Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 09:45 Þak yfir höfuðið eru mannréttindi og þörfin fyrir meira húsnæði er brýn. Fyrsta skref í átt að lausn er að skilja hvar pottur er brotinn - og hvar ekki. Þegar rætt er um þá húsnæðiskrísu sem við stöndum sannarlega frammi fyrir draga andstæðingar meirihlutans í Reykjavík umræðuna fljótt ofan í þann skurð að staðan sé mestmegnis upp komin vegna vangetu meirihlutans við að fjölga lóðum. Þétting byggðar er gerð að sökudólgnum og kynt undir pólariseringu og andúð í þágu einfaldra skilaboða sem eiga þó fátt skylt við raunveruleikann. Undanfarið kristallast þessi andstaða í umræðu um nauðsyn þess að byggja utan núverandi vaxtarmarka í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Nokkrir leiðtogar stjórnmálaflokkanna sem bjóða nú fram til Alþingis hafa að undanförnu tekið undir þessa gagnrýni. Skoðum aðeins staðreyndir málsins. Áður en ég dýfi mér ofan í efnistökin skal það sagt að þétting byggðar er ekkert einkamál meirihlutans í Reykjavík. Það er stefna höfuðborgarsvæðisins alls í svæðisskipulaginu þar sem fram kemur að uppbygging eigi að vera að meginefninu til inn á við, innan vaxtarmarkanna. Þétting byggðar er líka meginstefna innan borgarþróunar á heimsvísu. Vegna þess að meðvitund um skynsamlega nýtingu innviða og auðlinda er orðin almennari. Nægar lóðir innan vaxtarmarkanna Eru lóðir innan vaxtarmarkanna að klárast? Svarið er nei. Eins og kemur fram í Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2024 eru laus uppbyggingarsvæði innan vaxtarmarkanna í aðalskipulagi fyrir um 58.000 íbúðir til 2040. Það ætti að duga vel fyrir fyrirliggjandi þörf. Það tekur ekki lengri tíma að byggja þétt en dreift Tekur of langan tíma að byggja þétt en dreift? Svarið er nei. Samkvæmt greiningu á íbúðarbyggingarverkefnum á tímabilinu 2013 til 2017 í Reykjavík er meðalhraði uppbyggingar svipaður á þétttingarreitum og í dreifðari byggð, mögulega eilítið styttri á þéttingarreitum. Þétting byggðar hækkar ekki húsnæðisverð Hækkar þétting byggðar húsnæðisverð? Svarið er nei. Rannsókn á þessu gefur vísbendingar um að sé frekar gisnari byggð sem ýtir undir hækkun leiguverðs og dregur úr aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði. Lóðaverð í þéttri byggð ekki fyrirstaða þegar kemur að uppbyggingu Er lóðaverð í þéttri byggð fyrirstaða þegar kemur að uppbyggingu? Svarið er nei. Dæmin sanna (eins og við Ártúnshöfða og Orkureit) að markaðurinn metur lóðirnar oft mun dýrari en þær eru seldar á í grunninn, þar með eru þær ekki of dýrar heldur ef til vill þvert á móti. Kaup og sala á lóðum í þéttri byggð hækka stundum töluvert í verði áður en skóflu er svo mikið sem stungið niður. Svona lóðabrask er ekki ásættanlegt, tefur fyrir uppbyggingu og getur hækkað íbúðaverð. Skýrar aðgerðir þarf til að sporna við þessu og tímatakmarkanir á uppbyggingarheimildum sem verið er að innleiða er jákvætt skref. En það breytir því ekki að lóðaverð í þéttri byggð virðist engin fyrirstaða fyrir áhuga fjárfesta og uppbyggingaraðila á lóðunum. Ódýrari lóðir kosta - spurningin er bara hver borgar! Ódýrari lóðir fyrir uppbyggingaraðila á órofnu landi skila sér ekki til neytenda heldur þvert á móti eins og áður sagði - þær þjóna fyrst og fremst stífri arðsemiskröfu. Almenningur borgar brúsann því þessar ódýru lóðir kosta sannarlega. Spurningin er bara hver borgar. Ódýru lóðirnar eru niðurgreiddar af skattgreiðendum sem þurfa að greiða miklu hærri innviðakostnað fyrir slíka uppbyggingu og við erum að tala um grófa greiningu upp á nærri fimmfalt hærri kostnað í dreifðri byggð en þéttri. Þær eru niðurgreiddar af fólkinu sem flytur inn og lifir við lakari lífsgæði og þarf að ferðast miklu lengur á hverjum degi. Þær eru niðurgreiddar af leikskólabörnum sem fá ekki að fara út þegar loftgæði eru lök og svo af framtíðarkynslóðum því mengun eykst í takt við lengri ferðalög og að brotið sé nýtt land. Rannsakendur á viðfangsefninu hafa í raun mælt með því að talsmenn lægri húsnæðiskostnaðar leggi áherslu á þéttingu byggðar í skipulagi. Eru vaxtarmörkin vandinn og nauðsyn þess að umturna þeim eins brýn og af er látið? Svarið er nei. Hlutverk Samtaka iðnaðarins er að standa vörð um hag uppbyggingaraðila sem vilja ódýrar lóðir og sem mestan gróða af sínum framkvæmdum og því er fyrirsjáanlegt að samtökin tali fyrir dreifingu byggðar og tilfærslu vaxtarmarkanna. Hlutverk uppbyggingaraðilanna er að skaffa sér og fjárfestunum eins mikinn gróða og hægt er í eigin vasa. Af hverju stjórnmálaleiðtogar úr hinum ýmsu áttum hafa ákveðið að leggjast á árarnar með þeim skil ég ekki. Hlutverk kjörinna fulltrúa er nefnilega að standa með almenningi. Ekki með sérhagsmunum. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn og frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi suður til alþingiskosninga og skipar þar 2. sæti á lista Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Píratar Borgarstjórn Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Þak yfir höfuðið eru mannréttindi og þörfin fyrir meira húsnæði er brýn. Fyrsta skref í átt að lausn er að skilja hvar pottur er brotinn - og hvar ekki. Þegar rætt er um þá húsnæðiskrísu sem við stöndum sannarlega frammi fyrir draga andstæðingar meirihlutans í Reykjavík umræðuna fljótt ofan í þann skurð að staðan sé mestmegnis upp komin vegna vangetu meirihlutans við að fjölga lóðum. Þétting byggðar er gerð að sökudólgnum og kynt undir pólariseringu og andúð í þágu einfaldra skilaboða sem eiga þó fátt skylt við raunveruleikann. Undanfarið kristallast þessi andstaða í umræðu um nauðsyn þess að byggja utan núverandi vaxtarmarka í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Nokkrir leiðtogar stjórnmálaflokkanna sem bjóða nú fram til Alþingis hafa að undanförnu tekið undir þessa gagnrýni. Skoðum aðeins staðreyndir málsins. Áður en ég dýfi mér ofan í efnistökin skal það sagt að þétting byggðar er ekkert einkamál meirihlutans í Reykjavík. Það er stefna höfuðborgarsvæðisins alls í svæðisskipulaginu þar sem fram kemur að uppbygging eigi að vera að meginefninu til inn á við, innan vaxtarmarkanna. Þétting byggðar er líka meginstefna innan borgarþróunar á heimsvísu. Vegna þess að meðvitund um skynsamlega nýtingu innviða og auðlinda er orðin almennari. Nægar lóðir innan vaxtarmarkanna Eru lóðir innan vaxtarmarkanna að klárast? Svarið er nei. Eins og kemur fram í Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2024 eru laus uppbyggingarsvæði innan vaxtarmarkanna í aðalskipulagi fyrir um 58.000 íbúðir til 2040. Það ætti að duga vel fyrir fyrirliggjandi þörf. Það tekur ekki lengri tíma að byggja þétt en dreift Tekur of langan tíma að byggja þétt en dreift? Svarið er nei. Samkvæmt greiningu á íbúðarbyggingarverkefnum á tímabilinu 2013 til 2017 í Reykjavík er meðalhraði uppbyggingar svipaður á þétttingarreitum og í dreifðari byggð, mögulega eilítið styttri á þéttingarreitum. Þétting byggðar hækkar ekki húsnæðisverð Hækkar þétting byggðar húsnæðisverð? Svarið er nei. Rannsókn á þessu gefur vísbendingar um að sé frekar gisnari byggð sem ýtir undir hækkun leiguverðs og dregur úr aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði. Lóðaverð í þéttri byggð ekki fyrirstaða þegar kemur að uppbyggingu Er lóðaverð í þéttri byggð fyrirstaða þegar kemur að uppbyggingu? Svarið er nei. Dæmin sanna (eins og við Ártúnshöfða og Orkureit) að markaðurinn metur lóðirnar oft mun dýrari en þær eru seldar á í grunninn, þar með eru þær ekki of dýrar heldur ef til vill þvert á móti. Kaup og sala á lóðum í þéttri byggð hækka stundum töluvert í verði áður en skóflu er svo mikið sem stungið niður. Svona lóðabrask er ekki ásættanlegt, tefur fyrir uppbyggingu og getur hækkað íbúðaverð. Skýrar aðgerðir þarf til að sporna við þessu og tímatakmarkanir á uppbyggingarheimildum sem verið er að innleiða er jákvætt skref. En það breytir því ekki að lóðaverð í þéttri byggð virðist engin fyrirstaða fyrir áhuga fjárfesta og uppbyggingaraðila á lóðunum. Ódýrari lóðir kosta - spurningin er bara hver borgar! Ódýrari lóðir fyrir uppbyggingaraðila á órofnu landi skila sér ekki til neytenda heldur þvert á móti eins og áður sagði - þær þjóna fyrst og fremst stífri arðsemiskröfu. Almenningur borgar brúsann því þessar ódýru lóðir kosta sannarlega. Spurningin er bara hver borgar. Ódýru lóðirnar eru niðurgreiddar af skattgreiðendum sem þurfa að greiða miklu hærri innviðakostnað fyrir slíka uppbyggingu og við erum að tala um grófa greiningu upp á nærri fimmfalt hærri kostnað í dreifðri byggð en þéttri. Þær eru niðurgreiddar af fólkinu sem flytur inn og lifir við lakari lífsgæði og þarf að ferðast miklu lengur á hverjum degi. Þær eru niðurgreiddar af leikskólabörnum sem fá ekki að fara út þegar loftgæði eru lök og svo af framtíðarkynslóðum því mengun eykst í takt við lengri ferðalög og að brotið sé nýtt land. Rannsakendur á viðfangsefninu hafa í raun mælt með því að talsmenn lægri húsnæðiskostnaðar leggi áherslu á þéttingu byggðar í skipulagi. Eru vaxtarmörkin vandinn og nauðsyn þess að umturna þeim eins brýn og af er látið? Svarið er nei. Hlutverk Samtaka iðnaðarins er að standa vörð um hag uppbyggingaraðila sem vilja ódýrar lóðir og sem mestan gróða af sínum framkvæmdum og því er fyrirsjáanlegt að samtökin tali fyrir dreifingu byggðar og tilfærslu vaxtarmarkanna. Hlutverk uppbyggingaraðilanna er að skaffa sér og fjárfestunum eins mikinn gróða og hægt er í eigin vasa. Af hverju stjórnmálaleiðtogar úr hinum ýmsu áttum hafa ákveðið að leggjast á árarnar með þeim skil ég ekki. Hlutverk kjörinna fulltrúa er nefnilega að standa með almenningi. Ekki með sérhagsmunum. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn og frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi suður til alþingiskosninga og skipar þar 2. sæti á lista Pírata
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar