„Stóðum upp sterkari og svöruðum með sigri“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 18. október 2024 22:09 Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkinga. vísir/Diego Njarðvík heimsótti nágranna sína í Keflavík í lokaleik 3. umferðar Bónus deildar karla í Blue höllinni í kvöld. Eftir erfitt kvöld framan af voru það Njarðvíkingar sem reyndust sterkari á loka kaflanum og sóttu gríðarlega sterkan 88-89 sigur. „Ég væri að ljúga af þér ef ég segði þér að þetta væri ekki að hlýja hjartanu í mér. Sérstaklega eftir erfiðan Keflavík-Njarðvík vetur í fyrra að koma hérna og taka sigur á móti flottu Keflavíkurliði. Ég er bara virkilega stoltur af mínu liði og frammistöðunni sem við settum á gólfinu í dag og sérstaklega þessum andlega styrk sem við sýnum og ég er búin að vera ræða um við þá,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Frá því á síðasta tímabili þá svona fannst mér sem áhorfanda þeir ekki bregðast nógu vel við þegar þeir fá höggin og við fengum alveg höggin hér í dag frá Keflavík en við stóðum upp sterkari og svöruðum með sigri,“ sagði Rúnar Ingi. Njarðvík átti ekki góðan endi á fyrstu þrem leikhlutunum í kvöld en stóðst þessi högg sem Rúnar Ingi talaði um og náði að sækja sigurinn. „Körfubolti er leikur áhlaupa, eins klisjukennt og það er. Við vitum að þetta er akkurat það sem Keflavík stendur fyrir og þeirra sóknarleikur. Ef við erum að svara í sömu mynt og reyna að taka einhver hetjuskot til baka þá eru þeir rosalega góðir í því að refsa.“ Hrós á þann sem einhverjir kölluðu „flugvallarkana“ „Skilaboðin mín fyrir fjórða leikhluta voru fremur einföld. Það var að reyna hægja á þessu og reyna spila okkar körfubolta. Við fórum að vinna með tveggja manna leik þarna á kantinum og mjöttluðum þetta. Þannig gátum við hægt á leiknum og staðið okkar fimm á fimm vörn. Fullt hrós á Isaiah Coddon sem að kemur hérna inn og verið kallaður einhver flugvallarkani og alls konar. Þá skal ég bara taka fullt af þeim því hann var stórkostlegur hérna í fjórða leikhluta að dekka einn besta sóknarmann í deildinni og setur svo töffaraskot og ég er bara hrikalega ánægður með hann.“ Njarðvíkingar fóru svolítið úr sínum leik í öðrum leikhluta og misstu Keflavík frá sér í smá forskot en Njarðvíkingar gerðu vel að vinna sig til baka og náðu að komast aftur á rétt spor og unnu svo leikinn. „Það er bara aginn sem við eigum eftir að læra sem lið. Við erum með tvo frábæra bakverði sem að settu 65 stig í síðasta leik. Við þurfum að finna þetta jafnvægi og við erum kannski ekki komnir þangað að læra að mjólka áfram það sem er að virka í staðin fyrir að fá einhverja tilfinningu um að ég þarf aðeins eitthvað að fá einhver stig á töfluna. Það skiptir engu máli í góðu liðunum og það er mitt verkefni að koma okkur frá því að vera liðið með fullt af góðum leikmönnum í það að vera frábært lið og það er mitt verkefni í vetur.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Sjá meira
„Ég væri að ljúga af þér ef ég segði þér að þetta væri ekki að hlýja hjartanu í mér. Sérstaklega eftir erfiðan Keflavík-Njarðvík vetur í fyrra að koma hérna og taka sigur á móti flottu Keflavíkurliði. Ég er bara virkilega stoltur af mínu liði og frammistöðunni sem við settum á gólfinu í dag og sérstaklega þessum andlega styrk sem við sýnum og ég er búin að vera ræða um við þá,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Frá því á síðasta tímabili þá svona fannst mér sem áhorfanda þeir ekki bregðast nógu vel við þegar þeir fá höggin og við fengum alveg höggin hér í dag frá Keflavík en við stóðum upp sterkari og svöruðum með sigri,“ sagði Rúnar Ingi. Njarðvík átti ekki góðan endi á fyrstu þrem leikhlutunum í kvöld en stóðst þessi högg sem Rúnar Ingi talaði um og náði að sækja sigurinn. „Körfubolti er leikur áhlaupa, eins klisjukennt og það er. Við vitum að þetta er akkurat það sem Keflavík stendur fyrir og þeirra sóknarleikur. Ef við erum að svara í sömu mynt og reyna að taka einhver hetjuskot til baka þá eru þeir rosalega góðir í því að refsa.“ Hrós á þann sem einhverjir kölluðu „flugvallarkana“ „Skilaboðin mín fyrir fjórða leikhluta voru fremur einföld. Það var að reyna hægja á þessu og reyna spila okkar körfubolta. Við fórum að vinna með tveggja manna leik þarna á kantinum og mjöttluðum þetta. Þannig gátum við hægt á leiknum og staðið okkar fimm á fimm vörn. Fullt hrós á Isaiah Coddon sem að kemur hérna inn og verið kallaður einhver flugvallarkani og alls konar. Þá skal ég bara taka fullt af þeim því hann var stórkostlegur hérna í fjórða leikhluta að dekka einn besta sóknarmann í deildinni og setur svo töffaraskot og ég er bara hrikalega ánægður með hann.“ Njarðvíkingar fóru svolítið úr sínum leik í öðrum leikhluta og misstu Keflavík frá sér í smá forskot en Njarðvíkingar gerðu vel að vinna sig til baka og náðu að komast aftur á rétt spor og unnu svo leikinn. „Það er bara aginn sem við eigum eftir að læra sem lið. Við erum með tvo frábæra bakverði sem að settu 65 stig í síðasta leik. Við þurfum að finna þetta jafnvægi og við erum kannski ekki komnir þangað að læra að mjólka áfram það sem er að virka í staðin fyrir að fá einhverja tilfinningu um að ég þarf aðeins eitthvað að fá einhver stig á töfluna. Það skiptir engu máli í góðu liðunum og það er mitt verkefni að koma okkur frá því að vera liðið með fullt af góðum leikmönnum í það að vera frábært lið og það er mitt verkefni í vetur.“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Sjá meira