Með samvinnu, stuðning og skilningi er hægt að finna nýjar leiðir til að vera félagslega virkur – jafnvel í erfiðum aðstæðum Kolbrún Halla Guðjónsdóttir skrifar 25. október 2024 11:00 Þegar einstaklingur greinist með krabbamein verður lífið fyrir miklum breytingum. Orkuleysi, þreyta og aukin hætta á sýkingum veldur því oft að fólk dregur sig í hlé úr félagslegri þátttöku sinni. Fólk sem var áður virkt í t.d. líkamsrækt eða útivist með vinum getur ekki tekið þátt á sama hátt. Það er ekki lengur möguleiki að fara í fjallgöngur eða kvöldskemmtanir með vinkonunum. Helgarfrí með barnabörnunum verður of krefjandi og áfram má telja. Þeir sem búa einir eða eru með takmarkað tengslanet eru viðkvæmari fyrir og geta upplifað sig enn einangraðri. Einangrunin getur haft áhrif á líkamlega, andlega og tilfinningalega líðan og ýtt undir kvíða og þunglyndi. Aukin hætta er á að einstaklingar missi tengslin við það sem áður gaf þeim tilgang s.s. vinnu, tómstundaiðju og stuðningsnetið sitt. Því lengur sem einangrunin varir því erfiðara reynist einstaklingum að komast út aftur í hið daglega líf. Félagsleg þátttaka er mikilvæg fyrir andlega líðan og heilsu einstaklinga. Samvera með öðrum getur minnkað streitu og vanlíðan, bætt sjálfsmynd og stuðlað að bættri andlegri líðan. Iðjuþjálfar beina sjónum sínum að því hvernig hægt er að viðhalda og efla félagslega þátttöku einstaklinga í ýmsum aðstæðum og hvernig hægt er að útfæra hana á nýjan hátt þegar þörf krefur. Í Ljósinu starfar hópur iðjuþjálfa sem styðja einstaklinga í gegnum endurhæfinguna eftir krabbameinsgreiningu. Eitt af okkar markmiðum er m.a. að styðja skjólstæðinga okkar í að viðhalda félagslegri þátttöku sinni og finna leiðir til að aðlaga hana þegar þarf. Ýmsar leiðir eru til að aðlaga félagslega þátttöku. Þó einstaklingar komist ekki í ræktina með vinahópnum er hægt að fara í rólegan og stuttan göngutúr eða hittast á kaffihúsi. Þegar orkan er lítil eða ónæmiskerfið í lágmarki getur verið gott að skipuleggja símtöl eða heimsókn. Mikilvægt er að stuðningaðilar þess krabbameinsgreinda geri sér grein fyrir breyttum þörfum og séu tilbúnir að koma til móts við þær. Í erfiðleikum líkt og við krabbameinsgreiningu er ekki síður mikilvægt að komast í samskipti við aðra sem skilja og þekkja upplifunina. Að tengjast öðrum sem skilja getur veitt öryggi, styrkt félagslega þátttöku og dregið úr einangrun ásamt því að upplifa sig tilheyra einhverjum hópi. Einn liður í starfi Ljóssins eru jafningjahópar sem hittast reglulega. Jafningjahóparnir eru misjafnir og skipulag þeirra er gert til að flestir geti fundið hóp við sitt hæfi. Í Ljósinu er einnig boðið upp á ýmis námskeið, handverkshópa og hreyfingu þar sem hægt er að vera í samneyti við aðra krabbameinsgreinda í öruggu umhverfi. Í gegnum tiðina hafa myndast margir sterkir hópar innan Ljóssins sem hafa haldið tengslum áfram eftir að endurhæfingu lýkur. Eðlilegt er að um tíma verði helsta stuðningsnetið jafningjar úr Ljósinu en síðar í bataferlinu aukast tengslin við aðra aftur. Félagsleg þátttaka með jafningjum eða öðrum er mikilvæg fyrir líðan einstaklinga sem greinast með krabbamein. Það skiptir ekki máli hvernig samskiptin eiga sér stað, heldur að þau séu til staðar og að þau gerist á forsendum viðkomandi. Með samvinnu, stuðning og skilningi er hægt að finna nýjar leiðir til að vera félagslega virkur – jafnvel í erfiðum aðstæðum. Höfundur er iðjujálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þegar einstaklingur greinist með krabbamein verður lífið fyrir miklum breytingum. Orkuleysi, þreyta og aukin hætta á sýkingum veldur því oft að fólk dregur sig í hlé úr félagslegri þátttöku sinni. Fólk sem var áður virkt í t.d. líkamsrækt eða útivist með vinum getur ekki tekið þátt á sama hátt. Það er ekki lengur möguleiki að fara í fjallgöngur eða kvöldskemmtanir með vinkonunum. Helgarfrí með barnabörnunum verður of krefjandi og áfram má telja. Þeir sem búa einir eða eru með takmarkað tengslanet eru viðkvæmari fyrir og geta upplifað sig enn einangraðri. Einangrunin getur haft áhrif á líkamlega, andlega og tilfinningalega líðan og ýtt undir kvíða og þunglyndi. Aukin hætta er á að einstaklingar missi tengslin við það sem áður gaf þeim tilgang s.s. vinnu, tómstundaiðju og stuðningsnetið sitt. Því lengur sem einangrunin varir því erfiðara reynist einstaklingum að komast út aftur í hið daglega líf. Félagsleg þátttaka er mikilvæg fyrir andlega líðan og heilsu einstaklinga. Samvera með öðrum getur minnkað streitu og vanlíðan, bætt sjálfsmynd og stuðlað að bættri andlegri líðan. Iðjuþjálfar beina sjónum sínum að því hvernig hægt er að viðhalda og efla félagslega þátttöku einstaklinga í ýmsum aðstæðum og hvernig hægt er að útfæra hana á nýjan hátt þegar þörf krefur. Í Ljósinu starfar hópur iðjuþjálfa sem styðja einstaklinga í gegnum endurhæfinguna eftir krabbameinsgreiningu. Eitt af okkar markmiðum er m.a. að styðja skjólstæðinga okkar í að viðhalda félagslegri þátttöku sinni og finna leiðir til að aðlaga hana þegar þarf. Ýmsar leiðir eru til að aðlaga félagslega þátttöku. Þó einstaklingar komist ekki í ræktina með vinahópnum er hægt að fara í rólegan og stuttan göngutúr eða hittast á kaffihúsi. Þegar orkan er lítil eða ónæmiskerfið í lágmarki getur verið gott að skipuleggja símtöl eða heimsókn. Mikilvægt er að stuðningaðilar þess krabbameinsgreinda geri sér grein fyrir breyttum þörfum og séu tilbúnir að koma til móts við þær. Í erfiðleikum líkt og við krabbameinsgreiningu er ekki síður mikilvægt að komast í samskipti við aðra sem skilja og þekkja upplifunina. Að tengjast öðrum sem skilja getur veitt öryggi, styrkt félagslega þátttöku og dregið úr einangrun ásamt því að upplifa sig tilheyra einhverjum hópi. Einn liður í starfi Ljóssins eru jafningjahópar sem hittast reglulega. Jafningjahóparnir eru misjafnir og skipulag þeirra er gert til að flestir geti fundið hóp við sitt hæfi. Í Ljósinu er einnig boðið upp á ýmis námskeið, handverkshópa og hreyfingu þar sem hægt er að vera í samneyti við aðra krabbameinsgreinda í öruggu umhverfi. Í gegnum tiðina hafa myndast margir sterkir hópar innan Ljóssins sem hafa haldið tengslum áfram eftir að endurhæfingu lýkur. Eðlilegt er að um tíma verði helsta stuðningsnetið jafningjar úr Ljósinu en síðar í bataferlinu aukast tengslin við aðra aftur. Félagsleg þátttaka með jafningjum eða öðrum er mikilvæg fyrir líðan einstaklinga sem greinast með krabbamein. Það skiptir ekki máli hvernig samskiptin eiga sér stað, heldur að þau séu til staðar og að þau gerist á forsendum viðkomandi. Með samvinnu, stuðning og skilningi er hægt að finna nýjar leiðir til að vera félagslega virkur – jafnvel í erfiðum aðstæðum. Höfundur er iðjujálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun