Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar 29. október 2024 21:01 Systir mín, nýkomin til landsins frá París, lét þessi orð falla á meðan við ókum eftir hringveginum í sumar: „Undarlegt - Allt er stöðugt að breytast í kringum okkur. Náttúran er aldrei eins“. „Hvað áttu við með því?“ spurði ég hissa. Fjöllin eru alltaf á sama stað. „Jú, eftir því sem við nálgumst fjall breytist það og sýnir aðra hlið á sér og við hverja breytingu á sjónarhorni blasir við ný sýn, nýtt form, nýir litir og nýtt ljós. Eins og náttúran væri að skapa eitthvað nýtt á hverju augnabliki“. Hún hugsaði sig um nokkra stund, hallaði sér síðan að mér og sagði eins og við sjálfa sig: „Ég heimsótti þig fyrir tuttugu árum þegar þú varst nýflutt til landsins. Þegar ég sneri aftur heim til foreldra okkar í Frakklandi og virti fyrir mér landslagið leið mér undarlega. Hvernig undarlega? Mér fannst umhverfið svo niðurdrepandi. Allt var eins, hver lófastór blettur í landslaginu var skipulagður. Allt var eins.“ Ég hlustaði einbeitt og á sama tíma var ég steinhissa á þessum einlægu orðum sem hreyfðu við mér. Ég leit til systur minnar og sá hana fyrir mér að leiðast í Frakklandi. Þá kom upp minning um fyrsta skipti sem ég sneri aftur til Frakklands eftir sumardvöl á Íslandi við vinnu á verkfræðistofu. Flugvélin lenti á Orly-flugvelli og ég þurfti að taka annað flug til Toulon þar sem fjölskylda mín var í fríi við Riveruna. Það var einn af uppáhaldsstöðum mínum, sjórinn, gróðurinn, hitinn. Það var staðurinn sem ég var vön að dvelja á í tvær vikur til að hlaða batteríin fyrir skólaárið fram undan. Einn af fallegustu stöðunum í Frakklandi. En þar sem ég geng um í suðrænu kjarrlendi og sjórinn við fætur mína, þá átta ég mig allt í einu á að ég er orðin ónæm fyrir þessari fegurð. Ég er ekki lengur að upplifa neitt. Ég er dofin gagnvart umhverfinu. Á þeim tímapunkti áttaði ég mig á því að ég kynni ekki lengur að meta umhverfið í suðrinu eftir tvo mánuði á Íslandi. Þegar maður hefur upplifað mjög sterkt ákveðna fegurð verður leiðin niður á jörðina aftur erfið. Þannig var tilfinning okkar. Þá leið mér undarlega. Eftir tuttugu ár á Íslandi er ég kannski orðin ónæm fyrir fegurð landsins? Kannski þarf ég að fara oftar til útlanda til að finna fyrir henni aftur. Getur verið að fólkið sem fæðist hér sé ekki alltaf meðvitað um hana? Eru innfæddir að skynja landið öðruvísi vegna þess að þeir ólust upp hér og hafa ekki æskuminningar frá öðru landi? Eru þar af leiðandi tengslin við landið mynduð öðruvísi? Æskuminningar mínar eru frá sveitinni, Ölpunum, suðrinu og París. Eru þeir sem hafa æskurætur á Íslandi að upplifa fegurð náttúrunnar á sama hátt? Hefur það áhrif á skynjun náttúrunnar? Standa rætur fólks á eyju í miðju Atlantshafi svo djúpt að þær geri fólki erfitt að lyfta sér upp og njóta náttúru landsins á öðru plani? Er ég hætt að sjá hvað er svo sérstakt hér? Er umhverfið orðið svo sjálfsagt að ég taki ekki eftir því? Er ég orðin dauf gagnvart umhverfinu? Íslensk? Sé ég ekki lengur fegurðina? Ég kvarta undan blautu sumri eins og aðrir Íslendingar. Svo hugsa ég um alla þessa túrista sem yfirgefa Ísland eftir dvöl sína hér. Hvernig líður þeim erlendis? Eru kannski margir að upplifa þessa skrýtnu tilfinningu? Nokkrum dögum eftir brottför systur minnar frá Íslandi hringir myndforrit. Systir mín er stödd í lúxusvillu í Suður-Frakklandi. „Giskaðu hvernig mér líður?“ spyr hún hálfbrosandi. Ég brosti skilningsrík til baka. Ó hvað ég þrái að upplifa aftur hina saklausu skynjun fegurðar náttúrunnar. Ég horfi á fjöllin, á vötnin, á sjóinn og ég reyni að sjá eitthvað handan við hversdagslegan veruleika, á bak við hin óáþreifanlegu tjöld vanans sem byrgja okkur sýn. Höfundur er verkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Systir mín, nýkomin til landsins frá París, lét þessi orð falla á meðan við ókum eftir hringveginum í sumar: „Undarlegt - Allt er stöðugt að breytast í kringum okkur. Náttúran er aldrei eins“. „Hvað áttu við með því?“ spurði ég hissa. Fjöllin eru alltaf á sama stað. „Jú, eftir því sem við nálgumst fjall breytist það og sýnir aðra hlið á sér og við hverja breytingu á sjónarhorni blasir við ný sýn, nýtt form, nýir litir og nýtt ljós. Eins og náttúran væri að skapa eitthvað nýtt á hverju augnabliki“. Hún hugsaði sig um nokkra stund, hallaði sér síðan að mér og sagði eins og við sjálfa sig: „Ég heimsótti þig fyrir tuttugu árum þegar þú varst nýflutt til landsins. Þegar ég sneri aftur heim til foreldra okkar í Frakklandi og virti fyrir mér landslagið leið mér undarlega. Hvernig undarlega? Mér fannst umhverfið svo niðurdrepandi. Allt var eins, hver lófastór blettur í landslaginu var skipulagður. Allt var eins.“ Ég hlustaði einbeitt og á sama tíma var ég steinhissa á þessum einlægu orðum sem hreyfðu við mér. Ég leit til systur minnar og sá hana fyrir mér að leiðast í Frakklandi. Þá kom upp minning um fyrsta skipti sem ég sneri aftur til Frakklands eftir sumardvöl á Íslandi við vinnu á verkfræðistofu. Flugvélin lenti á Orly-flugvelli og ég þurfti að taka annað flug til Toulon þar sem fjölskylda mín var í fríi við Riveruna. Það var einn af uppáhaldsstöðum mínum, sjórinn, gróðurinn, hitinn. Það var staðurinn sem ég var vön að dvelja á í tvær vikur til að hlaða batteríin fyrir skólaárið fram undan. Einn af fallegustu stöðunum í Frakklandi. En þar sem ég geng um í suðrænu kjarrlendi og sjórinn við fætur mína, þá átta ég mig allt í einu á að ég er orðin ónæm fyrir þessari fegurð. Ég er ekki lengur að upplifa neitt. Ég er dofin gagnvart umhverfinu. Á þeim tímapunkti áttaði ég mig á því að ég kynni ekki lengur að meta umhverfið í suðrinu eftir tvo mánuði á Íslandi. Þegar maður hefur upplifað mjög sterkt ákveðna fegurð verður leiðin niður á jörðina aftur erfið. Þannig var tilfinning okkar. Þá leið mér undarlega. Eftir tuttugu ár á Íslandi er ég kannski orðin ónæm fyrir fegurð landsins? Kannski þarf ég að fara oftar til útlanda til að finna fyrir henni aftur. Getur verið að fólkið sem fæðist hér sé ekki alltaf meðvitað um hana? Eru innfæddir að skynja landið öðruvísi vegna þess að þeir ólust upp hér og hafa ekki æskuminningar frá öðru landi? Eru þar af leiðandi tengslin við landið mynduð öðruvísi? Æskuminningar mínar eru frá sveitinni, Ölpunum, suðrinu og París. Eru þeir sem hafa æskurætur á Íslandi að upplifa fegurð náttúrunnar á sama hátt? Hefur það áhrif á skynjun náttúrunnar? Standa rætur fólks á eyju í miðju Atlantshafi svo djúpt að þær geri fólki erfitt að lyfta sér upp og njóta náttúru landsins á öðru plani? Er ég hætt að sjá hvað er svo sérstakt hér? Er umhverfið orðið svo sjálfsagt að ég taki ekki eftir því? Er ég orðin dauf gagnvart umhverfinu? Íslensk? Sé ég ekki lengur fegurðina? Ég kvarta undan blautu sumri eins og aðrir Íslendingar. Svo hugsa ég um alla þessa túrista sem yfirgefa Ísland eftir dvöl sína hér. Hvernig líður þeim erlendis? Eru kannski margir að upplifa þessa skrýtnu tilfinningu? Nokkrum dögum eftir brottför systur minnar frá Íslandi hringir myndforrit. Systir mín er stödd í lúxusvillu í Suður-Frakklandi. „Giskaðu hvernig mér líður?“ spyr hún hálfbrosandi. Ég brosti skilningsrík til baka. Ó hvað ég þrái að upplifa aftur hina saklausu skynjun fegurðar náttúrunnar. Ég horfi á fjöllin, á vötnin, á sjóinn og ég reyni að sjá eitthvað handan við hversdagslegan veruleika, á bak við hin óáþreifanlegu tjöld vanans sem byrgja okkur sýn. Höfundur er verkfræðingur
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun