru líka sóknarfæri, samanber heilbrigðisáætlun Heilbrigðisráðuneytisins til ársins 2030. Þó ýmislegt hafi áunnist þá getum við gert mun betur. Næring ásamt fleiri þáttum getur haft áhrif á sjúkdómsbyrði og líkamlega og andlega heilsu á öllum aldri. Við verðum að nýta öll sóknarfærin, þar með talið að bæta næringu þjóðar til að lifa sem best lengi og njóta lífs eins og kostur er. Höfundur er næringarfræðingur hjá Heilsugæslu höfðuborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Næring er manneskjunni lífsnauðsynleg en næringarþarfir eru breytilegar eftir æviskeiðum auk þess að vera einstaklingsbundnar eftir aðstæðum og vegna sjúkdóma. Næring getur haft áhrif á heilsu og líf til skemmri og lengri tíma. Það getur verið vandasamt að tala um mat og næringu við fólk á öllum aldri en þó einkum börn og ungmenni. Mikilvægt er að stuðla að heilsusamlegusambandi við mat og meðvitund um líkamlega og andlega líðan, þekkja boð um svengd og seddu séu þau til staðar. Matur er í sjálfu sér flókið fyrirbæri svo ekki sé talað um manneskjuna sjálfa og áhrif hinna ýmsu umhverfis- og félagsþátta. Það er vissulega upplýsingaóreiða á sviði næringar eins og á fleiri sviðum, misvísandi og á stundum ruglingslegar leiðbeiningar sem byggja ekki á gagnreyndri þekkingu og geta jafnvel valdið skaða. Bein og óbein skilaboð um staðalímyndir með neikvæðum áhrifum á sjálfsmynd sem jafnvel ala á fordómum af ýmsum toga eru einnig umhugsunarefni fyrir okkur sem samfélag. Næringarfræði er fræðigrein innan heilbrigðisvísindasviðs. Næringarfræðingar hafa lokið að minnsta kosti 5 ára háskólanámi og eru með starfsleyfi frá embætti landlæknis og starfsvettvangurinn er fjölbreyttur. Þeir sinna rannsóknum, kennslu, fræðslu og hafa þekkingu og reynslu sem er mikilvæg á ýmsum sviðum til heilsueflingar, forvarna og í meðferð sjúkdóma í klíník. Þeir hafa færni í að tala um mat og vinna með einstaklingum sem hafa næringarvanda af hvaða tagi sem er og eiga erindi í þverfaglegri samvinnu þegar það á við á öllum stigum heilbrigðisþjónustu og í samfélagi okkar almennt. Samanburður á fjölda stöðugilda næringarfræðinga innan íslenska heilbriðgiskerfisins stenst ekki samanburð við flestar þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Það eru eflaust margir þættir sem valda því. Eitt er fjárveitingavaldið og sýn stjórnenda á hlutverk næringarfræðinga, en um er að ræða unga grein hér á landi. Annað er þörfin á fjölgun í stéttinni en starfsmöguleikar og -umhverfi eru takmarkandi þættir. Einnig mætti nefna að enn er engin næringarmeðferð niðurgreidd af Sjúkratyggingum Íslands hjá sjálfstætt starfandi næringarfræðingum. Samt eru næringartengdir þættir í alþjóðlegum rannsóknum taldir þeir sem helst geta dregið úr glötuðum góðum æviárum og snemmbærum dauða, bæði á Íslandi, og almennt í heiminum. Við þurfum virkilega að bæta aðgengi að næringarfræðingum. Okkur fjöldar hratt í hópi aldraðra og tíðni ýmissa langvinnra sjúkdóma sem oft eru samfélagstengdir er að aukast. Samvinna á milli stofnana, sviða og fagstétta er áskorun en þar eru líka sóknarfæri, samanber heilbrigðisáætlun Heilbrigðisráðuneytisins til ársins 2030. Þó ýmislegt hafi áunnist þá getum við gert mun betur. Næring ásamt fleiri þáttum getur haft áhrif á sjúkdómsbyrði og líkamlega og andlega heilsu á öllum aldri. Við verðum að nýta öll sóknarfærin, þar með talið að bæta næringu þjóðar til að lifa sem best lengi og njóta lífs eins og kostur er. Höfundur er næringarfræðingur hjá Heilsugæslu höfðuborgarsvæðisins.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun