Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar 2. nóvember 2024 14:01 Formaður Viðreisnar var stóryrt í Pallborðinu á Vísi í vikunni. Þar fullyrti hún að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki staðið vörð um frelsi einstaklinga á síðustu árum og nefndi þá sérstaklega kvenfrelsi. Þar ákvað formaður Viðreisnar að draga umræðu um þungunarrof inn á svið stjórnmálanna líkt og klofið hefur bandarísku þjóðina síðustu 40 ár. Reynir formaður Viðreisnar að mála upp ímyndaðan andstæðing til þess að skora ódýr pólitísk stig. Ísland fremst meðal þjóða hvað varðar kvenfrelsi Formaðurinn gerir með því augljósa, en afar ósanngjarna, tilraun til þess að gera rétt til þungunarrofs að kosningamáli í Alþingiskosningunum nú, líkt og í komandi forsetakosningum vestanhafs. Réttur kvenna til þungunarrofs á Íslandi er óskoraður. Hér ríkir víðtæk sátt um nauðsyn þess að réttur kvenna til að geta rofið þungun að eigin ósk sé tryggður og er Ísland fremst meðal þjóða í heiminum þegar kemur að kvenfrelsi og jafnrétti. Fyrir suma kann að vera nauðsynlegt að færa til bókar að enginn fer í þungunarrof að gamni sínu. Sorgleg þróun í Bandaríkjunum á ekkert skylt við Ísland Því fer fjarri að rétti kvenna til þungunarrofs hér á landi svipi til þess sem gengur og gerist í Bandaríkjunum. Það veit formaður Viðreisnar. Þar hafa konur og frjálslynd öfl barist gegn afnámi þessara sjálfsögðu réttinda í fjölda ríkja síðan Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við niðurstöðu sinni í máli Roe gegn Wade árið 2022, máli sem réttur kvenna til þungunarrofs hafði verið byggður á í hálfa öld. Var ákvörðunarvald um löggjöf til þungunarrofs þá fært til fylkjanna og hefur víða verið gengið svo nærri rétti kvenna til þungunarrofs að er varla hægt að segja að um réttindi sé að ræða. Þar hefur þungunarrof verið bannað nánast alfarið, jafnvel án undantekninga fyrir nauðgun, sifjaspell eða þegar heilsa móður er í hættu. Í sumum tilfellum er þungunarrof einungis leyft mjög snemma á meðgöngu, oft innan fyrstu sex til átta vikna. Þetta er sorgleg þróun og afturför sem ber að fordæma, en á sér blessunarlega enga samsvörun í pólitískri umræðu á Íslandi. Formaður Viðreisnar slær með orðum sínum gagngert ryki í augu fólks og vill telja því trú um að hér sé um umdeilt pólitískt mál að ræða, og til standi að skerða rétt kvenna. Því fer fjarri, skerðing á rétti kvenna til þungunarrofs er ekki á dagskrá hér á landi en ef svo væri þá stæði Þorgerður Katrín svo sannarlega ekki ein í þeirri baráttu. Ekki stæði á sjálfstæðiskonum. Ódýr pólitísk stigasöfnun Viðreisnar Á Íslandi er konum treyst til að taka ákvarðanir um eigin líkama og ekki að sjá að umræddar breytingar á löggjöfinni árið 2019 hafi breytt neinu til hins verra í þeim efnum. Rétt skref var stigið í víðtækri pólitískri sátt þótt skiptar skoðanir hafi verið um hvort miða skyldi við 20 vikur eða 22 þegar málið var rætt á Alþingi, sem hvort tveggja er með því frjálslyndasta sem gerist í heiminum. Undirritaðar frábiðja sér að teiknuð sé upp óþarfa skautun um mál sem ríkir breið samstaða um á Íslandi, gagngert í þeim tilgangi að skora ódýr pólitísk stig Höfundar eru ungar sjálfstæðiskonur. Andrea Gunnarsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Ingveldur Anna Sigurðardóttir, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir, Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir, Lísbet Sigurðardóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir, Sigríður Erla Sturludóttir og Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Formaður Viðreisnar var stóryrt í Pallborðinu á Vísi í vikunni. Þar fullyrti hún að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki staðið vörð um frelsi einstaklinga á síðustu árum og nefndi þá sérstaklega kvenfrelsi. Þar ákvað formaður Viðreisnar að draga umræðu um þungunarrof inn á svið stjórnmálanna líkt og klofið hefur bandarísku þjóðina síðustu 40 ár. Reynir formaður Viðreisnar að mála upp ímyndaðan andstæðing til þess að skora ódýr pólitísk stig. Ísland fremst meðal þjóða hvað varðar kvenfrelsi Formaðurinn gerir með því augljósa, en afar ósanngjarna, tilraun til þess að gera rétt til þungunarrofs að kosningamáli í Alþingiskosningunum nú, líkt og í komandi forsetakosningum vestanhafs. Réttur kvenna til þungunarrofs á Íslandi er óskoraður. Hér ríkir víðtæk sátt um nauðsyn þess að réttur kvenna til að geta rofið þungun að eigin ósk sé tryggður og er Ísland fremst meðal þjóða í heiminum þegar kemur að kvenfrelsi og jafnrétti. Fyrir suma kann að vera nauðsynlegt að færa til bókar að enginn fer í þungunarrof að gamni sínu. Sorgleg þróun í Bandaríkjunum á ekkert skylt við Ísland Því fer fjarri að rétti kvenna til þungunarrofs hér á landi svipi til þess sem gengur og gerist í Bandaríkjunum. Það veit formaður Viðreisnar. Þar hafa konur og frjálslynd öfl barist gegn afnámi þessara sjálfsögðu réttinda í fjölda ríkja síðan Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við niðurstöðu sinni í máli Roe gegn Wade árið 2022, máli sem réttur kvenna til þungunarrofs hafði verið byggður á í hálfa öld. Var ákvörðunarvald um löggjöf til þungunarrofs þá fært til fylkjanna og hefur víða verið gengið svo nærri rétti kvenna til þungunarrofs að er varla hægt að segja að um réttindi sé að ræða. Þar hefur þungunarrof verið bannað nánast alfarið, jafnvel án undantekninga fyrir nauðgun, sifjaspell eða þegar heilsa móður er í hættu. Í sumum tilfellum er þungunarrof einungis leyft mjög snemma á meðgöngu, oft innan fyrstu sex til átta vikna. Þetta er sorgleg þróun og afturför sem ber að fordæma, en á sér blessunarlega enga samsvörun í pólitískri umræðu á Íslandi. Formaður Viðreisnar slær með orðum sínum gagngert ryki í augu fólks og vill telja því trú um að hér sé um umdeilt pólitískt mál að ræða, og til standi að skerða rétt kvenna. Því fer fjarri, skerðing á rétti kvenna til þungunarrofs er ekki á dagskrá hér á landi en ef svo væri þá stæði Þorgerður Katrín svo sannarlega ekki ein í þeirri baráttu. Ekki stæði á sjálfstæðiskonum. Ódýr pólitísk stigasöfnun Viðreisnar Á Íslandi er konum treyst til að taka ákvarðanir um eigin líkama og ekki að sjá að umræddar breytingar á löggjöfinni árið 2019 hafi breytt neinu til hins verra í þeim efnum. Rétt skref var stigið í víðtækri pólitískri sátt þótt skiptar skoðanir hafi verið um hvort miða skyldi við 20 vikur eða 22 þegar málið var rætt á Alþingi, sem hvort tveggja er með því frjálslyndasta sem gerist í heiminum. Undirritaðar frábiðja sér að teiknuð sé upp óþarfa skautun um mál sem ríkir breið samstaða um á Íslandi, gagngert í þeim tilgangi að skora ódýr pólitísk stig Höfundar eru ungar sjálfstæðiskonur. Andrea Gunnarsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Ingveldur Anna Sigurðardóttir, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir, Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir, Lísbet Sigurðardóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir, Sigríður Erla Sturludóttir og Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun