Körfuboltakvöld um Kane: „Finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2024 10:31 DeAndre Kane á það til að koma sér í klandur og getur það meira segja í leikjum sem lið hans er með yfirburði. vísir / anton brink Það urðu mikil læti í hálfleik á leik Grindavíkur og Hattar í Bónus deild karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið þótt að Grindvíkingar væru þá 23 stigum yfir í leiknum. Deandre Kane var enn á ný í sviðsljósinu og Körfuboltakvöld ræddi umdeilda Grindvíkinginn og framkomu hans. Bónus Körfuboltakvöld sýndi viðtölin úr Smáranum sem Ágúst Orri Arnarson tók og sérfræðingarnir Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon sögðu síðan sína skoðun á því sem gekk á. Ágúst Orri ræddi við bæði Kane og Courvoisier McCauley um atvikið sem og við þjálfara beggja liða, Viðar Örn Hafsteinsson hjá Hetti og Jóhann Þór Ólafsson hjá Grindavík. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður, spurði sérfræðingana um þetta atvik þegar Kane gekk inn á vallarhelming Hattar og truflaði upphitun liðsins. Honum og McCauley lenti þá saman. Verst voru viðbrögð Hattarmanna „Hann á ekkert erindi þangað og ég skil alveg viðbrögðin. Mér finnst þetta ekkert stórmál en hann bara ýtir og slær eitthvað frá sér. Það meiðist enginn og persónulega finnst mér þetta ekkert stórmál,“ sagði Helgi Már Magnússon. „Það sem mér finnst versti parturinn við þetta allt saman voru viðbrögð Hattarmanna inn á vellinum í þriðja leikhluta. Hvernig þeir svöruðu fyrir sig. Ég hélt að þeir myndu koma út alveg bandbrjálaðir og mögulega negla Kane í einhverri hindruninni eða eitthvað. Það var ekkert svoleiðis,“ sagði Helgi. „Teitur, hvað hefði gerst ef einhver hrokagikkur, einhver týpa eins og Kane, hefði gengið inn í upphitun hjá Njarðvíkurliðinu í gamla daga og hrint eða stjakað við leikmanni,“ spurði Helgi. „Það hefði bara orðið svipuð viðbrögð. Það hefði einhver sagt honum að drulla sér í burtu,“ sagði Teitur. Teitur er samt viss um að hans menn hefði svarað þessu betur inn á vellinum sjálfum. Fannst þetta svo skemmtilegt „Mér fannst þetta svo skemmtilegt af því að það brugðust allir við. Allir, hver einasti maður í húsinu. Það eru samt tveir menn sem hafa séð þetta allt áður,“ sagði Teitur og vakti athygli á viðbrögðum þjálfara Grindvíkurliðsins. „Það eru allir úr Kópavogi komnir út á gólfið en þeir haggast ekki. Hvað lesið þið í þetta? Eru þeir orðnir þreyttir á þessu eða vanir þessu,“ spurði Teitur. „Það má segja að maður sé að kóa með einhverju en hann er bara svona týpa og er á línunni. Stígur stundum yfir línuna og er örugglega krefjandi í samskiptum. Þetta er það góður körfuboltaleikmaður,“ sagði Helgi. Þetta er blíðasti drengur „Þetta er blíðasti drengur en um leið og körfuboltaleikurinn byrjar þá verður hann dálítið villtur,“ sagði Teitur. „Mér finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt,“ sagði Helgi. „Mér fannst Viðar [Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar] fara svolítið hátt upp í þessu viðtali. Það var eins og hann hefði kippt Vidda algjörlega úr sambandi þarna,“ sagði Teitur. Málið er komið inn á borð aganefndar KKÍ. Það má sjá alla umfjöllunina um atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld tók fyrir Kane málið Bónus-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
Bónus Körfuboltakvöld sýndi viðtölin úr Smáranum sem Ágúst Orri Arnarson tók og sérfræðingarnir Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon sögðu síðan sína skoðun á því sem gekk á. Ágúst Orri ræddi við bæði Kane og Courvoisier McCauley um atvikið sem og við þjálfara beggja liða, Viðar Örn Hafsteinsson hjá Hetti og Jóhann Þór Ólafsson hjá Grindavík. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður, spurði sérfræðingana um þetta atvik þegar Kane gekk inn á vallarhelming Hattar og truflaði upphitun liðsins. Honum og McCauley lenti þá saman. Verst voru viðbrögð Hattarmanna „Hann á ekkert erindi þangað og ég skil alveg viðbrögðin. Mér finnst þetta ekkert stórmál en hann bara ýtir og slær eitthvað frá sér. Það meiðist enginn og persónulega finnst mér þetta ekkert stórmál,“ sagði Helgi Már Magnússon. „Það sem mér finnst versti parturinn við þetta allt saman voru viðbrögð Hattarmanna inn á vellinum í þriðja leikhluta. Hvernig þeir svöruðu fyrir sig. Ég hélt að þeir myndu koma út alveg bandbrjálaðir og mögulega negla Kane í einhverri hindruninni eða eitthvað. Það var ekkert svoleiðis,“ sagði Helgi. „Teitur, hvað hefði gerst ef einhver hrokagikkur, einhver týpa eins og Kane, hefði gengið inn í upphitun hjá Njarðvíkurliðinu í gamla daga og hrint eða stjakað við leikmanni,“ spurði Helgi. „Það hefði bara orðið svipuð viðbrögð. Það hefði einhver sagt honum að drulla sér í burtu,“ sagði Teitur. Teitur er samt viss um að hans menn hefði svarað þessu betur inn á vellinum sjálfum. Fannst þetta svo skemmtilegt „Mér fannst þetta svo skemmtilegt af því að það brugðust allir við. Allir, hver einasti maður í húsinu. Það eru samt tveir menn sem hafa séð þetta allt áður,“ sagði Teitur og vakti athygli á viðbrögðum þjálfara Grindvíkurliðsins. „Það eru allir úr Kópavogi komnir út á gólfið en þeir haggast ekki. Hvað lesið þið í þetta? Eru þeir orðnir þreyttir á þessu eða vanir þessu,“ spurði Teitur. „Það má segja að maður sé að kóa með einhverju en hann er bara svona týpa og er á línunni. Stígur stundum yfir línuna og er örugglega krefjandi í samskiptum. Þetta er það góður körfuboltaleikmaður,“ sagði Helgi. Þetta er blíðasti drengur „Þetta er blíðasti drengur en um leið og körfuboltaleikurinn byrjar þá verður hann dálítið villtur,“ sagði Teitur. „Mér finnst hann ekki hafa gert neitt hrikalegt,“ sagði Helgi. „Mér fannst Viðar [Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar] fara svolítið hátt upp í þessu viðtali. Það var eins og hann hefði kippt Vidda algjörlega úr sambandi þarna,“ sagði Teitur. Málið er komið inn á borð aganefndar KKÍ. Það má sjá alla umfjöllunina um atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld tók fyrir Kane málið
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira