Verður fortíðin framtíðin sem við viljum ekki? Anna Lára Steindal skrifar 16. október 2024 15:31 Þróun og framfarir í tækni hafa aldrei verið hraðari eða haft meiri áhrif á samfélagið en nú. Mikilvægt er að huga að þörfum fatlaðs fólks, ekki síst fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir og hvernig réttindi þess eru tryggð og þörfum þess mætt við þessr hröðu og miklu breytingar. Til þess að efna til umræðu um mannréttindi fatlaðs fólks og tækni rekur Þroskahjálp verkefni, sem styrkt er af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, undir yfirskriftinni Verður fortíðin framtíðin sem við viljum ekki? Ábyrgðin á því að tæknin sé aðgengileg öllum og leiði ekki til mismununar er ávallt í höndum stjórnvalda, tæknigeirans og þeirra sem nota lausnirnar. Sú ábyrgð felur í sér að tækni má aldrei verða tæki sem leiðir til mismununar og jaðarsetningar. Til að lágmarka hættuna á því að það gerist er nauðsynlegt að stjórnvöld og tæknigeirinn vinni náið með fötluðu fólki og hagsmunasamtökum sem koma fram fyrir þess hönds, sem þekkja þær áskornir sem vinna þarf með. Þannig aukast líkur til þess að lausninar séu og verði í samræmi við mannréttindalegar skulbindingar sem leiða m.a. af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Undanfarin misseri hefur staðið yfir umfangsmikil vinna stjórnvalda, sem leidd er af félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, við gerð og framkvæmd landsáætlunar um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Kjarninn í þeirri vinnu er sú grundvallarforsenda samningsins að fötlun er eðlilegu hluti af mannlegum margbreytileika og mismunun á grundvelli fötlunar er aldrei réttlætanleg. Fötlun verður til í samspili skerðinga og hindrana í umhverfinu sem ekki gerir ráð fyrir fjölbreytileika. Markmiðið er því að aðlaga umhverfið í víðum skilningi að fjölbreyttum þörfum, en ekki að aðlaga fólk að einsleitu umhverfi. Landsáætlun, sem er mjög metnaðarfull og unnin í víðtæku samráði stjórnvalda og hagsmunasamtaka, er m.a. viðurkenning á þeirri staðreynda að þrátt fyrir að samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks hafi verið fullgiltur á Íslandi árið 2016 og sé í lögfestingarferli er þekking á honum í stjórnkerfinu og samfélaginu almennt of lítill og sama máli gegnir um þá hugmyndafræði sem hann grundvallst á. Afleiðing er sú að enn er fötluðu fólki mismunað á mörgum sviðum og mikið vantar upp á inngildingu og jöfn tækifæri til þátttöku. Þetta er sérlega áberandi þegar tækni er annars vegar. Hugmyndafræði og ákvæði í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks getur og ætti að nýtast sem grunnviðmið til að meta bæði áhættu og tækifæri sem skapast með aukinn notkun stafrænnar tækni, máltækni og gervigreindar. Mikilvægasta verkfærið við innleiðingu samningsins, og þá um leið landsáætlunar, er aukin þekking á réttindum og hagsmunum fatlaðs fólks og aukin þátttaka þess á öllum sviðum samfélagsins. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að fatlað fólk njóti sömu réttinda og tækifæra og aðrir. Inngilding er birtingarmynd þess að fatlað fólk njóti jafnréttis í reynd en gera verður sérlega ríka kröfu til stjórnvalda um að virða mannréttindi fatlaðs fólks í hvítvetna í öllum verkefnum sínum. Laugardaginn 19. október næst komandi efnir Þroskahjálp til málþings um tækni og fatlað fólk til að ræða tengsl tækni við mannréttindi og aðgengi. Hver ber ábyrgð á því þegar fatlað fólk verður af grundvallarþjónustu vegna þess að tækni er óaðgengileg? Hverju breytir samtal og samstarf um þróun tækni fyrir fatlað fólk? Hvernig tengist stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks verkefnum stjórnvalda á sviði t.d. máltækni og gervigreindar? Þetta og fleira verður til umræðu og öll eru hjartanlega velkomin. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Þroskahjálpar. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þróun og framfarir í tækni hafa aldrei verið hraðari eða haft meiri áhrif á samfélagið en nú. Mikilvægt er að huga að þörfum fatlaðs fólks, ekki síst fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir og hvernig réttindi þess eru tryggð og þörfum þess mætt við þessr hröðu og miklu breytingar. Til þess að efna til umræðu um mannréttindi fatlaðs fólks og tækni rekur Þroskahjálp verkefni, sem styrkt er af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, undir yfirskriftinni Verður fortíðin framtíðin sem við viljum ekki? Ábyrgðin á því að tæknin sé aðgengileg öllum og leiði ekki til mismununar er ávallt í höndum stjórnvalda, tæknigeirans og þeirra sem nota lausnirnar. Sú ábyrgð felur í sér að tækni má aldrei verða tæki sem leiðir til mismununar og jaðarsetningar. Til að lágmarka hættuna á því að það gerist er nauðsynlegt að stjórnvöld og tæknigeirinn vinni náið með fötluðu fólki og hagsmunasamtökum sem koma fram fyrir þess hönds, sem þekkja þær áskornir sem vinna þarf með. Þannig aukast líkur til þess að lausninar séu og verði í samræmi við mannréttindalegar skulbindingar sem leiða m.a. af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Undanfarin misseri hefur staðið yfir umfangsmikil vinna stjórnvalda, sem leidd er af félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, við gerð og framkvæmd landsáætlunar um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Kjarninn í þeirri vinnu er sú grundvallarforsenda samningsins að fötlun er eðlilegu hluti af mannlegum margbreytileika og mismunun á grundvelli fötlunar er aldrei réttlætanleg. Fötlun verður til í samspili skerðinga og hindrana í umhverfinu sem ekki gerir ráð fyrir fjölbreytileika. Markmiðið er því að aðlaga umhverfið í víðum skilningi að fjölbreyttum þörfum, en ekki að aðlaga fólk að einsleitu umhverfi. Landsáætlun, sem er mjög metnaðarfull og unnin í víðtæku samráði stjórnvalda og hagsmunasamtaka, er m.a. viðurkenning á þeirri staðreynda að þrátt fyrir að samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks hafi verið fullgiltur á Íslandi árið 2016 og sé í lögfestingarferli er þekking á honum í stjórnkerfinu og samfélaginu almennt of lítill og sama máli gegnir um þá hugmyndafræði sem hann grundvallst á. Afleiðing er sú að enn er fötluðu fólki mismunað á mörgum sviðum og mikið vantar upp á inngildingu og jöfn tækifæri til þátttöku. Þetta er sérlega áberandi þegar tækni er annars vegar. Hugmyndafræði og ákvæði í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks getur og ætti að nýtast sem grunnviðmið til að meta bæði áhættu og tækifæri sem skapast með aukinn notkun stafrænnar tækni, máltækni og gervigreindar. Mikilvægasta verkfærið við innleiðingu samningsins, og þá um leið landsáætlunar, er aukin þekking á réttindum og hagsmunum fatlaðs fólks og aukin þátttaka þess á öllum sviðum samfélagsins. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að fatlað fólk njóti sömu réttinda og tækifæra og aðrir. Inngilding er birtingarmynd þess að fatlað fólk njóti jafnréttis í reynd en gera verður sérlega ríka kröfu til stjórnvalda um að virða mannréttindi fatlaðs fólks í hvítvetna í öllum verkefnum sínum. Laugardaginn 19. október næst komandi efnir Þroskahjálp til málþings um tækni og fatlað fólk til að ræða tengsl tækni við mannréttindi og aðgengi. Hver ber ábyrgð á því þegar fatlað fólk verður af grundvallarþjónustu vegna þess að tækni er óaðgengileg? Hverju breytir samtal og samstarf um þróun tækni fyrir fatlað fólk? Hvernig tengist stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks verkefnum stjórnvalda á sviði t.d. máltækni og gervigreindar? Þetta og fleira verður til umræðu og öll eru hjartanlega velkomin. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Þroskahjálpar. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar