Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 13. nóvember 2024 06:17 Saga náttúruverndarmála á Íslandi hefur verið samofin ásókn virkjanaaðila í víðerni og villta náttúru landsins, ekki síst miðhálendið. Náttúruvernd hérlendis hefur einkennst af þrotlausri varnarbaráttu hugsjónafólks úr öllum þjóðfélagshópum, náttúruverndarsamtaka og fagfólks í náttúrufræðum. Fyrir baráttu þessa fólks verð ég ævinlega þakklátur. En náttúruverndarbaráttan hefur ekki bara verið vörn, heldur líka sókn. Friðlýsingar eru eitt öflugasta tækið í náttúruvernd. Á síðustu 25 árum voru tveir þjóðgarðar stofnsettir hérlendis, Vatnajökulsþjóðgarður og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, og nokkrir tugir náttúruperlna og verðmætra svæða hafa verið friðlýst. Í tíð Svandísar Svavarsdóttur í umhverfisráðuneytinu voru sett ný náttúruverndarlög og um 25 svæði friðlýst. Í tíð minni í ráðuneytinu voru rúmlega 30 svæði friðlýst og unnið ötullega að stofnun tveggja þjóðgarða, Hálendisþjóðgarðs og Dynjandaþjóðgarðs á Vestfjörðum. Undanfarin þrjú ár hafa því miður einkennst af miklu áhugaleysi frá ráðherra málaflokksins og kyrrstöðu í málaflokknum. Núverandi ráðherra hefur friðlýst sex svæði eftir því sem ég kemst næst. Það er nú öll náttúruverndin. Og þrátt fyrir skýrt ákvæði í stjórnarsáttmála um stofnun Hálendisþjóðgarðs hefur núverandi umhverfisráðherra lítið hreyft sig í því máli. Það er mjög miður, enda um að ræða stærsta náttúruverndarverkefni í langan tíma. Mér hefur einnig þótt grátlegt að horfa upp á ráðherra Sjálfstæðisflokksins einfalda alla orðræðu um umhverfis- og náttúruverndarmál niður í umræðu um græna orku. Umhverfismál eru svo miklu meira en það. En virkjanaaðilum hefur vaxið ásmegin með ráðherra sem er þeim hliðhollur. Þetta bitnar á náttúrunni og náttúruverndinni sem hefur eignast fleiri óvini. Því miður hafa flestir flokkar á Alþingi tekið undir orðræðu ráðherrans. Við í VG höfum sýnt í verki að okkur er dauðans alvara þegar kemur að verndun dýrmætrar náttúru Íslands. Við viljum koma á neti þjóðgarða og friðlýstra víðerna hérlendis sem taki meðal annars til miðhálendisins, hálendis Vestfjarða, Breiðafjarðar, Langaness, Gerpissvæðisins og víðar. Við viljum að litið sé á náttúruna sem friðhelga og nýting sé undantekning á því. Nýting náttúruauðlinda okkar er nauðsynleg en náttúran er ekki óendanleg auðlind og brýnt er að standa vörð um hana, bæði náttúrunnar sjálfrar vegna og til að framtíðarkynslóðir fái einnig að njóta góðs af henni. Umfram allt þurfum við alvöru náttúruvernd og náttúruverndarsinna á þing og endurvekja náttúruverndina í umhverfisráðuneytinu. VG býður upp á slíkan valkost. Við munum tala máli náttúrunnar, hátt og skýrt, hér eftir sem hingað til. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Saga náttúruverndarmála á Íslandi hefur verið samofin ásókn virkjanaaðila í víðerni og villta náttúru landsins, ekki síst miðhálendið. Náttúruvernd hérlendis hefur einkennst af þrotlausri varnarbaráttu hugsjónafólks úr öllum þjóðfélagshópum, náttúruverndarsamtaka og fagfólks í náttúrufræðum. Fyrir baráttu þessa fólks verð ég ævinlega þakklátur. En náttúruverndarbaráttan hefur ekki bara verið vörn, heldur líka sókn. Friðlýsingar eru eitt öflugasta tækið í náttúruvernd. Á síðustu 25 árum voru tveir þjóðgarðar stofnsettir hérlendis, Vatnajökulsþjóðgarður og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, og nokkrir tugir náttúruperlna og verðmætra svæða hafa verið friðlýst. Í tíð Svandísar Svavarsdóttur í umhverfisráðuneytinu voru sett ný náttúruverndarlög og um 25 svæði friðlýst. Í tíð minni í ráðuneytinu voru rúmlega 30 svæði friðlýst og unnið ötullega að stofnun tveggja þjóðgarða, Hálendisþjóðgarðs og Dynjandaþjóðgarðs á Vestfjörðum. Undanfarin þrjú ár hafa því miður einkennst af miklu áhugaleysi frá ráðherra málaflokksins og kyrrstöðu í málaflokknum. Núverandi ráðherra hefur friðlýst sex svæði eftir því sem ég kemst næst. Það er nú öll náttúruverndin. Og þrátt fyrir skýrt ákvæði í stjórnarsáttmála um stofnun Hálendisþjóðgarðs hefur núverandi umhverfisráðherra lítið hreyft sig í því máli. Það er mjög miður, enda um að ræða stærsta náttúruverndarverkefni í langan tíma. Mér hefur einnig þótt grátlegt að horfa upp á ráðherra Sjálfstæðisflokksins einfalda alla orðræðu um umhverfis- og náttúruverndarmál niður í umræðu um græna orku. Umhverfismál eru svo miklu meira en það. En virkjanaaðilum hefur vaxið ásmegin með ráðherra sem er þeim hliðhollur. Þetta bitnar á náttúrunni og náttúruverndinni sem hefur eignast fleiri óvini. Því miður hafa flestir flokkar á Alþingi tekið undir orðræðu ráðherrans. Við í VG höfum sýnt í verki að okkur er dauðans alvara þegar kemur að verndun dýrmætrar náttúru Íslands. Við viljum koma á neti þjóðgarða og friðlýstra víðerna hérlendis sem taki meðal annars til miðhálendisins, hálendis Vestfjarða, Breiðafjarðar, Langaness, Gerpissvæðisins og víðar. Við viljum að litið sé á náttúruna sem friðhelga og nýting sé undantekning á því. Nýting náttúruauðlinda okkar er nauðsynleg en náttúran er ekki óendanleg auðlind og brýnt er að standa vörð um hana, bæði náttúrunnar sjálfrar vegna og til að framtíðarkynslóðir fái einnig að njóta góðs af henni. Umfram allt þurfum við alvöru náttúruvernd og náttúruverndarsinna á þing og endurvekja náttúruverndina í umhverfisráðuneytinu. VG býður upp á slíkan valkost. Við munum tala máli náttúrunnar, hátt og skýrt, hér eftir sem hingað til. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti VG í Suðvesturkjördæmi.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun