Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Aron Guðmundsson skrifar 13. nóvember 2024 10:01 Þorsteinn Leó hefur farið af stað með krafti í liði Porto Vísir/Anton Brink Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Þorsteinn Leó Gunnarsson, hefur stimplað sig inn í atvinnumennskuna af krafti með liði sínu Porto. Þorsteinn, sem minnti rækilega á sig með skotsýningu í landsleik Íslands gegn Bosníu á dögunum, tók skrefið út í atvinnumennskuna og samdi við sigursælasta lið Portúgal, Porto fyrir yfirstandandi tímabil frá Aftureldingu þar sem hann hefur náð að fóta sig vel og býr úti ásamt kærustu sinni. „Þetta hefur verið æðislegt en meiri vinna en maður bjóst við,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. „Þetta er gríðarleg vinna. Vakna snemma, langir dagar, mikið af ferðalögum sem er mjög þreytt. Þau eru svakalega löng. Maður reynir að læra tungumálið þarna. En það er auðvitað flókið. Lífið er annars yndislegt þarna úti hjá okkur. Við erum bara helvíti ánægð með þetta. Algjört ævintýri og draumur fyrir mig að vera atvinnumaður. Ég myndi ekki vilja gera neitt annað.“ „Tel mig geta spilað á móti hvaða leikmönnum sem er“ Fyrsta skrefið af vonandi mörgum á farsælum atvinnumannaferli Þorsteins sem hefur látið til sín taka í efstu deild Portúgals þar sem að hann er markahæsti leikmaður Porto til þessa með 60 mörk í ellefu leikjum. Tölfræði sem gerir þennan íslenska risa upp á 208 sentímetra að þriðja markahæsta leikmanni deildarinnar og það í einu af þremur stærstu félögum Portúgals. Þorsteinn Leó Gunnarsson lék með Porto í Kaplakrika á dögunum gegn Val í Evrópudeildinni.vísir/Anton „Það eru mjög fáir sem eru í minni hæð þarna úti. Það er dálítið mikið horft upp til manns þarna. Þeir spila allt öðruvísi handbolta. Mjög hraðan handbolta og eru mikið í klippingum. Jú þessi bolti hentar mér, þeir eru lávaxnir eiga ekki auðvelt með að blokkað mig og þar fram eftir götunum. Hentar mér vel að geta spilað á móti þannig leikmönnum. Ég tel mig hins vegar geta spilað á móti hvaða leikmönnum sem er.“ Stefnir á Ólympíuleika með systur sinni Og Þorsteinn er ekki sá eini í sinni fjölskyldu sem er að gera gott mót sem íþróttamaður. Systir hans Erna Sóley Gunnarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að keppa í kúluvarpi á Ólympíuleikum síðastliðið sumar í París. Þau systkinin stefna á Ólympíuleika saman í framtíðinni. Erna Sóley kastar kúlunni á Ólympíuleikunum í París síðastliðið sumar.Vísir/Getty „Það er langt síðan að við ræddum þetta fyrst. Við ætluðum okkur að vera saman á síðustu Ólympíuleikum. Hún komst, ekki ég. Þá er það bara næsta markmið að vera bæði á Ólympíuleikunum í Bandaríkjunum, Los Angeles. Þú hlýtur að hafa horft stoltur á hana á Ólympíuleikunum? „Jú ég var mjög stoltur af henni. Hún stóð sig bara prýðilega vel . Ég er mjög stoltur af henni.“ Portúgalski boltinn Íslendingar erlendis Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Þorsteinn Leó Gunnarsson stóð fyrir sínu þegar Porto gjörsigraði Vardar í Evrópudeild karla í handbolta. 29. október 2024 21:35 Þorsteinn Leó fór hamförum Handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson átti stórleik í liði Porto sem vann gríðarlega öruggan 22 marka sigur á Nazaré Dom Fuas AC í efstu deild Portúgals. Þorsteinn Leó skoraði fjórðung marka Porto sem skoraði 44 mörk í leiknum. 28. september 2024 11:15 Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira
„Þetta hefur verið æðislegt en meiri vinna en maður bjóst við,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. „Þetta er gríðarleg vinna. Vakna snemma, langir dagar, mikið af ferðalögum sem er mjög þreytt. Þau eru svakalega löng. Maður reynir að læra tungumálið þarna. En það er auðvitað flókið. Lífið er annars yndislegt þarna úti hjá okkur. Við erum bara helvíti ánægð með þetta. Algjört ævintýri og draumur fyrir mig að vera atvinnumaður. Ég myndi ekki vilja gera neitt annað.“ „Tel mig geta spilað á móti hvaða leikmönnum sem er“ Fyrsta skrefið af vonandi mörgum á farsælum atvinnumannaferli Þorsteins sem hefur látið til sín taka í efstu deild Portúgals þar sem að hann er markahæsti leikmaður Porto til þessa með 60 mörk í ellefu leikjum. Tölfræði sem gerir þennan íslenska risa upp á 208 sentímetra að þriðja markahæsta leikmanni deildarinnar og það í einu af þremur stærstu félögum Portúgals. Þorsteinn Leó Gunnarsson lék með Porto í Kaplakrika á dögunum gegn Val í Evrópudeildinni.vísir/Anton „Það eru mjög fáir sem eru í minni hæð þarna úti. Það er dálítið mikið horft upp til manns þarna. Þeir spila allt öðruvísi handbolta. Mjög hraðan handbolta og eru mikið í klippingum. Jú þessi bolti hentar mér, þeir eru lávaxnir eiga ekki auðvelt með að blokkað mig og þar fram eftir götunum. Hentar mér vel að geta spilað á móti þannig leikmönnum. Ég tel mig hins vegar geta spilað á móti hvaða leikmönnum sem er.“ Stefnir á Ólympíuleika með systur sinni Og Þorsteinn er ekki sá eini í sinni fjölskyldu sem er að gera gott mót sem íþróttamaður. Systir hans Erna Sóley Gunnarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að keppa í kúluvarpi á Ólympíuleikum síðastliðið sumar í París. Þau systkinin stefna á Ólympíuleika saman í framtíðinni. Erna Sóley kastar kúlunni á Ólympíuleikunum í París síðastliðið sumar.Vísir/Getty „Það er langt síðan að við ræddum þetta fyrst. Við ætluðum okkur að vera saman á síðustu Ólympíuleikum. Hún komst, ekki ég. Þá er það bara næsta markmið að vera bæði á Ólympíuleikunum í Bandaríkjunum, Los Angeles. Þú hlýtur að hafa horft stoltur á hana á Ólympíuleikunum? „Jú ég var mjög stoltur af henni. Hún stóð sig bara prýðilega vel . Ég er mjög stoltur af henni.“
Portúgalski boltinn Íslendingar erlendis Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Þorsteinn Leó Gunnarsson stóð fyrir sínu þegar Porto gjörsigraði Vardar í Evrópudeild karla í handbolta. 29. október 2024 21:35 Þorsteinn Leó fór hamförum Handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson átti stórleik í liði Porto sem vann gríðarlega öruggan 22 marka sigur á Nazaré Dom Fuas AC í efstu deild Portúgals. Þorsteinn Leó skoraði fjórðung marka Porto sem skoraði 44 mörk í leiknum. 28. september 2024 11:15 Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira
Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Þorsteinn Leó Gunnarsson stóð fyrir sínu þegar Porto gjörsigraði Vardar í Evrópudeild karla í handbolta. 29. október 2024 21:35
Þorsteinn Leó fór hamförum Handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson átti stórleik í liði Porto sem vann gríðarlega öruggan 22 marka sigur á Nazaré Dom Fuas AC í efstu deild Portúgals. Þorsteinn Leó skoraði fjórðung marka Porto sem skoraði 44 mörk í leiknum. 28. september 2024 11:15