Hvað með afköst ríkisins? Ágúst Kristján Steinarsson skrifar 25. október 2024 12:02 Eftir langa siglingu um heimshöfin sjö var ljóst að skipið var týnt á Norður-Íshafinu. Það var farið að gefa á bátinn, samstarf í brúnni var orðið stirt og skipstjórinn tilkynnti áhöfninni að það yrði skipt um mannskap í brúnni. Mörg stigu fram og buðu fram krafta sína og öll kepptust þau við að segja í hvaða átt ætti að sigla. Svo mikið var rætt um stefnur og mannkosti álitlegra skipstjóra og stýrimanna að allt annað gleymdist. Það var nefnilega ekki verið að spá í skipinu sjálfu, sem var orðið illa laskað eftir allan hamaganginn. Þessu til viðbótar var áhöfnin úrvinda eftir endalausar vendingar og ólgusjó. Mörg reyndu að vekja athygli á þessu en fólkið í brúnni hlustaði ekki á áhöfnina. Einmitt þegar að yfirlýsingar frambjóðenda stóðu í hæstu hæðum gerðist það óumflýjanlega. Skipið byrjaði að sökkva. --- Þessi örsaga er ekki sögð til að varpa dómi á fráfarandi ríkisstjórn. Né er hún skrifuð í pólitískum tilgangi. Hún er dregin upp til að velta upp mikilvægi pólitískra áherslna annars vegar og frábærum rekstri ríkisins hins vegar. Þannig má varpa fram spurningu um skipið sökkvandi. Hvort skiptir meira máli: að ákveða stefnu skipsins, eða laga skipið, styrkja áhöfnina og tryggja að það sé hægt að sigla áfram? Bæði skiptir vissulega máli en það virðist oft sem pólitískar áherslur fái meiri athygli en stuðningur við starfsemi ráðuneyta og stofnana, sem er vissulega forsenda árangurs. Í starfi mínu sem stjórnunarráðgjafi hef ég séð þann mikla þunga sem fylgir því að starfa á stofnun. Lög, reglur og kvaðir frá ráðuneytum og eftirlitsstofnunum setja þessum vinnustöðum ósjaldan miklar skorður þannig að frelsi til athafna er takmarkað. Rótarkerfi vinnustaðarins er umfangsmikið, erfitt er að breyta hlutum og margt í umhverfinu hvetur til íhaldssemi. Á sama tíma er álag oft vaxandi og erfitt reynist að vinna að nokkurri framþróun. Ég hef séð þennan þunga hreinlega lama vinnustaði ríkisins. Lukkulega hef ég séð stjórnendur og starfsmenn ná ótrúlegum árangi þrátt fyrir þessar hömlur. En þannig á það ekki að vera. Stofnanir eiga ekki að ná árangri þrátt fyrir þennan þunga. Stofnanir eiga að ná árangi vegna þess að ríkisumhverfið styður við blómstrandi starfsemi. Þannig geta innviðir ríkisins eflst sem hafa bein áhrif á þjónustu og stuðning við alla landsmenn. Hér er heilmikið í húfi. Rannsóknir hafa sýnt að það sem hefur mest áhrif starfsánægju er að finna fyrir framvindu og afköstum í tilgangsríku starfi. Í dag er of mikið sem getur hamlað framvindu starfsmanna í ríkisumhverfi og ábyrgð ráðamanna og stjórnenda er að breyta því. Árangur ríkisins er ekki háður því hvaða pólitíska stefna verður tekin. Árangur ríkisins ræðst af því hvernig ráðherrar, Alþingi og ráðuneyti skapa starfsumhverfi fyrir áhöfnina. Hér skiptir máli að spyrja lykilspurninga sem einblína á rót vandans. Hvaða hindrunum þarf að ryðja úr vegi? Hvernig er hægt að lyfta upp umhverfi þessara vinnustaða? Hvernig er hægt að stuðla að því að starfsmenn finni fyrir og taki þátt í árangri og afköstum? Þetta ættu að vera lykilspurningar til allra frambjóðenda og forgangsmál á næsta kjörtímabili. Er þetta í forgangi hjá þér í þessum kosningum? Höfundur er stjórnunarráðgjafi í breytingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Eftir langa siglingu um heimshöfin sjö var ljóst að skipið var týnt á Norður-Íshafinu. Það var farið að gefa á bátinn, samstarf í brúnni var orðið stirt og skipstjórinn tilkynnti áhöfninni að það yrði skipt um mannskap í brúnni. Mörg stigu fram og buðu fram krafta sína og öll kepptust þau við að segja í hvaða átt ætti að sigla. Svo mikið var rætt um stefnur og mannkosti álitlegra skipstjóra og stýrimanna að allt annað gleymdist. Það var nefnilega ekki verið að spá í skipinu sjálfu, sem var orðið illa laskað eftir allan hamaganginn. Þessu til viðbótar var áhöfnin úrvinda eftir endalausar vendingar og ólgusjó. Mörg reyndu að vekja athygli á þessu en fólkið í brúnni hlustaði ekki á áhöfnina. Einmitt þegar að yfirlýsingar frambjóðenda stóðu í hæstu hæðum gerðist það óumflýjanlega. Skipið byrjaði að sökkva. --- Þessi örsaga er ekki sögð til að varpa dómi á fráfarandi ríkisstjórn. Né er hún skrifuð í pólitískum tilgangi. Hún er dregin upp til að velta upp mikilvægi pólitískra áherslna annars vegar og frábærum rekstri ríkisins hins vegar. Þannig má varpa fram spurningu um skipið sökkvandi. Hvort skiptir meira máli: að ákveða stefnu skipsins, eða laga skipið, styrkja áhöfnina og tryggja að það sé hægt að sigla áfram? Bæði skiptir vissulega máli en það virðist oft sem pólitískar áherslur fái meiri athygli en stuðningur við starfsemi ráðuneyta og stofnana, sem er vissulega forsenda árangurs. Í starfi mínu sem stjórnunarráðgjafi hef ég séð þann mikla þunga sem fylgir því að starfa á stofnun. Lög, reglur og kvaðir frá ráðuneytum og eftirlitsstofnunum setja þessum vinnustöðum ósjaldan miklar skorður þannig að frelsi til athafna er takmarkað. Rótarkerfi vinnustaðarins er umfangsmikið, erfitt er að breyta hlutum og margt í umhverfinu hvetur til íhaldssemi. Á sama tíma er álag oft vaxandi og erfitt reynist að vinna að nokkurri framþróun. Ég hef séð þennan þunga hreinlega lama vinnustaði ríkisins. Lukkulega hef ég séð stjórnendur og starfsmenn ná ótrúlegum árangi þrátt fyrir þessar hömlur. En þannig á það ekki að vera. Stofnanir eiga ekki að ná árangri þrátt fyrir þennan þunga. Stofnanir eiga að ná árangi vegna þess að ríkisumhverfið styður við blómstrandi starfsemi. Þannig geta innviðir ríkisins eflst sem hafa bein áhrif á þjónustu og stuðning við alla landsmenn. Hér er heilmikið í húfi. Rannsóknir hafa sýnt að það sem hefur mest áhrif starfsánægju er að finna fyrir framvindu og afköstum í tilgangsríku starfi. Í dag er of mikið sem getur hamlað framvindu starfsmanna í ríkisumhverfi og ábyrgð ráðamanna og stjórnenda er að breyta því. Árangur ríkisins er ekki háður því hvaða pólitíska stefna verður tekin. Árangur ríkisins ræðst af því hvernig ráðherrar, Alþingi og ráðuneyti skapa starfsumhverfi fyrir áhöfnina. Hér skiptir máli að spyrja lykilspurninga sem einblína á rót vandans. Hvaða hindrunum þarf að ryðja úr vegi? Hvernig er hægt að lyfta upp umhverfi þessara vinnustaða? Hvernig er hægt að stuðla að því að starfsmenn finni fyrir og taki þátt í árangri og afköstum? Þetta ættu að vera lykilspurningar til allra frambjóðenda og forgangsmál á næsta kjörtímabili. Er þetta í forgangi hjá þér í þessum kosningum? Höfundur er stjórnunarráðgjafi í breytingum.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun