Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar 8. nóvember 2024 17:45 Mikill meirihluti fyrirtækja á Íslandi hefur starfsmannafjölda undir 10 starfsmönnum. Þessi minni fyrirtæki eru bakbein hins íslenska efnahagskerfis og samanstanda af vinnandi fólki á einkamarkaði sem drífur áfram verðmætasköpunina. Undanfarin áratug hefur stöðug ásókn regluverks og gjaldtöku á þessa mikilvægu einingu verið ríkjandi. Beinn og óbeinn kostnaður lítilla fyrirtækja hækkar stöðugt við að uppfylla allar skyldurnar og kvaðirnar sem á þeim dynur á grunni hinna ýmsu reglna sem margar stafa frá innleiðingu ýmissa tilskipana Evrópusambandsins oft með vænum skammti af gullhúðun íslenskra stjórnmála- og embættismanna. „Haka í box“ eftirlitið vex án sýnilegs tilgangs og leiðarljós meðalhófs og einföldunar eru hvergi nærri. Lítið tillit er tekið til raunheima eða lítillar yfirbyggingar þessara fyrirtækja. Skattaplan Samfylkingar og hinn ímyndaði veruleiki Nú bregður svo við að Samfylkingin boðar plan. Þegar planið er skoðað sést að það felst í skattahækkunum. Það þarf ekki að koma á óvart. Flestir muna þegar Samfylkingin veitti ríkisstjórn síðast forystu árin 2009 til 2013. Sú ríkisstjórn lagði á yfir 100 nýja skatta eða breytingar á gildandi sköttum á kjörtímabili sínu. Nú skal sjónum beint að litlu fyrirtækjunum og einyrkjunum, píparanum, hárgreiðslukonunni, prentaranum o.s.frv. Lykilþættir í plani Samfylkingarinnar er hækkun fjármagnstekjuskatts og að “stoppa upp í ehf. - gatið” eins og það er kallað. Þeirri mjög svo röngu mynd er haldið á lofti að fyrirtækin greiði mun lægri skatta er launþegar. En skoðum gildandi lög í samhengi við þetta plan. Á Íslandi gildir sú regla að fyrirtækjum er óheimilt að greiða arð nema að fyrir liggi hagnaður í viðkomandi félagi. Af hagnaði fyrirtækja ber að greiða tekjuskatt sem núna er 21% en þessi skattur var hækkaður tímabundið í ár úr 20% í 21%. Til þess að greiða arð úr fyrirtæki þarf því fyrst að greiða 21% tekjuskatt af hagnaði fyrirtækisins. Síðan þarf að greiða 22% fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslunni, eftirstöðvum hagnaðarins. Þannig greiða fyrirtæki og eigendur þess tvisvar af hagnaði fyrirtækisins, fyrst tekjuskatt og síðan fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslum. Nettóáhrif þessarar skattheimtu eru því tæplega 40% skattur sem er sama eða hærra hlutfall og launþegar greiða almennt af launum sínum. Með hækkun fjármagnstekjuskatts hækkar þessi skattbyrði enn frekar. Manni er næsta óskiljanlegt hvernig tekist hefur að brengla þessa mynd í opinberri umræðu. Og nú beinir Samfylkingin spjótum sínum að þessum minni fyrirtækjum, ehf.-unum, í krafti ímyndaðs veruleika sem stenst enga skoðun. Það er ekkert gat til að stoppa í þegar horft er til þess skattkerfis sem hér gildir um ehf-inn. Þessi fyrirtæki greiða sömu eða hærri skatta og almennir launamenn. Þetta þekkja flestir þeir sem reka þessi litlu fyrirtæki. Áherslur Miðflokksins Nálgun Miðflokksins er önnur. Við boðum ekki skattahækkanir heldur aðhald í fjármálum ríkisins, forgangsröðun opinberra fjármuna og að fjármunir hins opinbera séu sem best nýttir. Við viljum horfa til samhengisins á milli verðmætasköpunar og velferðar og stöndum ekki fyrir það að skortur á skattlagningu sé móðir allra vandamálanna í ríkisrekstrinum. Við sjáum ekki lausnirnar í því að leggja enn meiri álögur á litlu fyrirtækin. Það skattkerfi sem fyrirtæki búa við er í grunninn það sama og gildir um launþega. Við þurfum að efla atvinnulífið og verðmætasköpunina í stað þess að ráðast að því. Með því eflum við velferðina. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti fyrirtækja á Íslandi hefur starfsmannafjölda undir 10 starfsmönnum. Þessi minni fyrirtæki eru bakbein hins íslenska efnahagskerfis og samanstanda af vinnandi fólki á einkamarkaði sem drífur áfram verðmætasköpunina. Undanfarin áratug hefur stöðug ásókn regluverks og gjaldtöku á þessa mikilvægu einingu verið ríkjandi. Beinn og óbeinn kostnaður lítilla fyrirtækja hækkar stöðugt við að uppfylla allar skyldurnar og kvaðirnar sem á þeim dynur á grunni hinna ýmsu reglna sem margar stafa frá innleiðingu ýmissa tilskipana Evrópusambandsins oft með vænum skammti af gullhúðun íslenskra stjórnmála- og embættismanna. „Haka í box“ eftirlitið vex án sýnilegs tilgangs og leiðarljós meðalhófs og einföldunar eru hvergi nærri. Lítið tillit er tekið til raunheima eða lítillar yfirbyggingar þessara fyrirtækja. Skattaplan Samfylkingar og hinn ímyndaði veruleiki Nú bregður svo við að Samfylkingin boðar plan. Þegar planið er skoðað sést að það felst í skattahækkunum. Það þarf ekki að koma á óvart. Flestir muna þegar Samfylkingin veitti ríkisstjórn síðast forystu árin 2009 til 2013. Sú ríkisstjórn lagði á yfir 100 nýja skatta eða breytingar á gildandi sköttum á kjörtímabili sínu. Nú skal sjónum beint að litlu fyrirtækjunum og einyrkjunum, píparanum, hárgreiðslukonunni, prentaranum o.s.frv. Lykilþættir í plani Samfylkingarinnar er hækkun fjármagnstekjuskatts og að “stoppa upp í ehf. - gatið” eins og það er kallað. Þeirri mjög svo röngu mynd er haldið á lofti að fyrirtækin greiði mun lægri skatta er launþegar. En skoðum gildandi lög í samhengi við þetta plan. Á Íslandi gildir sú regla að fyrirtækjum er óheimilt að greiða arð nema að fyrir liggi hagnaður í viðkomandi félagi. Af hagnaði fyrirtækja ber að greiða tekjuskatt sem núna er 21% en þessi skattur var hækkaður tímabundið í ár úr 20% í 21%. Til þess að greiða arð úr fyrirtæki þarf því fyrst að greiða 21% tekjuskatt af hagnaði fyrirtækisins. Síðan þarf að greiða 22% fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslunni, eftirstöðvum hagnaðarins. Þannig greiða fyrirtæki og eigendur þess tvisvar af hagnaði fyrirtækisins, fyrst tekjuskatt og síðan fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslum. Nettóáhrif þessarar skattheimtu eru því tæplega 40% skattur sem er sama eða hærra hlutfall og launþegar greiða almennt af launum sínum. Með hækkun fjármagnstekjuskatts hækkar þessi skattbyrði enn frekar. Manni er næsta óskiljanlegt hvernig tekist hefur að brengla þessa mynd í opinberri umræðu. Og nú beinir Samfylkingin spjótum sínum að þessum minni fyrirtækjum, ehf.-unum, í krafti ímyndaðs veruleika sem stenst enga skoðun. Það er ekkert gat til að stoppa í þegar horft er til þess skattkerfis sem hér gildir um ehf-inn. Þessi fyrirtæki greiða sömu eða hærri skatta og almennir launamenn. Þetta þekkja flestir þeir sem reka þessi litlu fyrirtæki. Áherslur Miðflokksins Nálgun Miðflokksins er önnur. Við boðum ekki skattahækkanir heldur aðhald í fjármálum ríkisins, forgangsröðun opinberra fjármuna og að fjármunir hins opinbera séu sem best nýttir. Við viljum horfa til samhengisins á milli verðmætasköpunar og velferðar og stöndum ekki fyrir það að skortur á skattlagningu sé móðir allra vandamálanna í ríkisrekstrinum. Við sjáum ekki lausnirnar í því að leggja enn meiri álögur á litlu fyrirtækin. Það skattkerfi sem fyrirtæki búa við er í grunninn það sama og gildir um launþega. Við þurfum að efla atvinnulífið og verðmætasköpunina í stað þess að ráðast að því. Með því eflum við velferðina. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar