Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 10:46 Í aðdraganda kosninga á pistill Ágústar Kr. Steinarssonar á Vísi frá því 25. október 2024 (Hvað með afköst ríkisins? - Vísir) vel við sem og hans vangaveltur varðandi forgangsmál frambjóðenda á næsta kjörtímabili. Það er óumdeilt að stefna stjórnvalda skiptir máli þegar horft er til landsbyggðarinnar, ekki síst á sviði heilbrigðisþjónustu. Þegar horft er til starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) þá þarf ekki bara rétt skip heldur einnig rétt skilyrði fyrir áhöfnina sem vinnur innan þess. SAk glímir við svipaðan vanda og lýst er í pistlinum – umhverfið setur skorður og stöðugar kröfur um afköst aukast. Sjúkrahúsið á Akureyri sinnir umfangsmiklum og mikilvægum verkefnum, á of litlu fjármagni og með álagi sem er stundum þyngra en heilbrigt getur talist. Rekstrarumhverfið á ekki að vera hindrun í vegi starfsfólksins, frekar viljum við sjá að innviðir styðji við starfsánægju og árangur. Það er gríðarlega mikilvægt að þingmenn taki ábyrgð og sjái mikilvægi þess og tryggi áframhaldandi uppbyggingu þjónustu á Sjúkrahúsinu á Akureyri og þar með tryggi að rekstrarumhverfi sé til staðar til að bregðast við þörfum SAk og samfélagsins. Á síðustu misserum hefur reynst erfitt að manna stöður sérfræðinga, sem veldur auknu álagi á þá sem eru fyrir. Við höfum áhyggjur af því hvert stefnir. Það þarf að búa til starfsumhverfi sem gerir kleift að uppfylla kröfur landsbyggðarinnar um heilbrigðisþjónustu á svæðinu – öllum til heilla. Það ætti að vera forgangsatriði frambjóðenda að skapa raunverulegan stuðning og framkvæmanlegt starfsumhverfi fyrir þá sem starfa innan heilbrigðisstofnana. Þetta er spurning um hvernig við höfum raunveruleg áhrif til að bæta velferð og heilbrigði fyrir landsmenn alla. Er þetta í forgangi hjá stjórnmálaflokki þínum til alþingiskosninga? Höfundur er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðismál Byggðamál Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga á pistill Ágústar Kr. Steinarssonar á Vísi frá því 25. október 2024 (Hvað með afköst ríkisins? - Vísir) vel við sem og hans vangaveltur varðandi forgangsmál frambjóðenda á næsta kjörtímabili. Það er óumdeilt að stefna stjórnvalda skiptir máli þegar horft er til landsbyggðarinnar, ekki síst á sviði heilbrigðisþjónustu. Þegar horft er til starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) þá þarf ekki bara rétt skip heldur einnig rétt skilyrði fyrir áhöfnina sem vinnur innan þess. SAk glímir við svipaðan vanda og lýst er í pistlinum – umhverfið setur skorður og stöðugar kröfur um afköst aukast. Sjúkrahúsið á Akureyri sinnir umfangsmiklum og mikilvægum verkefnum, á of litlu fjármagni og með álagi sem er stundum þyngra en heilbrigt getur talist. Rekstrarumhverfið á ekki að vera hindrun í vegi starfsfólksins, frekar viljum við sjá að innviðir styðji við starfsánægju og árangur. Það er gríðarlega mikilvægt að þingmenn taki ábyrgð og sjái mikilvægi þess og tryggi áframhaldandi uppbyggingu þjónustu á Sjúkrahúsinu á Akureyri og þar með tryggi að rekstrarumhverfi sé til staðar til að bregðast við þörfum SAk og samfélagsins. Á síðustu misserum hefur reynst erfitt að manna stöður sérfræðinga, sem veldur auknu álagi á þá sem eru fyrir. Við höfum áhyggjur af því hvert stefnir. Það þarf að búa til starfsumhverfi sem gerir kleift að uppfylla kröfur landsbyggðarinnar um heilbrigðisþjónustu á svæðinu – öllum til heilla. Það ætti að vera forgangsatriði frambjóðenda að skapa raunverulegan stuðning og framkvæmanlegt starfsumhverfi fyrir þá sem starfa innan heilbrigðisstofnana. Þetta er spurning um hvernig við höfum raunveruleg áhrif til að bæta velferð og heilbrigði fyrir landsmenn alla. Er þetta í forgangi hjá stjórnmálaflokki þínum til alþingiskosninga? Höfundur er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar