xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar 1. nóvember 2024 11:46 Það hefur orðið veruleg breyting á húsnæðismarkaðnum undanfarin ár, þar sem fjárfestar hafa keypt upp sífellt stærri hluta markaðarins á kostnað einstaklinga sem vilja einfaldlega eignast heimili. Frá fjármálahruninu hefur hlutfall fasteigna sem eru keyptar af fjárfestum vaxið úr um 50% í 90% á þessu ári. Þetta hefur ýtt undir hækkun leiguverðs, sem síðan dregur fasteignaverð upp og þrengir að ungu fólki sem á erfitt með að komast í eigið húsnæði. Kaldhæðnin í þessu er sú að ungt sjálfstæðisfólk talar mikið um „frelsi einstaklingsins“ og jafna möguleika, en aldrei um húsnæðismarkaðinn. Þau fjalla fjálglega um það að allir eigi að hafa sömu tækifæri til að skapa sitt eigið líf, en fjarlægjast alveg þau raunverulegu vandamál sem koma upp þegar frelsi einstaklingsins er ekki lengur tryggt til að eignast eigið heimili eða ná endum saman á síhækkandi leigumarkaði. Þannig finnur unga fólkið, sem er fast á leigumarkaði og á í erfiðleikum með að komast í eigið húsnæði, lítið fyrir þessum „frelsisanda“ sem boðaður er. Þess í stað þarf það að kljást við sífellt hærri leigu og draumurinn um eigin íbúð fjarlægist stöðugt. Frelsi einstaklingsins snýst þá ekki um frelsi til að bæta líf sitt, heldur frelsi þeirra efnameiri til að nýta leigumarkaðinn til gróða – oft á kostnað þeirra sem standa höllum fæti. Frelsið til þess að græða á ungu fólki á leigumarkaði hefur vaxið svo hratt að fylgni milli fasteignaverðs og leiguverðs hér á landi er tvöfalt meiri en víða annars staðar í Evrópu. Í raun er leiguverðið orðið einn stærsti drifkrafturinn í hækkun fasteignaverðs; þegar leigan hækkar, hækkar fasteignaverðið einnig. Þetta er vítahringur þar sem leiguverðið, sem ungt fólk þarf að greiða, þrengir að kaupmætti þess og veldur því að draumurinn um eigið húsnæði verður fjarlægari. Ef ungt fólk vinnur aukalega til að safna fyrir útborgun eða eignast húsnæði missir það húsnæðisstuðninginn sem það gæti þurft á að halda – enda skerðast leigubætur í samræmi við auknar tekjur. Á meðan eru þeir sem þegar eiga eignir og græða á leigumarkaði lausir við slíkar skerðingar. Þeir geta leigt út og hagnast óhindrað, á meðan unga fólkið er fast í kerfi sem refsar því fyrir að leggja til hliðar. Þannig verður frelsi einstaklingsins að handvöldum lúxus fyrir suma, á meðan það þrengir að öðrum. Á endanum má segja að þetta lofaða „frelsi til að græða“ sé orðið rándýrt fyrir samfélagið og jafnvel heftandi á möguleika ungs fólks til að standa á eigin fótum. Þetta er ekki frelsi fyrir alla; það er frelsi sumra til að halda öðrum niðri. Höfundur er varaformaður leigjendasamtakanna og tölvuleikjahönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Leigumarkaður Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur orðið veruleg breyting á húsnæðismarkaðnum undanfarin ár, þar sem fjárfestar hafa keypt upp sífellt stærri hluta markaðarins á kostnað einstaklinga sem vilja einfaldlega eignast heimili. Frá fjármálahruninu hefur hlutfall fasteigna sem eru keyptar af fjárfestum vaxið úr um 50% í 90% á þessu ári. Þetta hefur ýtt undir hækkun leiguverðs, sem síðan dregur fasteignaverð upp og þrengir að ungu fólki sem á erfitt með að komast í eigið húsnæði. Kaldhæðnin í þessu er sú að ungt sjálfstæðisfólk talar mikið um „frelsi einstaklingsins“ og jafna möguleika, en aldrei um húsnæðismarkaðinn. Þau fjalla fjálglega um það að allir eigi að hafa sömu tækifæri til að skapa sitt eigið líf, en fjarlægjast alveg þau raunverulegu vandamál sem koma upp þegar frelsi einstaklingsins er ekki lengur tryggt til að eignast eigið heimili eða ná endum saman á síhækkandi leigumarkaði. Þannig finnur unga fólkið, sem er fast á leigumarkaði og á í erfiðleikum með að komast í eigið húsnæði, lítið fyrir þessum „frelsisanda“ sem boðaður er. Þess í stað þarf það að kljást við sífellt hærri leigu og draumurinn um eigin íbúð fjarlægist stöðugt. Frelsi einstaklingsins snýst þá ekki um frelsi til að bæta líf sitt, heldur frelsi þeirra efnameiri til að nýta leigumarkaðinn til gróða – oft á kostnað þeirra sem standa höllum fæti. Frelsið til þess að græða á ungu fólki á leigumarkaði hefur vaxið svo hratt að fylgni milli fasteignaverðs og leiguverðs hér á landi er tvöfalt meiri en víða annars staðar í Evrópu. Í raun er leiguverðið orðið einn stærsti drifkrafturinn í hækkun fasteignaverðs; þegar leigan hækkar, hækkar fasteignaverðið einnig. Þetta er vítahringur þar sem leiguverðið, sem ungt fólk þarf að greiða, þrengir að kaupmætti þess og veldur því að draumurinn um eigið húsnæði verður fjarlægari. Ef ungt fólk vinnur aukalega til að safna fyrir útborgun eða eignast húsnæði missir það húsnæðisstuðninginn sem það gæti þurft á að halda – enda skerðast leigubætur í samræmi við auknar tekjur. Á meðan eru þeir sem þegar eiga eignir og græða á leigumarkaði lausir við slíkar skerðingar. Þeir geta leigt út og hagnast óhindrað, á meðan unga fólkið er fast í kerfi sem refsar því fyrir að leggja til hliðar. Þannig verður frelsi einstaklingsins að handvöldum lúxus fyrir suma, á meðan það þrengir að öðrum. Á endanum má segja að þetta lofaða „frelsi til að græða“ sé orðið rándýrt fyrir samfélagið og jafnvel heftandi á möguleika ungs fólks til að standa á eigin fótum. Þetta er ekki frelsi fyrir alla; það er frelsi sumra til að halda öðrum niðri. Höfundur er varaformaður leigjendasamtakanna og tölvuleikjahönnuður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun