Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 09:15 Þann 15. október síðastliðinn fjölmenntu kennarar í Ráðhúsið í Reykjavík á fund borgarstjórnar til að mótmæla ummælum sem borgarstjóri hafði látið falla um kennara á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kennurum var misboðið og mótmæltu ummælum síns æðsta yfirmanns á opinberum vettvangi. Á fundi borgarstjórnar þann dag samþykkti borgarstjórn að taka ummæli borgarstjóra til umræðu en frestaði jafnframt þeirri umræðu. Það má sjá í lið 11 í fundargerð fundarins. Tveimur dögum síðar hittu formenn og varaformenn kennarafélaganna í Reykjavík borgarstjóra á fundi þar sem ummælin voru rædd auk mótmælanna og mikilvægi kennarastarfsins. Vissulega er það virðingarvert að sá fundur hafi verið haldinn og tækifæri til samtals skuli hafa verið gripið. Þriðjudaginn 4. nóvember var haldinn borgarstjórnarfundur á ný. Sé dagskrá fundarins skoðuð má sjá að þar er hvergi að finna umræðu um ummæli borgarstjórans sem þó hafði verið samþykkt að taka til umræðu. Mér er því spurn: Hvenær stendur til að borgarstjórn ræði fyrrnefnd ummæli? Það liggur fyrir í fundargerð að ummælin verði tekin til umræðu en ekki er tekið fram hvenær það skuli gert. Orðum fylgir ábyrgð og það verður áhugavert að fylgjast með dagskrá komandi borgarstjórnarfunda því það virðist vera ákveðin list að fresta því sem óþægilegt er að ræða. Það er ábyrgðarhluti ef fulltrúar í borgarstjórn láta þetta mál, sem varðar fjölmennustu starfsstétt borgarinnar, sem vind um eyru þjóta. Það er auk þess ánægjulegt að lesa fréttir af væntanlegum hagnaði í rekstri borgarinnar en ég get ekki varist því að fá óbragð í munninn við lesturinn. Hávært ákall er frá kennurum um bætt starfsskilyrði, bætt launakjör og umbætur á hinum ýmsu úrræðum í skólakerfinu. Til að ná fram þessum hagnaði munum við horfa upp á niðurskurð í kerfi sem löngu er komið að þolmörkum. Ég efast ekki um að það sé góð tilfinning að vera við stjórnvölinn og ná fram heppilegum tölum í rekstrinum en að sama skapi velti ég því fyrir mér hverju sé raunverulega fórnað fyrir hagnaðartölurnar. Getum við í heiðarleika og einlægni talað um hagnað ef samfélaginu blæðir til að ná honum fram? Niðurskurður á skóla- og frístundasviði þýðir óumflýjanlega skerðingu á þjónustu. Slík skerðing gæti verið í formi mönnunarvanda, sem nú þegar er ört stækkandi vandi, vöntun á stuðningi og úrræðum sem áður voru til staðar, vöntun á nýjum úrræðum sem þarf að stofna til, stækka eða fjölga, lengri biðlistum í greiningarferlum, minna fjármagni til bóka- og námsefniskaupa og svo mætti lengi telja. Það er til lítils að ætlast til að fá gæðamenntun fyrir barnið sitt ef ekki tekst að manna skólana með fagmenntuðum kennurum. Svo einfalt er það. Kjarabarátta kennara snýst nefnilega að miklu leyti um einmitt það, að berjast fyrir auknum gæðum, fagmennsku og stöðugleika í skólakerfinu til að bjóða upp á gæðamenntun til framtíðar. Það er raunverulegur hagnaður fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Þann 15. október síðastliðinn fjölmenntu kennarar í Ráðhúsið í Reykjavík á fund borgarstjórnar til að mótmæla ummælum sem borgarstjóri hafði látið falla um kennara á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kennurum var misboðið og mótmæltu ummælum síns æðsta yfirmanns á opinberum vettvangi. Á fundi borgarstjórnar þann dag samþykkti borgarstjórn að taka ummæli borgarstjóra til umræðu en frestaði jafnframt þeirri umræðu. Það má sjá í lið 11 í fundargerð fundarins. Tveimur dögum síðar hittu formenn og varaformenn kennarafélaganna í Reykjavík borgarstjóra á fundi þar sem ummælin voru rædd auk mótmælanna og mikilvægi kennarastarfsins. Vissulega er það virðingarvert að sá fundur hafi verið haldinn og tækifæri til samtals skuli hafa verið gripið. Þriðjudaginn 4. nóvember var haldinn borgarstjórnarfundur á ný. Sé dagskrá fundarins skoðuð má sjá að þar er hvergi að finna umræðu um ummæli borgarstjórans sem þó hafði verið samþykkt að taka til umræðu. Mér er því spurn: Hvenær stendur til að borgarstjórn ræði fyrrnefnd ummæli? Það liggur fyrir í fundargerð að ummælin verði tekin til umræðu en ekki er tekið fram hvenær það skuli gert. Orðum fylgir ábyrgð og það verður áhugavert að fylgjast með dagskrá komandi borgarstjórnarfunda því það virðist vera ákveðin list að fresta því sem óþægilegt er að ræða. Það er ábyrgðarhluti ef fulltrúar í borgarstjórn láta þetta mál, sem varðar fjölmennustu starfsstétt borgarinnar, sem vind um eyru þjóta. Það er auk þess ánægjulegt að lesa fréttir af væntanlegum hagnaði í rekstri borgarinnar en ég get ekki varist því að fá óbragð í munninn við lesturinn. Hávært ákall er frá kennurum um bætt starfsskilyrði, bætt launakjör og umbætur á hinum ýmsu úrræðum í skólakerfinu. Til að ná fram þessum hagnaði munum við horfa upp á niðurskurð í kerfi sem löngu er komið að þolmörkum. Ég efast ekki um að það sé góð tilfinning að vera við stjórnvölinn og ná fram heppilegum tölum í rekstrinum en að sama skapi velti ég því fyrir mér hverju sé raunverulega fórnað fyrir hagnaðartölurnar. Getum við í heiðarleika og einlægni talað um hagnað ef samfélaginu blæðir til að ná honum fram? Niðurskurður á skóla- og frístundasviði þýðir óumflýjanlega skerðingu á þjónustu. Slík skerðing gæti verið í formi mönnunarvanda, sem nú þegar er ört stækkandi vandi, vöntun á stuðningi og úrræðum sem áður voru til staðar, vöntun á nýjum úrræðum sem þarf að stofna til, stækka eða fjölga, lengri biðlistum í greiningarferlum, minna fjármagni til bóka- og námsefniskaupa og svo mætti lengi telja. Það er til lítils að ætlast til að fá gæðamenntun fyrir barnið sitt ef ekki tekst að manna skólana með fagmenntuðum kennurum. Svo einfalt er það. Kjarabarátta kennara snýst nefnilega að miklu leyti um einmitt það, að berjast fyrir auknum gæðum, fagmennsku og stöðugleika í skólakerfinu til að bjóða upp á gæðamenntun til framtíðar. Það er raunverulegur hagnaður fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar