Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2024 13:30 Lewis Hamilton ætlaði sér miklu stærri hluti í Brasilíu en að enda bara í tíunda sætinu. Getty/Peter Fox Lewis Hamilton átti ekki góða helgi í formúlu 1 og breski ökuþórinn var allt en sáttur þegar keppninni lauk. Hamilton endaði í tíunda sæti í brasilíska kappakstrinum en liðsfélagi hans George Russell varð fjórði. Sky Sports opinberaði upptöku af Hamilton að hrauna yfir Mercedes bílinn sinn í lok keppninnar. Það er einnig hægt að lesa þar á milli línanna að hann ætli mögulega að hætta strax og keyra ekki í síðustu þremur keppnunum. „Þetta var krísuhelgi, gott fólk. Bílinn hefur aldrei verið verri. Ég vil þakka ykkur fyrir að halda áfram að reyna og það stóðu sig allir vel á viðgerðasvæðinu,“ sagði Hamilton í samskiptatalstöð Mercedes. „Ef þetta verður síðasta skiptið sem ég keyri bílinn þá er það mikil synd að ekki gekk betur. Ég er samt þakklátur fyrir að hafa ykkur,“ sagði Hamilton. Hamilton er á síðasta tímabili sínu með Mercedes því hann hefur samið við Ferrari. Hamilton mun keyra Ferrari bílinn á næsta tímabili ásamt Charles Leclerc. Sky Sports spurði sjöfalda heimsmeistarann út í það hvort hann gæti sleppt síðustu þremur keppnum tímabilsins. „Vonandi lentum við ekki í fleiri óléttum brautum. Ég held að þær þrjár síðustu séu ekki ósléttar en já það kemur til greina að fara bara í frí, sagði við Hamilton við Sky Sports. Síðustu þrjár keppnirnar fara fram í Las Vegas í Bandaríkjunum, í Katar og í Abú Dabí. Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Hamilton endaði í tíunda sæti í brasilíska kappakstrinum en liðsfélagi hans George Russell varð fjórði. Sky Sports opinberaði upptöku af Hamilton að hrauna yfir Mercedes bílinn sinn í lok keppninnar. Það er einnig hægt að lesa þar á milli línanna að hann ætli mögulega að hætta strax og keyra ekki í síðustu þremur keppnunum. „Þetta var krísuhelgi, gott fólk. Bílinn hefur aldrei verið verri. Ég vil þakka ykkur fyrir að halda áfram að reyna og það stóðu sig allir vel á viðgerðasvæðinu,“ sagði Hamilton í samskiptatalstöð Mercedes. „Ef þetta verður síðasta skiptið sem ég keyri bílinn þá er það mikil synd að ekki gekk betur. Ég er samt þakklátur fyrir að hafa ykkur,“ sagði Hamilton. Hamilton er á síðasta tímabili sínu með Mercedes því hann hefur samið við Ferrari. Hamilton mun keyra Ferrari bílinn á næsta tímabili ásamt Charles Leclerc. Sky Sports spurði sjöfalda heimsmeistarann út í það hvort hann gæti sleppt síðustu þremur keppnum tímabilsins. „Vonandi lentum við ekki í fleiri óléttum brautum. Ég held að þær þrjár síðustu séu ekki ósléttar en já það kemur til greina að fara bara í frí, sagði við Hamilton við Sky Sports. Síðustu þrjár keppnirnar fara fram í Las Vegas í Bandaríkjunum, í Katar og í Abú Dabí.
Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira