Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 09:45 Þak yfir höfuðið eru mannréttindi og þörfin fyrir meira húsnæði er brýn. Fyrsta skref í átt að lausn er að skilja hvar pottur er brotinn - og hvar ekki. Þegar rætt er um þá húsnæðiskrísu sem við stöndum sannarlega frammi fyrir draga andstæðingar meirihlutans í Reykjavík umræðuna fljótt ofan í þann skurð að staðan sé mestmegnis upp komin vegna vangetu meirihlutans við að fjölga lóðum. Þétting byggðar er gerð að sökudólgnum og kynt undir pólariseringu og andúð í þágu einfaldra skilaboða sem eiga þó fátt skylt við raunveruleikann. Undanfarið kristallast þessi andstaða í umræðu um nauðsyn þess að byggja utan núverandi vaxtarmarka í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Nokkrir leiðtogar stjórnmálaflokkanna sem bjóða nú fram til Alþingis hafa að undanförnu tekið undir þessa gagnrýni. Skoðum aðeins staðreyndir málsins. Áður en ég dýfi mér ofan í efnistökin skal það sagt að þétting byggðar er ekkert einkamál meirihlutans í Reykjavík. Það er stefna höfuðborgarsvæðisins alls í svæðisskipulaginu þar sem fram kemur að uppbygging eigi að vera að meginefninu til inn á við, innan vaxtarmarkanna. Þétting byggðar er líka meginstefna innan borgarþróunar á heimsvísu. Vegna þess að meðvitund um skynsamlega nýtingu innviða og auðlinda er orðin almennari. Nægar lóðir innan vaxtarmarkanna Eru lóðir innan vaxtarmarkanna að klárast? Svarið er nei. Eins og kemur fram í Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2024 eru laus uppbyggingarsvæði innan vaxtarmarkanna í aðalskipulagi fyrir um 58.000 íbúðir til 2040. Það ætti að duga vel fyrir fyrirliggjandi þörf. Það tekur ekki lengri tíma að byggja þétt en dreift Tekur of langan tíma að byggja þétt en dreift? Svarið er nei. Samkvæmt greiningu á íbúðarbyggingarverkefnum á tímabilinu 2013 til 2017 í Reykjavík er meðalhraði uppbyggingar svipaður á þétttingarreitum og í dreifðari byggð, mögulega eilítið styttri á þéttingarreitum. Þétting byggðar hækkar ekki húsnæðisverð Hækkar þétting byggðar húsnæðisverð? Svarið er nei. Rannsókn á þessu gefur vísbendingar um að sé frekar gisnari byggð sem ýtir undir hækkun leiguverðs og dregur úr aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði. Lóðaverð í þéttri byggð ekki fyrirstaða þegar kemur að uppbyggingu Er lóðaverð í þéttri byggð fyrirstaða þegar kemur að uppbyggingu? Svarið er nei. Dæmin sanna (eins og við Ártúnshöfða og Orkureit) að markaðurinn metur lóðirnar oft mun dýrari en þær eru seldar á í grunninn, þar með eru þær ekki of dýrar heldur ef til vill þvert á móti. Kaup og sala á lóðum í þéttri byggð hækka stundum töluvert í verði áður en skóflu er svo mikið sem stungið niður. Svona lóðabrask er ekki ásættanlegt, tefur fyrir uppbyggingu og getur hækkað íbúðaverð. Skýrar aðgerðir þarf til að sporna við þessu og tímatakmarkanir á uppbyggingarheimildum sem verið er að innleiða er jákvætt skref. En það breytir því ekki að lóðaverð í þéttri byggð virðist engin fyrirstaða fyrir áhuga fjárfesta og uppbyggingaraðila á lóðunum. Ódýrari lóðir kosta - spurningin er bara hver borgar! Ódýrari lóðir fyrir uppbyggingaraðila á órofnu landi skila sér ekki til neytenda heldur þvert á móti eins og áður sagði - þær þjóna fyrst og fremst stífri arðsemiskröfu. Almenningur borgar brúsann því þessar ódýru lóðir kosta sannarlega. Spurningin er bara hver borgar. Ódýru lóðirnar eru niðurgreiddar af skattgreiðendum sem þurfa að greiða miklu hærri innviðakostnað fyrir slíka uppbyggingu og við erum að tala um grófa greiningu upp á nærri fimmfalt hærri kostnað í dreifðri byggð en þéttri. Þær eru niðurgreiddar af fólkinu sem flytur inn og lifir við lakari lífsgæði og þarf að ferðast miklu lengur á hverjum degi. Þær eru niðurgreiddar af leikskólabörnum sem fá ekki að fara út þegar loftgæði eru lök og svo af framtíðarkynslóðum því mengun eykst í takt við lengri ferðalög og að brotið sé nýtt land. Rannsakendur á viðfangsefninu hafa í raun mælt með því að talsmenn lægri húsnæðiskostnaðar leggi áherslu á þéttingu byggðar í skipulagi. Eru vaxtarmörkin vandinn og nauðsyn þess að umturna þeim eins brýn og af er látið? Svarið er nei. Hlutverk Samtaka iðnaðarins er að standa vörð um hag uppbyggingaraðila sem vilja ódýrar lóðir og sem mestan gróða af sínum framkvæmdum og því er fyrirsjáanlegt að samtökin tali fyrir dreifingu byggðar og tilfærslu vaxtarmarkanna. Hlutverk uppbyggingaraðilanna er að skaffa sér og fjárfestunum eins mikinn gróða og hægt er í eigin vasa. Af hverju stjórnmálaleiðtogar úr hinum ýmsu áttum hafa ákveðið að leggjast á árarnar með þeim skil ég ekki. Hlutverk kjörinna fulltrúa er nefnilega að standa með almenningi. Ekki með sérhagsmunum. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn og frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi suður til alþingiskosninga og skipar þar 2. sæti á lista Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Píratar Borgarstjórn Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Þak yfir höfuðið eru mannréttindi og þörfin fyrir meira húsnæði er brýn. Fyrsta skref í átt að lausn er að skilja hvar pottur er brotinn - og hvar ekki. Þegar rætt er um þá húsnæðiskrísu sem við stöndum sannarlega frammi fyrir draga andstæðingar meirihlutans í Reykjavík umræðuna fljótt ofan í þann skurð að staðan sé mestmegnis upp komin vegna vangetu meirihlutans við að fjölga lóðum. Þétting byggðar er gerð að sökudólgnum og kynt undir pólariseringu og andúð í þágu einfaldra skilaboða sem eiga þó fátt skylt við raunveruleikann. Undanfarið kristallast þessi andstaða í umræðu um nauðsyn þess að byggja utan núverandi vaxtarmarka í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Nokkrir leiðtogar stjórnmálaflokkanna sem bjóða nú fram til Alþingis hafa að undanförnu tekið undir þessa gagnrýni. Skoðum aðeins staðreyndir málsins. Áður en ég dýfi mér ofan í efnistökin skal það sagt að þétting byggðar er ekkert einkamál meirihlutans í Reykjavík. Það er stefna höfuðborgarsvæðisins alls í svæðisskipulaginu þar sem fram kemur að uppbygging eigi að vera að meginefninu til inn á við, innan vaxtarmarkanna. Þétting byggðar er líka meginstefna innan borgarþróunar á heimsvísu. Vegna þess að meðvitund um skynsamlega nýtingu innviða og auðlinda er orðin almennari. Nægar lóðir innan vaxtarmarkanna Eru lóðir innan vaxtarmarkanna að klárast? Svarið er nei. Eins og kemur fram í Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2024 eru laus uppbyggingarsvæði innan vaxtarmarkanna í aðalskipulagi fyrir um 58.000 íbúðir til 2040. Það ætti að duga vel fyrir fyrirliggjandi þörf. Það tekur ekki lengri tíma að byggja þétt en dreift Tekur of langan tíma að byggja þétt en dreift? Svarið er nei. Samkvæmt greiningu á íbúðarbyggingarverkefnum á tímabilinu 2013 til 2017 í Reykjavík er meðalhraði uppbyggingar svipaður á þétttingarreitum og í dreifðari byggð, mögulega eilítið styttri á þéttingarreitum. Þétting byggðar hækkar ekki húsnæðisverð Hækkar þétting byggðar húsnæðisverð? Svarið er nei. Rannsókn á þessu gefur vísbendingar um að sé frekar gisnari byggð sem ýtir undir hækkun leiguverðs og dregur úr aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði. Lóðaverð í þéttri byggð ekki fyrirstaða þegar kemur að uppbyggingu Er lóðaverð í þéttri byggð fyrirstaða þegar kemur að uppbyggingu? Svarið er nei. Dæmin sanna (eins og við Ártúnshöfða og Orkureit) að markaðurinn metur lóðirnar oft mun dýrari en þær eru seldar á í grunninn, þar með eru þær ekki of dýrar heldur ef til vill þvert á móti. Kaup og sala á lóðum í þéttri byggð hækka stundum töluvert í verði áður en skóflu er svo mikið sem stungið niður. Svona lóðabrask er ekki ásættanlegt, tefur fyrir uppbyggingu og getur hækkað íbúðaverð. Skýrar aðgerðir þarf til að sporna við þessu og tímatakmarkanir á uppbyggingarheimildum sem verið er að innleiða er jákvætt skref. En það breytir því ekki að lóðaverð í þéttri byggð virðist engin fyrirstaða fyrir áhuga fjárfesta og uppbyggingaraðila á lóðunum. Ódýrari lóðir kosta - spurningin er bara hver borgar! Ódýrari lóðir fyrir uppbyggingaraðila á órofnu landi skila sér ekki til neytenda heldur þvert á móti eins og áður sagði - þær þjóna fyrst og fremst stífri arðsemiskröfu. Almenningur borgar brúsann því þessar ódýru lóðir kosta sannarlega. Spurningin er bara hver borgar. Ódýru lóðirnar eru niðurgreiddar af skattgreiðendum sem þurfa að greiða miklu hærri innviðakostnað fyrir slíka uppbyggingu og við erum að tala um grófa greiningu upp á nærri fimmfalt hærri kostnað í dreifðri byggð en þéttri. Þær eru niðurgreiddar af fólkinu sem flytur inn og lifir við lakari lífsgæði og þarf að ferðast miklu lengur á hverjum degi. Þær eru niðurgreiddar af leikskólabörnum sem fá ekki að fara út þegar loftgæði eru lök og svo af framtíðarkynslóðum því mengun eykst í takt við lengri ferðalög og að brotið sé nýtt land. Rannsakendur á viðfangsefninu hafa í raun mælt með því að talsmenn lægri húsnæðiskostnaðar leggi áherslu á þéttingu byggðar í skipulagi. Eru vaxtarmörkin vandinn og nauðsyn þess að umturna þeim eins brýn og af er látið? Svarið er nei. Hlutverk Samtaka iðnaðarins er að standa vörð um hag uppbyggingaraðila sem vilja ódýrar lóðir og sem mestan gróða af sínum framkvæmdum og því er fyrirsjáanlegt að samtökin tali fyrir dreifingu byggðar og tilfærslu vaxtarmarkanna. Hlutverk uppbyggingaraðilanna er að skaffa sér og fjárfestunum eins mikinn gróða og hægt er í eigin vasa. Af hverju stjórnmálaleiðtogar úr hinum ýmsu áttum hafa ákveðið að leggjast á árarnar með þeim skil ég ekki. Hlutverk kjörinna fulltrúa er nefnilega að standa með almenningi. Ekki með sérhagsmunum. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn og frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi suður til alþingiskosninga og skipar þar 2. sæti á lista Pírata
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar