Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2024 13:32 Haukar þurfa að fljúga langa leið, nema að báðir leikir fari fram á Íslandi. vísir/Anton Gjaldkeri handknattleiksdeildar Hauka, nú eða bara leikmenn sjálfir og þjálfarar, hafa eflaust ekki hoppað hæð sína af gleði þegar dregið var í 3. umferð EHF-keppni karla í dag. „Þetta er ógeðslega langt,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, hreinskilinn varðandi ferðalagið sem bíður Hauka en þeir drógust gegn liðinu Kur frá Aserbaísjan. Frá Hafnarfirði til borgarinnar Mingachevir, þar sem Kur er staðsett, eru rúmir 5.000 kílómetrar í beinni fluglínu. Ljóst er að ferðalag Hauka gæti orðið mun lengra - flókið og tímafrekt. „Þetta er rándýrt og erfitt,“ segir Ásgeir sem stýrði Haukum til afar öruggs sigurs gegn finnska liðinu Cocks í tveggja leikja einvígi í 2. umferð. Ásgeir Örn Hallgrímsson er þjálfari Hauka.vísir/Anton Sá möguleiki er fyrir hendi að forráðamenn Hauka og Kur semji um að báðir leikirnir fari fram í sama landi, annað hvort á Íslandi eða í Aserbaísjan, til að draga úr ferðakostnaði. Ásgeir segir að það verði skoðað. „Við verðum að sjá til. Þetta er alveg nýskeð,“ segir Ásgeir. Áætlað er að leikirnir fari fram helgina 23.-24. nóvember og 30. nóvember til 1. desember. Sigurliðið kemst í 16-liða úrslit sem fram fara í febrúar á næsta ári og Ásgeir segir klárt mál að Haukar ætli að vera með þar: „Það skiptir ekki máli hvað við hefðum fengið í þessum drætti í dag. Við ætlum bara að vinna og fara áfram í næstu umferð.“ EHF-bikarinn Haukar Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Postecoglou rekinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Hitnar enn undir Postecoglou Enski boltinn Fleiri fréttir Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Sjá meira
„Þetta er ógeðslega langt,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, hreinskilinn varðandi ferðalagið sem bíður Hauka en þeir drógust gegn liðinu Kur frá Aserbaísjan. Frá Hafnarfirði til borgarinnar Mingachevir, þar sem Kur er staðsett, eru rúmir 5.000 kílómetrar í beinni fluglínu. Ljóst er að ferðalag Hauka gæti orðið mun lengra - flókið og tímafrekt. „Þetta er rándýrt og erfitt,“ segir Ásgeir sem stýrði Haukum til afar öruggs sigurs gegn finnska liðinu Cocks í tveggja leikja einvígi í 2. umferð. Ásgeir Örn Hallgrímsson er þjálfari Hauka.vísir/Anton Sá möguleiki er fyrir hendi að forráðamenn Hauka og Kur semji um að báðir leikirnir fari fram í sama landi, annað hvort á Íslandi eða í Aserbaísjan, til að draga úr ferðakostnaði. Ásgeir segir að það verði skoðað. „Við verðum að sjá til. Þetta er alveg nýskeð,“ segir Ásgeir. Áætlað er að leikirnir fari fram helgina 23.-24. nóvember og 30. nóvember til 1. desember. Sigurliðið kemst í 16-liða úrslit sem fram fara í febrúar á næsta ári og Ásgeir segir klárt mál að Haukar ætli að vera með þar: „Það skiptir ekki máli hvað við hefðum fengið í þessum drætti í dag. Við ætlum bara að vinna og fara áfram í næstu umferð.“
EHF-bikarinn Haukar Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Postecoglou rekinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Hitnar enn undir Postecoglou Enski boltinn Fleiri fréttir Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Sjá meira