Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar 30. október 2024 12:02 Heilaslag er algengt neyðartilfelli sem ber að bregðast við án tafar. Ef heilaslag á sér stað er mikilvægt að einstaklingur komist á spítala sem fyrst því læknismeðferð þarf að veita innan ákveðins tímaramma. Á hverri mínútu eftir að slag á sér stað deyja tæplega tvær milljónir heilafruma. Allir þjónustuaðilar, frá sjúkraflutningafólki til þeirra sem veita bráðaþjónustu, eru meðvitaðir um að snör viðbrögð skipta sköpum. Bráðaþjónusta hefur einmitt verið uppbyggð samkvæmt þessari hugmyndarfræði og þegar upplýsingar berast til starfsfólks Landsspítala um „Slag innan tímamarka” ýtir það af stað hröðu og skilvirku meðferðarferil. Þessi viðbrögð eru æfð af viðbragðsaðilum og er meginmarkmiðið að samhæfa þau til að spara tíma og þar með bjarga heilafrumum og færni. Þó að bráðameðferð sé skilvirk nýtist hún ekki sem skildi ef fólk kemst ekki nægilega fljótt á sjúkrahús þar sem það hlýtur viðeigandi meðferð. Þess vegna hefur verið hrundið af stað átaki til að fræða fólk hér á landi um einkenni heilaslags. Starfsfólk taugalækningardeildar Landspítala hafði frumkvæði af átakinu með verkefni sem kallast FAST hetjurnar. Um er að ræða skólverkefni fyrir 5-9 ára börn þar sem kennarar kenna börnunum einkenni heilaslags og hvernig á að bregðast við þeim. Börnin kenna svo mömmum sínum og pöbbum, ömmum, öfum og fólkinu í kringum sig um einkennin, þannig næst að fræða alla fjölskylduna í gegnum börnin. Röng fyrstu viðbrögð Einkenni heilaslags eru skyndileg andlitslömun, lömun í útlim og taltruflunum, verði einhverra þessara einkenna vart skal hringja strax í 112. Því miður gera allt að 80% slagsjúklinga sér ekki grein fyrir að þeir séu að fá heilaslag og hjá 70% þeirra eru fyrstu viðbrögð að hringja í náin aðstandanda í stað þess að hringja strax á sjúkrabíl. Þegar aðstandendur svara mæla þeir langoftast með að fólk hvíli sig og sjái til. Þetta má hugsanlega rekja til þess að í flestu tilfellum er heilaslag verkjalaust, annað en til dæmi hjartaáfall og hringir það því ekki sömu viðvörunarbjöllum hjá fólki. Nú þegar hafa þúsundir barna lært um FAST hetjurnar í yfir 80 íslenskum skólum. FAST hetjurnar eru þó ekki einungis kenndar hér á Íslandi, yfir 500 þúsund börn um víða veröld hafa lært einkenni heilaslags og viðbrögð við þeim í gegnum hetjurar, allt frá Grikklandi til Singapúr, í Búlgaríu, Suður-Afríku, í Tælandi, Póllandi og á Ítalíu og mörgum öðrum löndum. En sama hvar í heiminum námsefnið er kennt, er markmiðið alltaf það sama: að auka þekkingu á heilaslagi og koma í veg fyrir töf á bráðaaðstoð. Þekkingin könnuð Til að skoða þekkingu Íslendinga á FAST-hetjunum, einkennum heilaslags og fyrstu viðbrögðum var send út könnun á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í ágúst á síðasta ári. Svarhlutfall könnunarinnar var mjög gott en alls svöruðu 953 manns á aldrinum 20-70 Frumniðurstöður sýna að rúmlega 50% þátttakenda eru sammála eða mjög sammála því að þau geti lýst fyrir starfsfólki Neyðarlínunnar ef einhver í kringum þau eru að fá heilaslag , 47% segjast sammála eða mjög sammála því að þau þekki helstu einkenni heilaslags og get borið kennsl á þau. Þá segjast 42% vera sammála eða mjög sammála því að þau viti hvernig skuli bregðast við ef einhver er að fá heilaslag og 31% eru sammála eða mjög sammála að þau geta frætt vini og vandamenn um helstu einkenni heilaslags. Þesar tölur sýna okkur að við stöndum vel miðað við mörg önnur lönd hvað varðar þekkingu á einkennum heilaslags en einnig er augljóst að bæta má þekkinguna enn frekar. Einnig sýna niðurstöður könnunarinnar að fræðslu skortir varðandi áhættuþætti heilaslags og hvernig minnka má líkur á því. Einungis 22,5% svarenda nefndu til dæmis hækkaðan blóðþrýsting sem áhættuþátt, rn hár blóðþrýstingur er stærsti áhættuþáttur heilaslags og getur tvöfaldað líkurnar. Það er því mikilvægt að auka þekkingu á bæði einkennum heilaslags og áhættuþætti þess. Hreyfing, mataræði og reykingar auka áhættuna til dæmis gríðarlega, en þessa þætti má auðveldlega hafa áhrif á með breyttum lífsstíl. 29. október er alþjóðlegi slagdagurinn og því nota ég tækifærið til að minna á einkenni og áhættuþætti heilaslags, Einnig minni ég á FAST hetjurnar og hvet alla kennara 5-9 ára barna til að taka þátt. Verkefnið er auðelt í kennslu og það er ókeypist fyrir kennara, skóla og nemendur. Í lok þess árs verður könnunin sem rædd var hér að ofan endurtekin, þá skulum við vera búin að auka þekkingu okkar enn frekar, saman getum við bjargað mannslífum. Höfundur er forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og endurhæfingarsjúklinga á Landspítala háskólasjúkrahúsi og verkefnastjóri FAST verkefnisins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Heilaslag er algengt neyðartilfelli sem ber að bregðast við án tafar. Ef heilaslag á sér stað er mikilvægt að einstaklingur komist á spítala sem fyrst því læknismeðferð þarf að veita innan ákveðins tímaramma. Á hverri mínútu eftir að slag á sér stað deyja tæplega tvær milljónir heilafruma. Allir þjónustuaðilar, frá sjúkraflutningafólki til þeirra sem veita bráðaþjónustu, eru meðvitaðir um að snör viðbrögð skipta sköpum. Bráðaþjónusta hefur einmitt verið uppbyggð samkvæmt þessari hugmyndarfræði og þegar upplýsingar berast til starfsfólks Landsspítala um „Slag innan tímamarka” ýtir það af stað hröðu og skilvirku meðferðarferil. Þessi viðbrögð eru æfð af viðbragðsaðilum og er meginmarkmiðið að samhæfa þau til að spara tíma og þar með bjarga heilafrumum og færni. Þó að bráðameðferð sé skilvirk nýtist hún ekki sem skildi ef fólk kemst ekki nægilega fljótt á sjúkrahús þar sem það hlýtur viðeigandi meðferð. Þess vegna hefur verið hrundið af stað átaki til að fræða fólk hér á landi um einkenni heilaslags. Starfsfólk taugalækningardeildar Landspítala hafði frumkvæði af átakinu með verkefni sem kallast FAST hetjurnar. Um er að ræða skólverkefni fyrir 5-9 ára börn þar sem kennarar kenna börnunum einkenni heilaslags og hvernig á að bregðast við þeim. Börnin kenna svo mömmum sínum og pöbbum, ömmum, öfum og fólkinu í kringum sig um einkennin, þannig næst að fræða alla fjölskylduna í gegnum börnin. Röng fyrstu viðbrögð Einkenni heilaslags eru skyndileg andlitslömun, lömun í útlim og taltruflunum, verði einhverra þessara einkenna vart skal hringja strax í 112. Því miður gera allt að 80% slagsjúklinga sér ekki grein fyrir að þeir séu að fá heilaslag og hjá 70% þeirra eru fyrstu viðbrögð að hringja í náin aðstandanda í stað þess að hringja strax á sjúkrabíl. Þegar aðstandendur svara mæla þeir langoftast með að fólk hvíli sig og sjái til. Þetta má hugsanlega rekja til þess að í flestu tilfellum er heilaslag verkjalaust, annað en til dæmi hjartaáfall og hringir það því ekki sömu viðvörunarbjöllum hjá fólki. Nú þegar hafa þúsundir barna lært um FAST hetjurnar í yfir 80 íslenskum skólum. FAST hetjurnar eru þó ekki einungis kenndar hér á Íslandi, yfir 500 þúsund börn um víða veröld hafa lært einkenni heilaslags og viðbrögð við þeim í gegnum hetjurar, allt frá Grikklandi til Singapúr, í Búlgaríu, Suður-Afríku, í Tælandi, Póllandi og á Ítalíu og mörgum öðrum löndum. En sama hvar í heiminum námsefnið er kennt, er markmiðið alltaf það sama: að auka þekkingu á heilaslagi og koma í veg fyrir töf á bráðaaðstoð. Þekkingin könnuð Til að skoða þekkingu Íslendinga á FAST-hetjunum, einkennum heilaslags og fyrstu viðbrögðum var send út könnun á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í ágúst á síðasta ári. Svarhlutfall könnunarinnar var mjög gott en alls svöruðu 953 manns á aldrinum 20-70 Frumniðurstöður sýna að rúmlega 50% þátttakenda eru sammála eða mjög sammála því að þau geti lýst fyrir starfsfólki Neyðarlínunnar ef einhver í kringum þau eru að fá heilaslag , 47% segjast sammála eða mjög sammála því að þau þekki helstu einkenni heilaslags og get borið kennsl á þau. Þá segjast 42% vera sammála eða mjög sammála því að þau viti hvernig skuli bregðast við ef einhver er að fá heilaslag og 31% eru sammála eða mjög sammála að þau geta frætt vini og vandamenn um helstu einkenni heilaslags. Þesar tölur sýna okkur að við stöndum vel miðað við mörg önnur lönd hvað varðar þekkingu á einkennum heilaslags en einnig er augljóst að bæta má þekkinguna enn frekar. Einnig sýna niðurstöður könnunarinnar að fræðslu skortir varðandi áhættuþætti heilaslags og hvernig minnka má líkur á því. Einungis 22,5% svarenda nefndu til dæmis hækkaðan blóðþrýsting sem áhættuþátt, rn hár blóðþrýstingur er stærsti áhættuþáttur heilaslags og getur tvöfaldað líkurnar. Það er því mikilvægt að auka þekkingu á bæði einkennum heilaslags og áhættuþætti þess. Hreyfing, mataræði og reykingar auka áhættuna til dæmis gríðarlega, en þessa þætti má auðveldlega hafa áhrif á með breyttum lífsstíl. 29. október er alþjóðlegi slagdagurinn og því nota ég tækifærið til að minna á einkenni og áhættuþætti heilaslags, Einnig minni ég á FAST hetjurnar og hvet alla kennara 5-9 ára barna til að taka þátt. Verkefnið er auðelt í kennslu og það er ókeypist fyrir kennara, skóla og nemendur. Í lok þess árs verður könnunin sem rædd var hér að ofan endurtekin, þá skulum við vera búin að auka þekkingu okkar enn frekar, saman getum við bjargað mannslífum. Höfundur er forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og endurhæfingarsjúklinga á Landspítala háskólasjúkrahúsi og verkefnastjóri FAST verkefnisins á Íslandi.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun