Hegðaði sér eins og einræðisherra Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 26. október 2024 10:02 „Ég vissi að ég gæti aldrei unnið þjóðaratkvæði hér í Þýzkalandi. Við hefðum tapað sérhverri atkvæðagreiðslu um evruna. Það er alveg ljóst,“ sagði Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlari Þýzkalands, í samtali við þýzka blaðamanninn Jens Peter Paul árið 2002. Viðtalið er að finna í doktorsritgerð Pauls sem gerð var opinber um áratug síðar en Kohl gegndi kanzlaraembættinu þegar grunnur var lagður að Evrópusambandinu eins og við þekkjum það í dag og evrusvæðinu með Maastricht-sáttmálanum á tíunda áratug síðustu aldar. Fram kom enn fremur í máli Kohls að evrunni hefði líklega verið hafnað af um 70% þýzkra kjósenda hefði málið verið lagt í dóm þeirra. Hann hefði hegðað sér „eins og einræðisherra“ til þess að tryggja að evran yrði að veruleika. Mikill þrýstingur hafi komið frá öðrum þáverandi forystumönnum ríkja innan Evrópusambandsins að sjá til þess að svo yrði þrátt fyrir að hugmyndin um sameiginlegan gjaldmiðil nyti ekki mikilla vinsælda í Þýzkalandi. Þar á meðal þáverandi forseti Frakklands, François Mitterrand. „Þeir töldu, og höfðu rétt fyrir sér, að ef Þýzkaland tæki ekki upp evrun myndi enginn gera það,“ sagði Kohl að sama skapi og enn fremur: „Ég vildi að evran yrði að verueika vegna þess að það þýddi að mínu mati að ekki yrði aftur snúið í samrunaþróun Evrópusambandsins.“ Evran hefur frá upphafi verið hugsuð sem stórt skref í áttina að lokamarkmiði samrunans, að til verði á endanum evrópskt sambandsríki. Sjálfur var Kohl mikill og yfirlýstur stuðningsmaður þess markmiðs og talaði þá iðulega um Bandaríki Evrópu. Hverfist allt um lokamarkmiðið Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem gjarnan hefur verið nefndur faðir samrunans, fjallar enn fremur um það í ævisögu sinni hvernig stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi. Nú síðast var meðal annars lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Hreinlega hefur verið leitun að pólitískum forystumönnum í ríkjum Evrópusambandsins og stofnunum þess á liðnum áratugum, og ekki sízt hin síðari ár, sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við lokamarkmiðið um eitt ríki. Þar á meðal allir forsetar framkvæmdastjórnar þess undanfarna áratugi og þar með talinn núverandi forseti hennar, Ursula von der Leyen. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis og er fyrir vikið þegar orðið federalískt að stóru leyti. Þar á meðal helztu stofnanir þess. Margt af því sem talið er Evrópusambandinu til tekna og er gjarnan jákvætt í eðli sínu er í raun liður í því að vinna að framgangi lokamarksmiðsins. Ekki sízt til þess að tryggja stuðning við sambandið og um leið lokamarkmiðið. Til að mynda raunveruleg neytendavernd, nemaskipti, sjúkrakort og símareiki. Hæglega væri hægt að semja um slíkt til dæmis sem hluta af víðtækum fríverzlunarsamningum. Til þess þyrfti ekki umfangsmikið, yfirþjóðlegt og miðstýrt skriffinskubákn sem stefnir að því leynt og ljóst að verða að einu ríki. Hið ólýðræðislega upphaf evrunnar Mjög langur vegur er þannig frá því að Þjóðverjar hafi fórnað þýzka markinu og tekið upp evruna af fúsum og frjálsum vilja. Þvert á móti var henni þröngvað upp á þá líkt og fleiri ríki Evrópusambandsins. Kjósendur þeirra ríkja sem fengið hafa að segja álit sitt á evrunni í þjóðaratkvæði, Danir og Svíar, hafa hafnað henni. Meira en fjórðungur ríkja sambandsins hefur ekki tekið upp evruna þrátt fyrir að vera lagalega skuldbundin til þess að Dönum undanskildum. Allajafna þar sem þau hafa einfaldlega ekki viljað það. Vitanlega er áhugavert í ljósi ákalls hérlendra Evrópusambandsinna eftir inngöngu í Evrópusambandið, einkum til þess að taka upp evruna, að ríki sem þegar eru innan sambandsins kæri sig ekki um hana og reyni meðal annars að uppfylla vísvitandi ekki efnahagsleg skilyrði þess að taka hana upp. Tal um evruna sem öflugan gjaldmiðil stenzt einfaldlega ekki skoðun. Hún hvílir þvert á móti á brauðfótum eins og til að mynda Otmar Issing, fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabanka Evrópusambandsins, hefur varað við. Full ástæða er til þess að hafa í huga ólýðræðislegt upphaf evrusvæðisins þegar rætt er um Evrópusambandið og að upptöku evrunnar hefur í öllum tilfellum verið hafnað þegar kjósendur hafa fengið að segja álit á henni. Þá má ekki síður hafa í huga að lágir vextir á evrusvæðinu hafa ekki verið birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti viðvarandi efnahagslegrar stöðunar. Tilgangur lágra vaxta er enda allajafna sá að reyna að koma efnahagslífinu aftur í gang. Ítrekaðar tilraunir til þess hafa þó engu skilað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
„Ég vissi að ég gæti aldrei unnið þjóðaratkvæði hér í Þýzkalandi. Við hefðum tapað sérhverri atkvæðagreiðslu um evruna. Það er alveg ljóst,“ sagði Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlari Þýzkalands, í samtali við þýzka blaðamanninn Jens Peter Paul árið 2002. Viðtalið er að finna í doktorsritgerð Pauls sem gerð var opinber um áratug síðar en Kohl gegndi kanzlaraembættinu þegar grunnur var lagður að Evrópusambandinu eins og við þekkjum það í dag og evrusvæðinu með Maastricht-sáttmálanum á tíunda áratug síðustu aldar. Fram kom enn fremur í máli Kohls að evrunni hefði líklega verið hafnað af um 70% þýzkra kjósenda hefði málið verið lagt í dóm þeirra. Hann hefði hegðað sér „eins og einræðisherra“ til þess að tryggja að evran yrði að veruleika. Mikill þrýstingur hafi komið frá öðrum þáverandi forystumönnum ríkja innan Evrópusambandsins að sjá til þess að svo yrði þrátt fyrir að hugmyndin um sameiginlegan gjaldmiðil nyti ekki mikilla vinsælda í Þýzkalandi. Þar á meðal þáverandi forseti Frakklands, François Mitterrand. „Þeir töldu, og höfðu rétt fyrir sér, að ef Þýzkaland tæki ekki upp evrun myndi enginn gera það,“ sagði Kohl að sama skapi og enn fremur: „Ég vildi að evran yrði að verueika vegna þess að það þýddi að mínu mati að ekki yrði aftur snúið í samrunaþróun Evrópusambandsins.“ Evran hefur frá upphafi verið hugsuð sem stórt skref í áttina að lokamarkmiði samrunans, að til verði á endanum evrópskt sambandsríki. Sjálfur var Kohl mikill og yfirlýstur stuðningsmaður þess markmiðs og talaði þá iðulega um Bandaríki Evrópu. Hverfist allt um lokamarkmiðið Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem gjarnan hefur verið nefndur faðir samrunans, fjallar enn fremur um það í ævisögu sinni hvernig stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi. Nú síðast var meðal annars lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Hreinlega hefur verið leitun að pólitískum forystumönnum í ríkjum Evrópusambandsins og stofnunum þess á liðnum áratugum, og ekki sízt hin síðari ár, sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við lokamarkmiðið um eitt ríki. Þar á meðal allir forsetar framkvæmdastjórnar þess undanfarna áratugi og þar með talinn núverandi forseti hennar, Ursula von der Leyen. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis og er fyrir vikið þegar orðið federalískt að stóru leyti. Þar á meðal helztu stofnanir þess. Margt af því sem talið er Evrópusambandinu til tekna og er gjarnan jákvætt í eðli sínu er í raun liður í því að vinna að framgangi lokamarksmiðsins. Ekki sízt til þess að tryggja stuðning við sambandið og um leið lokamarkmiðið. Til að mynda raunveruleg neytendavernd, nemaskipti, sjúkrakort og símareiki. Hæglega væri hægt að semja um slíkt til dæmis sem hluta af víðtækum fríverzlunarsamningum. Til þess þyrfti ekki umfangsmikið, yfirþjóðlegt og miðstýrt skriffinskubákn sem stefnir að því leynt og ljóst að verða að einu ríki. Hið ólýðræðislega upphaf evrunnar Mjög langur vegur er þannig frá því að Þjóðverjar hafi fórnað þýzka markinu og tekið upp evruna af fúsum og frjálsum vilja. Þvert á móti var henni þröngvað upp á þá líkt og fleiri ríki Evrópusambandsins. Kjósendur þeirra ríkja sem fengið hafa að segja álit sitt á evrunni í þjóðaratkvæði, Danir og Svíar, hafa hafnað henni. Meira en fjórðungur ríkja sambandsins hefur ekki tekið upp evruna þrátt fyrir að vera lagalega skuldbundin til þess að Dönum undanskildum. Allajafna þar sem þau hafa einfaldlega ekki viljað það. Vitanlega er áhugavert í ljósi ákalls hérlendra Evrópusambandsinna eftir inngöngu í Evrópusambandið, einkum til þess að taka upp evruna, að ríki sem þegar eru innan sambandsins kæri sig ekki um hana og reyni meðal annars að uppfylla vísvitandi ekki efnahagsleg skilyrði þess að taka hana upp. Tal um evruna sem öflugan gjaldmiðil stenzt einfaldlega ekki skoðun. Hún hvílir þvert á móti á brauðfótum eins og til að mynda Otmar Issing, fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabanka Evrópusambandsins, hefur varað við. Full ástæða er til þess að hafa í huga ólýðræðislegt upphaf evrusvæðisins þegar rætt er um Evrópusambandið og að upptöku evrunnar hefur í öllum tilfellum verið hafnað þegar kjósendur hafa fengið að segja álit á henni. Þá má ekki síður hafa í huga að lágir vextir á evrusvæðinu hafa ekki verið birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti viðvarandi efnahagslegrar stöðunar. Tilgangur lágra vaxta er enda allajafna sá að reyna að koma efnahagslífinu aftur í gang. Ítrekaðar tilraunir til þess hafa þó engu skilað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar