Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2024 13:28 Kona heldur á poka með niðrandi slagorðinu um rússneska herskipið Moskvu við bakka árinnar Dnjepr í Kænugarði. Vísir/Getty Evrópskur dómstóll hafnaði umsókn úkraínska landamæraeftirlitsins um að skrá svívirðingar um rússneskt herskip sem vörumerki í dag. Svívirðingarnar hafa orðið að nokkurs konar þjóðarslagorði í Úkraínu í stríðinu gegn Rússum. Landamæraeftirlitið sóttist eftir því að skrá setninguna „Rússneskt herskip, troddu því upp í rassgatið á þér“ sem vörumerki. Almenni dómstóll Evrópusambandsins hafnaði kröfunni á þeim forsendum að það væri pólitískt slagorð og snerist hvorki um vöru né þjónustu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Uppruni slagorðsins er samskipti áhafnar rússneska herskipsins Moskvu við landamæraverði á Snákaeyju í Svartahafi á upphafsdögum stríðsins árið 2022. Skipuðu Rússarnir Úkraínumönnunum að gefast upp eða deyja ella. „Rússneskt herskip, troddu því upp í rassgatið á þér,“ var svar Úkraínumannanna. Landamæraverðirnir voru teknir höndum en var síðar sleppt í fangaskiptum. Síðan þá hafa fúkyrði þeirra verið prentuð á boli, kaffibolla, auglýsingaskilti og frímerki í Úkraínu og verið táknræn fyrir baráttu Úkraínumanna gegn innrásinni. Rússar yfirgáfu Snákaeyju eftir nokkurra mánaða hersetu. Úkraínumenn sökktu herskipinu Moskvu síðar sama ár og orðaskipti áhafnarinnar við hermennina á Snákaeyju áttu sér stað. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Evrópusambandið Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Landamæraeftirlitið sóttist eftir því að skrá setninguna „Rússneskt herskip, troddu því upp í rassgatið á þér“ sem vörumerki. Almenni dómstóll Evrópusambandsins hafnaði kröfunni á þeim forsendum að það væri pólitískt slagorð og snerist hvorki um vöru né þjónustu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Uppruni slagorðsins er samskipti áhafnar rússneska herskipsins Moskvu við landamæraverði á Snákaeyju í Svartahafi á upphafsdögum stríðsins árið 2022. Skipuðu Rússarnir Úkraínumönnunum að gefast upp eða deyja ella. „Rússneskt herskip, troddu því upp í rassgatið á þér,“ var svar Úkraínumannanna. Landamæraverðirnir voru teknir höndum en var síðar sleppt í fangaskiptum. Síðan þá hafa fúkyrði þeirra verið prentuð á boli, kaffibolla, auglýsingaskilti og frímerki í Úkraínu og verið táknræn fyrir baráttu Úkraínumanna gegn innrásinni. Rússar yfirgáfu Snákaeyju eftir nokkurra mánaða hersetu. Úkraínumenn sökktu herskipinu Moskvu síðar sama ár og orðaskipti áhafnarinnar við hermennina á Snákaeyju áttu sér stað.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Evrópusambandið Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira