Rasismi Einar Helgason skrifar 13. nóvember 2024 11:17 Árið sem ég varð fimmtán ára gafst mér kostur á því að ráðast til starfa á síðutogara sem var í eigu Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Auðvita var ég einum of ungur í þetta starf en vegna kunningsskapar þá klíkaðist ég þarna um borð sem hálfdrættingur. Seinna má kannski segja að þessi vinnustaður sem alfarið samanstóð af grófri karlaveröld hafi ekki verið hentugur fyrir óþroskaðan ungling. En þarna var ég þetta sumar og um haustið kom að þeirri stundu að þessi togari færi í sölutúr til Englands. Ég man en hvað ég var mikill maður að fara til útlanda meðal jafnaldra minna, enda ekki alvanalegt á þessum árum að Íslendingar færu mikið erlendis. Stemmingin sem myndaðist um borð þegar trollið var híft upp í síðasta skipti og haldið af stað til Grimsby var ólýsanleg. Menn urðu syngjandi kátir og þeirra allra ýktustu urðu jafnvel drafandi í málrómnum líkt og þeir væru orðnir vel fullir. Svo auðvita þurfti að kenna mér, unglingnum hvernig réttast væri að haga sér á erlendri grundu. En margir í áhöfninni höfðu áður farið í sölutúra til útlanda og þóttust þess vegna vita nákvæmlega hvernig ætti að bera sig að á þeim slóðum. Sko, í fyrsta lagi þá væri vonlaust að vera með seðlaveskið í rassvasanum eins og maður gerði gjarnan á Íslandi vegna þess að því yrði stolið um leið og maður gengi á land. Það væri einfaldlega í eðli þessara útlendinga ólíkt okkur Íslendingum að stela öllu steini léttara. Svo var það kvenfólkið sem var alveg sérlega varasamt því það beitti öllum brögðum til þess að tæla mann og hafa af manni alla fjármuni. Og þeir voru sammála um að hver einasta kona í útlöndum væri mella. Fleiri heilræði fékk ég í svipuðum dúr sem öll áttu það sameiginlegt að telja mér trú um að útlendingar væru óæðri tegund af fólki og ekkert líkir okkur Íslendingum af heiðarleika. Löngu seinna þegar maður rifjaði þetta upp komst maður að því hvað þetta var mikil nesjamennska eða þúfnakolluhugsanaháttur sem var ríkjandi hér á landi. Og því miður hafa svipuð viðhorf lifað góðu lífi allt fram á þennan dag. Svo komst maður að því að flestir þessara manna sem voru að gefa mér þessi heilræði þarna forðum voru fársjúkir drykkjumenn sem komust kannski á fyrstu knæpuna sem þeir fundu við höfnina og drukku þar sig dauðadrukkna. Ég geri líka ráð fyrir því að kynni þeirra á fólki í útlöndum hafi verið þarna á þessum stöðum. Og í þannig ástandi voru þeir þessa tvo til þrjá daga sem stoppað var og líka á leiðinni heim, eða á meðan vínið entist. Nú ætla ég að taka það fram að flestallir af þessum mönnum voru miklir sómamenn þegar maður kynntist þeim alsgáðum við vinnu úti á sjó. Enda fer alkahólismi ekki í manngreiningararálit. Þessi saga sem ég er að segja hérna í upphafi og skeði fyrir sextíu árum lýsir vel því viðhorfi sem Íslendingar höfðu til útlendinga á þeim árum sem ég var að alast upp. Þótt þetta viðhorf hafi sjálfsagt eitthvað breyst í tímans rás þá má víða heyra svona rasískar skoðanir í þjóðfélaginu en þann dag í dag. Og ef þið efist um að svo sé þá þarf ekki annað en að opna fyrir ákveðna útvarpstöð þar sem hlustendur hringja inn og viðra skoðanir sínar. Á þeim vettvangi má líka heyra það viðhorf að það fylgi flóttamönnum og útlendingum skipulögð glæpasamtök. Verst finnst mér þó þegar fólk bíður sig fram til alþingis Íslendinga og fer að gera út á þetta viðhorf. Það hefst með því að eitthvert nýstofnað stjórnmálaafl kemst að því að þarna eru dýrmæt atkvæði sem hægt er að ná í. Þetta er ekki ósvipað og þau hafi fundið einhvern forarpytt eða hlandfor þar sem hægt er að fiska atkvæði eða ætti maður kannski að segja skítseyði. Og það sem verra er að þegar aðrir flokkar sjá að þetta virðist bera árangur þá rembast þeir við að komast að hlandforinni til þess að fiska sömu tegund. Því miður þá segir það manni að megnið af þeim sem eru að bjóða sig fram er alveg skítsama hvaða aðferð er notuð bara ef hún virkar til þess að komast á þing og þiggja góð laun. Nú þegar ég er að velta þessum hlutum fyrir mér þá eru nýafstaðnar forsetakosningar í Bandaríkjunum. Þar stóð fólki til boða tveir framboðendur og að mínu áliti er annar þeirra drullusokkur. En það merkilega var að þessi sem ég hef valið þetta hógværa nafn vann þessar kosningar. En sá forsetaframbjóðandi notaðist við svipaðar rasisku hugmyndirnar og Íslensku stjórnmálaöflin sem virðast skora hátt í skoðanakönnunum. Auðvitað er ég ekki svo einfaldur að halda því fram að engin vandamál fylgi því þegar straumur fólks kemur til Íslands. En þessi vandamál er ekki eingöngu bundið við þá sem fá stöðu flóttamanna hér á landi. Eða þið hljótið að vita, sem þessar línur lesið um það ófremdarástand sem ríkir hér á landi í húsnæðismálum. En það vandamál má að stórum hluta rekja til þess að íslensk gróðaöfl hafa keypt upp húsnæði í stórum stíl til þess að græða á ferðamönnum. Auk þess þarf ekki að hafa mikið á milli eyrnanna til að ímynda sér að það erlenda vinnuafl sem íslenskt atvinnulíf hefur öskrað eftir þurfi að búa einhversstaðar og það eru ekki flóttamenn. En það er kannski skortur á þeirri skynsemi hjá þeim sem falla fyrir útlendingaandúðinni hjá frambjóðendum. Fyrir tæplega áttatíu árum síðan geisaði hryllilegt stríð í Evrópu og reyndar í heiminum öllum. Og flestir sem nú lifa hafa sem betur fer ekki upplifað þá skelfingartíma þótt auðvitað sé til háaldrað fólk sem man eftir því í sinni barnæsku. Eftir að rykið var sest eftir þann hrylling allan saman sagði fólk hvert í kapp við annað. „Aldrei aftur.“ Og ég efast ekki um að fólk hafi meint það af öllu sinu hjarta að svona atburður mætti ekki koma fyrir aftur. En, hvert var upphafið og hvernig byrjaði þetta allt saman. Ég sjálfur er sannfærður um að rasismi og stöðugt lýðskrum um versnandi kjör fólks væri einhverju öðru fólki að kenna hafi verið stór þáttur í því. Við þurfum ekki annað en að skoða uppgang nasistanna í Þýskalandi og stöðugan áróður þeirra um hverskonar pöddur Gyðingarnir voru. Og ég er líka viss um að þeir sem tóku þátt í fyrstu skrefunum við að útskúffa Gyðingum í Þýskalandi hafi ekki grunað hvert framhaldið varð. En aðferðin við að búa til rottur úr fólki sem rétt sé að drepa er stanslaust lýðskrum og áróður sem hefst með fyrsta skrefinu. Endir. Höfundur er fyrrverandi bílstjóri og hefur gaman af því að velta fyrir sér þjóðfélagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kynþáttafordómar Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Árið sem ég varð fimmtán ára gafst mér kostur á því að ráðast til starfa á síðutogara sem var í eigu Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Auðvita var ég einum of ungur í þetta starf en vegna kunningsskapar þá klíkaðist ég þarna um borð sem hálfdrættingur. Seinna má kannski segja að þessi vinnustaður sem alfarið samanstóð af grófri karlaveröld hafi ekki verið hentugur fyrir óþroskaðan ungling. En þarna var ég þetta sumar og um haustið kom að þeirri stundu að þessi togari færi í sölutúr til Englands. Ég man en hvað ég var mikill maður að fara til útlanda meðal jafnaldra minna, enda ekki alvanalegt á þessum árum að Íslendingar færu mikið erlendis. Stemmingin sem myndaðist um borð þegar trollið var híft upp í síðasta skipti og haldið af stað til Grimsby var ólýsanleg. Menn urðu syngjandi kátir og þeirra allra ýktustu urðu jafnvel drafandi í málrómnum líkt og þeir væru orðnir vel fullir. Svo auðvita þurfti að kenna mér, unglingnum hvernig réttast væri að haga sér á erlendri grundu. En margir í áhöfninni höfðu áður farið í sölutúra til útlanda og þóttust þess vegna vita nákvæmlega hvernig ætti að bera sig að á þeim slóðum. Sko, í fyrsta lagi þá væri vonlaust að vera með seðlaveskið í rassvasanum eins og maður gerði gjarnan á Íslandi vegna þess að því yrði stolið um leið og maður gengi á land. Það væri einfaldlega í eðli þessara útlendinga ólíkt okkur Íslendingum að stela öllu steini léttara. Svo var það kvenfólkið sem var alveg sérlega varasamt því það beitti öllum brögðum til þess að tæla mann og hafa af manni alla fjármuni. Og þeir voru sammála um að hver einasta kona í útlöndum væri mella. Fleiri heilræði fékk ég í svipuðum dúr sem öll áttu það sameiginlegt að telja mér trú um að útlendingar væru óæðri tegund af fólki og ekkert líkir okkur Íslendingum af heiðarleika. Löngu seinna þegar maður rifjaði þetta upp komst maður að því hvað þetta var mikil nesjamennska eða þúfnakolluhugsanaháttur sem var ríkjandi hér á landi. Og því miður hafa svipuð viðhorf lifað góðu lífi allt fram á þennan dag. Svo komst maður að því að flestir þessara manna sem voru að gefa mér þessi heilræði þarna forðum voru fársjúkir drykkjumenn sem komust kannski á fyrstu knæpuna sem þeir fundu við höfnina og drukku þar sig dauðadrukkna. Ég geri líka ráð fyrir því að kynni þeirra á fólki í útlöndum hafi verið þarna á þessum stöðum. Og í þannig ástandi voru þeir þessa tvo til þrjá daga sem stoppað var og líka á leiðinni heim, eða á meðan vínið entist. Nú ætla ég að taka það fram að flestallir af þessum mönnum voru miklir sómamenn þegar maður kynntist þeim alsgáðum við vinnu úti á sjó. Enda fer alkahólismi ekki í manngreiningararálit. Þessi saga sem ég er að segja hérna í upphafi og skeði fyrir sextíu árum lýsir vel því viðhorfi sem Íslendingar höfðu til útlendinga á þeim árum sem ég var að alast upp. Þótt þetta viðhorf hafi sjálfsagt eitthvað breyst í tímans rás þá má víða heyra svona rasískar skoðanir í þjóðfélaginu en þann dag í dag. Og ef þið efist um að svo sé þá þarf ekki annað en að opna fyrir ákveðna útvarpstöð þar sem hlustendur hringja inn og viðra skoðanir sínar. Á þeim vettvangi má líka heyra það viðhorf að það fylgi flóttamönnum og útlendingum skipulögð glæpasamtök. Verst finnst mér þó þegar fólk bíður sig fram til alþingis Íslendinga og fer að gera út á þetta viðhorf. Það hefst með því að eitthvert nýstofnað stjórnmálaafl kemst að því að þarna eru dýrmæt atkvæði sem hægt er að ná í. Þetta er ekki ósvipað og þau hafi fundið einhvern forarpytt eða hlandfor þar sem hægt er að fiska atkvæði eða ætti maður kannski að segja skítseyði. Og það sem verra er að þegar aðrir flokkar sjá að þetta virðist bera árangur þá rembast þeir við að komast að hlandforinni til þess að fiska sömu tegund. Því miður þá segir það manni að megnið af þeim sem eru að bjóða sig fram er alveg skítsama hvaða aðferð er notuð bara ef hún virkar til þess að komast á þing og þiggja góð laun. Nú þegar ég er að velta þessum hlutum fyrir mér þá eru nýafstaðnar forsetakosningar í Bandaríkjunum. Þar stóð fólki til boða tveir framboðendur og að mínu áliti er annar þeirra drullusokkur. En það merkilega var að þessi sem ég hef valið þetta hógværa nafn vann þessar kosningar. En sá forsetaframbjóðandi notaðist við svipaðar rasisku hugmyndirnar og Íslensku stjórnmálaöflin sem virðast skora hátt í skoðanakönnunum. Auðvitað er ég ekki svo einfaldur að halda því fram að engin vandamál fylgi því þegar straumur fólks kemur til Íslands. En þessi vandamál er ekki eingöngu bundið við þá sem fá stöðu flóttamanna hér á landi. Eða þið hljótið að vita, sem þessar línur lesið um það ófremdarástand sem ríkir hér á landi í húsnæðismálum. En það vandamál má að stórum hluta rekja til þess að íslensk gróðaöfl hafa keypt upp húsnæði í stórum stíl til þess að græða á ferðamönnum. Auk þess þarf ekki að hafa mikið á milli eyrnanna til að ímynda sér að það erlenda vinnuafl sem íslenskt atvinnulíf hefur öskrað eftir þurfi að búa einhversstaðar og það eru ekki flóttamenn. En það er kannski skortur á þeirri skynsemi hjá þeim sem falla fyrir útlendingaandúðinni hjá frambjóðendum. Fyrir tæplega áttatíu árum síðan geisaði hryllilegt stríð í Evrópu og reyndar í heiminum öllum. Og flestir sem nú lifa hafa sem betur fer ekki upplifað þá skelfingartíma þótt auðvitað sé til háaldrað fólk sem man eftir því í sinni barnæsku. Eftir að rykið var sest eftir þann hrylling allan saman sagði fólk hvert í kapp við annað. „Aldrei aftur.“ Og ég efast ekki um að fólk hafi meint það af öllu sinu hjarta að svona atburður mætti ekki koma fyrir aftur. En, hvert var upphafið og hvernig byrjaði þetta allt saman. Ég sjálfur er sannfærður um að rasismi og stöðugt lýðskrum um versnandi kjör fólks væri einhverju öðru fólki að kenna hafi verið stór þáttur í því. Við þurfum ekki annað en að skoða uppgang nasistanna í Þýskalandi og stöðugan áróður þeirra um hverskonar pöddur Gyðingarnir voru. Og ég er líka viss um að þeir sem tóku þátt í fyrstu skrefunum við að útskúffa Gyðingum í Þýskalandi hafi ekki grunað hvert framhaldið varð. En aðferðin við að búa til rottur úr fólki sem rétt sé að drepa er stanslaust lýðskrum og áróður sem hefst með fyrsta skrefinu. Endir. Höfundur er fyrrverandi bílstjóri og hefur gaman af því að velta fyrir sér þjóðfélagsmálum.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar