Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 12:15 Ég vinn sem kennari og er í mastersnámi í menntunarfræðum til að ná mér í kennsluréttindi. Hef unnið sem aukakennari, umsjónarkennari, leikskólakennari og nú sem sérkennari. Er með tvær háskólagráður, félags-og fötlunarfræði ásamt því að vera með diplomu í áfengis-og vímuefnaráðgjöf, er að vinna í að klára þriðju háskóla gráðuna. Hef unnið með allskonar börnum með allskonar áskoranir. Hef unnið með börn með fötlun, hef unnið sem flokkstjóri í vinnuskóla, hef unnið í frístund og svo á ég 3 yndisleg börn og komið þeim þokkalega til manns. Með alla þessa menntun og reynslu ná útborguðu launin mín ekki 500 þús, til að ná laununum mínum upp tek ég að mér forföll og gæslu. Stundum tek ég að mér aukavinnu fyrir utan skólans til að geta leyft fjölskyldunni eitthvað meira. Ég hef gaman af vinnunni minni og vinn hana af heilindum. Kem yfirleitt til vinnu með bros á vör og tilbúin í daginn (fer eftir nætursvefni 😉 ). Velferð barnanna er alltaf að leiðarljósi í mínu starfi og langar svo að geta mætt þeim á þeim stað sem þau eru á. En það er krefjandi að vinna sem sérkennari í skóla með mikinn fjölbreytileika, elska það en það er krefjandi. Þau eru misjafnlega stödd í námi og tungumáli, oft þarf að setja sig í spor menningarmunar og ná að miðla því til þeirra og forráða manna þeirra á jákvæðan hátt, finna námsefni við hæfi, ná að tala við alla til að örva mál þeirra, útskýra lesdæmi í stærðfræði, útskýra leikreglur, kenna þeim íslensku sem annað tungumál, fá börn sem hafa aldrei verið í skóla og kenna þeim þann grunn og gera námsefnið sjónrænt. Allt krefjandi aðstæður sem ég hef gaman af og elska vinnuna mína en væri til í meiri undirbúning til að geta gert þetta allt. En ég er #baralaturkennari sem vantar undirbúning til að geta unnið vinnuna mína en orðræðan í samfélaginu að við erum með alltof mikinn tíma í undirbúining og reynum að eyða sem minnstum tíma með börnunum! Ég væri til í að vinna meira maður á mann með þeim börnum sem þurfa á því að halda en vegna stærðar á bekkjum og fjölda þeirra sem vantar aðstoðina er það ekki hægt. Samfélagið og stjórn sveitafélaga leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám en erfitt er að framkvæma það með yfir 18 börn í bekk. Vegna "Skóla án aðgreiningar" stefnunnar eru bekkirnir í dag oft með fjölþættan vanda og margþættar greiningar sem gera einstaklingsmiðaða kennslu erfiðari vegna þess að börnin sem eiga rétt á séraðstoð og sérkennslu eru stundum ekki að fá hana. Sum þessara barna eiga erfitt með að vera í stórum hópi, eru með skynúrvinnslu vanda, eiga erfitt með að tjá vanda sinn og þurfa mun sérhæfðari aðstæður til að geta blómstrað í námi. Er ekki að taka neinn skóla sérstaklega fyrir í þessum skrifum heldur er þetta vandi í öllum skólum og margir kennarar eru sammála um stöðu kennara og nemenda í námi og umhverfi þeirra. Er einnig að stikla á stóru í starfi kennara og það vantar svo mikið af litlu hlutunum sem við gerum og þar má nefna: foreldra samskipti, fylgjast með öllum börnum hvort við sjáum merki um ofbeldi, vanrækslu, námserfiðleika, samskiptaerfiðleika, hugga þegar þörf er á, vera öryggi staðurinn fyrir börn sem hafa hann ekki og svo lengi mætti telja. Einnig er skólinn kominn í uppeldisstarf en ekki bara kennslu. Ástæða þess að margir kennarar sjái sig ekki í kennarastarfi næstu 5 árin eru vegna þess að kröfurnar á kennara eru orðnar óraunhæfar, ekki nægur undurbúningstími, mygla á starfsstað, erfitt að samræma heimili og vinnu, ofbeldi nemenda gegn starfsfólki skóla eykst hratt, eigum að vinna hraðar og stækka bekkina. Stundum finnst mér eins og fólkið sem ákveður hvernig skólastarfið á að vera hafi aldrei unnið við það. Ég elska vinnuna mína og langar að geta unnið sem kennari þar til ég fer á eftirlaun en ef vinnuaðstæður kennara fara ekki að breytast í rétta átt veit ég ekki hversu lengi ég endist. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Ég vinn sem kennari og er í mastersnámi í menntunarfræðum til að ná mér í kennsluréttindi. Hef unnið sem aukakennari, umsjónarkennari, leikskólakennari og nú sem sérkennari. Er með tvær háskólagráður, félags-og fötlunarfræði ásamt því að vera með diplomu í áfengis-og vímuefnaráðgjöf, er að vinna í að klára þriðju háskóla gráðuna. Hef unnið með allskonar börnum með allskonar áskoranir. Hef unnið með börn með fötlun, hef unnið sem flokkstjóri í vinnuskóla, hef unnið í frístund og svo á ég 3 yndisleg börn og komið þeim þokkalega til manns. Með alla þessa menntun og reynslu ná útborguðu launin mín ekki 500 þús, til að ná laununum mínum upp tek ég að mér forföll og gæslu. Stundum tek ég að mér aukavinnu fyrir utan skólans til að geta leyft fjölskyldunni eitthvað meira. Ég hef gaman af vinnunni minni og vinn hana af heilindum. Kem yfirleitt til vinnu með bros á vör og tilbúin í daginn (fer eftir nætursvefni 😉 ). Velferð barnanna er alltaf að leiðarljósi í mínu starfi og langar svo að geta mætt þeim á þeim stað sem þau eru á. En það er krefjandi að vinna sem sérkennari í skóla með mikinn fjölbreytileika, elska það en það er krefjandi. Þau eru misjafnlega stödd í námi og tungumáli, oft þarf að setja sig í spor menningarmunar og ná að miðla því til þeirra og forráða manna þeirra á jákvæðan hátt, finna námsefni við hæfi, ná að tala við alla til að örva mál þeirra, útskýra lesdæmi í stærðfræði, útskýra leikreglur, kenna þeim íslensku sem annað tungumál, fá börn sem hafa aldrei verið í skóla og kenna þeim þann grunn og gera námsefnið sjónrænt. Allt krefjandi aðstæður sem ég hef gaman af og elska vinnuna mína en væri til í meiri undirbúning til að geta gert þetta allt. En ég er #baralaturkennari sem vantar undirbúning til að geta unnið vinnuna mína en orðræðan í samfélaginu að við erum með alltof mikinn tíma í undirbúining og reynum að eyða sem minnstum tíma með börnunum! Ég væri til í að vinna meira maður á mann með þeim börnum sem þurfa á því að halda en vegna stærðar á bekkjum og fjölda þeirra sem vantar aðstoðina er það ekki hægt. Samfélagið og stjórn sveitafélaga leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám en erfitt er að framkvæma það með yfir 18 börn í bekk. Vegna "Skóla án aðgreiningar" stefnunnar eru bekkirnir í dag oft með fjölþættan vanda og margþættar greiningar sem gera einstaklingsmiðaða kennslu erfiðari vegna þess að börnin sem eiga rétt á séraðstoð og sérkennslu eru stundum ekki að fá hana. Sum þessara barna eiga erfitt með að vera í stórum hópi, eru með skynúrvinnslu vanda, eiga erfitt með að tjá vanda sinn og þurfa mun sérhæfðari aðstæður til að geta blómstrað í námi. Er ekki að taka neinn skóla sérstaklega fyrir í þessum skrifum heldur er þetta vandi í öllum skólum og margir kennarar eru sammála um stöðu kennara og nemenda í námi og umhverfi þeirra. Er einnig að stikla á stóru í starfi kennara og það vantar svo mikið af litlu hlutunum sem við gerum og þar má nefna: foreldra samskipti, fylgjast með öllum börnum hvort við sjáum merki um ofbeldi, vanrækslu, námserfiðleika, samskiptaerfiðleika, hugga þegar þörf er á, vera öryggi staðurinn fyrir börn sem hafa hann ekki og svo lengi mætti telja. Einnig er skólinn kominn í uppeldisstarf en ekki bara kennslu. Ástæða þess að margir kennarar sjái sig ekki í kennarastarfi næstu 5 árin eru vegna þess að kröfurnar á kennara eru orðnar óraunhæfar, ekki nægur undurbúningstími, mygla á starfsstað, erfitt að samræma heimili og vinnu, ofbeldi nemenda gegn starfsfólki skóla eykst hratt, eigum að vinna hraðar og stækka bekkina. Stundum finnst mér eins og fólkið sem ákveður hvernig skólastarfið á að vera hafi aldrei unnið við það. Ég elska vinnuna mína og langar að geta unnið sem kennari þar til ég fer á eftirlaun en ef vinnuaðstæður kennara fara ekki að breytast í rétta átt veit ég ekki hversu lengi ég endist. Höfundur er kennari.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun