Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar 16. nóvember 2024 16:01 Þegar ljóst varð að sveitarfélög gætu ekki komið sér undan því að semja við kennara með uppdiktuðum kærum um ólögmæti verkfalls hófst herferð sem var í senn afhjúpandi og raunaleg. Innan um eðlilega reiði og áhyggjur foreldra og annarra aðstandenda birtust skrif frá fólki sem nátengt var stjórnmálaflokkum og jafnvel stjórnendum sveitarfélaganna sem í hlut áttu (var jafnvel sjálft í þeim hópi). Þetta fólk reyndi að setja alla ábyrgðina á verkfallinu á herðar kennara. Launagreiðendum var kerfisbundið hlíft. Það þarf ekki að fjölyrða um árangurinn af þessari herferð. Hún hefur fyrirsjáanlega engu skilað – og mun ekki gera það. Þótt verkfall sé alls ekkert gamanmál og ömurlegt til þess að hugsa að launagreiðendur virðast ekkert vera að gera til lausnar nema að ögra kennurum til að herða aðgerðirnar – þá er að minnsta kosti hægt að brosa í kampinn yfir útspili afans á Seltjarnarnesi sem nú hefur í tvígang skeiðað fram á ritvöllinn vegna aðgerðanna. Við sem eru komin á miðjan aldur eða rúmlega það þekkjum ágætlega til afans. Hann er íhaldsmaður af gamla skólanum, fyrrum frjálshyggjufrömuður en seinna opinber starfsmaður (eins og títt er) uns hann sneri sér loks að köllun sinni; því að vera spunameistari fyrir fyrirtæki og hagsmunahópa. Sem sérfræðingur í því sendi hann Kennarasambandinu opinbera ráðgjöf þar sem hann líkti verkfallinu við það að mæta til bardaga með baunabyssu. Slíkt gæti engu skilað. Kennarar ættu að þungvopnast eða hætta þessu veseni. Afinn þekkir sínar byssur. Hann mætti einu sinni í skemmtilegt viðtal þar sem hann sagði frá því að hann hefði sem drengur verið algjörlega ótækur í bófaleik því veruleg nærsýni hefði valdið því að hann var eins líklegur til að skjóta þá sem voru með honum í bófaklíku og hina. Mörgum áratugum seinna, þegar hann var orðinn ráðsettur spunameistari úti á Nesi, gerðist hann ötullasti hvatamaður þess að íslenska lögreglan vopnaðist rafbyssum – sem hann var sjálfur tilbúinn að flytja inn og selja fyrir sanngjarnt verð. Þau, sem lifað hafa tímana tvenna, hafa sannarlega fundið vaxandi óþol í garð friðsamlegra lausna á ágreiningi. Það eru ekki mörg ár síðan okkur þótti óhugsandi að íslensk lögregla myndi skjóta fólk. Bestu löggurnar voru þær sem yfirleitt sýndu stillingu og manngæsku og töluðu fólk til án óþarfa ofbeldis. Okkur þykir mörgum bæði óþægilegt og undarlegt hve valdhöfum virðist nú lítið tiltölumál að mæta þvermóðsku eða borgarlegri óhlýðni með raflostum eða piparúða. Enn ankannalegra er að skammbyssur á mjöðm og leyniskyttur á þökum séu reglulegur þáttur í borgarmyndinni. Ég hef miklar efasemdir um byssublæti vorra tíma og gagnsemi þess fyrir samfélagið. Það kom mér ekkert á óvart í sjálfu sér að sjá í Mogganum að spunameistarinn hefði í kjölfar skrifa sinna sent Kennarasambandinu reikning. Hann er örugglega ekki mikið fyrir það að gera nokkurn skapaðan hlut ókeypis. Það sem kom á óvart var að hann skyldi ekki senda reikning fyrir ráðgjöfinni um baunabyssurnar heldur það að hafa þurft að setja sig í spor kennara í nokkra daga. Það er kynlegt af tveim ástæðum. Kennarasambandið greiðir ekki laun leikskólakennara í vinnu. Það gera sveitarfélögin og hann hefði getað sparað sér frímerki ef hann hefði rölt á skrifstofuna og skilað þeim reikningi á réttan stað. Hitt sem kom á óvart er hvað afinn heldur að borgað sé fyrir djobbið sem hann fékk óvænta starfskynningu í. Sumir yfirlýstir andstæðingar kennara gripu á lofti fréttina um uppreisnartilburði afans og komu í umferð, bæði á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum. Grunar mig að þar skeiki að sköpuðu og að túttuberin úr byssu spunameistarans endi flest á líkömum þeirra sem héldu að hann væri með þeim í klíku. Samkvæmt mínum heimildum rukkar afinn nefnilega, fyrir vinnu sína í dagvinnu, jafnan tæpar 25 þúsund krónur á tímann. Það útleggst á þrjár til fjórar milljónir á mánuði. Ég ætla að endurtaka þetta. Þrjár til fjórar milljónir á mánuði. Það eru launin sem afinn telur rétt og sanngjarnt að honum séu greidd fyrir að hugsa um eitt barn við bestu mögulegu aðstæður. Ég vil því skrifa þetta bréf til að þakka honum fyrir að vekja athygli á hinni réttlátu baráttu kennara og leggja þar með sitt af mörkum til þess að skapa skilning í samfélaginu á því hve smánarleg laun kennara eru samanborið við þær launakröfur sem eðlilegar eru. Ef kennurum væri boðinn helmingur þeirra launa sem hann reiknar sér (að ég tali ekki um að einn kennari væri á hvert barn) þá yrðu aldrei verkföll. Það eru samt á endanum aðferðirnar sem okkur greinir á um. Ég held að kjarabarátta (eða hvaða barátta sem er) gangi almennt ekki betur þótt pipar sé úðað í augu þeirra sem þú ert að reyna að tjónka við. Að lama mótþróafulla með rafmagni er þumbaraleg og hættuleg leið til lausna vandamála. Og jafnvel baunabyssur eiga ekkert erindi í verkföll. Þau leysast ekki án samningsvilja og virðingu fyrir gerðum samningum. Um laun verður aðeins samið. Það er hin lýðræðislega hefð. Það hafa kennarar einmitt gert. Það gerðu þeir fyrir átta árum. Launagreiðendur hafa síðan þá gengið á bak orða sinna og svikið gerða samninga. Þess vegna er verkfall – þess vegna verður áfram verkfall. Það er ástæða til að fagna því að aðstandendur barna, sem ekki komast í skóla, láti í sér heyra. Ég vil því ráða spunameistaranum heilt með því að draga kannski örlítið úr nærsýninni. Hann getur nefnilega fengið sér göngutúr niður í ráðhús á mánudagsmorgun, ekki til að rukka fyrir tímann sem hann eyddi með barnabarni sínu heldur sem borgari í sveitarfélaginu og (miðað við launakröfurnar) líklegur stórgreiðandi útsvarsins sem heldur uppi skólastarfi þar í bæ. Í ráðhúsinu getur hann spurt eftir bæjarstjóra og bent á að þessi slagur sveitarfélagsins fyrir hönd annarra sveitarfélaga á Íslandi sé hvorki að virka né sé líklegur til að gera það. Sveitarfélagið geti ekki beðið þetta af sér út í það óendanlega. Seltjarnarnes ber á endanum enga ábyrgð á öðrum sveitarfélögum – en það ber fullkoma og algerlega ábyrgð á sjálfu sér. Foreldum, aðstandendum og öðrum áhugasömum um málefni bæjarins er hollt að hafa það í huga. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Seltjarnarnes Kennaraverkfall 2024 Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þegar ljóst varð að sveitarfélög gætu ekki komið sér undan því að semja við kennara með uppdiktuðum kærum um ólögmæti verkfalls hófst herferð sem var í senn afhjúpandi og raunaleg. Innan um eðlilega reiði og áhyggjur foreldra og annarra aðstandenda birtust skrif frá fólki sem nátengt var stjórnmálaflokkum og jafnvel stjórnendum sveitarfélaganna sem í hlut áttu (var jafnvel sjálft í þeim hópi). Þetta fólk reyndi að setja alla ábyrgðina á verkfallinu á herðar kennara. Launagreiðendum var kerfisbundið hlíft. Það þarf ekki að fjölyrða um árangurinn af þessari herferð. Hún hefur fyrirsjáanlega engu skilað – og mun ekki gera það. Þótt verkfall sé alls ekkert gamanmál og ömurlegt til þess að hugsa að launagreiðendur virðast ekkert vera að gera til lausnar nema að ögra kennurum til að herða aðgerðirnar – þá er að minnsta kosti hægt að brosa í kampinn yfir útspili afans á Seltjarnarnesi sem nú hefur í tvígang skeiðað fram á ritvöllinn vegna aðgerðanna. Við sem eru komin á miðjan aldur eða rúmlega það þekkjum ágætlega til afans. Hann er íhaldsmaður af gamla skólanum, fyrrum frjálshyggjufrömuður en seinna opinber starfsmaður (eins og títt er) uns hann sneri sér loks að köllun sinni; því að vera spunameistari fyrir fyrirtæki og hagsmunahópa. Sem sérfræðingur í því sendi hann Kennarasambandinu opinbera ráðgjöf þar sem hann líkti verkfallinu við það að mæta til bardaga með baunabyssu. Slíkt gæti engu skilað. Kennarar ættu að þungvopnast eða hætta þessu veseni. Afinn þekkir sínar byssur. Hann mætti einu sinni í skemmtilegt viðtal þar sem hann sagði frá því að hann hefði sem drengur verið algjörlega ótækur í bófaleik því veruleg nærsýni hefði valdið því að hann var eins líklegur til að skjóta þá sem voru með honum í bófaklíku og hina. Mörgum áratugum seinna, þegar hann var orðinn ráðsettur spunameistari úti á Nesi, gerðist hann ötullasti hvatamaður þess að íslenska lögreglan vopnaðist rafbyssum – sem hann var sjálfur tilbúinn að flytja inn og selja fyrir sanngjarnt verð. Þau, sem lifað hafa tímana tvenna, hafa sannarlega fundið vaxandi óþol í garð friðsamlegra lausna á ágreiningi. Það eru ekki mörg ár síðan okkur þótti óhugsandi að íslensk lögregla myndi skjóta fólk. Bestu löggurnar voru þær sem yfirleitt sýndu stillingu og manngæsku og töluðu fólk til án óþarfa ofbeldis. Okkur þykir mörgum bæði óþægilegt og undarlegt hve valdhöfum virðist nú lítið tiltölumál að mæta þvermóðsku eða borgarlegri óhlýðni með raflostum eða piparúða. Enn ankannalegra er að skammbyssur á mjöðm og leyniskyttur á þökum séu reglulegur þáttur í borgarmyndinni. Ég hef miklar efasemdir um byssublæti vorra tíma og gagnsemi þess fyrir samfélagið. Það kom mér ekkert á óvart í sjálfu sér að sjá í Mogganum að spunameistarinn hefði í kjölfar skrifa sinna sent Kennarasambandinu reikning. Hann er örugglega ekki mikið fyrir það að gera nokkurn skapaðan hlut ókeypis. Það sem kom á óvart var að hann skyldi ekki senda reikning fyrir ráðgjöfinni um baunabyssurnar heldur það að hafa þurft að setja sig í spor kennara í nokkra daga. Það er kynlegt af tveim ástæðum. Kennarasambandið greiðir ekki laun leikskólakennara í vinnu. Það gera sveitarfélögin og hann hefði getað sparað sér frímerki ef hann hefði rölt á skrifstofuna og skilað þeim reikningi á réttan stað. Hitt sem kom á óvart er hvað afinn heldur að borgað sé fyrir djobbið sem hann fékk óvænta starfskynningu í. Sumir yfirlýstir andstæðingar kennara gripu á lofti fréttina um uppreisnartilburði afans og komu í umferð, bæði á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum. Grunar mig að þar skeiki að sköpuðu og að túttuberin úr byssu spunameistarans endi flest á líkömum þeirra sem héldu að hann væri með þeim í klíku. Samkvæmt mínum heimildum rukkar afinn nefnilega, fyrir vinnu sína í dagvinnu, jafnan tæpar 25 þúsund krónur á tímann. Það útleggst á þrjár til fjórar milljónir á mánuði. Ég ætla að endurtaka þetta. Þrjár til fjórar milljónir á mánuði. Það eru launin sem afinn telur rétt og sanngjarnt að honum séu greidd fyrir að hugsa um eitt barn við bestu mögulegu aðstæður. Ég vil því skrifa þetta bréf til að þakka honum fyrir að vekja athygli á hinni réttlátu baráttu kennara og leggja þar með sitt af mörkum til þess að skapa skilning í samfélaginu á því hve smánarleg laun kennara eru samanborið við þær launakröfur sem eðlilegar eru. Ef kennurum væri boðinn helmingur þeirra launa sem hann reiknar sér (að ég tali ekki um að einn kennari væri á hvert barn) þá yrðu aldrei verkföll. Það eru samt á endanum aðferðirnar sem okkur greinir á um. Ég held að kjarabarátta (eða hvaða barátta sem er) gangi almennt ekki betur þótt pipar sé úðað í augu þeirra sem þú ert að reyna að tjónka við. Að lama mótþróafulla með rafmagni er þumbaraleg og hættuleg leið til lausna vandamála. Og jafnvel baunabyssur eiga ekkert erindi í verkföll. Þau leysast ekki án samningsvilja og virðingu fyrir gerðum samningum. Um laun verður aðeins samið. Það er hin lýðræðislega hefð. Það hafa kennarar einmitt gert. Það gerðu þeir fyrir átta árum. Launagreiðendur hafa síðan þá gengið á bak orða sinna og svikið gerða samninga. Þess vegna er verkfall – þess vegna verður áfram verkfall. Það er ástæða til að fagna því að aðstandendur barna, sem ekki komast í skóla, láti í sér heyra. Ég vil því ráða spunameistaranum heilt með því að draga kannski örlítið úr nærsýninni. Hann getur nefnilega fengið sér göngutúr niður í ráðhús á mánudagsmorgun, ekki til að rukka fyrir tímann sem hann eyddi með barnabarni sínu heldur sem borgari í sveitarfélaginu og (miðað við launakröfurnar) líklegur stórgreiðandi útsvarsins sem heldur uppi skólastarfi þar í bæ. Í ráðhúsinu getur hann spurt eftir bæjarstjóra og bent á að þessi slagur sveitarfélagsins fyrir hönd annarra sveitarfélaga á Íslandi sé hvorki að virka né sé líklegur til að gera það. Sveitarfélagið geti ekki beðið þetta af sér út í það óendanlega. Seltjarnarnes ber á endanum enga ábyrgð á öðrum sveitarfélögum – en það ber fullkoma og algerlega ábyrgð á sjálfu sér. Foreldum, aðstandendum og öðrum áhugasömum um málefni bæjarins er hollt að hafa það í huga. Höfundur er kennari.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun