Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 07:15 Umræður um banka á Íslandi eru um margt áhugaverðar. Árið 2023 var metár fyrir stóru viðskiptabankana þrjá, en alls högnuðust þeir um 83,5 milljarða. Samanlagður hagnaður hefur ekki náð hærri hæðum frá fjármálakreppunni árið 2008, að undanskildu árinu 2015, en þá seldi Arion banki hlut sinn í Bakkavör Group sem útskýrir óvenju háa hagnaðinn það ár. Nú voru nýlega kynnt uppgjör hagnaðar viðskiptabankanna þriggja fyrir þriðja ársfjórðung ársins 2024. Hagnaður Arion banka á þriðja ársfjórðungi var 7,9 milljarðar króna, sem er meira að segja 1,8 milljarða króna hækkun frá sama tímabili metársins 2023. Hagnaður Landsbankans á þriðja fjórðungi var 10,8 milljarðar króna eftir skatta og arðsemi eiginfjár 11,7% sem er hærra en á metárinu. Loks rekur Íslandsbanki lestina en hagnaður hans á þriðja ársfjórðungi nam einungis 7,3 milljörðum króna, en þó fylgir Íslandsbanki hinum bönkunum með því að arðsemi eiginfjár á þessu tímabili er töluvert hærri en á sama tímabili á metárinu 2023. Það áhugaverða við þetta er að þegar hlustað er á sumt fólk í fjármálageiranum þá mætti halda að það væri mjög erfitt og jafnvel óhagstætt að reka banka, einkum vegna hins sérstaka skatts sem íslenskir viðskiptabankar, sparisjóðir eða lánafyrirtæki þurfa að greiða. Forsögu þessa skatts má rekja til hrunsins, en í kjölfar þess var bankaskattinum komið á. Með honum var leitast við að hvetja fjármálafyrirtæki til að fjármagna sig með öruggari hætti, þ.e. að vera með hátt eigið fé og trygg innlán. Meðal annars er markmið laga um sértækan skatt á fjármálafyrirtæki að draga úr áhættusækni fjármálafyrirtækja með því að leggja sérstakan skatt vegna þeirrar kerfisáhættu sem áhættusöm starfsemi þeirra getur haft í för með sér fyrir þjóðarbúið. Allt frá upphafi árs 2014 hélst gjaldhlutfallið óbreytt, en á árinu 2021 tóku stjórnvöld þá ákvörðun að lækka skattinn úr 0,376% niður í 0,145%. Þessi lækkun skattsins átti að auðvelda bönkum að lækka vexti á útlánum samhliða vaxtalækkunum Seðlabanka Íslands og auka útlán þeirra. Bankarnir höfðu lengi kallað eftir því að bankaskatturinn yrði lækkaður og fullyrtu að með því myndi vaxtamunur, þ.e. munurinn á því sem bankar greiða í vexti af innlánum og vöxtum útlána, minnka. Það er því athyglisvert að sjá að vaxtamunur heildareigna bankanna hefur í rauninni staðið í stað frá því að bankaskatturinn var lækkaður. Það má því segja að bankarnir hafi stungið ábatanum af skattalækkuninni í vasann. Þetta, ásamt ýmsu öðru, kom fram í skýrslu starfshóps um greiningu á gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna sem kom út í ágúst árið 2023. Stóru viðskiptabankarnir þrír skiluðu 66,9 ma.kr. hagnaði árið 2022. Eins og áður var rakið nam þessi fjárhæð 83,5 milljörðum árið 2023. Það eru horfur fyrir því að þótt fyrsti og annar ársfjórðungur hjá tveimur af þremur stóru viðskiptabönkunum hafi verið slæmur þá hefur arðsemi eigin fjár fyrstu níu mánuðir ársins verið hærri en árið 2023 og hagnaður meiri. Með öðrum orðum stefnir allt í annað metár bankanna. Það ætti því öllum að liggja ljóst fyrir að bankarnir eru meira en aflögufærir og rúmlega það til að taka á sig hækkun á bankaskattinum. Ríkissjóður er rekinn með tugmilljarða króna halla og upp safnast vaxtaberandi skuldir á þjóðarbúið á meðan bankarnir fitna og fitna. Höfundur er Oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Fjármálafyrirtæki Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Róttæk hugsun Fastir pennar Refsivöndur Moskvuvaldsins Auðunn Arnórsson Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Lúxusverkir Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Opinberar yfirheyrslur Jón Kaldal Fastir pennar Undirfjármagnaður Háskóli Aron Ólafsson Skoðun Bæði betra Sara McMahon Bakþankar Skoðun Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Sjá meira
Umræður um banka á Íslandi eru um margt áhugaverðar. Árið 2023 var metár fyrir stóru viðskiptabankana þrjá, en alls högnuðust þeir um 83,5 milljarða. Samanlagður hagnaður hefur ekki náð hærri hæðum frá fjármálakreppunni árið 2008, að undanskildu árinu 2015, en þá seldi Arion banki hlut sinn í Bakkavör Group sem útskýrir óvenju háa hagnaðinn það ár. Nú voru nýlega kynnt uppgjör hagnaðar viðskiptabankanna þriggja fyrir þriðja ársfjórðung ársins 2024. Hagnaður Arion banka á þriðja ársfjórðungi var 7,9 milljarðar króna, sem er meira að segja 1,8 milljarða króna hækkun frá sama tímabili metársins 2023. Hagnaður Landsbankans á þriðja fjórðungi var 10,8 milljarðar króna eftir skatta og arðsemi eiginfjár 11,7% sem er hærra en á metárinu. Loks rekur Íslandsbanki lestina en hagnaður hans á þriðja ársfjórðungi nam einungis 7,3 milljörðum króna, en þó fylgir Íslandsbanki hinum bönkunum með því að arðsemi eiginfjár á þessu tímabili er töluvert hærri en á sama tímabili á metárinu 2023. Það áhugaverða við þetta er að þegar hlustað er á sumt fólk í fjármálageiranum þá mætti halda að það væri mjög erfitt og jafnvel óhagstætt að reka banka, einkum vegna hins sérstaka skatts sem íslenskir viðskiptabankar, sparisjóðir eða lánafyrirtæki þurfa að greiða. Forsögu þessa skatts má rekja til hrunsins, en í kjölfar þess var bankaskattinum komið á. Með honum var leitast við að hvetja fjármálafyrirtæki til að fjármagna sig með öruggari hætti, þ.e. að vera með hátt eigið fé og trygg innlán. Meðal annars er markmið laga um sértækan skatt á fjármálafyrirtæki að draga úr áhættusækni fjármálafyrirtækja með því að leggja sérstakan skatt vegna þeirrar kerfisáhættu sem áhættusöm starfsemi þeirra getur haft í för með sér fyrir þjóðarbúið. Allt frá upphafi árs 2014 hélst gjaldhlutfallið óbreytt, en á árinu 2021 tóku stjórnvöld þá ákvörðun að lækka skattinn úr 0,376% niður í 0,145%. Þessi lækkun skattsins átti að auðvelda bönkum að lækka vexti á útlánum samhliða vaxtalækkunum Seðlabanka Íslands og auka útlán þeirra. Bankarnir höfðu lengi kallað eftir því að bankaskatturinn yrði lækkaður og fullyrtu að með því myndi vaxtamunur, þ.e. munurinn á því sem bankar greiða í vexti af innlánum og vöxtum útlána, minnka. Það er því athyglisvert að sjá að vaxtamunur heildareigna bankanna hefur í rauninni staðið í stað frá því að bankaskatturinn var lækkaður. Það má því segja að bankarnir hafi stungið ábatanum af skattalækkuninni í vasann. Þetta, ásamt ýmsu öðru, kom fram í skýrslu starfshóps um greiningu á gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna sem kom út í ágúst árið 2023. Stóru viðskiptabankarnir þrír skiluðu 66,9 ma.kr. hagnaði árið 2022. Eins og áður var rakið nam þessi fjárhæð 83,5 milljörðum árið 2023. Það eru horfur fyrir því að þótt fyrsti og annar ársfjórðungur hjá tveimur af þremur stóru viðskiptabönkunum hafi verið slæmur þá hefur arðsemi eigin fjár fyrstu níu mánuðir ársins verið hærri en árið 2023 og hagnaður meiri. Með öðrum orðum stefnir allt í annað metár bankanna. Það ætti því öllum að liggja ljóst fyrir að bankarnir eru meira en aflögufærir og rúmlega það til að taka á sig hækkun á bankaskattinum. Ríkissjóður er rekinn með tugmilljarða króna halla og upp safnast vaxtaberandi skuldir á þjóðarbúið á meðan bankarnir fitna og fitna. Höfundur er Oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar