Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 16:15 Samkvæmt Stjórnarráði Íslands þá á „Ríkissjóður Íslands á alls um 450 jarðir og þar af fara Ríkiseignir með daglega umsýslu um 315 jarða. Flestar jarðir í umsjón Ríkiseigna eru í ábúð en 122 ábúðarsamningar eru í gildi hjá Ríkiseignum vegna bújarða.” Stóra spurning er hvað verður um ríkisjarðirnar þegar bændur hætta búskap, þá venjulega vegna aldurs, veikinda eða breyttra aðstæðna? Venjan er að bóndinn selji landbúnaðartækin og allt sem snýr að rekstri búsins, öllum búfénaði er slátrað. Jörðinni skilað inn til Ríkiseigna, bændum borgað út húsin á jörðinni og fyrir ræktunina. Þetta eru þung spor fyrir bændur sem hafa lagt líf sitt og sál við ræktun á góðum bústofn og ræktun landsins. Sem jafnvel hefur byggst upp í áratugi og í gegnum nokkrar kynslóðir. Margir bændur eiga uppáhalds og dekurdýr innan bústofnsins hvort sem það eru kýr, kindur eða hross. Eins og flest öllum starfstéttum þá þykir þeim vænt um og eru stoltir af æviverkum sínum. Eðli málsins samkvæmt fylgir sorg og þung spor fyrir bændur að sjá ævistarf þeirra líða undir lok með þessum hætti. Ríkiseignir torvelda nýliðun Á þessum tímapunkti þá er engin starfsemi á jörðinni, þar sem áður var full starfsemi, hugsjón, metnaður og líf með gleði og sorgum. Jörðin er lögð í eyði, húsakostur án hita og viðhalds sem leiðir til íbúðarhúsnæðið og útihús verða skemmdum og niðurníðslu að bráð. Þetta er ákvörðun Ríkiseigna og er mikill skaði fyrir landbúnað og byggðir landsins. Gefum ungum bændum tækifæri Í stað þess að Ríkiseignir framleiði eyðijarðir með aðgerðarleysi, þá gætu Ríkiseignir auglýst eftir ábúanda sem ætlar að stunda búskap á jörðinni. Ábúandinn tæki þá við jörðinni í fullum rekstri með vélum, bústofn og ræktun. Slíkt fyrirkomulag er tilvalið tækifæri fyrir unga bændur að grípa sem tryggir nýliðun innan bændastéttarinnar. Að auki eru dæmi um að Ríkiseignir séu að koma í veg fyrir kynslóðaskipti á bújörðum með því að banna að byggja nýjar byggingar sem innihalda nútíma búskapahætti, nema með því skilyrði að ríkið þurfi ekki að kaupa nýbyggingar þegar búskap er hætt á jörðinni. Það er óhætt að segja að Ríkiseignir standa í vegi fyrir nýliðun innan bændastéttarinnar. Ríkiseignir geta boðið bændum upp á hagstæð lán þegar þeir taka við ríkisjörðum í fullum rekstri, til að geta keypt vélar og bústofn sem fyrrum ábúandi hefur fjárfest í og ræktað í gegnum árin. Í stefnu Sósíalistaflokks Íslands í landbúnaðar- og matvælamálum segir: „Bæta skal kjör bænda og þeir viðurkenndir sem sá mikilvægi hluti framvarðarsveitar landsmanna sem þeir eru í raun svo tryggja megi fæðuöryggi og sjálfbærni. Þá séu nýsköpunarstyrkir til bænda auknir og einnig verði boðið uppá hagstæð lán til framkvæmda, nýsköpunar og nýliðunar.“ Er ekki komin tími til að bændur kjósi nýjar áherslur fyrir velferð og framtíðar möguleika landbúnaðarins? Nú er rétti tímin til að kjósa Sósíalistaflokk Íslands með því að setja X við J Höfundur skipar 4. sæti Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Heimildir Stjórnarráð Íslands. (e.d.). Ríkisjarðir og annað land í eigu ríkisins. https://www.stjornarradid.is/verkefni/rekstur-og-eignir-rikisins/eignir-rikisins/rikisjardir-og-annad-land-i-eigu-rikisins/ Sósíalistaflokkur Íslands. (2020, 3. júní). Landbúnaðar- og matvælamál. https://sosialistaflokkurinn.is/malefnaflokkar/landbunadar-og-matvaelamal/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Samkvæmt Stjórnarráði Íslands þá á „Ríkissjóður Íslands á alls um 450 jarðir og þar af fara Ríkiseignir með daglega umsýslu um 315 jarða. Flestar jarðir í umsjón Ríkiseigna eru í ábúð en 122 ábúðarsamningar eru í gildi hjá Ríkiseignum vegna bújarða.” Stóra spurning er hvað verður um ríkisjarðirnar þegar bændur hætta búskap, þá venjulega vegna aldurs, veikinda eða breyttra aðstæðna? Venjan er að bóndinn selji landbúnaðartækin og allt sem snýr að rekstri búsins, öllum búfénaði er slátrað. Jörðinni skilað inn til Ríkiseigna, bændum borgað út húsin á jörðinni og fyrir ræktunina. Þetta eru þung spor fyrir bændur sem hafa lagt líf sitt og sál við ræktun á góðum bústofn og ræktun landsins. Sem jafnvel hefur byggst upp í áratugi og í gegnum nokkrar kynslóðir. Margir bændur eiga uppáhalds og dekurdýr innan bústofnsins hvort sem það eru kýr, kindur eða hross. Eins og flest öllum starfstéttum þá þykir þeim vænt um og eru stoltir af æviverkum sínum. Eðli málsins samkvæmt fylgir sorg og þung spor fyrir bændur að sjá ævistarf þeirra líða undir lok með þessum hætti. Ríkiseignir torvelda nýliðun Á þessum tímapunkti þá er engin starfsemi á jörðinni, þar sem áður var full starfsemi, hugsjón, metnaður og líf með gleði og sorgum. Jörðin er lögð í eyði, húsakostur án hita og viðhalds sem leiðir til íbúðarhúsnæðið og útihús verða skemmdum og niðurníðslu að bráð. Þetta er ákvörðun Ríkiseigna og er mikill skaði fyrir landbúnað og byggðir landsins. Gefum ungum bændum tækifæri Í stað þess að Ríkiseignir framleiði eyðijarðir með aðgerðarleysi, þá gætu Ríkiseignir auglýst eftir ábúanda sem ætlar að stunda búskap á jörðinni. Ábúandinn tæki þá við jörðinni í fullum rekstri með vélum, bústofn og ræktun. Slíkt fyrirkomulag er tilvalið tækifæri fyrir unga bændur að grípa sem tryggir nýliðun innan bændastéttarinnar. Að auki eru dæmi um að Ríkiseignir séu að koma í veg fyrir kynslóðaskipti á bújörðum með því að banna að byggja nýjar byggingar sem innihalda nútíma búskapahætti, nema með því skilyrði að ríkið þurfi ekki að kaupa nýbyggingar þegar búskap er hætt á jörðinni. Það er óhætt að segja að Ríkiseignir standa í vegi fyrir nýliðun innan bændastéttarinnar. Ríkiseignir geta boðið bændum upp á hagstæð lán þegar þeir taka við ríkisjörðum í fullum rekstri, til að geta keypt vélar og bústofn sem fyrrum ábúandi hefur fjárfest í og ræktað í gegnum árin. Í stefnu Sósíalistaflokks Íslands í landbúnaðar- og matvælamálum segir: „Bæta skal kjör bænda og þeir viðurkenndir sem sá mikilvægi hluti framvarðarsveitar landsmanna sem þeir eru í raun svo tryggja megi fæðuöryggi og sjálfbærni. Þá séu nýsköpunarstyrkir til bænda auknir og einnig verði boðið uppá hagstæð lán til framkvæmda, nýsköpunar og nýliðunar.“ Er ekki komin tími til að bændur kjósi nýjar áherslur fyrir velferð og framtíðar möguleika landbúnaðarins? Nú er rétti tímin til að kjósa Sósíalistaflokk Íslands með því að setja X við J Höfundur skipar 4. sæti Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Heimildir Stjórnarráð Íslands. (e.d.). Ríkisjarðir og annað land í eigu ríkisins. https://www.stjornarradid.is/verkefni/rekstur-og-eignir-rikisins/eignir-rikisins/rikisjardir-og-annad-land-i-eigu-rikisins/ Sósíalistaflokkur Íslands. (2020, 3. júní). Landbúnaðar- og matvælamál. https://sosialistaflokkurinn.is/malefnaflokkar/landbunadar-og-matvaelamal/
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun