Akademískt frelsi er í hættu – Tími til aðgerða Sigrún Ólafsdóttir, Baldvin Zarioh og Hjördís Sigursteinsdóttir skrifa 28. október 2024 09:03 Þegar Norðurlandaráð kemur saman á Íslandi nú í lok október verður þess farið á leit við þá sem sitja fund ráðsins að tekist sé á við það brýna verkefni að standa vörð um akademískt frelsi á Norðurlöndunum. Um áratugaskeið hafa Norðurlöndin verið í fararbroddi á alþjóðavísu um hvernig hægt er að verja rannsóknar- og menntastofnanir gegn pólitískum, viðskiptatengdum og hugmyndafræðilegum þrýstingi. Háskólar á Íslandi hafa dafnað sem vöggur sjálfstæðrar hugsunar þar sem rannsóknir og menntun hafa fengið að þróast án utanaðkomandi afskipta. Virðing fyrir akademísku frelsi háskóla hefur átt stóran þátt í því að á Norðurlöndum hafa þróast framúrskarandi lýðræðissamfélög sem byggja á tæknilegri og samfélagslegri nýsköpun og háum lífsgæðum. Um þessar mundir er sótt að umræddri arfleifð. Akademískt frelsi háskóla á Norðurlöndunum er undir sívaxandi þrýstingi. Aukin þörf fyrir utanaðkomandi fjármögnun dregur úr sjálfstæði fræðafólks. Pólitísk afskipti hafa áhrif á rannsóknaráætlanir og aukning tímabundinna ráðninga gerir fræðafólk berskjaldað og dregur úr hvata til að takast á við nýjungar eða umdeildar rannsóknir. Að auki hefur lýðræðisleg ákvarðanataka innan háskólanna veikst vegna aukinnar miðstýringar. Erfiðast er hvernig áreitni hefur versnað og hótunum á hendur fræðafólki, einkum þeim sem vinna að viðkvæmum eða umdeildum málum, hefur fjölgað. Þetta skerðir ekki aðeins tjáningarfrelsi einstaklinga heldur grefur undan lýðræðislegum stoðum samfélagsins. Þessi staða er ekki aðeins norrænt vandamál – hún hefur alþjóðlegar afleiðingar. Ef Norðurlönd, sem lengi hafa verið leiðandi á vettvangi rannsókna og fræða, glata forskoti sínu, sendir það skilaboð til umheimsins. Skerðing á sjálfstæði norrænna háskóla- og rannsóknarstofnana gæti skapað hættulegt fordæmi og haft áhrif víðar heldur en í hverju landi fyrir sig. Á þessum mikilvægu tímamótum kalla fagfélög starfsfólks norræna háskóla sameiginlega eftir tafarlausum aðgerðum. Við krefjumst þess að ráðamenn verji grunngildi akademísks frelsis og tryggi sjálfstæði háskóla. Tími aðgerðarleysis er liðinn – mikilvæg skref þarf að stíga til varnar heilinda akademískra stofnana okkar svo þær geti haldið áfram að vera leiðandi í rannsóknum og menntun á heimsvísu. Áskorun til norrænna þingmanna og stjórnvalda um að: Tryggja opinbera fjármögnun háskóla. Opinber fjármögnun þarf að vera örugg og nægjanleg til að tryggja fræðafólki frelsi til sjálfstæðra rannsókna, óháð dagskrá fjármögnunaraðila. Styrkja lagalega vernd akademísks frelsis. Sterkari lagaleg vernd er nauðsynleg til að tryggja að akademískt starfsfólk og háskólar hafi áfram sjálfstæðar og gagnrýnar raddir í samfélaginu, varðar utanaðkomandi þrýstingi og pólitískum áhrifum. Tryggja langtíma starfsöryggi akademísks starfsfólks. Fjölgun tímabundinna ráðningarsamninga grefur undan akademísku frelsi og langtíma starfsöryggi akademísks starfsfólks. Við krefjumst öruggs langtíma starfsöryggis fyrir akademískt starfsfólk, svo það geti tekið fræðilegar áhættur og fylgt nýjungum í rannsóknum án þess að óttast um starfsöryggi sitt. Endurheimta lýðræðislega stjórnun háskóla. Tilfærsla í átt að miðstýrðri stjórnun hefur veikt hlutverk akademísks starfsfólks við það að móta forgangsröðun háskóla. Við köllum eftir auknu vægi jafningjastjórnunar, þar sem akademískt starfsfólk hafa raunveruleg áhrif á ákvarðanir um rannsóknir og kennslu. Verja fræðafólk gegn áreitni og hótunum. Akademískt starfsfólk verður að geta tekið þátt í opinberri umræðu og sinnt rannsóknum sínum án þess að óttast áreitni eða hefndaraðgerðir. Háskólar þurfa sterkari vernd og stuðningskerfi til að verja akademískt tjáningarfrelsi. Við skorum á Norðurlandaráð og stjórnvöld á Norðurlöndum að bregðast hratt við þessum áskorunum til að vernda lýðræðisleg grunngildi. Norðurlönd verða að halda áfram að vera fyrirmynd akademísks sjálfstæðis og heiðarleika. Nú er rétti tíminn til að verja það frelsi sem lengi hefur einkennt starfsemi norrænna háskóla og styrkt norræn samfélög. Sigrún Ólafsdóttir, formaður Félags prófessora við ríkisháskólaBaldvin Zarioh, formaður Félags háskólakennaraHjördís Sigursteinsdóttir, formaður Félags háskólakennara á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Þegar Norðurlandaráð kemur saman á Íslandi nú í lok október verður þess farið á leit við þá sem sitja fund ráðsins að tekist sé á við það brýna verkefni að standa vörð um akademískt frelsi á Norðurlöndunum. Um áratugaskeið hafa Norðurlöndin verið í fararbroddi á alþjóðavísu um hvernig hægt er að verja rannsóknar- og menntastofnanir gegn pólitískum, viðskiptatengdum og hugmyndafræðilegum þrýstingi. Háskólar á Íslandi hafa dafnað sem vöggur sjálfstæðrar hugsunar þar sem rannsóknir og menntun hafa fengið að þróast án utanaðkomandi afskipta. Virðing fyrir akademísku frelsi háskóla hefur átt stóran þátt í því að á Norðurlöndum hafa þróast framúrskarandi lýðræðissamfélög sem byggja á tæknilegri og samfélagslegri nýsköpun og háum lífsgæðum. Um þessar mundir er sótt að umræddri arfleifð. Akademískt frelsi háskóla á Norðurlöndunum er undir sívaxandi þrýstingi. Aukin þörf fyrir utanaðkomandi fjármögnun dregur úr sjálfstæði fræðafólks. Pólitísk afskipti hafa áhrif á rannsóknaráætlanir og aukning tímabundinna ráðninga gerir fræðafólk berskjaldað og dregur úr hvata til að takast á við nýjungar eða umdeildar rannsóknir. Að auki hefur lýðræðisleg ákvarðanataka innan háskólanna veikst vegna aukinnar miðstýringar. Erfiðast er hvernig áreitni hefur versnað og hótunum á hendur fræðafólki, einkum þeim sem vinna að viðkvæmum eða umdeildum málum, hefur fjölgað. Þetta skerðir ekki aðeins tjáningarfrelsi einstaklinga heldur grefur undan lýðræðislegum stoðum samfélagsins. Þessi staða er ekki aðeins norrænt vandamál – hún hefur alþjóðlegar afleiðingar. Ef Norðurlönd, sem lengi hafa verið leiðandi á vettvangi rannsókna og fræða, glata forskoti sínu, sendir það skilaboð til umheimsins. Skerðing á sjálfstæði norrænna háskóla- og rannsóknarstofnana gæti skapað hættulegt fordæmi og haft áhrif víðar heldur en í hverju landi fyrir sig. Á þessum mikilvægu tímamótum kalla fagfélög starfsfólks norræna háskóla sameiginlega eftir tafarlausum aðgerðum. Við krefjumst þess að ráðamenn verji grunngildi akademísks frelsis og tryggi sjálfstæði háskóla. Tími aðgerðarleysis er liðinn – mikilvæg skref þarf að stíga til varnar heilinda akademískra stofnana okkar svo þær geti haldið áfram að vera leiðandi í rannsóknum og menntun á heimsvísu. Áskorun til norrænna þingmanna og stjórnvalda um að: Tryggja opinbera fjármögnun háskóla. Opinber fjármögnun þarf að vera örugg og nægjanleg til að tryggja fræðafólki frelsi til sjálfstæðra rannsókna, óháð dagskrá fjármögnunaraðila. Styrkja lagalega vernd akademísks frelsis. Sterkari lagaleg vernd er nauðsynleg til að tryggja að akademískt starfsfólk og háskólar hafi áfram sjálfstæðar og gagnrýnar raddir í samfélaginu, varðar utanaðkomandi þrýstingi og pólitískum áhrifum. Tryggja langtíma starfsöryggi akademísks starfsfólks. Fjölgun tímabundinna ráðningarsamninga grefur undan akademísku frelsi og langtíma starfsöryggi akademísks starfsfólks. Við krefjumst öruggs langtíma starfsöryggis fyrir akademískt starfsfólk, svo það geti tekið fræðilegar áhættur og fylgt nýjungum í rannsóknum án þess að óttast um starfsöryggi sitt. Endurheimta lýðræðislega stjórnun háskóla. Tilfærsla í átt að miðstýrðri stjórnun hefur veikt hlutverk akademísks starfsfólks við það að móta forgangsröðun háskóla. Við köllum eftir auknu vægi jafningjastjórnunar, þar sem akademískt starfsfólk hafa raunveruleg áhrif á ákvarðanir um rannsóknir og kennslu. Verja fræðafólk gegn áreitni og hótunum. Akademískt starfsfólk verður að geta tekið þátt í opinberri umræðu og sinnt rannsóknum sínum án þess að óttast áreitni eða hefndaraðgerðir. Háskólar þurfa sterkari vernd og stuðningskerfi til að verja akademískt tjáningarfrelsi. Við skorum á Norðurlandaráð og stjórnvöld á Norðurlöndum að bregðast hratt við þessum áskorunum til að vernda lýðræðisleg grunngildi. Norðurlönd verða að halda áfram að vera fyrirmynd akademísks sjálfstæðis og heiðarleika. Nú er rétti tíminn til að verja það frelsi sem lengi hefur einkennt starfsemi norrænna háskóla og styrkt norræn samfélög. Sigrún Ólafsdóttir, formaður Félags prófessora við ríkisháskólaBaldvin Zarioh, formaður Félags háskólakennaraHjördís Sigursteinsdóttir, formaður Félags háskólakennara á Akureyri
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun