„Hefði viljað klára þetta á meira sannfærandi hátt“ Siggeir Ævarsson skrifar 25. október 2024 23:01 Benedikt Guðmundsson er þjálfari Tindastóls Vísir/Anton Brink Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var ánægður með orkustigið sem hans leikmenn komu með í leikinn gegn Grindavík í kvöld þegar Tindastóll landaði 90-93 sigri í Smáranum. Gestirnir byrjuðu leikinn frábærlega og leiddu 12-32 eftir fyrsta leikhluta. „Virkilega ánægður með byrjunina. Við vorum miklu orkumeiri heldur en þeir. Það var svona töggur í okkur, svona vill maður hafa þetta. Helst allar fjörutíu en maður fær ekki allt sem maður vill.“ Þrátt fyrir frábæra byrjun Tindastóls náðu Grindvíkingar smám saman vopnum sínum og voru hársbreidd frá því að stela sigrinum í lokin. Benni viðurkenndi fúslega að það hefði farið um hann á bekknum á lokasekúndunum. „Að sjálfsögðu! Þetta er aldrei komið og þeir settu stórar körfur í lokin. Voru nálægt því að hirða þetta af okkur þannig að það munaði ekki miklu. Ég hefði náttúrulega viljað klára þetta á meira sannfærandi hátt en ég er bara ánægður með að vinna leikinn. Fá tvö stig og vinna bara hérna mjög gott lið.“ Stólarnir voru að skjóta stórkostlega fyrir utan framan af leik en nýtingin var langt fyrir ofan 60 prósent lengi framan af. „Það er alltaf markmiðið að hitta úr öllum skotum, allavegana sem flestum.“ Var það varnarleikurinn hjá Grindavík sem var að gefa ykkur þessi færi og nýtingu? „Nei, mér fannst við bara vera að fá góð skot. En svo náttúrulega bara svara þeir og jafna ákefðina í leiknum. Mér fannst þeir hálf flatir í byrjun. En ef þú ert bara vel stilltur andlega þá hittirðu betur á vellinum og mér fannst mínir menn vel stilltir andlega.“ Benni vildi þó ekki meina að hann ætti heiðurinn af því að stilla sína menn af. „Þeir gera það bara sjálfir. Ég segi eitthvað og óska eftir einhverju viðhorfi en svo er það bara þeirra að koma með það. Þeir gerðu það og vonandi verður þetta bara alltaf. Það á margt eftir að gerast. Þetta er bara einn leikur og svo er bara næsti leikur í næstu viku.“ Bónus-deild karla Körfubolti Tindastóll Mest lesið Mögulega kaldasta íþróttamynd ársins Sport Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Handbolti Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ Enski boltinn Hver snjóbolti kostaði fimmtíu þúsund Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Körfubolti Leikmaðurinn sem Ísland missti ætlar sér að vinna Gullknöttinn Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga Körfubolti Ronaldo skaut til baka: „Hver er þessi náungi?“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins Sjá meira
Gestirnir byrjuðu leikinn frábærlega og leiddu 12-32 eftir fyrsta leikhluta. „Virkilega ánægður með byrjunina. Við vorum miklu orkumeiri heldur en þeir. Það var svona töggur í okkur, svona vill maður hafa þetta. Helst allar fjörutíu en maður fær ekki allt sem maður vill.“ Þrátt fyrir frábæra byrjun Tindastóls náðu Grindvíkingar smám saman vopnum sínum og voru hársbreidd frá því að stela sigrinum í lokin. Benni viðurkenndi fúslega að það hefði farið um hann á bekknum á lokasekúndunum. „Að sjálfsögðu! Þetta er aldrei komið og þeir settu stórar körfur í lokin. Voru nálægt því að hirða þetta af okkur þannig að það munaði ekki miklu. Ég hefði náttúrulega viljað klára þetta á meira sannfærandi hátt en ég er bara ánægður með að vinna leikinn. Fá tvö stig og vinna bara hérna mjög gott lið.“ Stólarnir voru að skjóta stórkostlega fyrir utan framan af leik en nýtingin var langt fyrir ofan 60 prósent lengi framan af. „Það er alltaf markmiðið að hitta úr öllum skotum, allavegana sem flestum.“ Var það varnarleikurinn hjá Grindavík sem var að gefa ykkur þessi færi og nýtingu? „Nei, mér fannst við bara vera að fá góð skot. En svo náttúrulega bara svara þeir og jafna ákefðina í leiknum. Mér fannst þeir hálf flatir í byrjun. En ef þú ert bara vel stilltur andlega þá hittirðu betur á vellinum og mér fannst mínir menn vel stilltir andlega.“ Benni vildi þó ekki meina að hann ætti heiðurinn af því að stilla sína menn af. „Þeir gera það bara sjálfir. Ég segi eitthvað og óska eftir einhverju viðhorfi en svo er það bara þeirra að koma með það. Þeir gerðu það og vonandi verður þetta bara alltaf. Það á margt eftir að gerast. Þetta er bara einn leikur og svo er bara næsti leikur í næstu viku.“
Bónus-deild karla Körfubolti Tindastóll Mest lesið Mögulega kaldasta íþróttamynd ársins Sport Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Handbolti Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ Enski boltinn Hver snjóbolti kostaði fimmtíu þúsund Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Körfubolti Leikmaðurinn sem Ísland missti ætlar sér að vinna Gullknöttinn Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga Körfubolti Ronaldo skaut til baka: „Hver er þessi náungi?“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins Sjá meira