Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar 4. nóvember 2024 09:45 Svargrein við grein ungra Sjálfstæðiskvenna. Ég veit ekki hvort beri alvarlegri vott um vitsmunalega vanstillingu: að halda því fram að „sorgleg þróun í Bandaríkjunum eigi ekkert skylt við Ísland“, eða að standa í þeirri barnslegu trú að kvenréttindi séu óafturkræfur hlutur sem þurfi ekki að varðveita til að viðhalda. Við lifum á tímum stafrænnar alþjóðavæðingar þar sem hugmyndafræðileg landamæri hafa máðst út þó þau jarðfræðilegu séu enn til staðar. Að halda því fram að samfélagsleg þróun í erlendum ríkjum hafi engin áhrif á innanríkismálin er álíka fjarstæðukennt og að lýsa því yfir að tækniþróun í útlöndum hafi ekkert með tækniþróun á Íslandi að gera. Þegar kemur að menningarlegum uppvexti okkar landsmanna deila Bandaríkin og Evrópa hugmyndafræðilegu forræði, og afneitun á því sker ekki á strengina sem liggja til beggja átta. Með regluvæðingu kvenlíkamans hafa barneignir orðið að pólitísku fyrirbæri. Sumstaðar hafa stjórnvöld glæpavætt þungunarrof til að sporna gegn öldrun þjóða, með þeim afleiðingum að konur flykkist í ófrjósemisaðgerðir í mótmælaskyni. Annarsstaðar hafa hafa stjórnvöld þvingað konur í ófrjósemisaðgerðir til að sporna gegn mannfjölgun, með afleiðingum sem óhugsandi er að binda í orð. Afskiptasemi stjórnvalda á sjálfsumboði kvenna á sér margskonar birtingarmyndir sem fylgja engri línulegri þróun - kvenréttindi eru fengin og hrifsuð í burtu, frelsið kemur og fer, ekki bara í framandi löndum heldur einnig í Evrópu og Bandaríkjunum. Þó hérlendis ríki víðtæk sátt um rétt kvenna til þungunarrofs eru þau réttindi ekki orðin aldargömul, og nú þegar þessi réttindi eru skert og afnumin í náskyldum löndum er ekki nema von að stjórnmálamenn haldi áfram að berjast fyrir þeim án þess að vera sakaðir um að „skora ódýr pólitísk stig.“ Þungunarrofspólitík gengur ekki út á að vega og meta sjálfsumboð kvenna gegn hagsmunum ófæddra barna. Að tryggja ákvörðunarrétt kvenna á eigin meðgöngu er fyrst og fremst formleg traustsyfirlýsing til kvenna - nauðsynlegt mótefni gegn yfirgengilegri regluvæðingu kvenlíkamans sem á sér svo sögulega djúpar rætur að okkur hættir til að finnast hún eðlileg. Aukið þungunarrofsfrelsi fjölgar ekki þungunarrofum - en það eykur valfrelsi, styrkir sjálfsákvörðunarréttinn, og stefnir okkur í átt að auknu einstaklingsfrelsi. Í lýðræðisríkjum eru stjórnmálamenn málsvarar almennings. Því ber að taka alvarlega þegar hópur einstaklinga sem kenna sig við einn stærsta stjórnmálaflokk í landinu draga umræðuna niður á svo lágt plan að hún verður ekki einungis ómálefnaleg - heldur fáfræðileg. Hvort tilgangurinn hafi verið að höfða til óupplýstra kjósenda, eða hvort þetta hafi verið raunveruleg tilraun til að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni veit ég ekki, en ég vona fyrir hönd komandi kynslóða að þetta séu ekki þau vitsmunalegu viðmið sem við eigum að venjast. Maður vonar í það minnsta að framtíðarþingmenn beri skynbragð á þann veruleika sem mænir á þá hverju sinni. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Þungunarrof Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Innflutt skautun í boði Viðreisnar Formaður Viðreisnar var stóryrt í Pallborðinu á Vísi í vikunni. Þar fullyrti hún að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki staðið vörð um frelsi einstaklinga á síðustu árum og nefndi þá sérstaklega kvenfrelsi. 2. nóvember 2024 14:01 Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Svargrein við grein ungra Sjálfstæðiskvenna. Ég veit ekki hvort beri alvarlegri vott um vitsmunalega vanstillingu: að halda því fram að „sorgleg þróun í Bandaríkjunum eigi ekkert skylt við Ísland“, eða að standa í þeirri barnslegu trú að kvenréttindi séu óafturkræfur hlutur sem þurfi ekki að varðveita til að viðhalda. Við lifum á tímum stafrænnar alþjóðavæðingar þar sem hugmyndafræðileg landamæri hafa máðst út þó þau jarðfræðilegu séu enn til staðar. Að halda því fram að samfélagsleg þróun í erlendum ríkjum hafi engin áhrif á innanríkismálin er álíka fjarstæðukennt og að lýsa því yfir að tækniþróun í útlöndum hafi ekkert með tækniþróun á Íslandi að gera. Þegar kemur að menningarlegum uppvexti okkar landsmanna deila Bandaríkin og Evrópa hugmyndafræðilegu forræði, og afneitun á því sker ekki á strengina sem liggja til beggja átta. Með regluvæðingu kvenlíkamans hafa barneignir orðið að pólitísku fyrirbæri. Sumstaðar hafa stjórnvöld glæpavætt þungunarrof til að sporna gegn öldrun þjóða, með þeim afleiðingum að konur flykkist í ófrjósemisaðgerðir í mótmælaskyni. Annarsstaðar hafa hafa stjórnvöld þvingað konur í ófrjósemisaðgerðir til að sporna gegn mannfjölgun, með afleiðingum sem óhugsandi er að binda í orð. Afskiptasemi stjórnvalda á sjálfsumboði kvenna á sér margskonar birtingarmyndir sem fylgja engri línulegri þróun - kvenréttindi eru fengin og hrifsuð í burtu, frelsið kemur og fer, ekki bara í framandi löndum heldur einnig í Evrópu og Bandaríkjunum. Þó hérlendis ríki víðtæk sátt um rétt kvenna til þungunarrofs eru þau réttindi ekki orðin aldargömul, og nú þegar þessi réttindi eru skert og afnumin í náskyldum löndum er ekki nema von að stjórnmálamenn haldi áfram að berjast fyrir þeim án þess að vera sakaðir um að „skora ódýr pólitísk stig.“ Þungunarrofspólitík gengur ekki út á að vega og meta sjálfsumboð kvenna gegn hagsmunum ófæddra barna. Að tryggja ákvörðunarrétt kvenna á eigin meðgöngu er fyrst og fremst formleg traustsyfirlýsing til kvenna - nauðsynlegt mótefni gegn yfirgengilegri regluvæðingu kvenlíkamans sem á sér svo sögulega djúpar rætur að okkur hættir til að finnast hún eðlileg. Aukið þungunarrofsfrelsi fjölgar ekki þungunarrofum - en það eykur valfrelsi, styrkir sjálfsákvörðunarréttinn, og stefnir okkur í átt að auknu einstaklingsfrelsi. Í lýðræðisríkjum eru stjórnmálamenn málsvarar almennings. Því ber að taka alvarlega þegar hópur einstaklinga sem kenna sig við einn stærsta stjórnmálaflokk í landinu draga umræðuna niður á svo lágt plan að hún verður ekki einungis ómálefnaleg - heldur fáfræðileg. Hvort tilgangurinn hafi verið að höfða til óupplýstra kjósenda, eða hvort þetta hafi verið raunveruleg tilraun til að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni veit ég ekki, en ég vona fyrir hönd komandi kynslóða að þetta séu ekki þau vitsmunalegu viðmið sem við eigum að venjast. Maður vonar í það minnsta að framtíðarþingmenn beri skynbragð á þann veruleika sem mænir á þá hverju sinni. Höfundur er listmálari.
Innflutt skautun í boði Viðreisnar Formaður Viðreisnar var stóryrt í Pallborðinu á Vísi í vikunni. Þar fullyrti hún að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki staðið vörð um frelsi einstaklinga á síðustu árum og nefndi þá sérstaklega kvenfrelsi. 2. nóvember 2024 14:01
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun