Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 14. nóvember 2024 11:01 Er hægt að byggja upp andlega þrautseigju? Eða eru sumir nátturulega betri en aðrir að standa af sér storminn og hafa þar af leiðandi fengið það að vöggugjöf á meðan aðrir eru ekki svo heppnir. Þetta eru spurningar sem margir velta fyrir sér, sérstaklega þegar þeir standa frammi fyrir áskorunum sem virðast óyfirstíganlegar. Andleg þrautseigja er færni sem hjálpar okkur að takast á við áskoranir og mótlæti í lífinu. Henni má lýsa í tveimur hlutum; að komast í gegnum erfiðleika og að vaxa og þroskast í gegnum þá. Fyrri hlutinn felur í sér að komast í gegnum áskoranir og erfiðleika sem koma upp. Á meðan seinni hlutinn snýr að því að vera opin fyrir tækifærinu sem liggur í erfiðleikum, að þroskast og vaxa í gegnum erfiðleikana. Það er alls ekki auðvelt eða sjálfgefið en það er hins vegar dýrmætt tækifæri sem við höfum til þess að takast betur á við erfiðleika og áskoranir í lífinu og verða betri útgáfa af okkur sjálfum eftir á. Á þann hátt er hægt að snúa erfiðleikum og áskorunum sér í hag, í stað þess eingöngu að komast í gegnum þá. Þar sem þetta ferli er krefjandi og þarfnast orku, er eðlilegt að spyrja sig: Af hverju ætti ég að leggja svona mikið á mig til þess að efla andlega þrautseigju? Er þetta ekki bara einhver lúxus sem fáir hafa tíma fyrir? Svarið liggur í því að lífið er fullt af áskorunum og erfiðleikum, bæði minni og meiriháttar. Það fylgir því að vera manneskja með flókið hormóna- og taugakerfi að upplifa tilfinningar eins og depurð, kvíða, streitu eða sorg. Það er eitthvað sem við höfum ekki stjórn á. En það sem við höfum stjórn á og getum haft áhrif á er það hvernig við bregðumst við þessum erfiðleikum. Við getum þjálfað okkur í því að velja uppbyggileg viðhorf, tilfinningar og hegðun sem byggja upp andlega þrautseigju. Það er tækifærið sem við höfum. Hagnýt verkfæri til að efla andlega þrautseigju Við getum aukið andlega þrautseigju með því að gefa okkur reglulega tíma til að velja hvernig við bregðumst við áskorunum í daglegu lífi. Aðferðir eins og núvitund, öndunartækni og að virkja jákvæðar tilfinningar eru dæmi um leiðir sem við getum þjálfað okkur í til að efla okkur í að takast á við alls kyns áskoranir í lífinu. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Er hægt að byggja upp andlega þrautseigju? Eða eru sumir nátturulega betri en aðrir að standa af sér storminn og hafa þar af leiðandi fengið það að vöggugjöf á meðan aðrir eru ekki svo heppnir. Þetta eru spurningar sem margir velta fyrir sér, sérstaklega þegar þeir standa frammi fyrir áskorunum sem virðast óyfirstíganlegar. Andleg þrautseigja er færni sem hjálpar okkur að takast á við áskoranir og mótlæti í lífinu. Henni má lýsa í tveimur hlutum; að komast í gegnum erfiðleika og að vaxa og þroskast í gegnum þá. Fyrri hlutinn felur í sér að komast í gegnum áskoranir og erfiðleika sem koma upp. Á meðan seinni hlutinn snýr að því að vera opin fyrir tækifærinu sem liggur í erfiðleikum, að þroskast og vaxa í gegnum erfiðleikana. Það er alls ekki auðvelt eða sjálfgefið en það er hins vegar dýrmætt tækifæri sem við höfum til þess að takast betur á við erfiðleika og áskoranir í lífinu og verða betri útgáfa af okkur sjálfum eftir á. Á þann hátt er hægt að snúa erfiðleikum og áskorunum sér í hag, í stað þess eingöngu að komast í gegnum þá. Þar sem þetta ferli er krefjandi og þarfnast orku, er eðlilegt að spyrja sig: Af hverju ætti ég að leggja svona mikið á mig til þess að efla andlega þrautseigju? Er þetta ekki bara einhver lúxus sem fáir hafa tíma fyrir? Svarið liggur í því að lífið er fullt af áskorunum og erfiðleikum, bæði minni og meiriháttar. Það fylgir því að vera manneskja með flókið hormóna- og taugakerfi að upplifa tilfinningar eins og depurð, kvíða, streitu eða sorg. Það er eitthvað sem við höfum ekki stjórn á. En það sem við höfum stjórn á og getum haft áhrif á er það hvernig við bregðumst við þessum erfiðleikum. Við getum þjálfað okkur í því að velja uppbyggileg viðhorf, tilfinningar og hegðun sem byggja upp andlega þrautseigju. Það er tækifærið sem við höfum. Hagnýt verkfæri til að efla andlega þrautseigju Við getum aukið andlega þrautseigju með því að gefa okkur reglulega tíma til að velja hvernig við bregðumst við áskorunum í daglegu lífi. Aðferðir eins og núvitund, öndunartækni og að virkja jákvæðar tilfinningar eru dæmi um leiðir sem við getum þjálfað okkur í til að efla okkur í að takast á við alls kyns áskoranir í lífinu. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun