Innflytjendur og íslenska Runólfur Ágústsson skrifar 17. október 2024 11:02 Um 20% núverandi Íslendinga eru fæddir erlendis. Í umræðu síðustu daga og vikna er allt þetta fólk of oft sett undir sama hatt. Langflestir innflytjenda er fólk sem hingað hefur flutt til vinnu, annað hvort á grundvelli EES samningsins eða sem sérfræðingar annars staðar að. Þetta er fólkið sem stendur undir lífskjörum okkar og hagvexti. Þetta er fólkið sem heldur hjúkrunarheimilunum okkar gangandi, spítölum, leikskólum, byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Það er misskilningur að þetta fólk sinni einungis láglaunastörfum, þeirra á meðal eru fjölmargir hátt launaðir sérfræðingar sem vinna við þekkingar-, nýsköpunar- og frumkvöðlafyrirtæki okkar. Án þeirra væri CCP eða Alvotech ekki til. Fólkið sem vinnur þessi störf er langstærsti hópur innflytjenda á Íslandi og þau standa undir velferð okkar og velsæld. Lítill hluti innflytjenda en sá sem þarf lang mesta þjónustu, innleiðingu og aðlögun eru síðan þeir sem koma hingað á eigin vegum og sækja um alþjóðlega vernd. Flestir þeirra hafa undanfarin ár komið frá Úkraínu og Venúsúela, en verulega hefur dregið úr straumi fólks af þessu þjóðerni hingað til lands. Þá standa eftir þeir sem „banka upp á“ á landamærunum sem hafa undanfarin misseri að meirihluta verið karlmenn. Hættum að fylla kerfin okkar, hvað varðar móttöku flóttafólks, af ungum hreyfanlegum karlmönnum sem illa aðlagast að íslensku samfélagi en setjum þess í stað áhersluna á kvótaflóttafólk og það að sækja fólk í neyð, konur, börn og jaðarsetta hópa. Skilgreinum þann fjölda sem við getum árlega sinnt út frá innviðum og getu til að sinna þessu viðkvæma stríðshrjáða fólki. Gerum líka þær kröfur til þeirra sem hingað koma að þau aðlagist gildum okkar samfélags, lýðræði, trúfrelsi og kvenfrelsi, auk þess að styðja við íslenskunám þeirra og inngildingu. Þannig varðveitum við menningu okkar og tungu. Heildarkostnaður við móttöku flóttafólks í ár er áætlaður um 16 milljarðar króna. Nýtum það sem sparast með skilvirkari innflytjendastefnu til íslenskunáms fyrir útlendinga. Þar er skólakerfið að bregðast börnum innflytjenda sem þurfa eðlilega meiri tíma til að læra íslensku en íslenskumælandi börn. Eftir hrun millifærðum við milljarða króna úr bótakerfinu yfir í skólakerfið með því að kosta nám ungs fólks á atvinnuleysisbótum sem fékk þess í stað námslán. Notum hér sömu aðferðafræðina, drögum úr kostnaði við móttöku (og brottvísun) hælisleitenda og nýtum þá fjármuni til að kenna börnum innflytjenda íslensku. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Runólfur Ágústsson Innflytjendamál Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Um 20% núverandi Íslendinga eru fæddir erlendis. Í umræðu síðustu daga og vikna er allt þetta fólk of oft sett undir sama hatt. Langflestir innflytjenda er fólk sem hingað hefur flutt til vinnu, annað hvort á grundvelli EES samningsins eða sem sérfræðingar annars staðar að. Þetta er fólkið sem stendur undir lífskjörum okkar og hagvexti. Þetta er fólkið sem heldur hjúkrunarheimilunum okkar gangandi, spítölum, leikskólum, byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Það er misskilningur að þetta fólk sinni einungis láglaunastörfum, þeirra á meðal eru fjölmargir hátt launaðir sérfræðingar sem vinna við þekkingar-, nýsköpunar- og frumkvöðlafyrirtæki okkar. Án þeirra væri CCP eða Alvotech ekki til. Fólkið sem vinnur þessi störf er langstærsti hópur innflytjenda á Íslandi og þau standa undir velferð okkar og velsæld. Lítill hluti innflytjenda en sá sem þarf lang mesta þjónustu, innleiðingu og aðlögun eru síðan þeir sem koma hingað á eigin vegum og sækja um alþjóðlega vernd. Flestir þeirra hafa undanfarin ár komið frá Úkraínu og Venúsúela, en verulega hefur dregið úr straumi fólks af þessu þjóðerni hingað til lands. Þá standa eftir þeir sem „banka upp á“ á landamærunum sem hafa undanfarin misseri að meirihluta verið karlmenn. Hættum að fylla kerfin okkar, hvað varðar móttöku flóttafólks, af ungum hreyfanlegum karlmönnum sem illa aðlagast að íslensku samfélagi en setjum þess í stað áhersluna á kvótaflóttafólk og það að sækja fólk í neyð, konur, börn og jaðarsetta hópa. Skilgreinum þann fjölda sem við getum árlega sinnt út frá innviðum og getu til að sinna þessu viðkvæma stríðshrjáða fólki. Gerum líka þær kröfur til þeirra sem hingað koma að þau aðlagist gildum okkar samfélags, lýðræði, trúfrelsi og kvenfrelsi, auk þess að styðja við íslenskunám þeirra og inngildingu. Þannig varðveitum við menningu okkar og tungu. Heildarkostnaður við móttöku flóttafólks í ár er áætlaður um 16 milljarðar króna. Nýtum það sem sparast með skilvirkari innflytjendastefnu til íslenskunáms fyrir útlendinga. Þar er skólakerfið að bregðast börnum innflytjenda sem þurfa eðlilega meiri tíma til að læra íslensku en íslenskumælandi börn. Eftir hrun millifærðum við milljarða króna úr bótakerfinu yfir í skólakerfið með því að kosta nám ungs fólks á atvinnuleysisbótum sem fékk þess í stað námslán. Notum hér sömu aðferðafræðina, drögum úr kostnaði við móttöku (og brottvísun) hælisleitenda og nýtum þá fjármuni til að kenna börnum innflytjenda íslensku. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun