Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar 6. nóvember 2024 14:31 Það orð fer af nokkrum tegundum dómsmála að þau fari mjög á einn veg óháð réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi. Þetta virðist ganga svo langt að jafnvel væri nær lagi að kasta upp um dómsniðurstöðuna en kveða upp dóm. Þessi einstefna ríkir þegar einstaklingur meðal almennings á í höggi við sterkan aðila í þjóðfélaginu. Auk einstaklinga af auð- og yfirstétt getur þessi sterki aðili verið hið opinbera, banki, tryggingafélag og hvaða stórfyrirtæki sem er. Það á rót sína að rekja til margs konar atriða sem ég hef samanlagt dregið undir heitið réttlæti hins sterka í samnefndri bók um málið og ýmsum greinarskrifum og erindum. Meginatriðið er að hið háa Alþingi hefur tilhneigingu til lagasetninga hinum sterka í vil og dómskerfið til að úrskurða honum í vil.Þetta endurspeglast meðal annars í því hve dýr dómsmálin eru látin vera og hve miklir möguleikar eru á því að gera þau nánast eins dýr og hinn sterki vill að þau verði. Þau birtast einnig í lagasetningum og hindrunum á því að hinn veikari geti stýrt máli sínu í höfn, dómarinn telji hagstæðara fyrir sig að dæma hinum sterkari í vil og svo framvegis Þessi einstefna ríkir í svikamálum, þar sem svikarinn nýtur þess að vera með svipaða hagsmuni og stöðu og hinn sterki og getur því beitt svipuðum aðferðum sem opinberar að Alþingi og dómskerfið styðji í raun glæpsamlega starfsemi í landinu (með því að draga taum hins sterka). Þetta birtist einnig í því að svindl sem ekki nemur hærri upphæð en 10-20 milljónum króna er vafasamt eða jafnvel þýðingarlaust að leggja fyrir dóm vegna kostnaðar og kostnaðaráhættu við að reka dómsmál. Kostnaðurinn geti hæglega numið hinni sviknu upphæð að minnsta kosti og hættan á að tapa málinu sem veikari aðilinn sé of mikil. Þessi einstefna ríkir í nauðgunarmálum og kynferðislegum áreitismálum. Ástæður er að finna í réttlæti hins sterka sem birtist í hefð fyrir því að þau séu ekki tiltökumál í augum yfirvalda enda voru gerningsmennirnir oft úr yfirstétt landsins. Alþingi Íslands heldur þessari hefð til streitu á þeim grundvelli að erfiðlega gangi að sanna gerninginn. Það er aðeins rétt að hluta til, einnigvegna þess hvernig lögin eru. Er það ekki einmitt Alþingi sem ræður hvernig lögin eru í landinu. Ekki hefur verið gætt að því að sönnunarbyrðin hæfi einnig þessum málaflokki auk þess sem orð á móti orði virðist hafa haft yfirgnæfandi vigt hjá starfsmönnum lögreglunnar og saksóknara sem virðast of yfirhlaðnir störfum til þess að taka almennilega á málunum.Þessi einstefna ríkir í forsjármálum barna. Þar hefur móðirin yfirhöndina gagnvart föðurnum að því er virðistvegna þess að dómskerfið situr fast í dómsvenjum sem væntanlega voru eðlilegar á árunum 1950 – 1970 og fyrir þann tíma þegar faðirinn sá um fjáröflunina en móðirin um heimilið og börnin. Þrátt fyrir það að ég hafi hér dregið ofangreinda málaflokka fram virðist þetta ríkja í meira og minna í öllu dómskerfinu en er mest áberandi í þeim. Þess verður vart að í einstökum atriðum hefur dómskerfið þegjandi og hljóðalaust dæmt eftir réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi.Einhvern veginn grunar mig að það hafi einkum verið gert þegar aðili í yfirstétt hafi þurft á því að halda. Í öllum umræðum um dómsmál, hvort sem talað er um það í ræðuhöldum forsvarsmanna þjóðarinnar eða í spjalli manna á milli, er um það rætt að allir séu jafnir fyrir lögunum. Því miður er það fjarri sanni eins og meðal annars kemur fram hér að ofan. Einu sinni hélt ég að réttlæti, sanngirni og heilbrigð skynsemi hlytu að vera markmiðin í uppkvaðningu dóms en hef komist að því að það er því miður einnig fjarri sanni enda ekkert að finna um það í lögum. Er bara allt í lagi að lög um meðferð dómstóla á málum séu vilhöll þeim sterka í þjóðfélaginu og að dómsúrskurðurinn miðist við allt annað þjóðfélag en er við lýði í dag? Er þá ekki jafn gott að kasta upp um hvor aðilinn vinni málið? Á þeim sviðum sem hafa verið nefnd hér að ofan sýnist mér í fljótu bragði að það gefi skárri niðurstöður þegar á heildina er litið en dómar dómaranna þegar gætt er réttlætis, sanngirnis og heilbrigðrar skynsemi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason Skoðun Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson Skoðun Að fortíð skal hyggja Guðrún Jónsdóttir Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Aðventustjórnin Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Fyrirgefið mér en ég fæ grænar bólur þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir! Davíð Bergmann skrifar Skoðun ESB-andstæðingar á nálum Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Samstarf um heilbrigðiskerfið - nýjar áherslur í stjórnarsáttmála Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks skrifar Skoðun Hvernig líður fólkinu í landinu? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Áhrif Íslands á alþjóðavettvangi (í baráttunni gegn kynb. ofbeldi) Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Aðild Íslands þýðir orð við ákvarðanir í Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Hvað viltu? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Útgáfa hvalveiðileyfa er samfélagslegt mein Micah Garen skrifar Skoðun Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Hvaðan koma skoðanir okkar? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun I Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones skrifar Skoðun Hæstu raunvextir síðan í hruninu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Námslán og ný ríkisstjórn Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Versta útihátíð í heimi Kjartan Þór Ingason skrifar Skoðun Nýsköpun í heilbrigðistækni skilar ávinningi Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Ný kynslóð – sama ofbeldið Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um sætið við borðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun ADHD og jólin: Að finna jafnvægi á milli gleði og áskorana Steindór Þórarinsson skrifar Sjá meira
Það orð fer af nokkrum tegundum dómsmála að þau fari mjög á einn veg óháð réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi. Þetta virðist ganga svo langt að jafnvel væri nær lagi að kasta upp um dómsniðurstöðuna en kveða upp dóm. Þessi einstefna ríkir þegar einstaklingur meðal almennings á í höggi við sterkan aðila í þjóðfélaginu. Auk einstaklinga af auð- og yfirstétt getur þessi sterki aðili verið hið opinbera, banki, tryggingafélag og hvaða stórfyrirtæki sem er. Það á rót sína að rekja til margs konar atriða sem ég hef samanlagt dregið undir heitið réttlæti hins sterka í samnefndri bók um málið og ýmsum greinarskrifum og erindum. Meginatriðið er að hið háa Alþingi hefur tilhneigingu til lagasetninga hinum sterka í vil og dómskerfið til að úrskurða honum í vil.Þetta endurspeglast meðal annars í því hve dýr dómsmálin eru látin vera og hve miklir möguleikar eru á því að gera þau nánast eins dýr og hinn sterki vill að þau verði. Þau birtast einnig í lagasetningum og hindrunum á því að hinn veikari geti stýrt máli sínu í höfn, dómarinn telji hagstæðara fyrir sig að dæma hinum sterkari í vil og svo framvegis Þessi einstefna ríkir í svikamálum, þar sem svikarinn nýtur þess að vera með svipaða hagsmuni og stöðu og hinn sterki og getur því beitt svipuðum aðferðum sem opinberar að Alþingi og dómskerfið styðji í raun glæpsamlega starfsemi í landinu (með því að draga taum hins sterka). Þetta birtist einnig í því að svindl sem ekki nemur hærri upphæð en 10-20 milljónum króna er vafasamt eða jafnvel þýðingarlaust að leggja fyrir dóm vegna kostnaðar og kostnaðaráhættu við að reka dómsmál. Kostnaðurinn geti hæglega numið hinni sviknu upphæð að minnsta kosti og hættan á að tapa málinu sem veikari aðilinn sé of mikil. Þessi einstefna ríkir í nauðgunarmálum og kynferðislegum áreitismálum. Ástæður er að finna í réttlæti hins sterka sem birtist í hefð fyrir því að þau séu ekki tiltökumál í augum yfirvalda enda voru gerningsmennirnir oft úr yfirstétt landsins. Alþingi Íslands heldur þessari hefð til streitu á þeim grundvelli að erfiðlega gangi að sanna gerninginn. Það er aðeins rétt að hluta til, einnigvegna þess hvernig lögin eru. Er það ekki einmitt Alþingi sem ræður hvernig lögin eru í landinu. Ekki hefur verið gætt að því að sönnunarbyrðin hæfi einnig þessum málaflokki auk þess sem orð á móti orði virðist hafa haft yfirgnæfandi vigt hjá starfsmönnum lögreglunnar og saksóknara sem virðast of yfirhlaðnir störfum til þess að taka almennilega á málunum.Þessi einstefna ríkir í forsjármálum barna. Þar hefur móðirin yfirhöndina gagnvart föðurnum að því er virðistvegna þess að dómskerfið situr fast í dómsvenjum sem væntanlega voru eðlilegar á árunum 1950 – 1970 og fyrir þann tíma þegar faðirinn sá um fjáröflunina en móðirin um heimilið og börnin. Þrátt fyrir það að ég hafi hér dregið ofangreinda málaflokka fram virðist þetta ríkja í meira og minna í öllu dómskerfinu en er mest áberandi í þeim. Þess verður vart að í einstökum atriðum hefur dómskerfið þegjandi og hljóðalaust dæmt eftir réttlæti, sanngirni og heilbrigðri skynsemi.Einhvern veginn grunar mig að það hafi einkum verið gert þegar aðili í yfirstétt hafi þurft á því að halda. Í öllum umræðum um dómsmál, hvort sem talað er um það í ræðuhöldum forsvarsmanna þjóðarinnar eða í spjalli manna á milli, er um það rætt að allir séu jafnir fyrir lögunum. Því miður er það fjarri sanni eins og meðal annars kemur fram hér að ofan. Einu sinni hélt ég að réttlæti, sanngirni og heilbrigð skynsemi hlytu að vera markmiðin í uppkvaðningu dóms en hef komist að því að það er því miður einnig fjarri sanni enda ekkert að finna um það í lögum. Er bara allt í lagi að lög um meðferð dómstóla á málum séu vilhöll þeim sterka í þjóðfélaginu og að dómsúrskurðurinn miðist við allt annað þjóðfélag en er við lýði í dag? Er þá ekki jafn gott að kasta upp um hvor aðilinn vinni málið? Á þeim sviðum sem hafa verið nefnd hér að ofan sýnist mér í fljótu bragði að það gefi skárri niðurstöður þegar á heildina er litið en dómar dómaranna þegar gætt er réttlætis, sanngirnis og heilbrigðrar skynsemi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Fyrirgefið mér en ég fæ grænar bólur þegar það er verið að gengisfella orðið forvarnir! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Samstarf um heilbrigðiskerfið - nýjar áherslur í stjórnarsáttmála Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks skrifar
Skoðun Áhrif Íslands á alþjóðavettvangi (í baráttunni gegn kynb. ofbeldi) Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones skrifar