Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar 16. nóvember 2024 16:01 Þegar ljóst varð að sveitarfélög gætu ekki komið sér undan því að semja við kennara með uppdiktuðum kærum um ólögmæti verkfalls hófst herferð sem var í senn afhjúpandi og raunaleg. Innan um eðlilega reiði og áhyggjur foreldra og annarra aðstandenda birtust skrif frá fólki sem nátengt var stjórnmálaflokkum og jafnvel stjórnendum sveitarfélaganna sem í hlut áttu (var jafnvel sjálft í þeim hópi). Þetta fólk reyndi að setja alla ábyrgðina á verkfallinu á herðar kennara. Launagreiðendum var kerfisbundið hlíft. Það þarf ekki að fjölyrða um árangurinn af þessari herferð. Hún hefur fyrirsjáanlega engu skilað – og mun ekki gera það. Þótt verkfall sé alls ekkert gamanmál og ömurlegt til þess að hugsa að launagreiðendur virðast ekkert vera að gera til lausnar nema að ögra kennurum til að herða aðgerðirnar – þá er að minnsta kosti hægt að brosa í kampinn yfir útspili afans á Seltjarnarnesi sem nú hefur í tvígang skeiðað fram á ritvöllinn vegna aðgerðanna. Við sem eru komin á miðjan aldur eða rúmlega það þekkjum ágætlega til afans. Hann er íhaldsmaður af gamla skólanum, fyrrum frjálshyggjufrömuður en seinna opinber starfsmaður (eins og títt er) uns hann sneri sér loks að köllun sinni; því að vera spunameistari fyrir fyrirtæki og hagsmunahópa. Sem sérfræðingur í því sendi hann Kennarasambandinu opinbera ráðgjöf þar sem hann líkti verkfallinu við það að mæta til bardaga með baunabyssu. Slíkt gæti engu skilað. Kennarar ættu að þungvopnast eða hætta þessu veseni. Afinn þekkir sínar byssur. Hann mætti einu sinni í skemmtilegt viðtal þar sem hann sagði frá því að hann hefði sem drengur verið algjörlega ótækur í bófaleik því veruleg nærsýni hefði valdið því að hann var eins líklegur til að skjóta þá sem voru með honum í bófaklíku og hina. Mörgum áratugum seinna, þegar hann var orðinn ráðsettur spunameistari úti á Nesi, gerðist hann ötullasti hvatamaður þess að íslenska lögreglan vopnaðist rafbyssum – sem hann var sjálfur tilbúinn að flytja inn og selja fyrir sanngjarnt verð. Þau, sem lifað hafa tímana tvenna, hafa sannarlega fundið vaxandi óþol í garð friðsamlegra lausna á ágreiningi. Það eru ekki mörg ár síðan okkur þótti óhugsandi að íslensk lögregla myndi skjóta fólk. Bestu löggurnar voru þær sem yfirleitt sýndu stillingu og manngæsku og töluðu fólk til án óþarfa ofbeldis. Okkur þykir mörgum bæði óþægilegt og undarlegt hve valdhöfum virðist nú lítið tiltölumál að mæta þvermóðsku eða borgarlegri óhlýðni með raflostum eða piparúða. Enn ankannalegra er að skammbyssur á mjöðm og leyniskyttur á þökum séu reglulegur þáttur í borgarmyndinni. Ég hef miklar efasemdir um byssublæti vorra tíma og gagnsemi þess fyrir samfélagið. Það kom mér ekkert á óvart í sjálfu sér að sjá í Mogganum að spunameistarinn hefði í kjölfar skrifa sinna sent Kennarasambandinu reikning. Hann er örugglega ekki mikið fyrir það að gera nokkurn skapaðan hlut ókeypis. Það sem kom á óvart var að hann skyldi ekki senda reikning fyrir ráðgjöfinni um baunabyssurnar heldur það að hafa þurft að setja sig í spor kennara í nokkra daga. Það er kynlegt af tveim ástæðum. Kennarasambandið greiðir ekki laun leikskólakennara í vinnu. Það gera sveitarfélögin og hann hefði getað sparað sér frímerki ef hann hefði rölt á skrifstofuna og skilað þeim reikningi á réttan stað. Hitt sem kom á óvart er hvað afinn heldur að borgað sé fyrir djobbið sem hann fékk óvænta starfskynningu í. Sumir yfirlýstir andstæðingar kennara gripu á lofti fréttina um uppreisnartilburði afans og komu í umferð, bæði á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum. Grunar mig að þar skeiki að sköpuðu og að túttuberin úr byssu spunameistarans endi flest á líkömum þeirra sem héldu að hann væri með þeim í klíku. Samkvæmt mínum heimildum rukkar afinn nefnilega, fyrir vinnu sína í dagvinnu, jafnan tæpar 25 þúsund krónur á tímann. Það útleggst á þrjár til fjórar milljónir á mánuði. Ég ætla að endurtaka þetta. Þrjár til fjórar milljónir á mánuði. Það eru launin sem afinn telur rétt og sanngjarnt að honum séu greidd fyrir að hugsa um eitt barn við bestu mögulegu aðstæður. Ég vil því skrifa þetta bréf til að þakka honum fyrir að vekja athygli á hinni réttlátu baráttu kennara og leggja þar með sitt af mörkum til þess að skapa skilning í samfélaginu á því hve smánarleg laun kennara eru samanborið við þær launakröfur sem eðlilegar eru. Ef kennurum væri boðinn helmingur þeirra launa sem hann reiknar sér (að ég tali ekki um að einn kennari væri á hvert barn) þá yrðu aldrei verkföll. Það eru samt á endanum aðferðirnar sem okkur greinir á um. Ég held að kjarabarátta (eða hvaða barátta sem er) gangi almennt ekki betur þótt pipar sé úðað í augu þeirra sem þú ert að reyna að tjónka við. Að lama mótþróafulla með rafmagni er þumbaraleg og hættuleg leið til lausna vandamála. Og jafnvel baunabyssur eiga ekkert erindi í verkföll. Þau leysast ekki án samningsvilja og virðingu fyrir gerðum samningum. Um laun verður aðeins samið. Það er hin lýðræðislega hefð. Það hafa kennarar einmitt gert. Það gerðu þeir fyrir átta árum. Launagreiðendur hafa síðan þá gengið á bak orða sinna og svikið gerða samninga. Þess vegna er verkfall – þess vegna verður áfram verkfall. Það er ástæða til að fagna því að aðstandendur barna, sem ekki komast í skóla, láti í sér heyra. Ég vil því ráða spunameistaranum heilt með því að draga kannski örlítið úr nærsýninni. Hann getur nefnilega fengið sér göngutúr niður í ráðhús á mánudagsmorgun, ekki til að rukka fyrir tímann sem hann eyddi með barnabarni sínu heldur sem borgari í sveitarfélaginu og (miðað við launakröfurnar) líklegur stórgreiðandi útsvarsins sem heldur uppi skólastarfi þar í bæ. Í ráðhúsinu getur hann spurt eftir bæjarstjóra og bent á að þessi slagur sveitarfélagsins fyrir hönd annarra sveitarfélaga á Íslandi sé hvorki að virka né sé líklegur til að gera það. Sveitarfélagið geti ekki beðið þetta af sér út í það óendanlega. Seltjarnarnes ber á endanum enga ábyrgð á öðrum sveitarfélögum – en það ber fullkoma og algerlega ábyrgð á sjálfu sér. Foreldum, aðstandendum og öðrum áhugasömum um málefni bæjarins er hollt að hafa það í huga. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Seltjarnarnes Kennaraverkfall 2024 Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar ljóst varð að sveitarfélög gætu ekki komið sér undan því að semja við kennara með uppdiktuðum kærum um ólögmæti verkfalls hófst herferð sem var í senn afhjúpandi og raunaleg. Innan um eðlilega reiði og áhyggjur foreldra og annarra aðstandenda birtust skrif frá fólki sem nátengt var stjórnmálaflokkum og jafnvel stjórnendum sveitarfélaganna sem í hlut áttu (var jafnvel sjálft í þeim hópi). Þetta fólk reyndi að setja alla ábyrgðina á verkfallinu á herðar kennara. Launagreiðendum var kerfisbundið hlíft. Það þarf ekki að fjölyrða um árangurinn af þessari herferð. Hún hefur fyrirsjáanlega engu skilað – og mun ekki gera það. Þótt verkfall sé alls ekkert gamanmál og ömurlegt til þess að hugsa að launagreiðendur virðast ekkert vera að gera til lausnar nema að ögra kennurum til að herða aðgerðirnar – þá er að minnsta kosti hægt að brosa í kampinn yfir útspili afans á Seltjarnarnesi sem nú hefur í tvígang skeiðað fram á ritvöllinn vegna aðgerðanna. Við sem eru komin á miðjan aldur eða rúmlega það þekkjum ágætlega til afans. Hann er íhaldsmaður af gamla skólanum, fyrrum frjálshyggjufrömuður en seinna opinber starfsmaður (eins og títt er) uns hann sneri sér loks að köllun sinni; því að vera spunameistari fyrir fyrirtæki og hagsmunahópa. Sem sérfræðingur í því sendi hann Kennarasambandinu opinbera ráðgjöf þar sem hann líkti verkfallinu við það að mæta til bardaga með baunabyssu. Slíkt gæti engu skilað. Kennarar ættu að þungvopnast eða hætta þessu veseni. Afinn þekkir sínar byssur. Hann mætti einu sinni í skemmtilegt viðtal þar sem hann sagði frá því að hann hefði sem drengur verið algjörlega ótækur í bófaleik því veruleg nærsýni hefði valdið því að hann var eins líklegur til að skjóta þá sem voru með honum í bófaklíku og hina. Mörgum áratugum seinna, þegar hann var orðinn ráðsettur spunameistari úti á Nesi, gerðist hann ötullasti hvatamaður þess að íslenska lögreglan vopnaðist rafbyssum – sem hann var sjálfur tilbúinn að flytja inn og selja fyrir sanngjarnt verð. Þau, sem lifað hafa tímana tvenna, hafa sannarlega fundið vaxandi óþol í garð friðsamlegra lausna á ágreiningi. Það eru ekki mörg ár síðan okkur þótti óhugsandi að íslensk lögregla myndi skjóta fólk. Bestu löggurnar voru þær sem yfirleitt sýndu stillingu og manngæsku og töluðu fólk til án óþarfa ofbeldis. Okkur þykir mörgum bæði óþægilegt og undarlegt hve valdhöfum virðist nú lítið tiltölumál að mæta þvermóðsku eða borgarlegri óhlýðni með raflostum eða piparúða. Enn ankannalegra er að skammbyssur á mjöðm og leyniskyttur á þökum séu reglulegur þáttur í borgarmyndinni. Ég hef miklar efasemdir um byssublæti vorra tíma og gagnsemi þess fyrir samfélagið. Það kom mér ekkert á óvart í sjálfu sér að sjá í Mogganum að spunameistarinn hefði í kjölfar skrifa sinna sent Kennarasambandinu reikning. Hann er örugglega ekki mikið fyrir það að gera nokkurn skapaðan hlut ókeypis. Það sem kom á óvart var að hann skyldi ekki senda reikning fyrir ráðgjöfinni um baunabyssurnar heldur það að hafa þurft að setja sig í spor kennara í nokkra daga. Það er kynlegt af tveim ástæðum. Kennarasambandið greiðir ekki laun leikskólakennara í vinnu. Það gera sveitarfélögin og hann hefði getað sparað sér frímerki ef hann hefði rölt á skrifstofuna og skilað þeim reikningi á réttan stað. Hitt sem kom á óvart er hvað afinn heldur að borgað sé fyrir djobbið sem hann fékk óvænta starfskynningu í. Sumir yfirlýstir andstæðingar kennara gripu á lofti fréttina um uppreisnartilburði afans og komu í umferð, bæði á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum. Grunar mig að þar skeiki að sköpuðu og að túttuberin úr byssu spunameistarans endi flest á líkömum þeirra sem héldu að hann væri með þeim í klíku. Samkvæmt mínum heimildum rukkar afinn nefnilega, fyrir vinnu sína í dagvinnu, jafnan tæpar 25 þúsund krónur á tímann. Það útleggst á þrjár til fjórar milljónir á mánuði. Ég ætla að endurtaka þetta. Þrjár til fjórar milljónir á mánuði. Það eru launin sem afinn telur rétt og sanngjarnt að honum séu greidd fyrir að hugsa um eitt barn við bestu mögulegu aðstæður. Ég vil því skrifa þetta bréf til að þakka honum fyrir að vekja athygli á hinni réttlátu baráttu kennara og leggja þar með sitt af mörkum til þess að skapa skilning í samfélaginu á því hve smánarleg laun kennara eru samanborið við þær launakröfur sem eðlilegar eru. Ef kennurum væri boðinn helmingur þeirra launa sem hann reiknar sér (að ég tali ekki um að einn kennari væri á hvert barn) þá yrðu aldrei verkföll. Það eru samt á endanum aðferðirnar sem okkur greinir á um. Ég held að kjarabarátta (eða hvaða barátta sem er) gangi almennt ekki betur þótt pipar sé úðað í augu þeirra sem þú ert að reyna að tjónka við. Að lama mótþróafulla með rafmagni er þumbaraleg og hættuleg leið til lausna vandamála. Og jafnvel baunabyssur eiga ekkert erindi í verkföll. Þau leysast ekki án samningsvilja og virðingu fyrir gerðum samningum. Um laun verður aðeins samið. Það er hin lýðræðislega hefð. Það hafa kennarar einmitt gert. Það gerðu þeir fyrir átta árum. Launagreiðendur hafa síðan þá gengið á bak orða sinna og svikið gerða samninga. Þess vegna er verkfall – þess vegna verður áfram verkfall. Það er ástæða til að fagna því að aðstandendur barna, sem ekki komast í skóla, láti í sér heyra. Ég vil því ráða spunameistaranum heilt með því að draga kannski örlítið úr nærsýninni. Hann getur nefnilega fengið sér göngutúr niður í ráðhús á mánudagsmorgun, ekki til að rukka fyrir tímann sem hann eyddi með barnabarni sínu heldur sem borgari í sveitarfélaginu og (miðað við launakröfurnar) líklegur stórgreiðandi útsvarsins sem heldur uppi skólastarfi þar í bæ. Í ráðhúsinu getur hann spurt eftir bæjarstjóra og bent á að þessi slagur sveitarfélagsins fyrir hönd annarra sveitarfélaga á Íslandi sé hvorki að virka né sé líklegur til að gera það. Sveitarfélagið geti ekki beðið þetta af sér út í það óendanlega. Seltjarnarnes ber á endanum enga ábyrgð á öðrum sveitarfélögum – en það ber fullkoma og algerlega ábyrgð á sjálfu sér. Foreldum, aðstandendum og öðrum áhugasömum um málefni bæjarins er hollt að hafa það í huga. Höfundur er kennari.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun