Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 10:46 Í aðdraganda kosninga á pistill Ágústar Kr. Steinarssonar á Vísi frá því 25. október 2024 (Hvað með afköst ríkisins? - Vísir) vel við sem og hans vangaveltur varðandi forgangsmál frambjóðenda á næsta kjörtímabili. Það er óumdeilt að stefna stjórnvalda skiptir máli þegar horft er til landsbyggðarinnar, ekki síst á sviði heilbrigðisþjónustu. Þegar horft er til starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) þá þarf ekki bara rétt skip heldur einnig rétt skilyrði fyrir áhöfnina sem vinnur innan þess. SAk glímir við svipaðan vanda og lýst er í pistlinum – umhverfið setur skorður og stöðugar kröfur um afköst aukast. Sjúkrahúsið á Akureyri sinnir umfangsmiklum og mikilvægum verkefnum, á of litlu fjármagni og með álagi sem er stundum þyngra en heilbrigt getur talist. Rekstrarumhverfið á ekki að vera hindrun í vegi starfsfólksins, frekar viljum við sjá að innviðir styðji við starfsánægju og árangur. Það er gríðarlega mikilvægt að þingmenn taki ábyrgð og sjái mikilvægi þess og tryggi áframhaldandi uppbyggingu þjónustu á Sjúkrahúsinu á Akureyri og þar með tryggi að rekstrarumhverfi sé til staðar til að bregðast við þörfum SAk og samfélagsins. Á síðustu misserum hefur reynst erfitt að manna stöður sérfræðinga, sem veldur auknu álagi á þá sem eru fyrir. Við höfum áhyggjur af því hvert stefnir. Það þarf að búa til starfsumhverfi sem gerir kleift að uppfylla kröfur landsbyggðarinnar um heilbrigðisþjónustu á svæðinu – öllum til heilla. Það ætti að vera forgangsatriði frambjóðenda að skapa raunverulegan stuðning og framkvæmanlegt starfsumhverfi fyrir þá sem starfa innan heilbrigðisstofnana. Þetta er spurning um hvernig við höfum raunveruleg áhrif til að bæta velferð og heilbrigði fyrir landsmenn alla. Er þetta í forgangi hjá stjórnmálaflokki þínum til alþingiskosninga? Höfundur er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðismál Byggðamál Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga á pistill Ágústar Kr. Steinarssonar á Vísi frá því 25. október 2024 (Hvað með afköst ríkisins? - Vísir) vel við sem og hans vangaveltur varðandi forgangsmál frambjóðenda á næsta kjörtímabili. Það er óumdeilt að stefna stjórnvalda skiptir máli þegar horft er til landsbyggðarinnar, ekki síst á sviði heilbrigðisþjónustu. Þegar horft er til starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) þá þarf ekki bara rétt skip heldur einnig rétt skilyrði fyrir áhöfnina sem vinnur innan þess. SAk glímir við svipaðan vanda og lýst er í pistlinum – umhverfið setur skorður og stöðugar kröfur um afköst aukast. Sjúkrahúsið á Akureyri sinnir umfangsmiklum og mikilvægum verkefnum, á of litlu fjármagni og með álagi sem er stundum þyngra en heilbrigt getur talist. Rekstrarumhverfið á ekki að vera hindrun í vegi starfsfólksins, frekar viljum við sjá að innviðir styðji við starfsánægju og árangur. Það er gríðarlega mikilvægt að þingmenn taki ábyrgð og sjái mikilvægi þess og tryggi áframhaldandi uppbyggingu þjónustu á Sjúkrahúsinu á Akureyri og þar með tryggi að rekstrarumhverfi sé til staðar til að bregðast við þörfum SAk og samfélagsins. Á síðustu misserum hefur reynst erfitt að manna stöður sérfræðinga, sem veldur auknu álagi á þá sem eru fyrir. Við höfum áhyggjur af því hvert stefnir. Það þarf að búa til starfsumhverfi sem gerir kleift að uppfylla kröfur landsbyggðarinnar um heilbrigðisþjónustu á svæðinu – öllum til heilla. Það ætti að vera forgangsatriði frambjóðenda að skapa raunverulegan stuðning og framkvæmanlegt starfsumhverfi fyrir þá sem starfa innan heilbrigðisstofnana. Þetta er spurning um hvernig við höfum raunveruleg áhrif til að bæta velferð og heilbrigði fyrir landsmenn alla. Er þetta í forgangi hjá stjórnmálaflokki þínum til alþingiskosninga? Höfundur er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar