Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2024 17:35 Haukarnir fögnuðu í dag. Haukar eru komnir í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins í handknattleik eftir öruggan sigur á ÍBV á heimavelli. Þá eru ÍR-ingar sömuleiðis komnir áfram eftir sigur á Akureyri. Haukar og ÍBV hafa marga hildina háð í handboltanum á síðustu árum. Leikur þeirra á Ásvöllum í dag var í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins og heimamenn í Haukum voru betra liðið til að byrja með. Þeir komust í 8-4 forystu eftir rúmlega tíu mínútna leik og voru með frumkvæðið. Lokakafli fyrri hálfleiks var þó fínn hjá Eyjaliðinu sem minnkaði muninn í eitt mark og staðan í hálfleik var 15-14. Í síðari hálfleik héldu Eyjamenn í við heimaliðið í upphafi. Um miðbik hálfleiksins breyttu Haukar hins vegar stöðunni úr 21-19 í 26-19 og gengu frá leiknum. Lokatölur 37-29 og Haukar komnir í 8-liða úrslit. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum skaut Andri Fannar Elísson beint í andlitið á Pavel Miskevich úr vítakasti og fékk rautt spjald fyrir vikið, líkt og Miskevich sem brást ókvæða við vítakastinu og réðist að Andra Fannari. Össur Haraldsson var magnaður hjá Haukum með 13 mörk úr 14 skotum. Skarphéðinn Ívar Einarsson kom næstur með 6 mörk. Hjá ÍBV skoruðu Sigtryggur Daði Rúnarsson og Kári Kristján Kristjánsson 6 mörk hvor. ÍR sótti sigur norður yfir heiðar Á Akureyri mættust lið Þórs og ÍR en Þórsarar leika í Grill 66-deildinni en ÍR-ingar í Olís-deildinni. Þar byrjuðu heimamenn frábærlega og komust í 10-5 en ÍR-liðið náði að minnka muninn og staðan í hálfleik var 17-16. Jafnt var á með liðunum í byrjun seinni hálfleiks en í stöðunni 30-29 fyrir ÍR náðu gestirnir 6-1 kafla og heimamönnum tókst ekki að svara. Lokatölur 38-32 og ÍR komið áfram í 8-liða úrslit. Hrannar Ingi Jóhannsson skoraði 13 mörk fyrir ÍR og Bernard Darkoh 8 mörk. Brynjar Hólm Grétarsson var markahæstur Þórsara með 8 mörk, Sigurður Ringsted Sigurðsson skoraði 7 mörk og Oddur Grétarsson 6. Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Þór Akureyri ÍR Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Haukar og ÍBV hafa marga hildina háð í handboltanum á síðustu árum. Leikur þeirra á Ásvöllum í dag var í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins og heimamenn í Haukum voru betra liðið til að byrja með. Þeir komust í 8-4 forystu eftir rúmlega tíu mínútna leik og voru með frumkvæðið. Lokakafli fyrri hálfleiks var þó fínn hjá Eyjaliðinu sem minnkaði muninn í eitt mark og staðan í hálfleik var 15-14. Í síðari hálfleik héldu Eyjamenn í við heimaliðið í upphafi. Um miðbik hálfleiksins breyttu Haukar hins vegar stöðunni úr 21-19 í 26-19 og gengu frá leiknum. Lokatölur 37-29 og Haukar komnir í 8-liða úrslit. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum skaut Andri Fannar Elísson beint í andlitið á Pavel Miskevich úr vítakasti og fékk rautt spjald fyrir vikið, líkt og Miskevich sem brást ókvæða við vítakastinu og réðist að Andra Fannari. Össur Haraldsson var magnaður hjá Haukum með 13 mörk úr 14 skotum. Skarphéðinn Ívar Einarsson kom næstur með 6 mörk. Hjá ÍBV skoruðu Sigtryggur Daði Rúnarsson og Kári Kristján Kristjánsson 6 mörk hvor. ÍR sótti sigur norður yfir heiðar Á Akureyri mættust lið Þórs og ÍR en Þórsarar leika í Grill 66-deildinni en ÍR-ingar í Olís-deildinni. Þar byrjuðu heimamenn frábærlega og komust í 10-5 en ÍR-liðið náði að minnka muninn og staðan í hálfleik var 17-16. Jafnt var á með liðunum í byrjun seinni hálfleiks en í stöðunni 30-29 fyrir ÍR náðu gestirnir 6-1 kafla og heimamönnum tókst ekki að svara. Lokatölur 38-32 og ÍR komið áfram í 8-liða úrslit. Hrannar Ingi Jóhannsson skoraði 13 mörk fyrir ÍR og Bernard Darkoh 8 mörk. Brynjar Hólm Grétarsson var markahæstur Þórsara með 8 mörk, Sigurður Ringsted Sigurðsson skoraði 7 mörk og Oddur Grétarsson 6.
Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Þór Akureyri ÍR Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti